Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 11 FRETTIR Boðið í flug á nýrri svif- flugu SVIFFLUGFÉLAGIÐ heldur í dag, laugardag, í annað sinn hátíðlegan dag fyrrverandi svif- flugmanna. Aðstaða Svifflugfélagsins á Sandskeiði hefur verið endurnýj- uð frá grunni. Félagið festi ný- lega kaup á tveggja sæta kénnslusvifflugu úr trefjaplasti frá Þýskalandi, Sleicher ASK-21. Þar með var stigið fyrsta skrefið í endurnýjun á flugfiota félags- ins, sem hefur að mestu verið óbreyttur í 15-20 ár. Dagskráin hefst kl. 13 í dag á svæði félagsins á Sandskeiði. Fyrrverandi svifflugmönnum verður boðið í flug á nýju svif- flugunni og einnig verður Ka-7 tvísætan í förum. Leifur Magnússon, fyrrver- andi formaður Flugráðs, prófar hér nýja svifflugu Svifflugfélags- ins. Friðjón Bjarnason, formaður félagsins, stendur við hlið hans og á bak við þá er Fannar Sverr- isson flugmaður. Samband garðyrkjubænda Menn uggandi vegna G ATT-frumvarpsins „GARÐYRKJUBÆNDUR hafa mjög miklar áhyggjur af framtíð sinni ef GATT-frumvarp ríkisstjórnarinnar nær fram að ganga í núverandi mynd,“ segir Kjartan Ólafsson, for- maður Sambands garðyrkjubænda. Kjartan segir sérstöðu garðyrkju- bænda vera mikla innan íslenzks landbúnaðar. Sérstaðan sé slík, að það sem kallað hefur verið „ofurtoll- ar“ af nokkrum gagnrýnendum frumvarpsins, eigi ekki við um græn- metisræktun í landinu. Garðyrkjubændur benda á að þeirra framleiðslugrein njóti engra ríkisstyrkja og að sú viðmiðun sem liggi til grundvallar tollaútreikning- um GATT-frumvarpsins sem miðast við árið 1988 komi illa niðri á grein- inni. Hvort tveggja kemur til, heild- arneyzla á grænmeti hefur aukizt til muna frá viðmiðunartímanum auk þess sem íslenzkir framleiðendur hafa aukið markaðshlutdeild sína verulega. í því felst einnig, að úrval tegunda íslenzkrar framleiðslu er mun meiri nú en áður. Ekki síður mikilvægt atriði sem undirstrikar sérstöðu grænmetis- framleiðslu eru þær árstíðabundnu verðsveiflur sem hún er háð, ólíkt öðrum landbúnaðargreinum. „Við förum fram á að fá að sitja við sama borð og framleiðendur í öðrum Evrópulöndum. Þar viðgang- ast háir styrkir, sem skekkja sann- gjarna samkeppni. Innlend fram- leiðsla hefur vissulega notið vemdar fram að þessu, og hefur hún stuðlað að mikilli þróun og hagræðingu í greininni. Ef GATT-frumvarpið nær fram að ganga er ljóst, að stoðunum yrði kippt undan rekstri margra garðyrkjubænda. Öll lönd, sem eru aðilar að nýja GATT-samkomulag- inu, gera ráð fyrir margra ára aðlög- un. Það er aðeins þetta sem við vilj- um,“ sagði Kjartan að lokum. Skólastjóraskipti Reykholtsskóla Oskað eftir frestun SKÓLANEFND Reykholtsskóla ósk- aði eftir því við Ólaf Þ. Þórðarson, fyrrverandi alþingismann og skóla- stjóra í Reykholtskóla, að hann kæmi ekki til starfa fyrr en niðurstöður úttektar Hagsýslu ríkisins á skóla- starfinu lægju fyrir. Sr. Geir Waage, formaður skóla- nefndarinnar, sagði að Ólafur hefði greinilega orðið við tilmælunum því hann hefði ekki komið til starfa 1. júnf eins og hann hefði boðað. Hins vegar væri hann skólastjóri í Reyk- holti eins og Oddur því ráðningar- samningur Odds rynni ekki út fyrr en 31. ágúst. „Ég lít hins vegar svo á að skólastjóraskipti geti ekki orðið fyrr en eftir að niðurstöður úttektar- innar liggja fyrir. Mér finnst eðlilegt að menn haldi að sér höndum þar til starfið hérna hefur verið metið," sagði Geir. Fermingar á hvítasunnudag Skeiðflatarkirkja kl. 13.30 Fermdir verða: Guðjón Þorsteinn Guðmundsson Vestur-Pétursey, Mýrdal. Gunnar Þormar Þorsteinsson, Vatnsskarðshólum, Mýrdal. Reynir Örn Eyþórsson, Skeiðflöt, Mýrdal. Reyniskirkja kl. 15.30. Fermd verður: íris Guðnadóttir, Þórisholti, Mýrdal. Prestur: Sr. Haraldur M. Krist- jánsson. Dómkirkjan kl. 11 Fermd verða: Elín Hauksdóttir, Bárugötu 15. Styrmir Jóhannsson, Seljavegi 21. Þóra Björk Matthíasdóttir, Laufásvegi 17. Prestar: Sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Þingeyrarkirkja í Dýrafirði kl. 11 Fermd verða: Brynhildur Elín Kristjánsdóttir, Aðalstræti 31. Jóna Björk Brynjarsdóttir, Brekkugötu 34. Kristín Harpa Höskuldsdóttir, Brekkugötu 58. Lína Þóra Friðbertsdóttir, Fjarðargötu 60. Berglind Hrönn Hlynsdóttir, Hrunastíg 1. Gunnar Jakob Línason, Aðalstræti 49 . Þórir Ólason, Fjarðargötu 46. Jón Aðalsteinsson, Hlíðargötu 38. Prestur sr. Kristinn Jens Sigur- þórsson. Morgunblaðið/Halldór Efnistaka í Kapellu- hrauni skoðuð MÁNUDAGURINN 5. júní hefur verið tilefndur af Sameinuðu þjóð- unum sem alþjóðlegur umhverfis- dagur. Af því tilefni verður efnt til náttúruskoðunar í Kapelluhrauni, ofan Hafnarfjarðar, þar sem nú fer fram gjallnám í landi Skógræktar ríkisins. Skoðað verður náttúrufar hraunsins undir leiðsögn Hauks Jóhannessonar, jarðfræðings og Eyþórs Einarssonar, grasafræðings og áhrif efnisvinnslu á landslag rædd. Safnast verður saman kl. 14 á Krísuvíkuregi, rétt norðan Rally- Cross brautarinnar, við gjallnámið og gengið þaðan í hraunið og nám- una. Góður skóbúnaður er nauðsyn- legur. Að skoðuninni standa Félag land- fræðinga, Félag íslenskra lands- lagsarkítekta, Fuglaverndarfélag íslands, Hið íslenska náttúrufræði- félag, Jarðfræðifélag Islands, Land- vernd, Líffræðifélag íslands og Skotveiðifélag íslands. mánaða ábyrgð á notuðum Oitroen, Daihatsu, Ford og Volvo bllum í eígu Brimborgar! 100% Abvroð A B I L N U M I ALLT SUMAR O Q RÚMLEOA t> A □ ■ Opíð laugardaga kl. 12:00 - 16:00 Það getur veriö taiuverð áhætta að kaupa notaðan bfl. Þú getur auðveldlega sannreynt að útlit bflsins sé í lagi en fæstir hafa getu nó aðstöðu til að sannreyna hvað leynist undir yfirborðinu. Þess vegna býður Brimborg hf. SEX mánaða ábyrgð á notuöum Citroén, Daihatsu, Ford og Volvo bílum í eigu Brimborgar. Allir notaðir bílar af þessum tegundum cru yfirfarnir af þjónustumiðstöð Brimborgar og þar er allt lagfært sem er í ólagi áður en bflamir eru seldir. Þannig er öryggi þitt tryggt. Abyrgöln glldlr tll sex mánaöa eöa aö 7500 Km. og allt er I ábyrgö nema yflrbygglng bflsins. □ BRIMBORG FAXAFENI 0 • SlMI 515 7000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 124. tölublað (03.06.1995)
https://timarit.is/issue/127455

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

124. tölublað (03.06.1995)

Aðgerðir: