Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ r ________________________LISTIR_______________________ Píslarsaga Tyrkja-Guddu sýnd í kór Hallgrímskirkju „ÉG VILDI gefa Guðríði orðið og það er mjög áhrífamikið að geta gert það í þessu húsi,“ segir höfundurínn , Steinunn Jóhannesdóttir. Helga Elinborg Jónsdóttir fer með hlutverk Guðríðar yngrí. HALLGRÍMUR heggur nafn Steinunnarí legstein. Hún var eitt fjölmargra barna sem þau Guðríður misstu. I í i i 1 > A STIR og örlög kvenna fyrr á öldum fá lítið rými í fs- landssögunni. Konur lifðu jafnan í skugga eig- inmanna sinna og fátt var skjalfest um persónulega hagi þeirra. „Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms", nýtt leikverk eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem frum- sýnt verður í kór Hallgrímskirkju næstkomandi mánudag, nýtur því nokkurrar sérstöðu en það fjallar um píslarsögu Guðríðar Símonardóttur - öðru nafni Tyrkja-Guddu - og ástar- sögu hennar og Hallgríms Pétursson- ar, eins helsta trúarskálds íslend- inga. „Eg vildi gefa Guðríði orðið og það er mjög áhrifamikið að geta gert það í þessu húsi,“ segir höfund- urinn Steinunn Jóhannesdóttir, en hún er jafnframt leikstjóri verksins. „Saga Guðríðar er stórkostleg saga íslenskrar konu sem má ekki gleym- ast. Maður hlýtur að undrast hvað hélt henni uppi í gegnum endurtekin áföll. Ef til vill hefur það verið henn- ar sterka trú. Hún hlýtur að hafa verið líkamlega og andlega sterk í senn.“ Numin á brott af sjóræningjum Saga Guðríðar hefst í Vestmanna- eyjum sumarið 1627 þegar serknesk- ir sjóræningjar frá Alsír námu hana á brott ásamt ungu bami sínu. Ræn- ingjamir, sem Islendingar nefndu Tyrki, skyldu eftir sig blóði drifna slóð á íslandi og urðu Vestmannaey- ingar verst úti. Hús voru brennd, rán framin og á fjórða tug manna lá í valnum áður en ódæðismennimir hurfu af vettvangi með 240 fanga. Áður höfðu þeir rænt fólki, skipum og Qármunum í Grindavík og á Aust- fjörðum auk þess að ráða nokkra af dögum. Fangamir voru settir á þrælamarkað i Alsír, margir dóu fljótlega og nokkrir gengu islam á hönd. Níu árum síðar voru um 35 íslend- inganna keyptir úr ánauð og náðu 27 þeirra til íslands, 1637, þeirra á meðal Guðríður Símonardóttir. Bam hennar varð hins vegar eftir en ekk- ert hinna fjölmörgu íslensku barna sem rænt var átti afturkvæmt. Á heimleiðinni hafði Guðríður við- komu í Kaupmannahöfn þar sem hún varð þunguð eftir ungan íslenskan námsmann, Haligrím Pétursson að nafni. Hallgrímur hafði verið ódæll í æsku og því sendur utan til betrun- arvistar. Þegar fundum þeirra Guð- ríðar bar saman var hann 22 ára en hún 38 ára. Merk saga sem ekki má gleymast „Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirigu Hallgríms“ heitir nýtt íslenskt leikverk sem frumsýnt verður í Hallgrímskirigu á mánudaginn. Orri Páll Ormarsson komst að því að verkið er í senn ástar- og örlagasaga þegar hann hitti höfundinn og leikstjórann, Steinunni Jóhannesdóttur, að máli. meðal annars flutt fyrirlestra um hana á vegum List- vinafélagsins í Hail- grímskirkju. Steinunn segir að erfítt sé að náig- ast beinar heimildir um Guðríði en sjálf skildi hún ein- ungis eftir STEINUNN Jóhannesdóttir, höfundur og leikstjóri „Síð- ustu heimsóknar Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms". „Þetta hlýtur að hafa verið ást við fyrstu sýn,“ s'egir Steinunn, „og ég reyni því að nýta mér þennan drama- tíska fund þeirra í Kaupmannahöfn. Þegar Guðríður kynnist Hallgrími er hann ekki þetta hrjáða passíusálma- skáld sem allir kannast við heldur ungur, frískur og hugaður elskhugi; maðurinn sem ekki bregst henni.“ Talin hafa hrasað Þegar Guðríður varð þunguð vissi hún ekki um afdrif Eyjólfs Sölmund- arsonar, eiginmanns síns í Vestman- neyjum, en hann hafði drukknað ásamt fjölda sjómanna á vertíð skömmu áður. Hefði það verið alvar- leg sök ella. Hallgrímur hætti í námi og fylgdi verðandi barnsmóður sinni til íslands 1637 og gengu þau í heil- agt hjónaband skömmu síðar. Hjónin mættu fýrst í stað óvild hér heima enda á tímum Stóradóms. Þjóðin taldi þau hafa hrasað og leit hjúskap þeirra homauga. Langur tími leið uns Hallgrímur fékk upp- reisn æru og var vígður til prests. Píslarsögu Guðríðar var þó hvergi nærri lokið. Átti hún mörg böm með Hallgrími en einungis eitt þeirra komst á legg; drengurinn sem kom undir í Kaupmannahöfn. Hafði bamamissirinn djúpstæð áhrif á hjónin. Þá er líklegt að löng og ströng veikindi Hallgríms sem drógu hann að lokum til dauða hafi tekið sinn toll af Guðríði sem lést í hárri elli, södd lífdaga. „Þessi ótrúlega og óskaplega lífs- reynsla sem Guðríður varð fýrir hafði ekki einungis áhrif á hana heldur hafði hún einnig mikil áhrif'á Hall- grím,“ segir Steinunn. „Ég er viss um að píslarsaga Guðríðar hefur ýtt honum að einhveiju leyti út í að hugsa um píslarsögu Krists. Hann var trúarskáld og orti aldrei beint lím persónulega reynslu sína en auðvitað hef- ur hún haft áhrif á vc hans.“ Áhugi Steinunnar á Guðríði og sögu hennar vaknaði þegar hún fór með titilhlutverkið uppfærslu Þjóðleik hússins á leikritint Tyrkja-Guddu eftir séra Jakob Jónsson um árið. Síðan hefur hún jafnt og þétt safnað heimildum um þessa goðsagna- kenndu persónu og GUÐRÍÐUR rekur örlagasögu sína. Helga sig eitt bréf. Hefur höfundurinn því þurft að styðjast mikið við sögu Hallgríms. Hafði nóg efni Steinunn kveðst ennfremur hafa drukkið í sig heimildir um þrælahald á tímum Ottóman veldisins og sér- staklega beint sjónum að því hvernig farið var með konur. Hún hafði því úr nógu efni að moða þegar stjóm Kirkjulistahátíðar 95 bað hana að skrifa leikrit um Guðríði með flutning í kór Hallgrímskirkju í huga. í verkinu er Guðríður orðin öldruð kona sem rifjar upp ævi sína, ástir og örlög. Með hlutverk sögukonunn- ar fer Helga Bachmann en Helga Elínborg Jónsdóttir leikur Guðríði i unga. Hallgrímur er leikinn af Þresti Leó Gunnarssyni en einnig kemur við sögu Sölmundur, sonur Guðríðar, bamungur og á unglingsaldri. Fara Bjöm Brynjúlfur Bjömsson og Guð- jón Davíð Karlsson með hlutverk hans. Leikmynd og búninga gerði Elín Edda Ámadóttir en tónlist- in er eftir Hörð Áskelsson og leikur hann jafnframt á orgel Hallgrímskirlqu. Einungis eru fyrirhug- aðar tvær sýningar á Síðustu heimsókn Guðríðar Símonar- dóttur í kirkju Hall- gríms“ og verður síðari sunnu- daginn 11. júní. su Bachmann í hlutverki sínu. i f : t \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.