Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kennurum gefinn kostur á fullu starfi BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða tillögu um að kennurum sem ná ekki fullu starfí í einsetn- um skólum,verði gefínn kostur á fullu starfí við kennslu og starf tengdu kennarastarfí. I tillögunni segir að í samráði við bókun sem fylgi nýgerðum kjarasamningi kennarafélaganna og fjármálaráðherra hvetji borgar- ráð til þess að nefnd samningsað- ila og menntamálaráðuneytis, sem fjalla eigi um kennarastarf í ein- setnum skólum, verði sem allra fyrst sett á laggirnar og að hún skili áliti hið fyrsta. Samráð við sveitarfélög Ennfremur telji borgarráð mik- ilvægt að í nefndarvinnunni verði haft náið samráð við sveitarfélögin í landinu meðal annars í því augna- miði að sú aukna þjónusta sem sveitarfélögin hafí boðið grunn- skólanemendum og kennarar hafi meðal annarra sinnt, að hún verði' aðlöguð starfínu í einsetnum skól- um með samfelldan skóladag. Reykjavíkurborg sé reiðubúin að koma að þeirri vinnu verði þess óskað. Einstakt tækifæri! Erum með í einkasölu glæsilegan veitingastað á besta stað í Reykjavík. Um er að ræða sérhæfðan skyndibita- stað með mikla umsetningu. Þetta er tækifæri fyrir framsýna aðila. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu. Hjá okkur finnið þið rétta fyrirtækið. Fyrirtækjasalan, Skipholti 50b, símar 551 9400 og 551 9401, fax 622290. - kjarni málsins! Morgunblaðið/Jón Stefánsson Verk eftir Gerði KVENFÉLAGASAMBAND Kópa- vogs hefur látið stækka eitt af síðustu verkum Gerðar Helgadótt- ur. Sambandið var stofnað árið 1967 og sagði Þóra Davíðsdóttir fulltrúi sambandsins, að árið 1987 á 20 ára afmæli Kvenfélagasam- bandsins hafi verið samþykkt að láta stækka og setja upp eitt verka Gerðar við Listasafnið. Verkinu hafi verið valinn tímabundinn staður á hringtorgi framan við Listasafnið, þar sem lóðar- og byggingaframkvæmdum við safn- ið væri enn ekki lokið. ÍSLENSKI LIFEYRISSJOÐURINN FUNDARBOÐ Fundur sjóðsfélaga íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn 18. maí n.k. kl. 17.00 að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjómar, Björn Líndal formaður stjórnar 2. Ársreikningur 1994, Hilmar Bergmann, forstöðumaður sjóðsins 3. Árangur íslenska lífeyrissjóðsins og framtíðarsýn í lífeyrismálum, Siguróur Atli Jónsson, sjóðsstjóri 4. Önnur mál Sjóðsfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. y LANDSBREF HF. ^ri'hst Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIA0 VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Kristján Ragnarsson formaður LIU um sjómannadeiluna * Viðræðurnar eru í öngstræti „ÞETTA mál er í öng- stræti. Sjómenn gerðu á mánudag kröfu til þess, að allur fískur fari á markað, eða að fiskverð miðist við 95% af því verði sem fæst á fískmörkuðum á löndunardag. Nú er ljóst að mjög lítill hluti afla fer á markað og því ekki rökrétt að verðleggja allan afla miðað við fískmark- aðsverð. Ef allur afli færi á markað myndi verðið lækka,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, í samtali við Morgunblaðið. Upp úr fyrsta samningafundi Sjó- mannasambandsins, Farmanna- og fiskimannasambandsins, Vélstjóra- félagsins og útgerðarmanna slitnaði á mánudag og sagði Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasambands- ins, eftir fundinn að útgerðarmenn væru ófáanlegir til að ræða megin- kröfu sjómanna um frjálsa verð- myndun á sjávarafla. JKristján Ragnarsson sagði, að LÍÚ gæti ekki samið um að afla yrði ráðstafað inn á fiskmarkaði eða hann greiddur með þessum hætti. „Við ákvörðum ekki fiskverð, höf- um ekki gert það og munum ekki gera. Við vorum samstarfsaðilar með sjómönnum um ákvörðun lágmarks- verðs meðan Verðlags- ráð var og hét og sátum þar með þeim gegnt fiskkaupendum. Nú ætla þeir okkur það hlutskipti að semja við sig um fiskverð, eftir að hafa sjálfir afsagt Verðlagsráðið. Þarna erum við í öngstræti. ) Við getum ekki orðið við þessum kröfum og viljum það ekki, því það myndi leiða til slíkra erfiðleika að það væri ekki forsvaranlegt á nokkurn máta.“ Engin lausn í sjónmáli Kristján sagði að það hefði vakið sérstaka athygli útgerðarmanna á samningafundinum á mánudag, að ) þegar þeir spurðu sjómenn hvernig ætti að verðleggja síld og loðnu hefðu svörin verið þau, að það ætti að gera í gegnum fjarskiptamarkaðinn. „Eg hef engan útgerðarmann eða sjómann fundið í þessari grein sem telur þetta framkvæmanlegt, nema til stórskaða fyrir þá sem þessar afurðir selja. Það er mjög alvarlegt þegar uppi eru kröfur af þessu tagi, sem við höfum ekki umboð til að semja um. Ég hef ekki nokkra lausn j í sjónmáli nú.“ Borgarráð Reykjavíkur Kosin verði stjórn- kerfisnefnd BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra um að kosin verði stjórnkerfisnefnd er endurskoði ýmsa þætti í stjórnkerfi Reykjavík- urborgar. Nefndina skipi þrír borgarfulltrúar og verður verksvið hennar meðal annars að skoða nefndir og ráð borg- arinnar og hugsanlega sameiningu þeirra. Yfírfara og samræma sam- þykktir sem í gildi eru og samræma tilhögun ráðningar starfsmanna borg- arinnar. Þá skal nefndin sinna öðrum stjómkerfismálum sem upp kunna að koma og til hennar verður vísað. Gert er ráð fyrir að nefndin skili af sér til borgarráðs eftir því sem framvinda vinnunnar gefi tilefni til. Með nefndinni starfí borgarlögmað- ur, borgarritari og skrifstofustjóri borgarstjórnar samkvæmt nánari ákvörðun borgarstjóra. Hjálpræðisherinn í 100 ár á Lækjartorgi í TILEFNI af því að föstudaginn 12. maí eru 100 ár liðin frá fyrstu samkomu hersins á Lækjartorgi mun Hjálpræðisherinn halda úti- samkomu á Lækjartorgi föstu- daginn 12. maí kl. 16. Hjálpræðisherinn hefur i öll þessi 100 ár þegar vel hefur viðr- að haldið útisamkomur á Lækjar- torgi og eru það margir sem í gegnum árin hafa hlýtt á söng og vitnisburði þessara einkennis- klæddu hermanna Drottins. Helgina 19.—21. maí verða að- alhátíðahöldin haldin í tilefni af 100 ára afmælinu og er von á mörgum góðum gestum að utan, 40 manna lúðrasveit frá Skot- landi og Herráðsformanni Hjálp- ræðishersins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.