Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HULDA HELGADÓTTIR + Ilulda Helga- dóttir var fædd í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hún lést í Landa- kotsspítala 1. maí 1995. Banamein hennar var krabba- mein. Foreldrar Huldu voru Eyrún Helgadóttir, f. 16. maí 1891, d. 31. mai 1980, og Helgi Guð- mundsson, f. 10. október 1881, d. 31. mars 1937. Hulda var ein af sex börn- um þeirra hjóna og er ein systir hennar látin, Guð- laug Helgadóttir, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1987, og var hún gift Ragnari Elíassyni, f. 1. nóvember 1909, d. 13. október 1991. Þau fjögur, sem eftir Iifa, eru: Fjóla, sem er tvíburasystir Huldu, gift Birni Ólafi Þorfinns- syni; Guðmundur, f. 6. nóvember 1911, giftur Elsu Guðmundsdótt- ur; Sigdór Helgason, f. 18. jan- úar 1917, giftur Guðrúnu Eg- gertsdóttur, og Ingi R. Helga- son, f. 29. júlí 1924, giftur Rögnu M. Þorsteins. Hulda fluttist með foreldrum sínum frá Vestmannaeyjum fjög- urra vikna gömul, ólst upp og HÉR ERU að skilnaði hripuð nfður fátækleg þakkarorð. Mamma Eyrún lagði okkur lífs- reglumar í uppvextinum, gaf okkur virðinguna fyrir hveiju öðru og kenndi okkur umfram allt að halda saman og styðja hvert annað. Öllum misklíðarefnum bægði hún frá af festu en með nærgætni. Þú varðst síðar lifandi eftirmynd hennar. Ég naut mannkosta þinna umfram aðra menn. Þegar við opnuðum lög- fræðiskrifstofuna á Skólavörðustíg 24 árið 1953, áður en ég hafði feng- ið leyfi til málflutnings, umvafðir þú bjó í Reykjavík til dauðadags. 27. des- ember 1969 giftist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum, Pálma Sigurðssyni, fyrrverandi flug- stjóra, f. 7. mars 1934, og bjuggu þau í Akraseli 6 hér í borg síðan 1974. Þeim varð ekki barna auðið, en Pálmi átti þijú börn af fyrra hjónabandi og er eitt þejrra á lífi, Sigríður Ósk, f. 18. september 1963, gift Guðlaugi Ágústssyni. Hulda stundaði nám ásamt Fjólu tvíburasystur sinni í Hús- mæðraskólanum á Blönduósi veturinn 1948 og 1949. Hún vann á lögfræðiskrifstofu Inga R. Helgasonar í 28 ár, frá 1953 til 1981, og þremur árum betur eftir að Guðjón Ármann Jónsson tók við rekstri skrifstofunnar. Frá árinu 1989 vann Hulda skrifstofustörf hjá Vélalandi hf. Þ. Jónssyni, einkum við bók- hald. Útför Huldu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. mig umhyggju þinni. Velgengni mín og velferð í einu og öllu varð þér mikið kappsmál og fómfýsi þín ein- stök. Leiðbeiningar þínar í mannleg- um samskiptum enduðu oft þannig: „Ég er viss um það, Ingi minn, að svona hefði mamma viljað að þú hefðir gert.“ Alltaf tókst þú glöð á móti viðskiptavinum okkar, ræddir við þá um þeirra vandamál og lagðir einatt gott til málanna, enda veit ég, að margir þeirra litu á þig sem per- sónulegan trúnaðarvin. Manndómur þinn kom aðdáanlega fram í andlegu þreki þínu í þeim t Ástkær eiginkona mín, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Túngötu 63, Eyrarbakka, lést að morgni 10. maí. Jón Ingi Sigurjónsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT G. ÞORSTEINSSON fyrrverandi ráðherra, Móaflöt 59, Garðabæ, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 9. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga S. Einarsdóttir, Þorsteinn Eggertsson, Marta Ragnarsdóttir, Jón Ágúst Eggertsson, Þórdís Helgadóttir, Eggert Eggertsson, Þórhalla Magnúsdóttir, Guðbjörg Eggertsdóttir, Gunnar Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG TÓMASDÓTTIR frá Seljalandi, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 9. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigrfður Sigurjónsdóttir, Björn Önundarson, Dýrfinna Sigurjónsdóttir, Sigurður Jónsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigrún Ingimarsdóttir, Jörgen Sigurjónsson, Anna Ingólfsdóttir, Jón Oddur Sigurjónsson, Helga Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. miklu veikindum, sem þú áttir við að stríða seinni hluta ævi þinnar. Æðruleysi, harka og lífslöngun var letrað á þinn skjöld. En kannske reis manndómur þinn hæst í glaðlyndi þínu og -hvernig þú gast notið góðra stunda með okkur þrátt fyrir veikind- in og með þeim hætti gefið okkur ógleymanlegar minningar um þig. Aldrei fæ ég fullþakkað þér, elsku Hulda mín, hvað þú varst mér í lífinu. Sár harmur er kveðinn að Pálma og Fjólu og þeirra nánustu. Ég og Ragna kona mín sendum þeim okkar alúðarfyllstu samúð. Ingi R. Helgason Tengslin milli pabba og Huldu systur hans voru alla tíð óvenju náin. Tvíburarnir Hulda og Fjóla voru yngstar og pabbi næstyngstur, hin systkinin þrjú voru nokkru eldri og öll uppkomin þegar afi dó. Pabbi var því stóri bróðirinn, þótt þær ættu aðra eldri. En þau Hulda og pabbi voru ekki bara systkini. Þau voru líka vinir, ferðafélagar innan lands og utan, samheijar og samstarfs- menn, því allan tímann sem pabbi rak lögfræðistofuna eins og sagt er, var það í raun Hulda sem rak hana. Hann var bara í vinnu þar, hún sá um allt: móttöku, símvörslu, bréfa- skriftir, gjaldkerastörf og bókhald. Og lögfræðingurinn átti henni að mæta ef hann fyllti ekki svunturnar í tékkheftunum almennilega út! Þegar ég var lítil og mér þótti ég sjá eitthvað lítið af pabba, var ekki laust við að ég væri afbrýðisöm út í þetta nána samband þeirra Huldu. En ég naut þess líka hversu auðvelt Hulda átti með að tengjast öðrum tilfínninga- og vináttuböndum, bæði þegar ég bjó hjá ömmu og henni á Hverfó og ekki síður á unglingsárun- um. Mér hefur stundum dottið í hug að unglingavandamálið margum- rædda væri ekki til ef allir unglingar ættu þann kost sem ég átti þá: vísa vist á Hverfó ef eitthvað bjátaði á í skólanum eða heima fyrir, nú eða bara ef mig langaði í einhveija til- breytingu í lífinu! Já, Hverfó. Lengi þótti mér erfitt að aka framhjá Hverfisgötu lOOb og þekkja ekki þá sem þar bjuggu og enn verður mér litið upp í gluggana á þessu stóra steinhúsi, eins og í von um að sjá kunnuglegum skugga bregða fyrir í eldhúsinu. Það var á Hverfó, þar sem ég og Erna hennar Fjólu fæddumst í stof- unni, þar sem Hulda, Fjóla og pabbi ólust upp, þar sem þau hófu öil sinn búskap, þar sem allir í íjölskyldunni höfðu einhvern tímann búið og oft- ast margir í senn, þó að íbúðin þætti ekki stór í dag. Síðast bjó Hulda þar ein með Pálma eiginmanni sínum eftir að amma Eyrún hafði flutt sig á Hrafnistu. Huldu og Pálma leið vel á Hverfó, en auðvitað voru systurnar allan tím- ann að leita leiða til að koma sér undir sama þakið á ný. Og tækifær- ið kom í líki homlóðar við Akrasel í Breiðholti. Þar var teiknað stærsta einbýlishús sem nokkur hafði þá séð og því einfaldlega skipt í tvennt með pennastriki. Þar hafa fjölskyldur þeirra systra búið síðan og þar ætl- uðu þær sér svo sannarlega að vera saman alla tíð. í gær var ég að glugga í tímarit og las þar viðtal við tvíburamömmu sem á tvær eineggja 11 ára gamlar telpur. Hún segir foreldrana frá fyrstu tíð hafa lagt áherslu á að efla hjá þeim vitund um að þær séu tveir sjálfstæðir einstaklingar, því þó sam- félagið geri ráð fyrir því að tvíburar séu alltaf saman, þá gangi það bara ekki þegar fólk er orðið fullorðið. Pálmi og Bjöm vita betur. Það gekk hjá þeim systmm með þeirra hjálp og það enda þótt systirin, hvort heldur var Hulda eða Fjóla, hafí allt- af komið fyrst hjá hinni. Ekki bara á undan makanum heldur á undan henni sjálfri, á undan öllum öðrum. Samband þeirra var ekki einleikið og þær þurftu ekki að vera í sama landsíjórðungi til að skynja hvemig hinni leið eins og þeg^r Hulda fékk bullandi sjóveiki í tvo þijá tíma með- an Fjóla skrapp á sjó fyrir norðan án þess að nokkur vissi. Og Fjóla hefur misst mikið ekki síður en Pálmi og við öll, þegar Hulda nú er farin. Ég nefndi áðan hversu auðvelt Hulda átti með að tengjast fólki vin- áttu- og tryggðarböndum. Það er ekki aðeins fjölskylda okkar sem þær systur hafa haldið saman, heldur einnig stórum hópi vina, skólasystra og fjarskyldari ættingja. Fjölskylda Pálma var Huldu líka kær, ekki síst Sigga dóttir hans, Gulli hennar mað- ur og ömmubörnin tvö: Pálmi yngsti og Ingibjörg Laufey. Þriðji Pálminn, Pálmi hennar Ernu og Sigga, og systir hans hún Fjóla voru líka ömmubömin hennar Huldu ekki síður en Fjólu. Öll þessi börn ásamt Olla, elsta syni Emu, nutu umhyggju og örlætis Huldu og Pálma. Ingi minn fór ekki varhluta af rausnarskap þeirra og hagaði sér strax eins og heima hjá sér í Akraselinu þó heim- sóknir hans þangað væru ekki jafn tíðar og bamanna sem nær bjuggu. Hulda veiktist fyrst fyrir 24 árum. Það var hræðilegt áfall á tímum þeg- ar krabbamein í bijósti var ekki bara dauðadómur heldur dauðinn sjálfur. Hún var ekki á því að láta í minni pokann og hafði sigur í fyrstu lotu. Og þeir urðu fleiri. Á nokkurra ára fresti tók meinið sig upp, alltaf á nýjum og nýjum stöðum og líffærum og alltaf unnust nýir sigrar. En þeir urðu erfíðari með tímanum og þegar síðasta höggið kom nú í janúar var líkaminn of veikburða til að þola lyfjameðferðina eina ferðina enn. Megnið af þessum langa tíma frá 1971 var Hulda þó frísk og hraust, glöð og bjartsýn eins og henni var lagið. Hún naut lífsins, naut þess að ferðast, hvort heldur var upp um fjöll og fímindi í jeppanum með Pálma eða í þotum í heimsóknir til vin- kvenna og ættingja í útlöndum. Og hún hélt ótrauð áfram að vinna. Þeg- ar Erna og Siggi hófu rekstur fyrir- tækis síns í Skeifunni tók Hulda auðvitað við bókhaldinu og kom sínu lagi á það. Þá var komið að Sigga að passa svunturnar! En allan tímann vofði meinið yfír uns það hafði sigur yfír lífinu hennar aðfaranótt 1. maí sl. á afmælisdaginn minn. Hafí Hulda mín þökk fyrir allt sem hún var mér og mínum. Álfheiður Ingadóttir. Elsku hjartans Hulda mín. Nú ertu farin frá okkur. Ég vil kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér allt það sem þú varst mér, en um leið streyma minningarnar fram í hugann. Eg er fædd og uppalin á Hverfís- götu 100B, þar sem þú bjóst með ömmu Eyrúnu ásamt foreldrum mín- um. Við höfum þess vegna fylgst að frá minni fyrstu tíð, Hulda mín, og mikið áttir þú í þessari einkadóttur tvíburasystur þinnar. Æskuárin á Hverfó einkenndust af ævintýra- ljóma, og ég bý enn að ljúfum minn- ingum frá þessum árum. Síðar á lífs- leiðinni byijaði ég minn búskap, að sjálfsögðu í kjallaranum á Hverfó, og þar eignaðist ég mitt fyrsta barn. Þá voru ófá sporin milli hæða, ég upp til þín að fá ráðleggingar, þú niður til að leiðbeina mér. Á þessum árum kom stóra ástin inn í líf þitt, svífandi á silfurvængj- um, flugstjórinn Pálmi Sigurðsson. Yndislegar stundir hafíð þið átt sam- an, jafnt hér heima sem erlendis. Þú hafðir mjög gaman af því að ferð- ast, og áttum við saman ánægjulegar og ógleymanlegar ferðir til Sa Coma 1988 og til New York 1992. Á árinu 1973 byijuðuð þið Pálmi að byggja ásamt foreldrum mínum stórt einbýlishús í Akraseli 6. Því skyldi skipt í tvennt, því þið vilduð vera undir sama þaki. Þar bjugguð þið tvíburasystur hlið við hlið í 21 ár með fjölskyldum ykkar og þar voru hlutirnir eins og þið vilduð hafa þá, þið gátuð bankað upp á hjá hvor annarri í tíma og ótíma, eða sest fram í hol, til að tala tvær saman. Og þá er ótalið það merkilegasta, en það var kærleikurinn á milli ykk- ar systra, það var ekki til sá hlutur, sem þið vilduð ekki gera hvor fyrir aðra, og aldrei heyrðist styggðaryrði ykkar á milli. Þessi kærleikur geisl- aði af ykkur út í umhverfíð, og þá er ég ekki bara að tala um ijölskyld- urnar. Elsku mamma mín, þinn missir er svo mikill. Ég veit, að þér finnst vanta helminginn af þér, nú þegar Hulda er farin, þið komuð báðar úr sama egginu, þið eruð búnar að ganga saman í gegnum lífíð, deila gleði og sorgum. Þú ert búin að vera Huldu mikil stoð í gegnum 24 ára veikindastríð hennar og af miklum t Útför ástkaerrar móður minnar og systur, ÞÓRU HALLDÓRSDÓTTUR, Ljósheimum 10, Reykjavík, sem lést 6. maí, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. maí kl. 15.00. Elsa Þ. Heiðdal, Sólveig Halldórsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BJARNASON, dvalarheimilinu Höfða, áður Sunnubraut 21, Akranesi, lést aðfaranótt 10. maí. Margrét Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Þórlína Sveinbjarnardóttir, Vilhjálmur Guðmundsson, Guðrún Ólafsdóttir, Guðriður Guðmundsdóttir, Sigmundur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDlNA pétursdóttir frá Laugum í Súgandafirði, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði þann 6. maí, verður jarðsungin frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 13. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Högni Egilsson, Liv Randi Opdal, Hulda Karls, Birgitte Egilsson Opdal, Gylfi H. Þorsteinsson, Kolbrún Högnadóttir, Guðmundur Heiðar Gylfason, Jóna Þorvaldsdóttir, Rúnar Þór Gyifason, Sigríður Guðmundsdóttir, Ingvar Valur Gylfason, Fjóla Birkisdóttir, Ómar Sæberg Gylfason, Hildur Búadóttir, Björn Viðar Gylfason, Högni Elfar Gyifason, Gylfi Svavar Gylfason, María Jóhannesdóttir, barnabarnabörn og aðrir ástvinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.