Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 þ'i/i míÐUK'Ogs,'éGGer FA^P tée i [=c_-— FA&lg/YUNN LF/FÍF. ElCUA&t.— ( E6FAKJ OrMEÐ HEFL/ETU / “ k*f 1 £ 'Jffr/Fís A ilAl — Grettir Tommi og Jenni ^SKYOUR Ywhy DON T D06 TO COME V0U 6ET VOUR OUT AKD PLAVl OU)N D06^ Biddu hund- inn þinn um að koma út að leika. Ov Af hveiju færðu þér ekki sjálfur hund? MOM WONT 7 WELL;Y0U LET ME / CAN'T KEEP HAVE A D06 ( B0RR0U)IN6 MINE I TOLD HIM THAT DOSS AREN'T 50METHIN6 YOÚ BORROU) LIKE A LAUIN MOWER OR A CUP OF SU6AR.. NEKT TIME Tell him to call"lease A D06" Mamma leyfir mér ekkiað eiga hund. Nú, þú getur ekki haldið áfram að fá lánað- minn Ég sagði honum að hundar væru ekki eitthvað sem maður fengi lánað eins og garðsláttuvél eða bolli af sykri. Segðu hon- um næst að hringja í hundaleig- una. ÞEGAR börnum er sýnt traust og virðing, þá hlýtur það að virka sem jákvæð hvatning á heiðarleika og trúmennsku viðkomandi barns. Jákvæð samskípti milli barna o g fullorðinna Frá Rósu Rúnudóttur: IÐULEGA er verið að ræða ófull- komin samskipti barna og fullorð- inna í fjölmiðlum. Sjaldnar og nán- ast aldrei er rætt um þau samskipti sem eru áhugaverð og jákvæð og eru þegar upp er staðið bæði bömum og fullorðnum til stórsóma. Þar sem ég hef núna í tvígang á tiltölulega stuttum tíma fengið upplýsingar frá ungum syni mínum um einstök og sérstaklega jákvæð samskipti milli bama og fullorðinna langar mig til að leggja orð í belg. Þannig var að sonur minn, ellefu ára, sem verður að fara um miðbæ Reykjavíkur daglega vegna blað- burðar upplifði óvænt á þessum ferð- um sínum einstaklega jákvæð sam- skipti við sér ókunnugt fullorðið fólk. Hann var staddur við pysluvagninn við Tryggvagötu ásamt vini sínum, þegar afgreiðslustúlkan í vagninum kallar á strákana og biður þá sér ókunna að fara með fimm þúsund krónur út í banka fyrir sig og skipta honum í fimmtíu kalla. Drengimir voru yfir sig hrifnir af traustinu og flýttu sér sem mest þeir máttu eftir skiptimyntinni út í banka. Þegar svo þeir komu til baka drjúgir með sig og sælir fengu þeir að launum fyrir fyrirhöfnina og heið- arleikann pylsu og kók, auk þakklæt- is, sem hefði þó verið nóg eitt og sér að þeirra mati. Ekki þarf að taka það fram að þetta sérstaka samneyti þeirra og afgreiðslustúlkunnar hafði gífurlega góð áhrif á þá. Hún hafði treyst strákunum fyrir stórum pen- ing og þeir uppskáru veitingar og þakklæti fyrir að vera traustsins verðir. Þetta litla dæmi undirstrikar það að það er til fullorðið fólk sem sýnir bömum fullt traust og virðingu fyrir- fram, án þess að efast um hollustu og heiðarleika viðkomandi, jafnvel þó sá hinn sami sé viðkomandi með öllu ókunnugur. Svona samskipti eru til fyrirmyndar og virka ekkert síður vel á þann fullorðna, en bömin sem taka þátt í þeim, eins og þetta dæmi hefur þegar sannað. Hitt atvikið var öðruvísi, en það er þó líka eftirtektar virði. Sonur minn var á leið með blöðin og gekk fram á eldri mann á Austurvelli, sem kallaði til hans að hann langaði svo í is. Drengurinn skildi það vel og bauðst til að kaupa fýrir hann ísinn. Honum voru afhentar eitt þúsund krónur og sagt að fara og kaupa ís handa þeim báðum. Þegar hann svo kom til baka með ísinn glaðnaði vissulega yfir manninum og hann gaf syni mínum sem sagt annan ísinn og afganginn í þokkabót. Drengnum hefði nægt að fá þakklætið og traust- ið. Hann átti ekki von á að fá bæði ís og aur, en þannig vildi gamli maðurinn hafa það og við það stóð. Það er alveg Ijóst, að þegar böm- um er sýnt þetta mikið traust og virðing hlýtur það að virka sem já- kvæð hvatning á heiðarleika og trú- mennsku viðkomandi bams. Það hvarflaði hvorki að gamla manninum né afgreiðslustúlkunni að efast um, að ókunnir strákarnir, sem þau treystu, myndu bregðast trausti þeirra og hlaupast á brott með aur- inn. Það hvarflaði ekki heldur að strákunum, að bregðast trausti þeirra. Aftur á móti voru þeir bæði hreyknir og stoltir af því að ókunn- ugt fólk skyldi sýna þeim þann sóma og það óverðskuldaða traust, að senda þá með peninga í sérstaka leið- angra til að bjarga ákveðnu ástandi viðskiptavandræða í öðm tilvikinu og löngunar í hressingu í hinu tilvik- inu. Mér þykir rétt að vekja athygli fólks á þessum dæmisögum um gagnkvæmt traust og virðingu, sem getur myndast á milli bama og full- orðinna af ákveðnum tilefnum og er svo sannarlega mikils virði þegar dýpra er skoðað. Það skiptir augljóslega máli að við séum opin fyrir því að treysta á trú- mennsku og heiðarleika barns. Ef við gemm það af mismiklum tilefn- um, þá fá börnin þjálfun í að sýna og sanna í verki, að það borgar sig að treysta fyrirfram á heiðarleika þeirra og góðan vilja, frekar en að tortryggja þau og ætla þeim slæmar hliðar að ókönnuðu máli, eins og allt- of oft er gert því miður. Vonandi á ég eftir að heyra böm- in mín og annarra segja mér fleiri svona uppörvandi og jákvæðar sam- skiptasögur í framtíðinni. Böm hegða sér nefnilega oftast eins og við þeim er brugðist, eins og þessi atvik lýsa svo ágætlega. RÓSA RÚNUDÓTTIR, Kmmmahólum 43, Reykjavík. Allt efni sem birtist ! Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 124. tölublað (03.06.1995)
https://timarit.is/issue/127455

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

124. tölublað (03.06.1995)

Aðgerðir: