Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Föstudagurinn 13. Frásögn af umferðaróhappi Frá Hreiðari Eyjólfssyni: Á DEGI hverjum verða fjölmörg umferðaróhöpp. Oft verður ágrein- ingur um hver eigi sökina, framburð- ur vitna sker þá úr um hvernig dæmt er, þetta á ekki síst við um óhöpp sem verða á gatnamótum þar sem umferðaljós eru. Ég lenti í slíku óhappi í vetur nánar tiltekið, föstudaginn 13. janú- ar kl. 16.20. Ég var á leið austur Bíldshöfða að Breiðhöfða. Þegar ég kom að gatnamótunum var grænt ljós fyrir umferð yfir Breiðhöfðann svo ég hugðist halda ferð minni áfram yfir gatnamótin, ég hafði jafn- framt tekið eftir jeppabifreið sem komið hafði sömu leið og ég austur Bíldshöfðann og farið á beygjuak- rein til vinstri inn á gatnamótin og beið þar færis að komast Breiðhöfð- ann til norðurs. Rétt í þann mund sem ég er að fara inn á gatnamótin skiptir öku- maður jeppans um skoðun og ákveð- ur að fara áfram austur Bíldshöfða, hann ekur af stað og beygir til hægri í veg fyrir mig. Ég hemlaði, en það dugði ekki til að forða árekstri þar sem hálka var á gatnamótunum, mikil umferð var um gatnamótin svo við færðum bifreiðarnar til að tefja ekki fyrir frekari umferð. Ég hringdi og bað um lögreglu á staðinn sem tók skýrslu, en þar held- ur ökumaður jeppans því fram að ég hafi farið yfir á rauðu ljósi, far- þegi sem var með honum í bílnum staðfestir framburð hans. Það tók tjónanefnd tryggingafé- laganna mánuð að úrskurða í mál- inu, en þar segir öll sök á ökumann jeppans sem ekur úr kyrrstöðu í veg fyrir mig. Nokkru síðar fór ég í tryggingafé- lag það sem jeppinn var tryggður hjá og ætlaði að fá tjónið greitt út og spurðist jafnframt fyrir um dag- peninga, var mér þá sagt að aldrei væru greiddir dagpeningar þegar tjón væru greidd út. Ég ákvað því að bíða með að fá greiðslur frá tryggingafélaginu og kynna mér málið nánar. Allir sem ég ræddi við voru sam- mála um að ég ætti rétt á dagpening- um þó svo að ég fengi tjónið greitt út. Ég fann síðan verkstæði sem gat tekið að sér viðgerð á bílnum á þeim tíma sem hentaði, hafði síðan sam- band á ný við tryggingafélagið. Þá var mér sagt að nú væri búið að fara fram á lögreglurannsókn og ekki yrði um bætur að ræða fyrr en að henni lokinni. Lögreglurannsókn- in fólst í því að taka skýrslu af tveim nýjum vitnum sem nú voru komin til sögunnar. Vitnin segjast hafa verið á staðnum þegar áreksturinn varð og séð mig fara yfir á rauðu ljósi. Málið fer aftur fyrir tjóna- nefndina sem úrskurðar nú alla sök á mig sem fer yfir á rauðu ljósi að sögn vitna. Spyija má: Af hvetju gefur starfs- maður tryggingafélagsins rangar upplýsingar? Af hveiju koma vitnin fyrst fram tveim mánuðum eftir áreksturinn? Af hverju gáfu þau sig ekki fram á staðnum. Eins og áður hefur komið fram var mikil umferð um gatnamótin og því víst að marg- ir sáu hvað gerðist, af hveiju gaf enginn þeirra sig fram á staðnum? Nú hef ég orðið fyrir talsverðu tjóni, sem ég tel mig ekki eiga á nokkurn hátt sök á, af því að ég varð mér ekki úti um vitni á staðn- um. Kannist einhver við málið er hann beðinn að hafa samband við undirritaðan. HREIÐAR EYJÓLFSSON, Skólavörðustíg 41, Reykjavík. s. 23448 Sýkt stjórnkerfi Frá Kristjáni Péturssyni: SAMKVÆMT fyrstu grein laga um fiskveiðistjórnun eru allir nytjafískar á íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Úthlutun veiðiheimilda samkv. lögum myndar ekki eignar- rétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir veiðiheimildum. Hvers virði er þessi lagagrein miðað við óbreytta fískveiðistjórnun? Núverandi kvótakerfí í sjávarútvegi er í reynd óvitrænasta stjórnkerfi sem nokkum tímann hefur verið við líði við fiskveiðistjómun á íslandi. Skulu hér tilnefnd nokkur dæmi: Óheft framsal aflamarks hefur leitt til þess, að kvótinn safnat sí- fellt á færri lögaðila í sjávarútvegi, sem hafa greiðan aðgang að fjár- magni. Afleiðingin er samþjöppun valds og byggðaröskun. Með núgildandi fískveiðistjórnun hefur ekki tekist að minnka flotann til samræmis við afrakstur auðlind- arinnar, þvert á móti hefur hann stækkað og sóknargeta hans stór- aukist. Talsmenn kvótakerfísins hafa haldið því fram að núverandi kerfí væri besta leiðin til að takmarka heildarveiði til samræmis við tillögur Hafrannsóknarstofnunar. Reynslan sýnir hins vegar að undanfarin ár hefur þorskafli verið 25-40% umfram tillögur stofnunarinnar. Kvótakerfí ýtir undir að meðafla og undirmálsfiski sé hent í hafíð og eru í því sambandi nefndar tölur frá 15-40% af lönduðum afla. Þessi stað- reynd raskar öllum viðmiðunartölum Hafrannsóknarstofnunar til að ákvarða stofnstærð bolfisktegunda, því enginn veit í raun hve mikið er veitt á íslandsmiðum. Kvótakerfínu var ekki komið á vegna verndunarsjónarmiða 1983, því þá var nýliðun þorskstofnsins einhver sú besta frá 1960. Kvóta- kerfið var fyrst og síðast sett til að vemda hagsmuni eigenda skipastóls- ins og tryggja þeim veðheimildir með úthlutun aflakvóta. í reyad er búið að veðsetja kvóta fyrir um 80 millj- arða úr sameiginlegri auðlind þjóðar- innar, án þess að nokkur lagastoð sé fyrir hendi. Óheft sala og leiga á kvóta með sex mismunandi framsalsaðferðum endurspeglar ágalla kerfisins á hvers konar braski. Afleiðingin er skert kjör og mismunun á fiskverði til sjó- manna. Auðlind hafsins varðar hagsmuni allra Islendinga, enda er hún sam- eign þjóðarinnar. Við verðum að skapa þjóðarsátt'um fiskveiðistjórn- unina, og koma í veg fyrir meint lögbrot, misbeitingu valds og órétt- láta fyrirgreiðslu stjórnmálamanna til sérhagsmunaaðila í útgerð. Þess vegna þarf að skoða vel hvort hags- munatengsl séu til staðar um eigna- eða erfðakvóta einstakra þingmanna eða ráðherra sem gætu haft afger- andi áhrif á stefnumörkun þeirra í sjávarútvegsmálum. Tillögur og samþykktir LÍU og stærstu útflutn- ingsaðila á sjávarfangi á fískveiði- stjórnun hafa oftast náð fram að ganga á alþingi með tilstyrk Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Því ,ber að kanna hvort hér sé um að ræða málefnalega afstöðu téðra aðila eða óskilgreind hagsmunatengsl. Ranglát fiskveiðistjórnun kallar á viðbrögð af þessu tagi og brýtur reyndar í bága við almenna hags- muni og siðferðisvitund þjóðarinnar. í komandi samningum sjómanna og útgerðarmanna verður fyrst og fremst tekist á um fiskveiðistjómun- ina og launa- og kjaramál. Sjómenn þurfa á öllum okkar stuðningi að halda, þeirra kröfur eru grundvallað- ar af sanngjömum og heiðarlegum hætti. Samtakamáttur sjómanna og landverkafólks getur verið mikill, hann má ekki bresta á örlagastund. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrverandi deildarstjóri. FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTIÐ MEÐ SANDI OG GRJÓTI SANDUR SIGURSTEINAR VOLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færð sand og allskonar grjót hjá okkur. Við mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottið á bílnum þínum. NÝTT SÍMANÚMER 577-2000 BJÖRGUN HF. .. SÆVARHÖFÐA 33 1 Sími 871833 5 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: Mánud.-fimmtud. 7:30-18:30. Föstud. 7:30-18:00. Laugard. 8:00-17:00. Opið í hádeginu nema á laugardögum. HltliIM OG HAI.IT íslenskt grænmeti er safríkt, bragð- mikið, hreint og hollt. Hreinleikarannsóknir hafa sýnt að engin aukaefni finnast í íslensku grænmeti. Það er ómissandi í salöt, sem álegg, í pottrétti eða sem ferskur biti á milli máltíða. Njóttu hreinleikans og hollustunnar í íslensku grænmeti. ÍSLENSK GARÐYRKjA ISLEftjSKUR LANDBUNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.