Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 7 FRÉTTIR Innritun í framhaldsskóla hefst eftir helgi Búist við óvenju mikilli aðsókn SKÓLAYFIRVÖLD búast við að sá árgangur sem sækist eftir inn- göngu í menntaskóla í haust verði óvenju stór og geti reynst erfitt að fínna pláss handa öllum. Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði að tvennt kæmi til. Annars vegar væri sá árgangur sem hefði verið að ljúka 10. bekk með samræmd- um prófum ljúka grunnskóla óvenju stór. Hins vegar byggjust menn við að einhveijir þeirra nem- enda sem hættu námi í kennara- verkfallinu í vor sæktust eftir að hefja á ný nám í framhaldsskóla. Beðið eftir niðurstöðum úr samræmdum prófum Innritun í framhaldsskóla verð- ur á höfuðborgarsvæðinu þann 6. og 7, júní og að henni lokinni geta skólayfirvöld gert sér grein fyrir fjölda þeirra sem sækjast eftir skólavist, segir Hörður. Engar töl- ur liggja fyrir um íjölda þeirra sem hættu námi vegna verkfallsins. Hörður segir að hægt verði að vinna að úrvinnslu umsókna, en endanleg ákvörðun um skólavist yrði ekki tekin íyrr en niðurstöður samræmdu prófanna lægju fyrir. Það yrði væntanlega síðar í þess- um mánuði, enda væri verið að hraða yfírferð þeirra eins og mögulegt væri. Hann sagðist vona að hægt yrði að láta nemendur vita áður en skólar loka í júlí, annars yrði ekki hægt að aðhafast neitt fyrr en í ágúst. NEMENDUR 10. bekkjar Breiðholtsskóla skoða einkunnir sínar. Nýr sveit- arsljóri á Hvolsvelli Á FUNDI hreppsnefndar Hvol- hrepps, 1. júní sl.j var ákveðið að ráða Ágúst Inga Ólafsson, kaupfé- lagsstjóra, sveitarstjóra á Hvolsvelli. Ágúst Ingi er 46 ára gamall og hefur starfað hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli í 29 ár. Hann stundar nám við Samvinnu- skólann á Bifröst. Ágúst Ingi tekur við starfinu seinnpart sumars af ísólfi Gylfa Pálmasyni sem kjörinn var á Álþingi í vor. Alls sóttu 47 um starfið en þrír drógu umsóknir sínar til baka. » ♦ ♦---- Fundur um mannrétt- indi kvenna Mannréttindaskrifstofa íslands boðar til fundar í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag, 3. júní, kl. 11. Þar verða kynntar áherzlur norrænu mannréttindastofnananna, fijálsra félagasamtaka í mannréttindum kvenna og rakin helztu atriði kven- réttindabaráttu síðustu ára. Karin Stoltenberg, Noregi, gerir grein fyrir þeirri þróun sem orðið hefur frá því að fyrsta heimsþing Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna var haldið í Mexíkó árið 1975 og fram að undirbúningi fyrir IV. heimsþing SÞ sem haldið verður í Peking í september. Martin Scheinin, Finnlandi, gerir grein fyrir niðurstöðu 11. norrænu mannréttindaráðstefnunnar, sem staðið hefur dagana 1. og 2. júní í Norræna skólasetrinu á Hvalfjarð- arströnd, en þar hefur verið íjallað um mannréttindaþátt efnisatriða lokaniðurstöðu Pekingþingsins. Fundurinn er öllum opinn á með- an húsrúm leyfír. -----♦ ♦ ♦--- Sumarvinna í Garðabæ Allir 14-16 fá atvinnu ALLIR sem þess hafa óskað í ald- ursflokki 14-16 ára fá vinnu hjá Vinnuskóla Garðabæjar í sumar. Úr hópi unglinga 17 ára og eldri hafa 210 verið ráðnir hjá bænum og segir Erla Bil Bjarnardóttir garð- yrkjustjóri Garðabæjar að 75 um- sækjendum sem eftir voru á biðlista hafi boðist vinna í skógræktarhóp- um í júní og júlí. Auk þeirra er um að ræða margvísleg störf, þ.e. gatna- og stígaviðhald, fram- kvæmdir við lóðir, almenna hreins- un og starfrækslu skólagarða og smíðavallar. aplcductof

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.