Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Togarinn Siglir hélt á karfaveiðar á Reykjaneshrygg í gærkvöldi þrátt fyrir verkfall
6 skip-
verjar
eftir
í landi
TOGARINN Siglir SI hélt á karfa-
veiðar með 29 manna áhöfn af 35
í gærkvöldi. Ragnar Ólafsson, skip-
stjóri og útgerðarmaður, telur sig í
fullum rétti til veiðanna enda hafi
ekki verið boðað til verkfalls á skip-
inu. Jónas Garðarsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur, segir
að skipveijar séu í Vöku á Siglufirði
og þvi í verkfalli.
Nokkrir forystumenn sjómanna-
samtakanna fóru um borð í skipið
og reyndu að fá útgerðarmennina
til að fresta boðaðri brottför klukkan
22. Niðurstaðan var hins vegar sú
að skipið hélt úr höfn um klukkstund
r síðar. Sex úr áhöfninni fóru í land
og munaði minnstu að sá síðasti
félli milli skips og bryggju.
Stuttu fyrir brottförina sagði
Ragnar að LÍÚ hefði boðað til verk-
falls innan vébanda sinna. Útgerð
Siglis væri ekki í LÍÚ og því ekki í
verkfalli. Hvorki sagðist Ragnar ótt-
ast að honum yrði meinað að landa
né skipið beitt refisaðgerðum. Hann
væri í fullum rétti og ekki væri
hægt að beita refsiaðgerðum nema
lögbrot hefði verið framið.
Refsiaðgerðir
Jónas sagði að um hreint verk-
fallsbrot væri að ræða. „Við höfum
leitað til Alþjóðaflutningasambands-
»ins ef hann reynir að landa erlendis
o g Verkamannasambandsins ef
hann ætlar að landa hérna innan-
lands,“ sagði hann og staðfesti að
fyrirhugaðar væru refsiaðgerðir
gegn skipinu. Hann sagði að háset-
amir fylgdu útgerðinni af því þeir
óttuðust að missa vinnuna.
Hásetamir sem yfírgáfu skipið
sögðu að togstreita hefði ríkt í hópn-
um fyrir brottförina og töldu að tölu-
verð áhrif hefði haft að um helming-
ur. njannskapsins væri nýr.
Tekjur af umskipun á fiski
tveir milljarðar í fyrra
TEKJUR íslendinga af umskipun á
fiski erlendra fiskiskipa í fyrra námu
um tveimur milljörðum króna. Þá
skiluðu veiðar á fjarlægum miðum
um 3,2 milljörðum króna og veiðar
á Reykjaneshrygg um 2 milljörðum
króna.
Erlend skip lönduðu hér afla til
vinnslu, um 65.000 tonnum, að verð-
mæti um 1,7 milljarðar króna, en
áætla má að vinnsla þess afla hafi
skilað verulegum fjárhæðum. Á
sama tíma og aflakvótar eru skornir
niður innan landhelginnar eykst virði
útflutnings vegna þessarar búbótar
samkvæmt upplýsingum í Útvegi,
riti Fiskifélags íslands.
Alls lönduðu 58 skip afla hér á
landi í fyrra í 140 löndunum. Skipin
Aflaverðmæti utan landhelginnar
um 5,2 milljarðar króna á síðasta ári
landa hér afla til umskipunar og
flutnings á aðrar hafnir og er fisk-
urinn aldrei í eigu íslenzkra aðila.
Við löndun og lestum þarf að greiða
hafnargjöld, en önnur veigamikil
gjöld, sem greiða þarf við umskip-
unina, eru geymslugjöld, flutnings-
gjöld og fleiri liðir.
Fiskifélagið telur að tekjur af
þessu séu ekki undir tveimur millj-
örðum króna. Þá má reikna með
ýmsum öðrum tekjum, svo sem
vegna kaupa á veiðarfærum, við-
gerðum, umbúðum o.s.frv.
Mestu var landað hér af karfa til
umskipunar, um 26.000 tonn, 8.000
tonnum af þorski og 5.000 af rækju,
alls 39.200 tonnum.
Afli af erlendum skipum
um 65.000 tonn
Þijú undanfarin ár hafa íslenskar
vinnslustöðvar keypt umtalsvert
magn af hráefni frá erlendum skip-
um. Árið 1992 var heildarafli skipa
lagður hér á land til vinnslu 20.985
tonn, að verðmæti 756 milljónir
króna en árið 1993 var aflinn 32.914
tonn að verðmæti 1.040 milljónir
króna. Á síðasta ári var heildaraflinn
65.068 tonn að verðmæti 1.704
milljónir króna.
Vinnsla á þessum fiski hefur skil-
að mikilli aukingu útflutningstekna,
en reikna má með að verðmæti unn-
inna afurða sé um tvöfalt verð þess
sem keypt er til vinnslu.
Á fjarlægum miðum í fyrra var
mest veitt á Barentshafi en heildar-
aflamagn varð þar tæp 37 þúsund
tonn að verðmæti 2,7 milljarðar. Á
Flæmingjagrunni veiddust um 2.400
tonn að verðmæti rúmlega 420 millj-
ónir króna. Um 330 tonn voru veidd
á Austur-Grænlandsmiðum að verð-
mæti 57 milljónir. Loks veiddust um
50.000 tonn af úthafskarfa á
Reykjaneshrygg að verðmæti um 2
milljarðar króna.
Morgunblaðið/Sverrir
GUNNAR Júlíusson, útgerðarmaður, aðstoðar háseta af skipinu við að saga landfestar Siglis í sundur með járnsög. Jónas Garðarsson,
formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sat á bryggjupollanum og kom í veg fyrir að festar væru leystar á venjulegan hátt.
Ef álverið stöðvast tekur gangsetning marga mánuði
Beinn kostnaður við
stöðvun yfir 500 millj.
BEINN kostnaður við gangsetningu
álversins í Straumsvík ef til fram-
leiðslustöðvunar kemur er vel á
sjötta hundrað milljóna króna og þá
er ótalinn kostnaður vegna fram-
leiðslutaps og álitshnekkir meðal
viðskiptavina fyrirtækisins.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í viðtali við Christian Roth,
forstjóra ÍSAL, í Morgunblaðinu í
dag um stöðuna í kjaradeilunni í
fyrirtækinu en verkfall hefur verið
boðað frá og með 10. júní næstkom-
andi. Frá því verkfall hefst er ákvæði
í samningum um tveggja vikna að-
lögunartíma áður en framleiðsla
stöðvast, en þó framleiðslan stöðvist
einungis nokkrar klukkustundir mun
gangsetning taka marga mánuði.
Roth segir að þróun vinnudeilunn-
ar hafi komið honum á óvart. Þrátt
fyrir það að ÍSAL vilji taka mið af
því sem almennt sé samið um á
vinnumarkaði hér hafí verið boðnar
meiri launahækkanir en þar hafi
samist um, en kröfur verkalýðsfélag-
anna séu svo háar að ekki sé hægt
að ganga að þeim. Alls engin ástæða
sé til að tengja saman þessa samn-
inga og nýjan kjarasamning sem
nauðsynlegt sé að gera ef til álvers-
stækkunar komi og hann leggi
áherslu á að þessu tvennu sé haldið
aðskildu.
Bakslag í viðræður
um stækkun
Roth segist óttast að bakslag komi
í viðræður um stækkun álversins
vegna verkfallsboðunarinnar. Verk-
smiðjan hafi verið að ávinna sér
traust á síðustu fimm árum, en það
geti glatast fljótt.
■ Höfum boðið meira/27
Morgunblaðið/Guðjón Gunnarsson
Veiðimenn í hrakningum
TVEIR laxveiðimenn lentu í hrakn-
ingum er bifreið þeirra rann til í
Þverá í Borgarfirði í gær, hraktist
undan straumi á annan tug metra
og festist síðan.
Guðjón Gunnarsson leiðsögu-
maður var einn þeirra sem komu
á vettvang. „Þetta er að öllu jöfnu
traust vað og öruggt. Þeir fikruðu
sig hægt og rólega út í á bílnum,
en straumurinn var of stríður,"
sagði Guðjón.
Eftir ýmsar björgunarþreifing-
ar tókst þremur mönnum að vaða
saman út að bifreiðinni og binda
spotta í hana til að halda í á með-
an mennimir tveir fóm til þeirra
ofan af bílnum. Var þeim þannig
bjargað til lands eftir að hafa setið
á þakinu i á fjórða tíma.