Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 21 Island gegn alnæmi ÁRIÐ 1993 efndi Landsnefnd um alnæmisvarnir til leikrita- samkeppni, þar sem óskað var eftir einþáttungum sem á einhvern hátt fjölluðu ‘um al- næmi. Þau Hlín Agnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð hlutu fyrstu og önnur verðlaun í þessari samkeppni fyrir leik- þætti sína Álheimsferðir, Erna og Út úr myrkrinu. Báðir þessir leikþættir hafa verið sýndir á undanförnum tveimur árum á vinnustöðum, í skólum, úti á landsbyggð- inni, svo og í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Nú gefst þeim sem ekki sáu þessar sýningar kostur á að sjá þær á Litla sviði Borgarleikhúss- ins í kvöld kl. 20.30, og laug- ardaginn 13. maí og sunnu- daginn 14. maí kl. 16. Það eru höfundarnir, sem einnig leikstýra verkum sín- um, sem standa fyrir þessu framtaki, en það tengist átak- inu ísland gegn alnæmi, ný- stofnuðum sjóði til styrktar al næmissmituðu fólki. Leikendur í sýningunum eru þau Anna Elísabet Borg, Ásta Arnardóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Ingrid Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Val- geir Skagfjörð. Hvor einþáttungur tekur um 40 mínútur í flutningi og aðgöngumiðaverð á báðar sýningar er 1200 krónur. Lúðrasveitar- tónleikar í Njarðvíkur- skóla LÚÐRASVEIT Tónlistar- skóla Njarðvíkur heldur ár- lega vortónleika í kvöld kl. 20, en nú í fyrsta sinn í hinum nýja sal Njarðvíkurskóla. Tónleikarnir, sem eru þriðju vortónleikar Tónlistar- skólans á þessu vori, eru jafn- framt liður í fjáröflun sveitar- innar en hún er á förum aust- ur í Neskaupstað á landsmót Samtaka íslenskra skóla- lúðrasveita í byijun júní. Aðgangseyri að tónleikun- um verður stillt í hóf og renn- ur ágóðinn í ferðasjóð sveitar- innar. Kaffi verður á boðstól- um meðan á tónleikunum stendur. Stjórnandi er Haraldur Ámi Haraldsson og kynnir á tónleikunum verður Helga Ingimundardóttir. Fjórðu og síðustu vortón- leikar Tónlistarskóla Njarð- víkur verða í Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 13. maí kl. 17. Þá koma fram styttra komnir nemendur skólans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Skólaslit verða í Ytri - Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 14. maí kl. 16. DONNA Madonna - Lady Companion (I). Sýningu Steingríms St. Th. að ljúka 78. SÝNING Steingríms St. Th. Sigurðssonar í salarkynn- um Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, lýkur mánudaginn 15. maí kl. 22. Á sýningunni, sem er af- mælissýning listamannsins, eru 72 verk, þar af eru 66 nýjar myndir. 30 þeirra eru málaðar á Spáni og hinar á Breiðafirði og á suðurströnd- inni. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22. Lögreglu- og RARIK- kórinn VORTÓNLEIKAR Lögreglu- kórsins og RARIK-kórsins verða haldnir í Fella- og Hóla- kirkju í kvöld 11. maí kl. 20.30. Með þessum tónleikum lýkur Lögreglukórinn tón- leikaári sínu. Stjórnandi Lög- reglukórsins er Guðlaugur Viktorsson og syngur kórinn bæði íslensk og erlend lög. RARIK-kórinn er einnig að ljúka sínu tónleikaári hér á landi, en mun svo í næstu viku fara utan og enda í Bern í Sviss til að taka þátt í alþjóð- legri kórakeppni evrópska al- þýðukóra sem stendur í Bern frá 25.-28. maí. RARIK-kórinn mun vera með í að opna kóramótið auk þess að taka þátt í kóra- keppninni sjálfri. Laugardaginn 27. maí syngja svo allir kórarnir á mótinu, sem eru um 50 tals- ins, saman 9. sinfóníu Beet- hovens. RARIK-kórinn mun syngja lög eftir Jón Ásgeirsson sem eru byggð á íslenskum þjóð- sögum og einnig erlend lög. Stjórnandi RÁRIK-kórsins er Violeta Smid. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. [ Ókeypis lögfræðiaðstoðl á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, félag laganema. LISTIR STILLIR HANN LEIKUST Lcikfclagið Vaka ÁLFABORGIN Leikfélagið Vaka, Borgarfirði eystra: Alfaborgin eftír Kristínu og Sigríði Eyjólfsdætur. Leikstjórn og leikgerð: Andrés Sigurvinsson. Helstu leikendur: Andrés Björnsson, Asta S. Geirsdóttir, Hafþór S. Helga- son, Elsa A. Helgadóttir, Pétur Eiðs- son, Sesselja Traustadóttir. Borgar- fii’ði eystra, 6. maí. EIGINLEGA byijar þetta leikhús- ævintýri þegar Flugleiðadísin er lent á Egiisstaðaflugvelli og frú Daan alias Sigurborg Hannesdóttir tekur á móti mér og flytur mig til frú Edith Frank alias Kristrún (Dúrra) Jónsdóttir, báðar í uppfærslu Leikfé- lags Fljótsdalshéraðs á Dagbók Önnu Frank og með Dúrru sit ég í bíl fram Fljótsdalinn og yfir Vatns- skarðið og eftir erfiðum Njarðvíkur- skriðunum alla leið til Borgarfjarðar eystra og Bakkagerðis og undir stýri situr Hermann sem leikur danskan grósser í leikriti þeirra Iðunnar og Kristínar Steinsdætra sem sýnt er um_ þessar mundir á Seyðisfirði. Á Austurlandi starfar nefnilega nokkurs konar neðanjarðarhreyfing leikhússfólks. Hún er dreifð um allar byggðir og hefur á stefnuskránni að halda heilaberkinum hrukkóttum af áreynslu, hamla gegn andlegum doða, lifa betur. Til þess að ná þessu markmiði leggur þetta fólk á sig að ferðast að vetrarlagi við ótrúlega erfíð skilyrði milli byggða bæði til að sjá og sýna. Ég frétti t.d. af því að eitt sinn festi Leikfélag Fljótsdalshéraðs sig uppi í Vatnsskarði með Tobacco Road eftir Erskine Caldwell í far- teskinu og komst ekki fyrr en seint og illa í samkomuhúsið í Bakka- gerði. Borgfirðingar settu seinkun- ina ekki fyrir sig heldur hjálpuðu grönnum sínum að skella upp sviðs- myndinni og settust síðan fram í sal og hrukkuðu á sér heilabörkinn. Nú var komið fram í maí og því snjóstálið ekki nema tveggja, þriggja metra hátt efst í skarðinu, en á leið- inni fram Hjaltastaðaþinghá og yfir í Borgarfjörð er landið hvítflekkótt og í grárri þokunni göptu leysinga- tjarnir móti vorhimninum eins og brostin stórgripaaugu, dökk en óend- anlega hlutlaus. í þessu landslagi verður maðurinn svo einn að álfar spretta fram úr næsta hól áður en varir til að veita honum félagsskap. Rétt innan við Bakkagerðisþorpið er Álfaborg en þar er sagt að áifa- drottning Islands búi. Þetta kvöld brá hún sér upp á svið í leikritinu Álfaborginni og fagnaði með mönn- um, en alkunna er að vel fer á með mönnum og álfum á Borgarfirði eystra. Þetta leikrit þeirra Kristínar og Sigríðar Eyjólfsdætra segir sögur af sambýli manna og álfa og kyn- legra kvista á Borgarfirði eystra, rifjar upp gamlar sagnir og munn- mæli og segir þær einkar vel í lát- lausum og einlægum flutningi heimamanna. Andrúmsloft sýningarinnar er sveipað dulúð og mikilli nánd við náttúruöflin, en eftir hlé kemur Haildór Hómer eins og skrattinn úr sauðarleggnum og hristir ærlega upp í áhorfendum með kostulegum uppátækjum og sérkennilegu mál- fari. Pétur Eiðsson leikur þennan förumann og ærslabelg og gerir hann eftirminnilegan. Það er vel að öilu staðið í þessari sýningu, búningum, lýsingu, sviðs- mynd og ekki síst leikskrá sem er einhver sú eigulegasta sem ég hef séð. Henni fylgir lítil hvít steinvala sem ég veit að er komin frá álfum og færir mér heill. Sumir leikendur sýna hér nokkur leikræn tilþrif og allir fara skýrt og vel með sinn texta, syngja þægilega og kveða. Þar og í sviðsframkomu hafa þeir ugglaust notið æfðrar tilsagnar Andrésar Sig- urvinssonar leikstjóra en hann er einn af hvatamönnum þessarar sýn- ingar enda Borgfirðingur að ætt. Börn, unglingar, fullorðið fólk og roskið koma fram í sýningunni. Á fjórða tug manna standa að henni. Það er vel af sér vikið í fámennu byggðarlagi. Þessi sýning verður mér ekki minnistæð fyrir dramatísk átök. Ég efast hins vegar um að ég gleymi henni nokkurn tíma vegna þess að hún opnaði fyrir mér heim sem er horfinn undir maibik í Reykjavík og flestir þar þekkja ekki lengur nema af bókum ef þeir lesa þá bækur. Þessi heimur er sambýli manns og náttúru. Framkoma mannsins við álfana í þessu leikriti endurspeglar kurteisi hans og virðingu í um- gengni við náttúruna. Þess vegna eiga hugmyndasmiðir umhverfísátaks íslendinga nokkuð að sækja til leikritsins Álfaborgar- innar og þeirra Borgfirðinga yfir- leitt: Er hægt að hugsa sér betra og táknrænna vörumerki erlendis fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir en einmitt Álfadrottninguna? Nátt- úrlega þyrfti fyrst að fá Borgfírðinga til að spyija hana að því hvort hún vill taka hlutverkið að sér. Guðbrandur Gíslason Afmælistónleikar ÞURÍÐUR Baxter mezzó-sópran og Ólaf- ur Vignir Albertsson píanóleikari efna til tónleika í Seltjamar- neskirkju, laugardag- inn 13. maí kl. 15. Á efnisskránni eru ljóð og óperuaríur úr ýmsum áttum, flest eftir tón- skáld rómantíska tíma- bilsins. Þuríður Baxter hóf reglulegt söngnám í Tónlistarskóla Garða- bæjar 1989, þar sem Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir varð aðalkennari Þuríður Baxter hennar. Hún lauk ekki námi við skólann, en hélt fyrstu opinbera tónleika sína haustið 1993. Hún hefur notið leiðsagnar ýmissa kennara auk Snæbjarg- ar, þ.á.m. Einars Stur- lusonar, Sigríðar Ellu Magnúsdóttur og Þór- unnar Guðmundsdóttur og sótt námskeið hjá Anthony Hose, Oren Brown og Euginia Ratti og er starfandi félagi í Þjóðleikhúskórnum, Söngsveitinni Fíl- harmóníu og Heim- skórnum. Með þessum tónleikum heldur hún upp á fímmtugsafmæli sitt. Þuríður lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 1967 og BA-prófi í íslensku, frönsku og bókmenntum frá Háskóla íslands 1976. Hún hefur unnið skrifstofu- og útgáfustörf, var meðal annars útgáfustjóri Máls og menningar um skeið og hefur þýtt fjölda bóka fyr- ir börn og fullorðna. Frá árinu 1990 hefur hún verið skrifstofustjóri STEFS, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Ólafur Vignir Albertsson starfar nú sem píanókennari við Söngskól- ann í Reykjavík. Laftpúðar fyrir okumann Og farþcga Shonda CIVIC DX Nú með vökvastýri og loftpúðum fyrir ökumann og farþega! 1.195.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.