Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rúnar Þór Stúlkur draga þyrskling Messur AKURPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Hátíðar- guðsþjónusta verður á FSA kl. 10. Hátíðarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 11. Afmælisárgangar ferm- ingarbarna sérstaklega vel- komnir, þ.e. 10 ára fædd 1971, 20 ára fædd 1961, 30 ára fædd 1951 og 40 ára fædd 1941. Hátíðarguðsþjónusta verður á Seli kl. 14. Hátíðar- guðsþjónusta verður á Hlíð kl. 16. Annar hvítasunnudagur: Fermingarguðsþjónusta í Mið- garðakirkju í Grímsey kl. 14. Fermd verða Margrét Rún Héðinsdóttir, Hafnargötu 13, og Pétur Jakob Pétursson, Hafnargötu 15. GLERÁRPRESTAKALL: Hátíðarmessa verður á hvíta- sunnudag, 4. júní í Lögmanns- hlíðarkirkju kl. 14.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 20. Major Daní- el Óskarsson talar. Einnig taka hjónin Randi og Hákon frá Noregi þátt ásamt dóttur Daníels, Inger. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkomur verða haldnar í Glerhúsinu við Hafnarstræti frá föstudagskvöldi 2. júní til mánudagsins 5. júní kl. 20 öll kvöldin. Á samkomunum fer fram mikill og fjölbreyttur söngur. Tummas Jacobsen frá Færeyjum prédikar á sunnu- dags- og mánudagskvöldun- um. Á daginn, sömu daga frá kl. 14-18, verða ýmsar uppá- komur fyrir börn og fullorðna. Allir velkomnir. Athugið að engar samkomur verða í Hvítasunnukirkjunni vegna þessa. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. 1.200 sóttu um sumar- störf ALLS bárust 577 umsóknir um sum- arstörf hjá Akureyrarbæ frá fólki 17 ára og eldra, en ráðnir voru 276. Umsóknirnar voru til umíjöllunar á fundi bæjarráðs á fimmtudag. Þar var ákveðið að fela starfsmanna- stjóra bæjarins að gera könnun á því hve margir námsmenn 17 ára og eldri hafi ekki fengið vinnu í sumar. Þá kom fram á fundinum að rúm- lega 600 unglingar, 14 til 16 ára hafa sótt um störf í unglingavinn- unni. Bæjarráð samþykkti að laun í unglingavinnunni yrðu kr. 208,40 fyrir 14 ára unglinga, sem fæddir eru 1981 sem er 70% af viðmiðunar- taxta og 238,17 fyrir 15 ára ungl- inga, sem fæddir eru árið 1980 en það er 80% af viðmiðunartaxta. Laun í sumarvinnu 16 ára ungl- inga og fatlaðra verða greidd sam- kvæmt 1. flokki í sérkjarasamningi Akureyrarbæjar við Einingu. SKIPTUM var lokið í þremur þrotabúum á Akureyri, Glerhúsinu hf., Vör hf. og Járntækni hf. og einu á Húsavík, skipasmíðastöð- inni Naustavör, í gær og fyrradag hjá bústjóranum, Olafi Birgi Árna- syni. Alls námu kröfur í þessi fjögur þrotabú tæplega 200 milljónum króna og fengust tæplega 50 millj- ónir upp í þær. Naustavör á Húsavík varð gjaldþrota í janúar á þessu ári. Lýstar kröfur í búið voru tæpar ÞÆR hafa sennilega ekki miklar áhyggjur þó yfir standi verkfall sjómanna og flotinn liggi bund- 12 milljónir króna en skiptum var lokið í gær án þess að nokkuð fengist upp í kröfurnar. Glerhúsið hf., við Hafnarstræti á Akureyri varð gjaldþrota í júlí í fyrra og námu lýstar kröfur sam- tals um 74 milljónum króna. Landsbankinn leysti til sín fast- eign félagsins á 38 milljónir króna en upp í aðrar kröfur fékkst ekk- ert úr búinu. Vör hf. skipasmíðastöð á Akur- eyri varð gjaldþrota í desember á liðnu ári. Lýstar kröfur í búið inn við bryggju þessar stúlkur sem drógu þyrsklinga af kappi á Torfunefsbryggju í gærdag. námu tæplega 38 milljónum króna, um 3 milljónir króna feng- ust upp í veð og forgangskröfur en ekkert upp í almennar kröfur. Járntækni á Akureyri varð gjaldþrota í nóvember 1993. Sam- tals voru lýstar kröfur í búið um 64 milljónir króna þegar búið var að selja fasteign félagsins á nauð- ungaruppboði. Þá fengust um 7,5 milljónir króna upp í veð- og forgangskröf- ur en ekkert upp í almennar kröf- ur í búið. Skiptum lokið í fjórum búum Um 50 millj. fengnst upp í 200 millj.kr. kröfur Þjónustufyrirtæki Til sölu lítið þjónustufyrirtæki. Gott fyrir einn til tvo aðila. Hagstætt verð. Upplýsingar gefur fasteignasalan Holt, sími 461-3095. Staða skólastjóra við Oddeyrarskóla, Akureyri Skólanefnd Akureyrar auglýsir lausa stöðu skólastjóra við Oddeyrarskóla. I samræmi við viljayfirlýsingu skólanefndar og Háskólans á Akureyri er gert ráð fyrir að skólastjórinn hafi jafn- framt með höndum umsjón með æfingakennslu og vettvangs- námi í kennaradeild Háskólans á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. Nánari upplýsingar veita skólafulltrúi Akureyrarbæjar í síma 462-7245 og forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri í síma 463-0910 og fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra í síma 462-4655. Skólafulltrúi. Blaðberakerrur Nú er tími vorhreingerninga. Ef ónotaðar blaðberakerrrur frá Morgunblaðinu finnast í geymslum eða á víðavangi, vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Morgunblaðisins á Akureyri í síma 461-1600. Iþrótta- félagið Þór 80 ára Morgunblaðið/Rúnar Þór Samherja- skipin færð milli bryggja ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór verður 80 ára næstkomandi þriðjudag, 6. júní. Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson, en hann fékk til liðs við sig nokkra unga drengi við stofnun þess. Á afmælisdaginn verður opið hús í Hamri, félagshfiimili Þórsara frá kl. 16.00 til 19.00 og er öllum vel- unnurum félagsins boðið upp á kaffi og veitingar auk þess sem grillað verður fyrir börnin. Farið verður í margs konar leiki og boðið upp á skemmtiatriði. Félagið mun síðan í haust minnast þessara tímamóta með frekari veisluhöldum. ÞORSTEINN Vilhelmsson einn eigenda Samherja á Ak- ureyri er ekki hrifinn af því að hafa skip sín bundin við bryggju í sjómannaverkfall- inu. „Nú er maður bara að draga skip,“ sagði hann á T orfunefsbryggju þegar hann ásamt samstarfsmönnum sín- um var að færa til skipaflota félagsins þar í gær og leyndi sér ekki að hann hefði fremur kostið að skipin væru á veið- um, enda miklir hagsmunir í húfi. Passíukór- inn flytur „Carmina Burana“ PASSÍUKÓRINN ásamt hljóðfæraleikurum og ein- söngvurum flytur tónverkið „Carmina Burana“ eftir Carl Orff í íþróttaskemmunni á Akureyri mánudaginn 4. júní, annan í hvítasunnu kl. 17.00. Einsöngvarar með kórnum eru Michael Jón Clarke, bari- tón og Sólrún Bragadóttir, sópran sem mikill fengur er að fyrir kórinn, en hún er stödd á íslandi um þessar mundir en hefur starfað í Þýskalandi undanfarið. Stjórnandi er Roar Kvam. „Carmina Burana“ er eitt vinsælasta og mest flutta tón- verk sinnar tegundar í heim- inum um þessar mundir, en það var frumflutt í júní 1937 í Ópreunni í Frankfurt og hefur síðan þá verið flutt um allan heim. Aðalsteinn sýnir á Hótel Hjalteyri AÐALSTEINN Þórsson opn- ar sýningu á verkum sínum á Kaffihúsinu Hótel Hjalteyri annan dag hvítasunnu, næst- komandi mánudag. Aðalsteinn er fæddur árið 1964, hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri árin 1989 til 1993 og við Inst- itut of Fine Arts í Lathi í Finnlandi 1993-1994, en flestar myndanna á sýning- unni voru gerðar í Lathi. Þær eru nokkurs konar leit að framandi umhverfi eða dag- bókarfærslur. Þetta er fjórða einkasýning Aðalsteins. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00- 22.00 og stendur til 24. júní næstkomandi. Sumar- starfsemi Minjasafnsins SUMARSTARFSEMI Minja- safnsins hófst í vikunni og verður safnið opið daglega til 15. september frá kl. 11.00- 17.00 Unnið hefur verið að breyt- ingum á safninu og nú í vor var sýning á búningum og textílum endurbætt, þá hefur sýning á verðlaunagripum úr minjagripasamkeppni Hand- verks-reynsluverkefnis verið sett upp á safninu og stendur til 25. júní næstkomandi. Möppur með ljósmyndum úr safni Hallgríms Einarsson- ar ljósmyndara liggja frammi, en aðeins hafa verið borin kennsl á fólk á litlum hluta mynda hans og upplýsingar því vel þegnar. Björn ráðinn yfirlæknir BJÖRN Guðbjörnsson hefur verið ráðinn yfirlæknir við lyf- lækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Alls bárust 8 umsóknir um stöðu yfirlæknis lyflækninga- deildar, en aðrir umsækjendur voru Friðrik E. Vagnsson, Gunnar Björn Gunnarsson, dr. Ingvar Teitsson, Jón Þór Sverrisson, Nicholas Jón Car- iglia. Tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.