Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LITLAR KONUR Gerð eftir sögu Louise May Alcott „Yngismeyjar" sem hefur komið út á íslensku. Winona Ryder, Susan Sarandon, Kristen Dunst, Samantha Mathis, Trini Alvarado, Claire Danes fara með aðalhlutverkin í þessari ógleymanlegu kvikmynd um tíma sem breytast og tilfinningar sem gera það ekki. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna. Sýnd kl. 4.45, 6.55 og 9. ★★★V2 S. V. Mbl. ★★★★ Har. J. Alþbl. ★ ★★ O.H.T. Rás 2. ★★★ H.K. DV. STJÖRNUBÍÓLÍNAN Kvikmyndagetraun. Verðlaun: Bíómiöar. Verð 39.90 mínútan.Sími 904 1065. ODAUÐLEG ÁST VINDAR FORTlÐAR 4 S%Mbl. j § '"’if .. BRAD PLTT ANTHONY HOPKINS I v, JS%. \ V1 I Bf lAAAAOf^T^L * BeLoveD * II oflfic FALL Sýnd kl. 6.55 og 9. b.í. 12. Sýnd kl 4.45. b.í. 16. Stones ekki í næstu Bond-mynd HLJÓMSVEITIN Rolling Stones hefur hafnað tilboði um að semja og flytja titillag næstu Bond- myndar Gullna augans sam- kvæmt talsmanni sveitarinnar. „Komið var að máli við þá, en Rolling Stones mun ekki semja eða flylja titillagið,“ sagði hann í New York. Framleiðendur myndarinnar verða því að leita annað, en hefð hefur skapast fyrir því að frægir tónlistarmenn flytji titillag í myndum um Bond. Odrepandi bjartsýni EFTIRLÆTIS óþokkarnir í Holly- wood á eftir fjöldamorðingjum eru hryðjuverkamenn. Varla er fram- leidd kvikmynd þar í borg, án þess að þeir láti eitthvað að sér kveða. Eftir að hafa tekið á klæðskipting- um í gamanmyndinni „To Wong Foo, Thanks for Everything, Julie Newmar," ákvað handritshöfundur- inn Douglas Carter Beane að snúa sér næst að hryðjuverkamönnum. P.J. Hogan, sem nýlega sló í gegn með myndinni Brúðkaup Muriel, mun leikstýra og Liza Min- elli að öllum líkindum fara með eitt aðalhlutverka. „Hryðjuverk eru tískubóla tíunda áratugarins, en ég er einn af þessum ódrepandi bjart- sýnismönnum sem trúa því að öll dýrin í skóginum geti verið vinir,“ segir Beane. „Hryðjuverkamenn leggja undir sig skip með öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna um borð. Tveir hálfgerðir aular eru líka á skipinu og í hvert skipti sem allt er að fara í háaloft kæfa þeir það í fæðingu með tónlist og dansi.“ Stjúpur Flauelsblóm 20 stk. sumarblóm í bakka: JjólmJlauelsblóm, stjúpur og skrautnál Enn sóð kau TIM Roth líður illa á kaffistofum. Fylgifískar frægðar- innar AÐALLEIKARAR „Reyfara" eða „Pulp Fiction" hafa upp á síðkast- ið notið frægðarinnar. Böggull fylgir þó skammrifi. „Það er næst- um ómögulegt fyrir mig að fara á kaffistofu," segir Tim Roth, en hann lék kaffistofuræningjann svo eftirminnilega í myndinni. „Fólk horfir mjög undarlega á mig og býður mér ókeypis bjór til að hafa mig góðan.“ Eric Stoltz, sem lék eiturlyfja- salann í myndinni, hefur lent í enn skringilegri uppákomum. Nýlega bað upptökumaður, sem vinnur með honum að þættinum „Mad About You“, hann um að árita sprautu. Hann varð við beiðninni þrátt fyrir að hafa fundist hún furðuleg í meira lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.