Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ i FRÉTTIR Læknaráð Landspítala mótmælir framgangi Sighvats Björgvinssonar Óánægja með skip- un framkvæmda- stjóra lækninga MIKIL óánægja er meðai lækna á Landspítalanum vegna skipunar á framkvæmdastjóra lækninga við Ríkisspítalanna. Á fundi læknaráðs sl. föstudag var framgangi fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, Sighvatar Björgvinssonar, varðandi skipan- ina mótmælt harðlega. Ásmundur Brekkan, formaður læknaráðs, segir að hann skilji ekki hvað hafi ráðið því að ráðherra hunsaði vilja iæknaráðs og stjórnamefndar. Þar hljóti stráksskapur eða illvilji gagnvart læknum og Landspítala að hafa ráðið. Sighvatur Björgvins- son segir að hann hafí skipað hæfasta umsækjandann og ekkert hafi ráðið annað en faglegt mat. Sighvatur skipaði Þorvald Veig- ar Guðmundsson í stöðu fram- kvæmdastjóra lækninga, en það er ný staða og í samræmi við nýtt stjórnkerfí ríkisspítalanna. Lækna- ráð fjallaði um umsækjendur um stöðuna og var niðurstaða þess sú, að Kristján Erlendsson væri hæf- astur og því næst Ólafur Stein- grímsson. Tveir af fulltrúum stjómar læknaráðs, forseti lækna- deildar og forstjóri Ríkisspítalanna fjölluðu síðan um umsækjendur og var samdóma álit þeirra að Krist- ján væri hæfastur. Ákveðið var að stinga upp á honum einum, sem framkvæmdastjóra lækninga, við stjómamefnd Ríkisspítalanna. Stöðunefnd taldi Þorvald Veigar hæfastan Stöðunefnd landlæknisembætt- isins fjallaði einnig um umsækj- endur og taldi þijá hæfasta, Þor- vald Veigar, Kristján og Ólaf, en Þorvaldur Veigar væri þeirra hæf- astur. Þegar málið var tekið fyrir í stjórnamefnd Ríkisspítalanna endaði sú málsmeðferð á því að kosið var á milli Kristjáns og Þor- valds Veigars. Fékk Kristján 4 atkvæði og Þorvaldur Veigar 3, en í kjölfar þess skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, Þorvald Veigar í stöðuna. Undanfarinn óþolandi Á almennum fundi læknaráðs Landspítalans á föstudag var gengið til atkvæða um hvort lækn- ar styddu setningu Þorvaldar Veig- ars. Af 110 læknum greiddu 92 atkvæði. 8 þeirri voru hlynntir skipuninni, eða 9%, en 63 eða 68%, á móti. Ásmundur Brekkan, formaður læknaráðs Landspítala, segir að hann hafi skilið reglugerð um stjórnskipan Ríkisspítala svo, að ráðherra ætti að skipa í starfíð í samræmi við tilnefningu stjórnar- nefndar Ríkisspítala. „Læknar hafa ekkert á móti Þorvaldi Veig- ari persónulega, en við teljum hins vegar að heppilegra hefði verið að skipa yngri mann til að móta svo viðamikið starf. Ég efast ekki um að við Þorvaldur Veigar getum starfað saman, en undanfari skip- unar hans er óþolandi, því ráðherra hunsar algjörlega vilja þeirra sem Ijalla um umsóknirnar. Ég skil ekki hvað ráðherra hefur verið að hugsa. Hann var auðvitað búinn að beijast við lækna út af tilvísana- kerfí og ég held að þessi skipan sé til komin vegna stráksskapar eða illvilja." Þorvaldur Veigar Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann sæi ekki að það þjón- aði hagsmunum Landspítala, lækna eða annarra að hann ræddi þetta mál opinberlega. Reynsla í stjórnun Sighvatur Björgvinsson, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, vísar því á bug að önnur sjónarmið en fagleg hafí ráðið skipaninni. „Það fer ekki milli mála að mitt var veitingarvaldið, enda hefði ekki þurft að tilgreina það annars að ráðherra skipaði i stöðuna. Þor- valdur Veigar hefur verið í forystu- sveit lækna á Landspítalanum í mörg ár og hann hefur mikla stjórnunarreynslu umfram Krist- ján, sem ég hef þó ekkert út á að setja.“ Guðmundur Karl Jónsson, for- maður stjórnarnefndar Ríkisspítal- anna, vildi ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið hafði tal af honum I gærkvöldi. Fimm hundruð víkingar til Hafnarfjarðar FIMM hundruð víkingar setja svip sinn á Hafnarfjörð í júlí, þegar þar verður haldin Vík- ingahátíð. Reist verða 80 víkingatjöld á Víðistaðatúni og þar getur almenningur kynnst handverki víkinga, sem bregða einnig bröndum og sýna bar- dagafimi, á meðan skip þeirra liggja við festar í Hafnarfjarð- arhöfn. Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafulltrúi í Hafnarfirði og framkvæmdastjóri hátíðar- innar, segir að undirbúningur hennar hafi staðið í 1 Vt ár. „Að hátíðinni standa sex aðilar, Flugleiðir, Úrval-Útsýn, Hafn- arfjarðarbær, Fjörukráin, Is- hestar og Viking brugg. Við höfum kynnt hátíðina erlendis og hingað koma um 500 víkingar frá sjö löndum. Danir eru þar fjölmennastir, um 300, en einnig koma Þjóð- veijar, Svíar, Norðmenn, Hol- lendingar, Englendingar og Pólveijar. Þetta verður því al- þjóðlegt víkingamót, með svip- uðu sniði og oft hefur verið haldið í Danmörku, Irlandi og víðar.“ Rögnvaldur segir að af er- lendu gestunum 500 séu um 150 handverksmenn. „Þeir koma með 80 víkingatjöld og við fáum einnig 3 víkingaskip frá Danmörku. Við vonumst til þess að stóra, íslenska víkinga- skipið, sem nú er í smíðum, verði með, því það verður þá án efa stærst og glæsilegast." Setningin á Þingvöllum Rögnvaldur segir að Vík- ingahátíðin verði sett formlega á Þingvöllum fimmtudaginn 6. júlí. „Aðalhátiðin verður í Hafnarfirði 7., 8. og 9. júlí. Þar verður víkingamarkaður, sýnd glíma og bardagalist og fleira. Við reiknum með að selja inn á svæðið vægu verði, en auk þessarar hátíðar á Víðistaða- túni verður fjöldi fyrirlestra um víkinga og lífshætti þeirra. Fyrirlestrarnir verða t.d. í Norræna húsinu og Hafnar- borg. Ef þessi hátið gengur vel þá vonumst við til að geta gert Morgunblaoið/Knstmn VÍKINGAHÁTÍÐ verður haldin í Hafnarfirði i júlí og er búist við 500 erlendum víkingum til landsins. Af þessu til- efni hefur verið byggt við Fjörukrána þar i bæ og trónir þar nú víkingahof. þetta annað hvert ár. Við höf- um trú á að þetta verði mjög vinsælt, ekki síst meðal fjöl- skyldufólks. Ég bendi á að við ætlum að kynna mataræði fyrri tíma, svo það verður,ekk- ert sjoppufæði á boðstólum.“ Hvar er Hallgerður? Að lokum má geta þess, að í tengslum við Víkingahátíðina verður efnt til keppni um hvaða kona hafi fallegasta hár- ið og er þá sjálfsagt miðað við að það nýtist vel í boga- strengi. Þá verður einnig keppt um ræktarlegasta skeggið og bendir Rögnvaldur íslenskum vikingum á að fara að safna sem fyrst. Vetrarvertíðarlok 11. maí Lokadansleikur í Miðbakkatj aldinu REYKJAVÍKURHÖFN vill minna á gamla hefð um hátíðarhöld í til- efni vetrarvertíðarloka 11. maí með því að standa fyrir dansleik í stóra tjaldi hafnarinnar á Mið- bakka fimmtudaginn 11. maí kl. 21-23.. í tilefni þessa gefur Reykja- víkurhöfn öllum kost á að vera með sýningar og kynningar í tjald- inu 12., 13. og 14. maí. Þegar hafa Þjóðminjasafnið, sjóminja- deild ákveðið að sýna veiðarfæri og ýmislegt sem tengist gamla árabátnum. Faxamarkaður sýnir físktegundir sem veiðst hafa á handfæri í gegnum árin, verslunin O. Ellingsen sýnir útbúnað hand- færabáta, Gerðafiskur sýnir salt- fískverkun á árum áður og Fisk- kaup saltfiskverkun í dag. Mál og menning verður með kynningu á nýútkominni bók Ströndin í nátt- úru íslands og Laugavegssamtök- in og Miðbæjarfélagið minna á að 11. maí var mesti verslunardagur ársins. Kynningin í Miðbakkatjald- inu verður opin frá kl. 14-18 föstudag, laugardag og sunnudag. Jafnhliða þessu á Miðbakka- tjaldið að vera samkomustaður fólks og í tjaldinu verður boðið upp á kaffi, kleinur, pönnukökur, skon- rok og kringlur. Andlát ARIGÍSLASON ARI Gíslason ætt- fræðingur og kennari lést í sjúkrahúsi Akra- ness aðfaranótt síð- astliðins miðvikudags. Ari fæddist 1. des- ember árið 1907 að Syðstu-Fossum í Andakílshreppi í Borgarfírði. Foreldrar hans voru Gísli Arin- bjarnarson og Salvör Aradóttir. Var Ari einkasonur foreldra sinna, ólst upp hjá þeim og flutti með þeim ti! Reykjavíkur þegar þau brugðu búi árið 1921. Hóf hann nám í Kennaraskóla Is- lands haustið 1925 og lauk kenn- araprófi þremur árum síðar. Arið 1933 hóf Ari farkennslu í Gufudalssveit og kenndi þar tvo vetur. Næstu ár þar á eftir starf- aði hann í Reykjavík, við Miðbæj- arskólann lengst af. Hann kenndi á Patreksfírði 1946-48 og við heimavistarskóla á Jaðri 1948-49. Þá var hann stundakennari á Eyr- arbakka 1952-53 og skólastjóri í Tálknafirði 1954-56. Árin 1956-58 kenndi hann í Fljótshlíð- inni og skólastjóri við heimavistar- skólann að Strönd á Rangárvöllum 1958-59. Það ár flutti Ari til Akra- ness og stundaði kennslu 1962-66. Upp frá því helgaði hann sig einvörðungu ætt- fræðirannsóknum og fræðimennsku ann- arri. Eftir Ara einan eða í félagi við aðra hafa komið út tæplega 30 bækur og rit auk fjöl- margra greina í blöð- um og tímaritum. Flestar eru bækurnar um ættfræði og sögu- legan fróðleik, til dæmis Vestfírskar ættir, kafli í Bókagerðarmönnum, Borgfirskar æviskrár, Deildar- tunguætt, þijú niðjatöl frá Snæ- fellsnesi, Æviskrár Akurnesinga og Niðjatal séra Hallgríms Péturs- sonar. Ari vann einnig að örnefna- söfnun 25 sumur, frá 1940-65 og var leiðsögumaður ferðamanna um áratugaskeið, rómaður fyrir lifandi, fróðlegar og skemmtilegar frásagnir. Eftirlifandi kóna er Helga Hólm Helgadóttir kennari, frá Geitagili í Örlygshöfn, sem Ari kvæntist 6. september árið 1952. Dætur þeirra eru Salvör leikhúsfræðingur og Inga Guðmunda bókasafns- fræðingur. í € ft I t t ! i I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.