Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKÓGARDÝRIÐ STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. ★★★★ X-IÐ Sýnd kl. 11.10. Síðustu sýningar. STAR TREK: KYNSLOÐIR ■> I Ein stórkostlega geimævintýramynd allra tíma sem hefur slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum og fengið afbragðs aðsókn um allan heim. Frábær spennumynd með stórkostlegum tæknibrellum. Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. NELL 140 mín. Stórstjarnan Liam Neeson (Listi Schindlers) og Óskarsverðlaunahafinn Jessica Lange (Blue Sky, Tootsie) fara með aðalhlutverkin í þessari möqnuðu stórmynd. Með önnur hlutverk fara John Hurt (Eiephant Man), Tim Roth og Eric Stoltz (Pulp Fiction). Leikstjóri Michael Caton-Jones (Scandal). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Síðustu sýningar. Sjáið grínmyndina frábæru BRUÐKAUP MURIEL í bíókynningartímanum í Sjónvarpinu um helgina Engar 11 sýningar laugardag fyrir hvítasunnu. Lokað hvítasunnudag. Venjulegar sýningar annan í hvítasunnu. HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó EESON Jessica LANGE ,ar en umfram allt Liam „Rob Ro gæðamyn tlsk og all höfuð uppúr vatni Dagar óreglu og drykkju liðnir GAMANLEIKARINN Richard Piyor gaf nýlega út æviminningar sínar undir yfírskriftinni „Pryor: Sakfell- ingar og aðrir lífstíðardómar". Þetta er það fyrsta sem heyrist frá honum í langan tíma, en lítið hefur borið á þessum skemmtikrafti undanfarið. Hann var upp á sitt besta á árunum 1974-1980 og fór með aðalhlutverk í gamanmyndum á borð við „Uptown Saturday Night", „CarWash", „Silv- er Streak" og „Stir Crazy". Leita má orsaka fyrir stjömuhrapi Pryors í bamæsku hans, en hann fæddist í Peoriu í Illinois. „Peoria var kölluð fyrirmyndarborg," segir Pryor í minningum sínum. „Það þýddi ekki annað en að þeir hefðu negrana undir stjórn.“ Hann ólst upp í norðurhluta Was- hington þar sem hann fylgdist grannt með hórum, drykkjurútum og slags- málahundum, auk þess sem hann lá á gægjum í hóruhúsi ömmu sinnar. Móðir hans var fyllibytta og faðir hans „varði mestum hluta bamæsku minnar í herbergi sínu með konum og eiturlyfjum. Hann bjó sér til sinn eigin veruleika og treysti engum.“ Uppeldisaðstæður Pryors áttu eft- ir að setja sitt mark á hann þegar fram liðu stundir. Á hátindi frægðar sinnar varð hann háður kókaíni og líf hans mótaðist óhjákvæmilega af því.. Hann fékk tvisvar sinnum hjartaáfall, þar af einu sinni á hóru- húsi. Hann gekk í gegnum sex hjóna- bönd og var margsinnis ásakaður um að beita konur sínar ofbeldi. Hann var sífullur, lenti í endalausum slags- málum og ekki var nóg með það heldur kveikti hann líka í sjálfum sér. Pryor segir að dagar óreglu og drykkju sem lögðu leikferil hans í rúst séu liðnir. Hann segist eiga í viðræðum við leikstjórann John Sing- leton um samstarf, en líklega eru þó frægðardagar Pryors liðnir. Hann er orðinn 54 ára og er með sjúkdóm í miðtaugakerfí sem lýsir sér í magn- leysi og hreyfi-, tal- og sjóntruflun- um. Ljósi punkturinn í tilverunni er fyrrverandi eiginkona hans, sú fjórða í röðinni, sem fylgir honum hvert sem hann fer og er hans stoð og stytta í veikindunum. GENE Wild- er og Pryor í Silver Streak. OLDMAN í myndinni Ódauðleg ást. áhorfendum að góðu kunn úr sjónvarpsþáttunum „Ellen“, hefur samið sjálfsævisögu sína þótt ung sé. Fjallar hún meðal annars um flugáhuga hennar og samskipti við hitt kynið. Bókin nefnist „My Point (And I Do Have One...)“ Af henni er annars að frétta að hún er núna að vinna að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Herra Skakkur eða „Mr. Wrong“, ásamt Bill Pull- man, sem nýlega lék á móti Söndru Bullock í myndinni „While You Were Sleeping“ eða Meðan þú svafst. Æska Old- mans á filmu GARY Oldman, sem lék Ludwig van Beethoven í mynd- inni „Ódauðleg ást“ (Immortal Beloved) hyggst þreyja frumraun sína sem leikstjóri á næstunni. Myndin verður byggð á æsku Oldmans og skrifar hann handritið sjálfur. Framleiðandi myndarinnar verður Luc Besson, sem leikstýrði Oldman í myndinni „Atvinnumennimir" eða „The Professionals". Fjárhagsáætlun myndarinnar hljóð- ar upp á hálfan milljarð króna og ráðgert er að tökur hefjist á næstunni. Besson segir að myndin verði hans næsta verkefni. „Gary kom að máli við mig fyrir nokkrum vikum,“ segir hann. „Við hittumst við gerð myndarinnar „Atvinnumað- urinn" og okkur varð vel til vina. Hann ætlar að sýna heiminum þá hlið Lundúnaborgar sem hann ólst upp við.“ Áður en Besson hefst handa við þetta verkefni mun hann vinna að hasarmyndinni „The Fifth Element" með Bmce Willis. Tóku sig vel * út í pilsum ► LEIKKONAN Jessica Lange leikur á móti Liam Neeson í Rob Roy og segir í nýlegu viðtali að það sé besta hlutverk sem hún hafi fengið á ferlin- um. Myndin á sér stað I skosku hálöndunum og þegar hún er spurð hvað hafi verið best við hana svarar hún eftir stutta þögn: „Menn- imir tóku sig vel út í pilsum, ekki satt?“ Lange segir að ein af ástæð- unum fyrir því að hún hafi tek- ið að sér hlut- verkið hafi ver- ið að svona ást- arsamband hafi ekki sést á hvíta tjaldinu um langa hríð. „Samband þeirra var mjög inni- legt,“ segir hún. „Það var tilfinningaþrung- ið, en engu að síður vom þau jafningjar og nutu bæði mikilllar virðingar.“ Lange hefur sex sinnum verið tilnefnd til óskarsverðlauna og tvívegis hreppt hnossið, síðast á þessu ári fyrir myndina Heiður himinn, eða „Blue Sky“. Næst á dagskrá hjá Lange er sjónvarpsmyndin Þúsund ekrur, þar sem hún leikur á móti Michelle Pfeiffer. LANGE færir manni sínum Sam Shepard gleðifréttirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.