Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Reglur ESB um landamæraeftirlit með heilbrigði fisks teknar upp í EES Sparar útflytj endum kostnað og óhagræði SAMKOMULAG náðist um það á fundi íslenzkra og norskra embætt- ismanna með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel í gær, að nýjar reglur ESB um heil- brigðiseftirlit á landamærum með innfluttum landbúnaðar- og sjávar- afurðum yrðu teknar upp í samn- inginn um evrópskt efnahagssvæði. ísland mun þó aðeins taka upp þær reglur, sem snúa að sjávarafurðum. Með því þurfa íslenzkar sjávar- afurðir ekki að sæta heilbrigðiseft- irliti á landamærum ESB-ríkja. Stefnt er að því að vinna að tæknilegri útfærslu þessa sam- komulags í sumar og haust og að nýju reglumar verði teknar upp í EES 1. janúar, mánuði áður en hin- ar nýju reglur ESB eiga að taka gildi. Gildistöku þeirra hefur verið frestað, en þær áttu að taka gildi um næstu mánaðamót. Sjómannadeilan Staðan skýrð fyrir ráð- herrum FORYSTUMENN sjómannasam tak- anna gengu á fund forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanríkis- ráðherra síðdegis í gær til að gera þeim grein fyrir stöðu mála í viðræð- um við útvegsmenn. Engin lausn er í sjónmáli í deilunni og virðist flest benda til að hún leysist ekki fyrir sjó- mannadag. Fundurinn var haldinn að frum- kvæði sjómannasamtakanna. Þau óskuðu eftir fundi með ráðherrunum eftir að LÍÚ hafnaði tilboði sjómanna um lausn á ágreiningi um verðmynd- un á físki og sjómenn höfðu hafnað gagntilboði LÍU. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasamtakanna, sagði að fundur- inn hefði verið haldinn til að gera rík- isstjóminni grein fyrir stöðunni. Sjó- menn hefðu ekki verið að fara fram á lagasetningu. „í ríkisstjómarsátt- málanum er að fínna yfírlýsingu um að tekið verði á verðmyndunarmálum í sjávarútvegi. Við spurðum ráðherr- ana að því hvort þetta vandamál, sem verið hefur í vegi fyrir samningum, snerti þau áform og ef svo væri, hvort hægt væri að flýta lausninni," sagði Sævar. Hann sagði að ráðherramir hefðu engin svör gefíð á þessu stigi. Samkomulag um marga þætti „Samningsaðilar virðast hafa kom- ist að niðurstöðu um mjög stóran hluta málsins, en það er ágreiningur enn um nokkra þætti og það virðist vera mjög erfítt að brúa það bil,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra í gærkvöldL Hann ræddi einnig við forystu LÍÚ í gær. Hann sagði að lagasetnig til lausnar deil- unni væri ekki til umræðu. „Samn- ingsábyrgðin hvílir á samningsaðilum sjálfum, en stjómvöld eru auðvitað alltaf reiðubúin til viðræðna við samn- ingsaðila. Það er mjög mikilvægt í slíkum samtölum að báðir séu þá á einu máli hvaða atriði það eru sem stjómvöld þurfa að taka á ef það á að vera þáttur í lausn," sagði Þor- steinn þegar hann var spurður hvort ríkisstjómin myndi hafa eitthvert frumkvæði í málinu á næstunni. ■ Sjómannadeilan/4 Evrópusambandið ákvað á síð- asta ári að samræma heilbrigðiseft- irlit með matvöminnflutningi á ytri landamærum sínum, en til þessa hefur það verið mismunandi eftir aðildarríkjum. Jafnframt verður gjaldtaka fyrir eftirlit samræmd. Samkvæmt nýju reglunum á að taka sýni til rannsóknar úr fímmtu hverri sendingu af flestum sjávar- afurðum og úr annarri hverri send- ingu af skelfíski. Sömu reglur gilda um framleiðslu sjávarafurða íslenzkir sérfræðingar hafa talið að þessar reglur myndu bæði valda töfum og auknum kostnaði fyrir íslenzka fískútflytjendur. Jafnframt hefur verið talin hætta á að heil- brigðisreglunum yrði misbeitt kæmi til viðskiptadeilna og landamæra- skoðun tæki þannig óeðlilega lang- VERKALÝÐSFÉLÖG starfsmanna í álverinu í Straumsvík boðuðu í gær verkfall í álverinu sem hefjast mun frá og með laugardeginum 10. júní hafí samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Ef verkfall skellur á eru ákvæði um tveggja vikna aðlögunartíma að framleiðslustöðvun í álverinu, en ef framleiðsla stöðvast tekur marga mánuði að gangsetja verið aftur. Næsti samningafundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara hefur verið boðað- ur á þriðjudagsmorgun. í frétt frá trúnaðarráði verkalýðs- félaganna í Straumsvík segir að fulltrúar Vinnuveitendasambands íslands og ÍSAL hafí i gær lagt fram fáar breytingar á minniháttar atrið- an tíma. Með gildjstöku EES-samningsins lögleiddu íslendingar allar reglur ESB um framleiðslu og markaðs- setningu sjávarafurða. I íslenzkum fískvinnsluhúsum gilda því allar sömu heilbrigðisreglur og í ESB. Á þeim forsendum hafa íslenzk stjóm- völd farið fram á að ísland yrði undanþegið hinu nýja eftirliti með heilbrigði sjávarafurða. Öðru máli gegnir hins vegar um landbúnað. Reglur ESB um landbúnaðarfram- leiðslu gilda ekki á íslandi. Evrópusambandið hefur því vilj- að gera það að skilyrði að Íslending- ar tækju einnig upp reglur um land- búnaðarinnflutning, en slíkt myndi þýða að ekki væri hægt að stöðva innflutning t.d. kjötvöru frá ESB- ríkjum vegna heilbrigðissjónarmiða. Á fundinum í Brussel í gær náðist hins vegar samkomulag um að ís- um sem vom í kröfum beggja aðila og óskað eftir því að boðun vinnu- stöðvunar yrði frestað. Samninga- nefnd starfsmanna hafi verið sam- mála um að efnisinnihald tillagn- anna hafí verið fjarri því að rétt- læta frestun, auk þess sem ekki hafi verið tími til að kalla saman trúnaðarráð félaganna með svo skömmum fyrirvara til að taka fyrir ákvörðun um frestun vinnustöðv- unar. Lýst ábyrgð á hendur vinnuveitenda Þá segir að samninganefnd verkalýðsfélaganna hafði vonast til þess að sáttafundur sem haldinn var lendingar yrðu undanþegnir reglun- um um landbúnaðarvörur. Norð- menn verða að taka þær upp, enda tóku þeir upp flestar reglur ESB um landbúnaðarframleiðslu með gildistöku EES vegna meiri hags- muna í útflutningi landbúnaðar- vara. Fijáls fiskinnflutning- ur frá ESB Með upptöku reglna ESB í EES- samninginn mun innflutningur frá þriðja ríki til íslands verða háður sama eftirliti á landamærum ís- lands og ytri landamærum ESB. Innflutningur sjávarafurða frá ESB, sem samkvæmt EES-samn- ingnum er tollfrjáls, verður þá held- ur ekki stöðvaður á heilbrigðisfor- sendum. Þessi innflutningur hefur aftur á móti verið hverfandi til þessa. á fímmtudag myndi leiða til árang- ursríkra viðræðna svo ekki þyrfti að koma til boðunar verkfalls. Hins vegar hafí komið fram á fundinum að hluti samninganefndarmanna viðsemjenda hefði ekki talið sig hafa tíma til viðræðna um launamál og því hafí orðið að aflýsa viðræðum um þau. Síðan segir: „Samninga- nefnd verkalýðsfélaganna hefur bókað sérstakar athugasemdir hjá sáttasemjara vegna þessarar uppá- komu fulltrúa VSÍ/ÍSAL á við- kvæmu stigi viðræðna og lýst allri ábyrgð á þeirra hendur þar sem ekki var reynt að ná samningum áður en til boðunar vinnustöðvunar kom.“ Stúlka rænd UNG stúlka var rænd um hálf- þijúleytið í gær á Barónsstíg milli Grettisgötu og Njálsgötu. Stúlkan, sem er tæplega tví- tug, var að koma frá Lands- bankanum, Laugavegi 77, þar sem hún hafði tekið út peninga og sett í buddu sem hún hafði hangandi um hálsinn. Ungur maður kom aðvífandi þar sem hún gekk eftir Baróns- stíg og hrifsaði af henni budd- una. Samkvæmt upplýsingum lögreglu gerði stúlkan sér ekki grein fyrir því hvort hann hefði skorið á ólina eða smeygt henni yfír höfuð hennar. I veskinu voru skilríki, debetkort, vega- bréf og 70 þúsund krónur í reiðufé. Stúlkan gat gefíð nokkuð greinargóða lýsingu á mannin- um sem hún segir hafa verið mjög grannan, um 185 cm á hæð, með skolleitt, burstaklippt hár. Hann var í dökk- eða svar- bláum gallabuxum og svörtum mittisjakka. Á jakkanum voru einhvers konar hringir eða keðjur. Þá var hann með græn- an svokallaðan palestínuháls- klút með kögri um hálsinn. Maðurinn stökk upp í bíl sem félagi hans ók. Stúlkan heldur að það hafi verið gamall Volvo 244, fjögurra dyra, hvítur að lit. Hún fór inn í verslun í næsta nágrenni og lét lögreglu vita um atburðinn. Rannsóknarlög- reglan kom á vettvang og hefur nú málið til rannsóknar. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári mannanna þótt vitni hafí verið að atburðinum. Ný Súðavík Beðið eftir hættumati Á RfKISSTJÓRNARFUNDI í gær var farið yfir þau verkefni sem unnið er að í einstökum ráðuneytum vegna afleiðinga snjóflóðsins í Súðavík. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu, stendur fyrir dyr- um að staðfesta skipulag fyrir nýja byggð í Súðavík. „Það er beðið eftir greinargerð um hættumat fyrir nýja svæðið sem þarf að liggja fyrir áður en það verður staðfest," sagði hann. Á vegum félagsmálaráðu- neytisins er verið að undirbúa og ganga frá nýjum reglum um hættumat. í framhaldi af því mun sveitarstjómin væntanlega gera tillögur um flutning eða kaup á húsum. Ennfremur er nú unnið að reglugerð um Ofan- flóðasjóð, að sögn Ólafs. Eldiir í Hegranesi ELDUR kom upp í ms. Hegra- nesi í gærmorgun þar sem skip- ið var í slipp í Reylq'avík. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Reykjavík var verið að logskera við netarennu í skipinu. Gat hafði opnast inn í vélarrúm þar sem kviknaði í ýmsu dóti, aðallega pakkningum utan af ýmsu dóti og svolítið í einangrun í lofti. Það fylltist fljótlega allt af reyk og þegar starfsmenn fengu ekki við neitt ráðið var kallað á slökkvilið. Reykkafarar voru sendir nið- ur í skipið og gekk vel að slökkva og hættu á útbreiðslu var af- stýrt. I lausu lofti DAVÍÐ Rafn Kristjánsson leikur listir sínar ina en þó er hætt við því að það verði ekki á þjólabretti á horni Vonarstrætis og Tjarnar- fyrr en á morgun því í dag er spáð norðan götu við Ráðhús Reykjavíkur. Honum verður kalda og skýjuðu með 6 til 9 stiga hita í vonandi óhætt að taka húfuna ofan um helg- Reylg'avík. Verkfall boðað í álverinu í Straumsvík frá 10. júní Tveggja víkna aðlög- unartími að stöðvun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.