Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 30
oO LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Að hengja verktaka fyrir sérfræðing í viðskiptablaði Mbl. sl. fimmtudag er viðtal við Rögnvald S. Gíslason efnafræðing um steypu og sprunguviðgerðir og tengdar rannsóknir sem Rögnvaldur vinn- ur að hjá rannsóknar- stofnun Byggingar- iðnaðarins. I viðtalinu vegur Rögnvaldur harkalega að viðgerð- arverktökum og nefnir sérstaklega verktaka í viðgerðadeild Sam- taka iðnaðarins. í við- talinu segir Rögnvald- ur: „Við höfum meira að segja ítrekað reynt að ná til viðurkenndra verktaka sem eiga aðild að viðgerðardeild Samtaka iðnaðarins,_ en með dapurlegum árangri.“ Ymislegt annað í viðtal- inu vekur furðu og bendir til vak- þekkingar sérfræðingsins á eðli viðgerðamarkaðarins. Því vill und- irritaður taka eftirfarandi fram: 1. í viðgerðadeild Samtaka iðn- aðarins eru um 25 fyrirtæki, sem öll hafa verið tekin út faglega af Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins. Tvisvar á sl. ári héldu Samtök iðnaðarins fræðslufund þar sem Rögnvaldur fékk tækifæri til að kynna umrædd verkefni og þær niðurstöður sem þá lágu fyrir. Fróðlegt yæri að vita hve mörgum verktökum, utan Samtakanna, Rögnvaldur hefur kynnt málið. Hér eru þeir skammaðir sem mæta á fundi til að kynna sér málin fyrir þá sem ekki mættu. 2. Það er brýnt fyrir öllum fyrir- tækjum í viðgerðdeildinni að vinna samkvæmt stöðluðum verklýsing- um Rb. Hvað er Rb að gera með staðlaðar verklýsingar, unnar af færustu sérfræðingum um sögun og fyliingu sprungna ef þær eru óþarfar og algjör sóun á fjármun- um eins og Rögnvaldur segir? Þar er í engu getið um vídd sprungna. Hvað með fagurfræðilega hlið mála, ef ekki á að fylla sprungurnar, það er fyrst og fremst útlit sprungna sem sker í augu og ekki fylla vatnsfælurnar þær? 3. Viðgerðaverktak- ar í viðgerðadeild SI vinna að mestu í stærri verkum sem eru undir eftirliti verkfræðistofa og ráða því yfirleitt engu um aðferðir og efni sem nota skal, heldur framkvæma verkið skv. forskrift og eftirliti sérfræð- inga. Ef aðferðir á markaðinum eru rang- ar væri nær að beina spjótum að hönnuðum. 4. Sífelit eru að koma fram ný undraefni og aðferðir, sem byggja á rannsóknum sérfræðinga. Legið er í verktökum og hönnuðum að taka þessar aðferðir upp á hverjum tíma. Verktakinn ber ábyrgð gagn- vart verkkaupa og getur ekki stað- ið í sífelldri tilraunastarfsemi. Það sem Rögnvaldur ráðlagði verktök- um fyrir örfáum árum er ógilt í dag. Sérstaklega hafa miklar koll- steypur verið á málningarsviðinu og eru verktakar uppteknir í dag við að fjarlægja undramálningar fyrri tíma sem sérfræðingar héldu fram að allt ættu að vemda, jafn- vel fram á næstu öld. 5. í viðtalinu kemur fram að niðurstöður rannsóknarverkefnis- ins gefí sterkar vísbendingar um að svar við spumingum verkefnis- ins kunni að vera jákvætt. Rann- sóknum er ekki lokið og framhalds- verkefni er að fara af stað. Niður- staðan er ekki sannreynd. Sérfræð- ingar eiga ekki að gefa sér svarið fyrirfram og skamma markaðinn fyrir að beita ekki aðferðum og efnum, sem enn hafa ekki sannað gildi sitt. Að lokum er rétt að benda á að viðgerðasviðið er ungt hér á landi og í hraðri þróun. Fyrir utan hækk- Byltingarkenndum kenningum og niður- stöðum hlýtur að vera tekið með varúð eftir reynslu síðustu ára, seg- ir Guðmundur Guð- mundsson. Það er við- urkennd aðferð raunvís- inda að sannreyna nið- urstöður áður en þær eru kynntar sem viður- kenndar aðferðir. andi aldur húsa í landinu emm við einnig að kljást við ýmis heimatil- búin vandamál fyrri tíma, sem mörg hver voru ekki fyrirséð af sérfræðingum eða fagmönnum þess tíma. Það eru allir að læra af reynslunni og hún er besta vega- nestið til að ná varanlegum árangri. Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum með viðgerðadeild- inni til að aðstoða fyrirtæki við að sérhæfa sig í viðgerðum og njóta þar dyggs stuðnings sérfræðinga hjá Rb þar sem kemur saman þekk- ing sérfræðinga og reynsla fag- manna. Byltingarkenndum kenningum og niðurstöðum hlýtur að vera tek- ið með varúð eftir reynslu síðustu ára. Það er viðurkennd aðferð raunvísinda að sannreyna niður- stöður áður en þær eru kynntar sem viðurkenndar aðferðir. Trúar- leiðtogar geta hins vegar fullyrt hvað sem er um kenningar sinar, þeir búa jú í glerhúsi og ekki er hægt að sannreyna þær. Höfundur er verkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Guðmundur Guðmundsson. Sími: 551 0090 Fax 562 9091 Skipholti 50B, 2. hæð t.v. Franz Jezorski, lögg. fastsali. Opið hús - stórsýning! Laufrimi 11-17 - Grafarvogi Afar vel skipulögð og glæsileg 146 fm raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Möguleiki er á stækkun með 40 fm millilofti ef vill. Húsin eru til afhendingar strax í dag fullbúin að utan og fokheld að innan. Hægt er að fá húsin lengra komin ef óskað er. Góð suðurlóð. Hér verður aldeilis mikið grillað í sumar því að fyrsti kaupandinn fær vandað gasgrill í sumargjöf! Verð frá 7,9 millj. Á tveimur húsum hvíla húsbréf 6,3 millj. (5,1 % vextir). Allir hjartanlega velkomnir í opið hús í dag frá kl. 13—17. Ásmundur, sölumaður á Hóli, sýnir þér húsin og verður með teikningar, svo og allar nánari upplýsingar á reiðum höndum. Gakktu í bæinn! Hlaupum frá vandanum ÉG HLJÓP frá vand- anum fyrir tveimur árum. í [)essu_greinar- komi langar mig til að segja frá því hvernig það gerðist og um leið benda á ágætt tækifæri sem býðst um næstu helgi til að hlaupa. Skilmerkilegar skoð- anakannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti reykingamanna _ vill hætta að reykja. _Ég var einn af þeim. Ég var löngu búinn að gefa upp alla von, enda búinn að falla á nokkrum reyk- inganámskeiðum, meðal annars á vegum Krabbameinsfélagsins. Við hvert námskeið sem ég féll á herti ég á reykingunum og svo var komið að dag hvem reykti ég 2-3 pakka. Sann- ast sagna var ég kominn á þá skoðun að vonlaust væri að hætta og mér næst að ánafna Krabbameinsfélaginu leifamar að mér látnum. Það var af rælni að ég skráði mig á enn eitt námskeiðið, gerði það raun- ar til að veita starfsfélaga móralskan stuðning, því árangur var mér engan veginn í huga. Námskeiðið var á veg- um Heilsuvemdarstöðvarinnar og því stjómað af Þorsteini Blöndal lækni, en árangur hans við að fá fólk til að drepa i er löngu kominn á heimsmæli- kvarða. Þann 4. maí 1993 átti hópur- inn að hætta að reykja. Ég gleymdi að falla fyrstu dagarvá og þann 15. maí var ég enn ófallinn. Það var þá sem þetta byijaði allt. Það var auglýst skokk fyrir byrj- endur í Laugardal undir leiðsögn Sigurðar P. Sigmundssonar stór- hlaupara. Ég dreif mig þangað ásamt hundinum mínum. Við vorum látin hlaupa 800 metra hring og var þetta mikil áreynsla fyrir mig og ferfætl- inginn minn og á leiðarenda kúguð- umst við bæði og vorum lengi að »»» Krabbameinsfélagsins >»» 3. júní 1995 jafna okkur! Með viku- legri mætingu niður í Laugardal fjölgaði metrunum smátt og smátt og loks var ég farinn að skokka nokkr- um sinnum í viku, tvo til þtjá kílómetra í hvert sinn. Krabbameins- hlaupið var mitt fyrsta almenningshlaup en það fór fram tveimur vikum eftir að ég skokkaði fyrst. Þá varð ekki aftur snúið og til þess að gera langa sögu stutta hef ég hlaupið með Náms- flokkum Reykjavíkur, undir kjörorðinu „Aldrei of seint“, síðan í september 1993. Ég er sannfærður um að ég hafí hlaupið frá vandanum. Ef ég væri ekki á hlaupum væri ég löngu byijað- ur að reykja á ný. Mín reynsla er Ég er sannfærður um, segir Sigurður Snæv- arr, að ég hljóp mig frá vandanum alls ekki einsdæmi og margir skokk- arar og jafnvel stórhlauparar hafa verið stórreykingamenn. Mörgum hefur verið mikilvægt að breyta lifn- áðarháttum um leið og þeir hætta að reykja. Líkamsrækt er frábærlega til þessa fallinn og líklega hafa hlaup- in vinninginn umfram aðra hreyf- ingu. Hin mikla súrefnisinntaka sem fylgir hlaupum kemur í stað reyking- anna og sumir segja jafnvel að hlaup sé fíkn, jákvæð fíkn. Almennings- hlaupin eru svo rúsínan í pylsuendan- um, því þeim fylgir skemmtileg keppni við sjálfan sig, klukkuna og félagana. Það fer því afar vel á því að Krabbameinsfélagið, sem svo mjög hefur beitt sér gegn reykingum, skuli halda á ári hveiju sérstakt hlaup sem fram fer á tíu stöðum um land allt og 3. júní verður hlaupið frá höfuð- stöðvum félgsins í Skógarhlíð. Sjáumst í Heilsuhlaupinu! Höfundur er hagfræðingur. Sigurður Snævarr Vildi ekki að háset- amir vissu þetta HEILSUHLAUP Krabbameinsfélagsins er einn af þremur stærstu hlaupaviðburð- um ársins. Hlaupið hef- ur áunnið sér fastan sess meðal áhugafólks um hreyfingu og útivist og hafa þátttakendur verið um og yfir þúsund í Reykjavík undanfarin ár. Heilsuhlaupið hefur jafnframt notið vaxandi vinsælda á landsbyggð- inni og fer nú fram á tíu stöðum. Krabba- meinsfélagið hefur lagt sig fram um að standa vel að þessu almenn- ingshlaupi og á lof skilið fyrir það. Heilsuhlaupið á án efa stóran þátt í því að gera hlaup að þeirri almenn- Heilsuhlaupið á stóran þátt í því, segir Sigurð- ur P. Sigmundsson, að gera hlaup að almenningsíþrótt ingsíþrótt sem þau eru í dag. Fleiri og fleiri hafa slegist í hópinn og upplifað stemmninguna, vellíðanina og ánægjuna af því að uppfylla sín persónu- legu markmiðum. Þegar greinarhöfundur var að byija sinn íþróttaferil fyrir rúmum tveimur áratugum sáust varla aðrir á hlaupum en íþróttamenn. Fyrir hinn almenna þjófélagsþegn virtist skokk vera feimnismál. Þegar ég var ungl- ingur mætti ég stundum þéttvöxnum manni skokkandi á fáfarinni leið nokkuð fyrir utan Hafnarfjörð. Mér þótti hann skila dijúgri vega- lengd og tók hann eitt sinn tali. Þá kom í ljós að hann var skipstóri og hafði þann hátt á að aka nokkra kílómetra út úr bænum áður en hann hæfí skokkið. Hann sagðist ekki kæra sig um að hásetamir kæmust að þessu! Viðhorfið hefur sannarlega breyst á þessum tíma. Ég hvet alla skokk- ara og sérstaklega það fólk sem ekki hefur uppgötvað skokkið ennþá að gefa öllum „hindrunurn" langt nef og að mæta í Skógarhlíðina til að taka þátt í Heilsuhlaupinu. Höfundur er íslandsmcthafi í maraþonhlaupi. Sigurður P. Sigmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 124. tölublað (03.06.1995)
https://timarit.is/issue/127455

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

124. tölublað (03.06.1995)

Aðgerðir: