Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ GESTUR MAGNUS GAMALÍELSSON + Gestur Magnús Gamalíelsson fæddist að Forsæti í Villingaholtshreppi 2. júní 1910. Hann Iést á Sólvangi 17. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helga Vigfúsdóttir úr Biskupstungum og Gamalíel Gestsson frá Forsæti. Eftirlifandi eigin- kona Gests er Jóna Guðmundsdóttir frá Gerðum í Garði, hún dvelst nú á Sólvangi. Þau eignuðust tvö börn: 1) Erlu Guðrúnu, f. 1948 d. 1992. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ármann Eiríksson. Börn þeirra eru Jón Gestur, sem kvæntur er Ástu Birnu Ingólfs- dóttur frá Innri- Kleif í Breiðdal og eiga þau nýfædda dóttur; Steinunn Eir, sem á dóttur- ina Ölfu Karítas Stefánsdóttur; og Hermann. Soninn Gamalíel, f. 1952, misstu þau skömmu eftir fæð- ingu. Gestur var húsasmíðameist- ari og starfaði að iðn sinni í mörg ár. Árið 1955 hóf hann störf í þágu Hafnarfjarð- arbæjar sem kirkjugarðsvörður fram til ársins 1978 en bókhald garðsins annaðist hann til 1981. Útför Gests hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk. GESTUR er dáinn, horfinn til nýrra heimkynna, heimkynna Guðs, dótt- ur sinnar og sonar, genginna ætt- menna og ástvina, Guð gefí þeim fagran endurfundinn. Eftir skamma sjúkralegu kvaddi hann þennan heim þjáður og lúinn - eftir langt og stundum slítandi dagsverk. Vetur konungur hafði slakað á kló sinni fyrir náðargeisl- um sólar og sumars, grængresið gægðist uppúr sinunni, farfuglar voru sestir að í mónum og endurn- ar syntu á læknum við Hörðuvelli, gömul kempa var hnigin í valinn. Þegar sól stóð í hádegisstað mið- vikudagsins 17. s.m. var líf hennar fullkomnað. Hann er farinn, sögu- maðurinn góði með allan sinn fróð- leik. Engan hef ég fyrir hitt um j dagana sem kunni sögu Hafnar- íjarðar, sögu manna og málefna með jafn sérstökum hætti og hann. Frásagnargleðin og leikhæfíleikar hans í góðra vina hópi voru einstak- ir. Oft var hann beðinn að miðla af þessum fróðleik sínum fyrir út- gefendur hafnfírskra blaða og rita. Það sagði engin Gesti að segja sér hlutina, þeir urðu bara að koma. Ákveðin hlédrægni hans, lítillæti og sérstök skapgerð komu í veg fyrir að miklar ritsmíðar og heim- ildaskrár yrðu til úr minnishirslum hans og er það miður að ekki ávannst að festa neitt teljandi á blað af því sem hann kunni og sagði okkur fáeinum útvöldum og gæf- unnar njótandi. Gestur var öðlingur, einstakur persónuleiki, góður tengdafaðir og ómetanlegur afí bamanna okkar Erlu. Hann var sannur aðdáandi séra Friðriks Friðrikssonar og helg- aði sig hugsjón hans varðandi kristi- legt starf fyrir ungt fólk, störfum fyrir KFUM og KFUK.og sumar- búðunum í Kaldárseli. Hann var einlægur í sinni kristnu trú og þjón- aði ötullega m.a. á sönglofti Hafn- aifyarðarkirkju um margra ára skeið með sinni björtu, hljómmiklu tenórröd. Aldrei sagði hann ljótt nema í mestalagi „ansvíllinn", hvaðan svo sem það var nú fengið. Hann lætur eftir sig ágæta eigin- konu, frú Jónu Guðmundsdóttur sem fylgt hefur honum í blíðu og stríðu síðán þau giftu sig og hófu búskap í Hafnarfírði árið 1942. Hún hefur átt við veikindi að stríða um árabil og má nú sjá á bak góðum dreng, tryggum eigninmanni og vini. Eigin- kona mín og einkadóttir þeirra hjóna, Erla Guðrún dó úr krabba- meini í júní 1992, aðeins 43 ára. Fráfall hennar á besta aldri var okkur þungbært áfall og víst má fullyrða að líf aldraðra foreldra hafí færst í dekkri búning frá þeim degi og lífsneistinn daprast til muna. Ég vil votta Gesti mínar innileg- ustu þakkir og dýpstu virðingu fyr- ir þá mannkosti sem hann hafði til að bera. Einkum vil ég þakka hon- um þá gæsku og kærleika sem börnin mín Jón Gestur, Steinunn Eir og Hermann urðu aðnjótandi í svo ríku mæli í nærveru hans og Jónu. Bömin eiga það sameiginlegt að hafa notið afa, sem alltaf hafði tíma fyrir þau, fróðleiks- og sögu- fúsan, ræðandi við þau sem full- orðnar manneskjur af stakri nær- gætni og einlægni. Á Vitastíginn þótti þeim gott að koma, alltaf eitthvð gott til í „gogg- inn“, spilastokkur innan seilingar og dagurinn rann inní nóttina og hugtakið tími var ekki til. Það var spilað, spjallað og sagðar sögur, sungið og farið í ökuferð um miðja nótt. Það var sérstakt að sitja í bíl með afa, inngjafirnar þegar hann var að hita upp voru einstaklega kröftugar og hávaðasamar og sýndu glögglega skapgerð hans og einarðan vilja, sjálfsagt var athæfí þetta ekki öllum að skapi. Svo fóru nefnilega ekki margir framúr honum eftir að hann komst á skrið. Amma tryggði sig með föstu handtaki í snagann í loftinu strax í upphafí ferðar og sagði ekki orð meðan afí ók og söng. Hann þurfti mikið olnbogarými við stýrið. Það sópaði af þessum manni. Það var einstök gæfa að kynnast Gesti Magnúsi Gamalíelssyni. Hann var einstakur tilfinningamaður, fastur fyrir, hreinskiptinn og göfug- lyndur. Hann var einn þessara manna sem undi sæll við það hlut- skipti sem hann hafði köllun til. Bar lítið úr býtum fjárhagslega en uppskar ríkulega í hjarta sínu í þjónustu við Guð og gæsku til sinna nánustu. Hafðu hjartans þökk fyrir tilvist þína og hlutverk. Góður Guð blessi minninguna um góðan dreng og verkin í þágu kærleikans. Ármann Eiríksson. Nú er hann afí Gestur fallinn frá og hér sit ég með penna í hönd og læt hugann reika aftur í tímann, eins langt aftur og ég man. Af nógu er að taka hvað ljúfar minningar snertir, því við flestar gleðistundir sem í hugann koma frá minni fortíð, voru amma og afí nálæg. Ég mun minnast afa sem mikil- mennis, ákveðinn og staðfastur var hann ef svo bar undir, trúaður og einstaklega barngóður. Hann kunni ógrynnin öll af sögum og var gædd- ur einstökum hæfíleika til að segja þær, svo sem sögur af gömlu stjóm- málamönnunum, Jónasi frá Hriflu, Bjama Ben o.fl. og fylgdu þá gjarn- an með í sögunum taktar og önnur persónueinkenni viðkomandi manns. Eins kunni hann heilu sálma- og ljóðabækurnar utan að og ég hef ekki verið meira en svona þriggja ára gamall þegar ég fyrst man eft- ir okkur afa er við sátum í eldhús- inu, báðir með kaffí í bollum og hann að segja mér sögur af ýmsum toga, fara með ljóð eða syngja sálma, en hann hafði virkilega fal- lega tenórrödd sem nýttist honum vel á lífsleiðinni því hann hafði ein- staklega gaman af að syngja og var vel lagviss. Hvað mig snerti var alltaf komið fram við mig sem full- orðinn mann á hans bæ svo sumum þótti nóg um, því mér skilst að ég hafí fengið nokkuð fullorðinslegt og gamaldags málfar sem fólki þótti ekki passa við svo ungann snáða. Afi var trúaður maður og byijaði snemma að lesa fyrir mig biblíusög- ur og kenna mér eitt og annað sem trúnni tengist, einmitt „kenna mér“, afi kenndi mér svo margt, hann var hafsjór af fróðleik á svo mörgum sivðum og að því bý ég enn í dag. Ég man að hann sótti mig á barna- heimilið á miðjum dögum til að leyfa mér að vera með sér uppi í kirkju- garði þar sem hann starfaði til íjölda ára. Þær stundir eru yndis- legar í minningunni, að vera bara lítill drengur en samt einn af körlun- um að mér fannst, afí og Ingólfur Jónsson (Ingi sótari), það voru sko fyrirmyndirnar, svona skyldi ég verða þegar ég yrði stór. Seinni ár voru svo mjaðmirnar að hijá afa sem kannski er ekki skrítið eftir að hafa tekið allar þær grafir sem hann tók um dagana með stunguskóflu að vopni, tvo metra niður í hvert skipti. Fór hann í þijár aðgerðir sem heppnuðust vel, en núna síðasta ár fór þetta t Maðurinn minn, HERBERT EYJÓLFSSON, Valiargötu 9, Keflavík, andaðist í Landspftalanum fimmtudag- inn 25. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ástríður Sigurðardóttir og ástvinir. Hugheilar þakkir til allra þeirra, serp sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR BJARGAR JAKOBSDÓTTUR, Spítalavegi 9, Akureyri. Jakobina Kjartansdóttir, Valdimar Brynjólfsson, ÓlafurTr. Kjartansson, Þorbjörg Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur sonur minn, eiginmaður, faðir, þróðir og mágur, PÉTUR EIÐSSON frá Snotrunesi, Borgarfirði-eystri, verður jarðsunginn frá Bakkagerðiskirkju í dag, laugardaginn 3. júní, kl. 14.00. Margrét Halldórsdóttir, Oddný Vestmann, Guðmundur Pétursson, Rikey Kristjánsdóttir, Gróa Eiðsdóttir, Júlíus Snorrason, Halldór Ármann Eiðsson, Hulda Eiðsdóttir, Hjörleifur Gunnlaugsson, Eygló Eiðsdóttir, Knútur Hafsteinsson, Njáll Eiðsson, Sigrún Viktorsdóttir, Egill Eiðsson, Fjóla H. Ólafsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og minningarathöfn ástkœrrar dóttur okkar, systur og mágkonu, STEFANÍU INGUNNAR JÓHANNESDÓTTUR DONEGAN. Hulda Magnúsdóttir, Jóhannes Bjarnason, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Bjarni M. Jóhannesson, Herdfs Guðjónsdóttir. t Einlægar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför frú SVÖVU FELLS. Fyrir hönd vandamanna, Ingvi Rafn Jóhannsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTJÁNS S. ARNGRÍMSSONAR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Breiðagerði 10, Reykjavik. Börn, tengdabörn og barnabörn. að taka sig upp aftur og var hann kominn á Sólvang til að bíða eftir aðgerð er örlögin gripu í taumana. Afí hefði orðið 85 ára núna í júní og er það hár aldur. Fyrir það getur maður þakkað að fá að njóta samvista við hann svo lengi. Segja má að hann hafi verið búinn að ljúka sínu dagsverki. Engu að síður er söknuðurinn sár, en þetta er lífsins gangur. Minningarnar af Vitastígnum hjá ömmu og afa hafa yfir sér svolítið sérstakan blæ, „maður mátti allt“, um helgar þegar ég fékk að sofa hjá ömmu og afa, sem var ansi oft, þá var sko horft á sjónvarpið þar til dagskráin var tæmd, svo var farið á rúntinn með litla snáðann, og að því loknu var svo spilaður manni, en þá var oftast komin há- nótt. Ékki man ég til þess að afi hafí nokkurn tíma byrst sig við mig eða skammað, þvert á móti var hann alltaf hrifinn af því sem ég gerði, tók þátt í gleði minni eða studdi við bakið á mér ef illa fór. Ég vissi að afa væri ekki bjóðandi nokkur óþekkt eða fíflagangur. Það var virðingin sem ég bar fyrir hon- um og mér fannst hann öllum æðri og ef „afi sagði það“ þá var það þannig. Sá tími sem ég hef varið með ömmu og afa, sem er ansi stór hluti af minni ævi, er mér ómetanlegur, tími sem mun vera mér gott vega- nesti um ókomin ár. Ég kveð þig afí með söknuði en hins vegar er það huggun harmi gegn að þú dvelur nú í faðmi fjöl- skyldunnar handan móðunnar miklu og ég veit að þú vakir yfír litlu dóttur okkar sem þú náðir ekki að sjá, þar sem hún sefur í litla rúminu sem þú smíðaðir. Ég bið Guð að blessa ömmu Jónu og veita henni styrk sem og okkur hinum sem syrgjum. - Hafðu þökk fyrir allt og allt, hvíl þú í fírði og Guð veri sálu þinni náðugur. Jón Gestur Ármannsson. Nú er elsku afi Gestur dáinn. Það hvarlaði ekki að mér daginn sem við mægðurnar fluttum til Danmerkur í júní á síðasta ári, að ég ætti ekki eftir að hitta afa á ný. Hann stóð svo hress og kátur á hlaðinu er við vorum að kveðj- ast, tyllti sér á tá og trallaði eins og hann gerði svo oft, óskaði okk- ur góðrar ferðar og veifaði svo skælbrosandi til okkar um leið og við keyrðum út götuna, glaður fyr- ir okkar hönd. Þessi dagur verður mér ávallt ljóslifandi. Það verður skrítið að koma heim í sumar án þess að hitta afa á Vitó. Einkum fyrir Ölfu litlu sem undi sér alltaf svo vel í heimsókn hjá langafa og langömmu. Alfa var líf og yndi langafa síns og var hún ávallt vel- komin í heimsókn og voru móttök- urnar alltaf í líkingu við að drottn- ingin væri væntanleg. Spurning- arnar eiga eftir að verða margar hjá þriggja og hálfs árs gömlu barni sem enn skilur ekki fullkom- lega tilgang lífsins. Alfa mun sakna langafa mikið. Margar á ég og við fjölskyldan ljúfu minningarnar af Vitastígnum, þar sem dyrnar stóðu ætíð opnar upp á gátt er við vorum væntanleg. Þangað var alltaf svo gott að koma og fá iskalda mjólk úr ísskápnum og nýbakaðan bobbing úr bakarínu, spila nokkur dragspil og tala um daginn og veginn. Þótt afi hafí átt við veikindi að stríða síðastliðin ár var það aldei að sjá á honum, því alltaf var hann svo hress og kátur og glaður að sjá okkur og fannst því hin mesta tímasóun að ræða veikindi sín er við í staðinn gátum rætt um allt það sem við systkinin vorum að aðhafast. Ég minnist þess sérstaklega er ég fékk að gista á Vitó sem var ósjaldan. Það var ætíð glatt á hjalla hjá okkur ömmu og afa því þá var ekki til neitt sem hét háttatími eða Karíus og Bakt- us. Ég mátti horfa á sjónvarpið þar til þulan bauð góða nótt og sofa eins lengi frameftir og ég vildi. Það voru ekki til neinar reglur og aldrei var neitt bannað í ömmu og afahúsi.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 124. tölublað (03.06.1995)
https://timarit.is/issue/127455

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

124. tölublað (03.06.1995)

Aðgerðir: