Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -H FRETTIR Verkfallsstjórn sjómanna telur ekki mikið um verkfallsbrot Ágreiningur um sjó- sókn tveggja skipa Morgunblaðið/Guðbergur Albertsson SJÓMENN á Rifi unnu við netabætingar í verkfallinu. Hluti sjómannanna var í verkfalli en aðrir ekki. ÁGREININGUR er milli verkfalls- nefndar sjómannasamtakanna og útgerðar rækjuskipsins Péturs Jóns- sonar um hvort skipið megi vera á sjó í verkfalli sjómanna. Pétur Haf- steinsson, í verkfallsnefnd sjómanna, segir ekki útilokað að málinu verði vísað til félagsdóms. Einnig er ágreiningur um sjósókn eins báts sem gerður er út frá Ólafsvík. Pétur Jónsson, sem er nýjasta skipið í flotanum, hefur verið á rækjuveiðum úti fyrir Norðurlandi. Þegar skipið kom til landsins var gerður samningur milli útgerðar og áhafnar. Samningurinn er með mán- aðaruppsagnarákvæði. Pétur sagði að óljóst væri hvort samningnum hefði verið sagt upp. Verkfallsstjóm liti hins vegar svo á að samningurinn væri einungis viðauki við aðalkjara- samning sjómanna og því ætti skipið að vera í höfn f verkfallinu. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort reynt yrði að stöðva skipið þegar það kæmi til hafnar. Sú leið væri til skoðunar að vísa málinu til félagsdóms. Reynt að stöðva bát í Ólafsvík Sjómannafélögin á Snæfellsnesi eru ekki í verkfalli, en yfirmenn eru hins vegar í verkfalli og þess vegna hafa mörg skip á nesinu stöðvast. Ágreiningur er milli eiganda snur- voðarbátsins Friðriks Bergmanns frá Ólafsvík og verkfallsstjómar, en hún telur að stýrimaður bátsins eigi að vera í verkfalli. Stýrimaðurinn er í Verkalýðsfélaginu Jökli og hefur stý- rimannaréttindi á undanþágu. Friðrik Bergmann fór á sjó í gær og sagði Pétur að verkfallsstjóm væri ósátt við það. Óskað hefur ver- ið eftir aðstoð Jökuls við að stöðva bátinn, en afstaða félagsins mun vera sú að það geti ekki haft af- skipti af málinu. Það geti ekki skyld- að einn af sínum félagsmönnum til að fara í verkfall þegar félagið sé ekki í verkfalli. Pétur Hafsteinsson sagði að al- mennt hefði framkvæmd verkfallsins gengið vel fyrir sig. Nokkrar undan- þágur hefðu verið veittar og í þ*im tilvikum væri verið að færa skip milli hafna eða færa báta í slipp. Formaður Útvegsmannafélags Norðurlands segir slæmt að veiði á karfa og síld skuli liggja niðri Veiðireynsla að tapast SVERRIR Leósson, formaður Út- vegsmannafélags Norðurlands, segir að verkfall sjómanna geti orðið þjóð- inni dýrkeypt þegar komi að því að skipta veiði úr úthafskarfastofninum og norsk-íslenska síldarstofninum milli þjóða sem stunda veiði úr þessum stofnum. „Þjóðin er að tapa gífurlegum fjár- munum á þessu verkfalli. Núna og næstu tvær eða þijár vikur verður gott fískirí á Reykjaneshrygg í karf- anum. Við erum að missa af síldinni fyrir austan. Þetta eru tveir stofnar sem við erum að vinna okkur inn veiðireynslu 1, sem kemur okkur til góða þegar þessum stofnum verður skipt milli þjóða. Við erum því að skaða okkur þegar til lengri tíma er litið. Allir skaðast, sjómenn, útgerðin og þjóðin í heild,“ sagði Sverrir. Sverrir sagði að það væri ekki spuming um hvort veiðirétti í stofn- unum yrði skipt á milli þjóða sem stunda veiðar úr þeim í dag. Spum- ingin væri aðeins hvenær og með hvaða hætti það yrði gert. Þegar að samningaviðræðum kæmi yrði fyrst og fremst litið á þann afla sem þjóð- imar hafa veitt úr þessum stofnum á liðnum árum. Þess má geta að talið er að nærri 100 skip séu nú að veiðum á Reykja- neshrygg. Þar af eru aðeins fjögur íslensk skip, en undir eðlilegum kring- umstæðum ættu yfír 30 íslensk skip að vera þama' að veiðum. Reiknað hefur verið út að úthafs- veiðiflotinn tapi um 160 milljónum á dag í verkfallinu, en þar er átt við skip sem stunda veiðar á úthafskarfa, síld og úthafsrækju. Ef þessi tala er rétt hefur nú þegar tæplega 1,5 millj- arðar tapast í verkfallinu. 1 Hugmyndasamkeppni um skipulag á menntaskólareit Tillaga um skóla- þorp fékk 1. verðlaun TUTTUGU tillögur bárust í hug- myndasamkeppni um skipulag á menntaskólareit. Reiturinn af- markast af Lækjargötu, Amt- mannsstíg, Þingholtsstræti og Bókhlöðustig. I niðurstöðu dóm- nefndar segir að meginniður- staðan sé að sýnt hafi verið fram á að unnt sé að byggja á þessum reit skólahús sem nýtast muni skólanum til framtíðar án þess að umhverfinu verði raskað. Eldri húsin óhreyfð Þrenn verðlaun voru veitt og tvær tillögur keyptar auk þess sem ein tillaga hlaut viðurkenn- ingu sem athyglisverð tillaga. Fyrstu verðlaun, 700 þúsund krónur, hlutu arkitektarnir Lena Helgadóttir og Helgi Hjálmarsson. í umsögn dóm- nefndar um tillöguna kemur fram að gert er ráð fyrir að halda öllum eldri húsum á reitn- um nema Casa Christa. Heildar- yfirbragðið sé gott og nýbygg- ingar falli vel að eldri húsum á reitnum. Þá segir „Hugmynd höfunda um skólaþorp er sann- færandi og fellur vel að stað- háttum." Falla að grónum byggingum I niðurstöðu dómnefndar seg- ir að mikil áhersla hafi verið lögð á skipulag skólahúsnæðis- ins í heildarlausn keppenda. Jafnframt að nýbyggingar féllu vel að rótgrónum byggingum á reitnum enda hafi þær mikið varðveislugildi. Bent er á að fjósið og gamla leikfimihúsið lúti þjóðminjalögum varðandi breytingu og flutning. Þau ásamt gamla skólahúsinu myndi rými sem hefur staðið svo til óbreytt hátt í eina öld og hefur mikið sögulegt gildi. Tekið er fram að um hugmyndasam- keppni sé að ræða og að niður- stöður séu ekki bindandi varð- andi frekari úrvinnslu. Önnur verðlaun, 300 þúsund krónur, hlaut tillaga frá arki- tektastofunni, Úti og inni sf. og eru höfundar Ari Már Lúðvíks- son, Baldur Ó. Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson. Þriðju verðlaun, 200 þúsund krónur, hlaut Gunnlaugur Jónasson arkitekt. Ráðgjafi hans var Helgi B. Thoroddsen arkitekt. Tvær tillögur voru keyptar frá þeim Helga Hafliðassyni arkitekt og Ingimundi Sveins- syni arkitekt. Þá fékk sérstaka viðurkenningu tillaga arkitekt- anna Albínu Thordarson og Reynis Sæmundssonar ásamt Þorkeli Magnússyni arkitekt sem var þeirra samstarfsmaður. Morgunblaðiö/Þorkell ARKITEKTARNIR og feðginin Helgi Hjálmarsson og Lena Helgadóttir hlutu fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag á menntaskólareit. I i I \ Óformlegur samningafundur deiluaðila í sj ómannadeilunni var árangurslaus Allar tilraunir til sátta mistókust Útvegsmenn á Norðurlandi höfnuðu boði um viðræður um gerð sérsamning TILRAUN útvegsmanna og sjómanna til að ná samkomulagi um verðmyndun á afla mis- tókst í gær, en deiluaðilar sátu lengi á óform- legum fundi hjá sáttasemjara. LÍÚ lagði fram tillögu til sátta, en sjómenn höfnuðu henni. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasam- bandsins, segir að í tillögunni hafi ekki falist nein tilslökun. í gærmorgun bauð Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga Útvegs- mannafélagi Norðurlands til viðræðna um gerð sérsamnings, en því var hafnað; Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að tillaga LÍÚ fæli í sér viðurkenningu LÍU á að semja þyrfti við sjómenn um verð á afla þegar útgerð og fiskvinnsla væri á hendi sömu aðila. Slík viðurkenning hefði ekki legið fyrir af hálfu LÍÚ áður. Ef ekki næðist samkomu- lag væri gert ráð fyrir að ágreiningurinn gengi til sérstakrar nefndar, skipuðum fulltrúum beggja aðila. Hún gæti bæði látið í ljós álit og eins fellt úrskurði í ágreiningsmálum. 60 króna lágmarksverð Kristján sagði að þetta ákvæði næði til um 80-85% af öllum lönduðum afla í landinu. Hluti af þeim afla sem eftir stæði væri seldur á fiskmörkuðum þannig að ekki ætti að vera ágreiningur um verðmyndun hans. Hluti af- lans væri veiddur með framsali veiðiheimilda til þriðja aðila og nokkur dæmi væri um að sjómenn væru að fá lágt verð fyrir aflann í þeim tilvikum. Til þess að koma í veg fyrir að brotið væri á sjómönnum hefði LIÚ boðist til að tryggja í Verðlagsráði sjávarútvegsins að óheimilt yrði að selja þorsk fyrir lægra verð en 60 krónur á kíló. Samkomulag væri milli LÍÚ og sjómanna um að hafa það ekki hærra því þá væri hætta á að það yrði verð- myndandi. „Með þessu teljum við að við séum búnir að leysa málið. Eftir stendur krafa frá þeim um að við semjum við sjómenn um hvað físk- vinnslan eigi að greiða okkur og það getur ekki gengið. Það getur ekki verið okkar hlut- verk að gera það og það er þeim ljóst og þess vegna skil ég þá þrákelkni sem í þess- ari deilu er, að halda fram kröfu á okkur um að semja um fískverð fyrir þá sem eru að selja físk annaðhvort á markaði eða annarra heimildir. Það getum við ekki gert og munum ekki gera," sagði Kristján. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins, sagði að í tillögu LÍÚ hefði ekki falist nein tilslökun. Það hefði því verið samdóma mat sjómannasamtakanna að hafna bæri tillögunni. Sævar sagði að sjómannasam- tökin myndu ekki hafa frumkvæði að lausn deilunnar í bráð. Sjómenn væru búnir að teygja sig eins langt 5 átt til samkomulags og þeim væri unnt. Viðræðum á Norðurlandi hafnað Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlend- inga bauð Útvegsmannafélagi Norðurlands til viðræðna í gærmorgun, en útvegsmenn höfnuðu því eftir að hafa rætt málið í sínum hópi. Þorbjöm Sigurðsson, formaður Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins, sagði að vél- stjórar á Norðurlandi hefðu verið tilbúnir til samninga með þeim og vilji hefði verið til þess einnig innan Sjómannafélags Eyjafjarðar þó formlegt svar þar hefði ekki verið gefið. Þorbjöm sagðist sannfærður um að það hvað skammt er í sjómannadag hefði ráðið mestu um að útvegsmenn höfnuðu tilboði um viðræður. Hann sagði að annað svar hefði borist ef tilboðið hefði verið sent útvegsmönn- um fyrir þremur dögum. Þorbjörn sagði að þó að Útvegsmannafélag- ið hefði hafnað viðræðum væri sá möguleiki enn opinn að sjómenn semdu beint við einstak- ar útgerðir. Hann sagði hugsanlegt að það yrði skoðað næstu daga. Sjómannadagurinn drægi hins vegar úr áhuga manna á að semja. Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafé- lags Norðurlands, sagði að algjör eining væri meðal útgerðarmanna um að hafna boði um sérviðræður. Hann sagði að hugmyndir sjó- manna um efni sérsamnings væru ekki að skapi útgerðarmanna og þess vegna hefði viðræðum verið hafnað. Sjómenn og útvegsmenn á Vestfjörðum sátu á sáttafundi í allan gærdag. Vel miðaði í samkomulags-átt, að sögn Ingimars Hall- dórssonar, formanns Utvegsmannafélags Vestfjarða. Næsti fundur verður haldinn nk. þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 124. tölublað (03.06.1995)
https://timarit.is/issue/127455

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

124. tölublað (03.06.1995)

Aðgerðir: