Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ List hins öfugsnúna veruleika Pólitískar skopmyndir munu prýða veggi Mokka-kaffis næstu daga en samsýning fimm norrænna skopmyndateiknara - Grannagys - verður opnuð þar síðdegis. Orri Páll Ormarsson kynnti sér sýninguna sem Norðurlandaráð hefur veg og vanda af og mun fara til allra Norðurlandanna í sumar. „SKOPMYNDIN er í eðli sínu list hins öfugsnúna veruleika. List þar sem konungurinn verður að fífli og fíflið að konungi. List sem upphefur lítilmagnann ofar yfirvaldinu í krafti hlátursins. í skopmyndinni sigrar hið mannlega hið ofurmannlega. Þar sitja allir við sama borð. Þannig er skopmyndin tilkomin vegna löngun- ar mannsins til að sjá í mynd að öllu megi snúa á haus. Upphaf og endir skopmyndarinnar er okkar jarðneski veruleiki." Þannig kemst Þorri Hringsson að orði í sýningar- skrá samsýningar fimm norrænna skopmyndateiknara á vegum Norð- urlandaráðs sem Geir H. Haarde forseti ráðsins mun opna á Mokka- kaffi í dag. Sýningin stendur til 29. maí. Sýningin ber yfírskriftina Grannagys og eru verkin eftir kunn- ustu skopmyndateiknara Norður- landa. Flest eru þau af pólitískum toga. Fulltrúi íslands er Sigmund Jóhannsson sem er lesendum Morg- unblaðsins að góðu kunnur en mynd- ir hans hafa birst í blaðinu í ríflega þrjá áratugi. Sigmund, sem er af norsku bergi brotinn, er uppalinn á Akureyri en hefur lengst af verið búsettur í Vestmannaeyjum. Hann er vélstjóri að mennt og hugmynda- ríkur uppfínningamaður sem hannað hefur fiskvinnsluvélar og viður- kenndan öryggisbúnað í skip. Sig- mund tók þátt í samsýningu á skop- teikningum í Hásselby Slott í Stokk- hólmi fyrir tveimur árum. Eftir hann liggja ekki færri en 7.000 myndir. Engin skrumskæling Fulltrúi Svíþjóðar er listamaður- inn EWK, öðru nafni Ewert Gustav Adolf Karlsson. EWK þykir í hópi færustu skopmyndahöfunda Sví- þjóðar en hann teiknar gjaman með sogröri sem hann dýfír í túss. Hann hefur fjórum sinnum unnið fyrstu verðlaun á Salon International de la Caricature í Montreal og verið er að reisa safn honum til heiðurs í heimaborg hans Söderköping. „Skopmynd er engin skrumskæl- ing,“ segir Karlsson, „hún er sann- ari en veruleikinn." Frá Noregi kemur Finn Graff sem unnið hefur sem blaðateiknari um áratuga skeið. Hann hefur einnig myndskreytt tugi bóka og haldið fjölda einkasýninga. Þá hefur hann tvisvar unnið verðlaun á Salon Inter- national de la Caricature í Montre- al. „Ég er teiknari, málari og grafík- listamaður af sama skóla og Daninn Ib Andersen og Frakkinn Segonzac. Með tíð og tíma hef ég fundið mér minn eigin stfl.“ Klaus Albrectsen heitir danski listamaðurinn sem á verk á sýning- unni. Undanfarin 40 ár hefur hann verið afkastamikill teiknari og myndskreytt fjöldann allan af dönsk- um og sænskum tímaritum. Þá hefur hann ritað bamabækur og starfað sem jazz-gagnrýnandi. Albrectsen hefur hlotið ýmsar alþjóðlegar viður- kenningar. „Ég er gamaldags hug- myndateiknari með klunnalega tækni, sem spillir stundum fyrir meiningunni. Af miklum fjölda teikninga heppnast kannski ein á ári. Ætla að verða betri teiknari." Bók með haustinu Prófessor Kari Suomalainen frá Finnlandi hefur starfað sem skop- myndateiknari í fjóra áratugi. Hann er jafnframt kunnur sem rithöfund- ur, leikritaskáld og portrettmálari. Suomalainen hefur margoft unnið til verðlauna, meðal annars á Salon International de la Caricature í Montreal, auk þess sem The Nati- onal Cartoonists Society í Bandaríkj- unum hefur heiðrað hann sérstak- lega. Verk hans getur að líta í Lista- safni Tarttila í Finnlandi. „Gæta verður að teikningin búi yfir sterkum realisma eða natúralisma," segir prófessorinn. „Sé hún góð á leik- maðurinn ekki að geta séð með hvaða galdri hún er gerð.“ Sýningin var fyrst sett upp fyrir gesti á þingi Norðurlandaráðs sem haldið var í Reykjavík nýverið. Síðan tók gallerí AllraHanda á Akureyri við henni og mun hún hafa fallið í fijóa jörð nyrðra. Frá íslandi fer sýningin til Svíþjóðar og síðan koll af kolli. í haust er síðan ráðgert að gefa út bók með 200 myndum eftir listamennina. MAÐURINN er alltaf miðpunkturinn í skopmyndinni. Fimm fremstu skopmyndateiknarar Norðurlandanna eiga verk á sýningunni á Mokka-kaffi. Kaffíhús eru orðin vinsæll vett- vangur fyrir myndlistarsýningar. Róbert G. Róbertsson, sem annast hefur uppsetningu Grannagys hér á landi, kveðst hafa valið kaffihús þar sem þau séu fjölsóttari en hefð- bundnir sýningarsalir á virkum dög- um. Hann segir ennfremur að fólk verði að hafa fyrir því að skoða sýn- inguna. „Verkin verða öll í einum graut á veggjunum. Við fyrstu sýn kunna myndimar því að virðast áþekkar en þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að hver og einn er með sinn stíl. Það er því regla í óreglunni." Áhrifamikið Iistform Skopmyndin hefur lengi verið áhrifamikið listform. í erindi Þorra Hringssonar kemur til að mynda fram að hún hafi verið eitt helsta baráttutækið í dreifingu á byltingar- kenndum hugmyndum um frelsi, jafnrétti og bræðralag er þjóðir Evr- ópu börðust fyrir lýðræði á 18. og 19. öld. Þá eru ummæli bandaríska stjórnmálamannsins Williams Marc- ys Tweeds frá árinu 1871 löngu orðin sígild: „Mér er sama hvað þú skrifar í blaðið," sagði hann við blaðamanninn Thomas Nast. „Kjós- endur minir eru ólæsir. En þeir skoða bölvaðar myndirnar." Róbert segir að margar myndanna á sýningunni á Mokka-kaffi séu beinskeyttar. Höfundarnir liggi ekki á skoðunum sínum og háðsádeilan sé oft á tíðum umbúðalaus. Hann er ekki í nokkrum vafa um að póli- tískir skopmyndateiknarar geti haft áhrif á skoðanamyndun almennings með verkum sínum. Þeir fínni nýjan flöt á málefnum og hvetji þannig hinn almenna borgara til þátttöku í þjóðfélagsumræðunni. „Myndir segja meira en flest orð, auk þess sem fólk man betur eftir myndunum. Vald skopmyndateiknara er því mik- ið.“ Róbert segir að skopmyndin hafi aldrei notið viðunandi virðingar hér á landi. Hún hafi lengi verið fastur liður í fjölda blaða en jafnan lítill gaumur gefinn. Hann bendir á að skopmyndin sé viðurkennt listform víða um lönd og finnst mál til kom- ið að virðing hennar vaxi á Islandi. Sér hann reyndar þegar ýmis teikn á lofti. „Við eigum nokkra góða teiknara og ég held að við eigum eftir að viðurkenna þetta listform. Menn eru ekki eins feimnir og áður og eru orðnir afslappaðri gagnvart náunganum.“ Lifandi myndir úr íslenskum veruleika SÍÐASTLIÐINN laugardag var opn- uð málverkasýning Guðrúnar E. Ól- afsdóttur í Listhúsinu í Laugardal. Á sýningunni eru um 30 olíumyndir á striga sem flestar eru unnar á síðast- liðnum tveimur árum. Guðrún segir að þema myndanna sé fólk en mynd- efnið er sótt úr hinu daglega lífí. „Það má segja að þetta séu lifandi myndir úr íslenskum veruleika“, seg- ir Guðrún. Þetta er önnur einkasýning Guð- rúnar en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún tók t.d. þátt í sýningunni Myndlistar- menn framtíðarinnar sem IBM stóð fyrir og var haldin á Kjarvalsstöðum árið 1987. Þar sýndi hún grafík- myndir sem hlutu mikla athygli. Guðrún útskrifaðist frá Myndlistar- skólanum árið 1986, úr grafíkdeild og fékkst einkum við grafík fyrstu árin þar á eftir. Hún segist hins veg- ar finna sig mun betur í olíumálverk- inu sem stendur enda sé olían mjög lifandi og skemmtilegt efni sem hægt sé að vinna með á mjög fyöl- breytilegan hátt. GUÐRÚN E. Ólafsdóttir við eina af myndum sínum Valskórinn Kórlög, negra- sálmar, djass- og dægnrlög VALSKÓRINN heldur vortón- leika í Friðrikskapellu að Hlíð- arenda á afmælisdegi Vals, í dag fimmtudag kl. 20.30. Á söngskránni eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, meðal annars íslensk kórlög, negrasálmar, djass og dægurlög. Söngstjóri er Gylfi Gunnarsson og undirleik í nokkrum laganna annast þeir Jónas Þórir og feðg- arnir Árni og Einar Valur Schev- ing. Gestir á tónleikunum eru gít- ardúettinn Duo-de-mano, skip- aður þeim Hinrik Bjarnasyni og Rúnari Þórissyni og munu þeir leika suður-ameríska gítartón- list. Valskórinn er blandaður kór með 26 félaga í fjórum röddum. Kórinn var stofnaður haustið 1993 og er því að ljúka öðru starfsári sínu. Að loknum tónleikunum verða kaffiveitingar og kökuhlaðborð í Félagsheimili Vals að Hlíðar- enda. Aðgangseyrir er 500 krónur. Teikningar og skriftir OPNUÐ hefur verið sýning á Annari hæð, Laugavegi 37 á verkum Jan Voss (f. 1945), Henriétte van Egten (f. 1948), Andrea Tippel (f. 1945) ogTom- as Schmit (f. 1943). Til sýnis eru teikningar, munir og bækur gerðar af listamönnunum, en öll fást þau við teikningar, skriftir og einhverskonar samruna þess- ara greina. Ákveðin tengsi eru við Fluxus-hreyfinguna. Jan Voss og Henriette eru búsett í Amsterdam og reka þar bókabúðina Bokkie Wookie ásamt Rúnu Þorkelsdóttur. Þau hafa oft dvalið og starfað hér- lendis. Andrea og Tomas búa og starfa í Berlín. Sýningunni lýkur í lok júní og er opin á miðvikudögum frá kl. 14-18. Samsöngur þriggja kóra TÓNLEIKAR verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á laugardag. Þama er um að ræða samsöng þriggja kóra, Kvenna- kórs Hafnarfjarðar sem stofnað- ur var nú í vetur, Samkórs Odda- kirkju sem eining var stofnaður í vetur og eldri félaga úr Karla- kómum Þröstum sem fóru að æfa saman haustið 1992. Allir eru kórarnir undir stjóm Halldórs Óskarssonar en hann er 29 ára gamall Rangæingur. Hann lýkur 8. stigi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar nú í maí og starfar auk þess sem organisti í Oddakirkju á Rang- árvöllum. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Miðaverð fyrir fullorðna er 500 kr. en frítt fyrir böm yngri en 12 ára. Aukasýning á La traviata ÍSLENSKA óperan hefur á und- anfömum vikum sýnt óperu Verdis, La traviata, fyrir fullu húsi. Vegna þess fjölda sem þurfti frá að hverfa á síðustu sýningu, hefur nú verið ákveðið aó hafa eina aukasýningu, í allra síðasta sinn á laugardag 13. maí. Miðasalan er opin daglega frá kl. 15-19 og er boðið upp á hóp- afslætti. Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu íslensku óperannar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.