Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D/E Bill Clinton ræddi við háskólastúdenta í Moskvu um stríðið í Tsjetsjníju Lagði að Jeltsín að stöðva stríðið Moskvu, Kænugarði. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði á fundi með háskólastúdentum í Moskvu í gærkvöldi, að hann hefði lagt að Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta að stöðva herförina í Tsjetsjníju og fínna friðsamlega lausn á deilum þar hið snarasta. Þyrluárás rússneska hersins í Tsjetsjníju er hófst rétt eftir fjögurra stunda fund leiðtoganna, varpaði skugga á annars jákvæða niðurstöðu fundarins þar sem forsetarnir náðu samkomulagi um samvinnu í barátt- unni gegn hryðjuverkum og leystu ágreiningsefni í afvopnunarmálum auk þess sem Rússar staðfestu að þeir myndu undirrita sáttmála um Friðarsamstarf Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). Embættismenn sögðu að gert væri ráð fyrir því að það gæti átt sér stað í tengsium við ráðherrafund NATO 31. maí í Hol- landi. Clinton heldur í dag í tveggja daga opinbera heimsókn til Úkraínu til þess að treysta enn frekar náin og vinsamleg samskipti ríkjanna. Yfirvöld í Kænugarði vonast eftir því að forsetinn komi færandi hendi og bjóði Leoníd Kútsjma forseta jafnvel að sitja fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims, sem fram fer í Halifax í Kanada í næsta mánuði. Clinton hrósaði Úkraínumönnum fyrir skjótan árangur í efnahagsum- bótum. ■ Rússargefaeftir/19 Reuter BORIS Jeltsín Rússlandsforseti gefur Bill Clinton Bandaríkjafor- seta til kynna ánægju sína með fund þeirra í Moskvu í gær. --1------------------ „Kjarn- orkukylf- ur“ í golfi Washington. Reuter. FYRIRTÆKI nokkurt í Kali- forniu hefur loksins riðið á vaðið með að breyta sverðum í plógjárn ef svo má segja, kjarnorkueidflaugum í golf- kylfur. Hefur það sett á markað nýjan ás eða „dræv- er“, sem það kallar „Frið- arflaugina" og var áður eld- flaug í Rússlandi. Höfundur nýju kylfunnar er Cary Schuman en hann á heimsmetið í lengsta upp- hafshöggi eða 460 metra. Segir hann, að gífurlegur kraftur fylgi „kjarnorku- kylfunni“ eins og líklegt er en auk þess hefur hann á boðstólum „Friðarpútter" úr sama efni, aflóga, rússnesk- um eldflaugum. Reuter MARTIN McGuiness leiðtogi Sinn Fein ræðir við blaðamenn að loknum fundi með breskri stjórnar- nefnd í Stormont-kastala. Er það fyrsti viðræðufundur stjórnarinnar við samtökin. Viðræður um framtíð Norður-írlands Mega einvörðungu vera vopnaðir rökum Belfast. Daily Telegraph. BRESKA stjórnin tjáði fulltrúum Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýð- veldishersins (IRA), í gær, að sam- tökin fengju ekki fulla aðild að við- ræðum um frhmtíð Norður-írlands fyrr en IRA hefði nánast afvopnast. Michael Ancram, næst æðsti breski ráðherrann í málefnum Norður- írlands, sagðist hafa tjáð fulltrúum Sinn Fein, að þeir fengju ekki aðild að viðræðum um framtíð Norður- írlands fyrr en þeir hefðu rökin ein að vopni eins og aðrir samningsaðilar. Hann sagði að afvopnunin hefði verið rædd lítilsháttar en bresku og írsku stjórnirnar hafa undirbúið áætlun um afvopnunina og upp- rætingu hryðjuverkasveita. Skýrði Ancram m.a. frá hugmyndum bresku stjórnarinnar um eftirlit með afvopnuninni, óháða verkstjórn, hugsanlega af hálfu Kanadamanna, Norðurlanda eða Sameinuðu þjóð- anna, og tímasetningar. Fundurinn í gær er sá fyrsti sem fulltrúar bresku stjórnarinnar eiga með Sinn Fein í 23 ár. Stóð hann í fjórar stundir og var átakasamur. Þrír af fímm fulltrúum Sinn Fein hafa á baki dóma tengda starfsemi IRA. Ekki þykja miklar líkur á að viðræður með fullri aðild alira deilu- aðila séu innan seilingar þar sem formaður flokks sambandssinna í Ulster sagðist ekki vilja eiga nein frekari samskipti við Anc.ram meðan hann ætti í viðræðum við Sinn Fein. ■ Breskur ráðherra/18 Bandaríkj amenn selja refsitolla á japanska bfla Washington, Genf. Reuter. BANDARÍSK 6tjórnvöld ætla að setja háa refsitolla á dýra fólksbíla og fleiri vörur frá Japan vegna óánægju með meinta tregðu Japana til að opna heimamarkað sinn fyrir bílainnflutningi. Einnig hafa þeir ákveðið að kæra Japana hjá Alþjóða- viðskiptastofnuninni nýju, WTO, vegna deilunnar. Búist er við að aðgerðirnar valdi því að innflutningur dýrra, jap- anskra bíla til Bandaríkjanna leggist af verði tollarnir að veruleika og hafa samtök bandarískra bílasala mótmælt áformunum. Þau segja að aðgerðirnar muni gera út af við fjölda sjálfstæðra bílasala og valda verðhækkun á bílum. Booth Gardner, fulltrúi Banda- ríkjastjórnar, sagði fréttamönnum í Genf í gær að hann hefði afhent Renato Ruggiero, framkvæmda- stjóra WTO, bréf frá Mickey Kant- or, aðalviðskiptafulltrúa ríkisstjórn- ar Bills Clintons. Þar kæmi fram að fyrirhugað væri að leggja kæruna fram eftir um það bil 45 daga. Leið- togar repúblikana á þingi, sem eru í meirihluta, styðja eindregið stefnu stjórnarinnar í málinu og samþykkti öldungadeildin á þriðjudag ályktun þess efnis með miklum meirihluta. Evrópsk fyrirmynd Carl Levin, demókrataþingmaður frá Michigan, ræddi málið ásamt fleiri þingmönnum við Kantor í gær. Sagði Levin á fréttamannafundi að fyrirhugaðar aðgerðir byggðust í „aðalatriðum á evrópskri fyrir- mynd“. Hann gerði ráð fyrir að Evrópuríkin myndu styðja sjónarmið stjórnvalda í Washington hjá WTO. Halli Bandaríkjamanna í viðskipt- um við Japana er um 66 milljarðar dollara á ári og á innflutningur á bílum og bílavarahlutum þar drýgst- an þátt. Bandaríkjamenn segja Jap- ana beita ýmsum bellibrögðum er stangist á við reglur WTO um fijáls heimsviðskipti. Með þessu sé komið í veg fyrir að bandarískir bíiar nái fótfestu á Japansmarkaði. Japanar benda hins vegar á að bandarísk fyrirtæki geti sjálfum sér um kennt. T.d. hafi Chrysler-verk- smiðjurnar til skamms tíma ekki framleitt bíla með hægri handar stýri fyrir Japansmarkað en þar í landi er ekið á vinstri vegarhelmingi. Walesa íhugar málsókn Varsjá. Reuter. LECH Walesa Póllandsforseti íhugar að Iáta draga forsætisráðherra landsins, Jozef Oleksy, fyrir sér- stakan ríkisdóm vegna þess að ráð- herrann tók þátt í hátíðarhöldum í Moskvu í tilefni stríðslokaafmælisins gegn vilja forsetans. Að sögn talsmanns Walesa, Tom- asz Kwiatkowskis, hefur forsetinn ekki gert upp hug sinn í málinu en búið er að semja drög að ákæru. Walesa neitaði að fara til Moskvu vegna andstöðu þarlendra stjórn- valda við að Pólland fái að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, einn- ig vildi hann mótmæla hernaðinum í Tsjetsjníju. Hann taldi ferð Oleksys grafa undan mikilvægum hagsmun- um ríkisins á alþjóðavettvangi. Oleksy varði ákvörðun sína, sagði heimsóknina hafa verið bæði þarfa og gagnlega. Ráðherrann er fyrrver- andi kommúnisti, hlynntur inngöngu Póllands í NATO en leggur áherslu á nauðsyn þess að hafa góð sam- skipti við Rússa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.