Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag stjómarflokkanna um breytingar á lögum um stjóm fiskveiða Breytt yfír í róðrardaga er eftirliti verður komið við Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra á ekki von á að þetta tak- ist fyrir næsta fiskveiðiár, en viríií- unni verður hraðað sem kostur er. Ráðherrann sagði að eftiriitskerfi sem þetta gæti tengst ýmsum kost- um í gervihnattatækni og annarri tækni. Það verður mikilli þjóðarvá bægt frá þegar hægt verður að fylgjast með hverri hreyfingu hinna fordæmdu, dag og nótt. Svavar Gestsson setur fram framtíðarsýn sína í nýrri bók Framlag til umræðu Morgunblaðið/Kristinn SVAVAR Gestsson alþingismaður kynnti bók sína, Sjónarrönd- jafnaðarstefnan, viðhorf, á fréttamannafundi í gær. ÚT er komin hjá Iðunni bókin Sjónarrönd-jaínaðarstefnan, við- horf eftir Svavar Gestsson alþing- ismann. í bókinni fjallar Svavar um ýmsar grundvallarspumingar stjómmálanna og rekur stærstu vandamálin sem blasa við mann- kyninu um þessar mundir og ræð- ir um sambýli hagvaxtar og um- hverfísmála og um skiptingu auðæfanna á alþjóðlega vísu. Svavar sagðist á fréttamanna- fundi í gær hugsa sér bókina sem framJag til umræðu. Kvaðst hann hafa farið að hugleiða efni hennar árið 1988 og að hann hefði unnið að ritun hennar með hléum á nokkrum árum. „Mér fannst að ég þyrfti að gera grein fyrir því hvernig ég vildi sjá þjóðina þróast. Maður fór að velta því fyrir sér í framhaldi af atburðunum 1989 þegar Berlín- armúrinn hmndi en þá urðu vem- legar breytingar í hinni hug- myndafræðilegu veröld og ég fór að velta því fyrir mér hvað við væmm að boða,“ sagði Svavar. Hann sagði að honum hefðu þótt svör ýmissa sósíalista og vinstri manna í Evrópu rýr og að þeir þyrðu ekki að gera upp við ákveðin atriði. Því hefði hann ákveðið að skrifa þessa bók. „Mér fannst ég þurfa sjálfur á því að halda og að mér væri skylt að gera kjósendum mínum grein fyrir því hvað ég vildi og hver ég væri,“ sagði hann. Ekkert kemur í staðinn fyrir markaðinn Svavar kvaðst jafnframt vera að gera upp við ákveðin atriði í bókinni, annars vegar spuming- una um eignarhald á framleiðslu- tækjunum og hinsvegar um hlut- verk markaðarins. Sagðist hann hafna þeirri kenningu að fram- leiðslutækin ættu að vera al- mannaeign vegna þess að hún hefði snúist upp í andhverfu sína. „Það sem skiptir máli er staða manneskjunnar andspænis eignar- haldinu," sagði Svavar. í formála bókarinnar leggur Svavar áherslu á að jafnaðarstefn- an sé það tæki sem auðveldi mönn- um að takast á við þann vanda sem við blasi, jafnt í landsmálum sem heimsmálum. í bókinni fy'allar hann m.a. um deilumar á milli vinstri og hægri í stjómmálum, sem hann segir snúast um það að hve miklu eða litlu leyti markaður- inn sé brúklegur. „Markaðurinn er tæki en ekki markmið. Árangurinn sem næst með því að nota hann á að mæla á sama kvarða og eignarhald fyrir- tækjanna. Skipulagslaus markað- urinn getur haft háskalegar afleið- ingar ef hann er látinn einn um allt. En þá kemur lýðræðið til sög- unnar og því er hægt að beita til að binda markaðinn. Gallinn er sá að ennþá hefur ekkert verið „fund- ið upp“ sem kemur í staðinn fyrir markaðinn. Það er því skynsamlegt að líta svo á að við verðum að búa við hann en hann er ekki mark- mið,“ segir Svavar í bók sinni. Höfundur fer einnig yfir stöðu íslands í nýju alþjóðlegu samhengi og hvernig megi bæta hag þjóðar- innar án vemlegs hagvaxtar og segist Svavar m.a. komast að þeirri niðurstöðu að íslendingar geti þurft að gefa eitthvað eftir af stjómarfarslegu sjálfstæði þjóð- arinnar vegna alþjóðlegra sátt- mála, í umhverfismálum, verslun og viðskiptum og að því er varði öryggi og frið. „Eftir að hafa lesið þær bækur sem ég hef farið i gegnum, skoðað stöðu Islands og horft á það sem er að gerast til dæmis í Austur- Asíu, í Kína og Suður-Ameríku, og eftir að hafa horft á tæknibylt- inguna, veraldarvefinn, ferða- mennskuna og vaxandi upplýs- ingaflæði um heiminn, er niður- staða mín sú, í það heila tekið, að ég er bjartsýnn á framtíðina. Ég tel að þrátt fyrir erfiðleika hér og víðar sé ástæða til að horfa nokkuð björtum augum til fram- tíðarinnar, ef við þorum að hafa stefnu og grundvallaratriði þeirrar stefnu er að skipta jafnar, það er að segja klassísk jafnaðarstefna," sagði Svavar. Nýr formaður sjálfstæðiskvenna Vil reyna að lægja öldurnar Bima Guðrún Frið- riksdóttir er ný- kjörinn formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna til næstu tveggja ára. - Hvers konar for- maður munt þú verða? „Ég vil reyna að lægja öldumar sem risið hafa í samskiptum sjálfstæðis- kvenna og tel mjög mikil- vægt að flokkskonur vinni saman. Ég skil vel viðbrögð við gagnrýni hluta yngri kvenna í flokknum, sem hljómaði þannig að ekkert hefði verið gert í kvennastarf- inu fyrr en nú, en tel líka að við getum lært mikið af þessum ungu konum. Ég tek við formennsku á þeim tíma, að mjög mikil reiði er í konum, öllum konum, sem bein- ist fyrst og fremst gegn forystu flokksins. Það sem ég mun auð- vitað reyna að gera er að nálgast forystu flokksins og spyija hvað þeir vilji gera.“ - Hefur nokkuð miðað áfram fyrir konur í flokknum síðan Ragnhildur Helgadóttir varð ráð- herra? „Það er lítið, konum hefur að vísu fjölgað lítillega í sveitar- stjórnum en miðar lítið áfram á Alþingi og hvað ráðherrastóla varðar er um hreina afturför að ræða. Ragnhildur Helgadóttir verður ráðherra, síðan tekur flokkurinn ekki þátt í stjórnar- samstarfi um tíma. Þegar flokkA urinn fer í stjóm með Alþýðu- flokknum undir forystu Davíðs Oddssonar nær engin kona ráð- herratign en ein valin sem for- seti Alþingis, Salóme Þorkels- dóttir. Okkur þykir auðvitað af- skaplega miður að konunum hafi verið ýtt algerlega út í hom eins og nú hefur gerst. Núna eru að vísu konur í stjórn þingflokksins, Sigríður Anna Þórðardóttir er varaformaður og Sólveig Péturs- dóttir ritari. Síðan er Sólveig Pétursdóttir formaður allsheijar- nefndar og Sigríður Anna Þórðar- dóttir formaður menntamála- nefndar. Þá er það upptalið." - Eru þessi embætti ekki bara til málamynda? „Formennskan í nefndunum er ekki til málamynda. Hins vegar get ég sagt að mikill hiti var í sjálfstæðis- konum í Reykjanes- kjördæmi á fundi fyr- ir skömmu. Þegar skipan stjómar þing- flokksins barst í tal sagði eip kvennanna - engu líkara en skilaboðin frá for- ystu flokksins væm: „Hafið þetta og þegið svo“.“ - Er þörf á sérstökum félög- um fyrir sjálfstæðiskonur? „Það er stór spurning. Ungu sjálfstæðiskonumar vilja ekki vera i kvenfélögunum og það hefur gengið mjög illa að höfða til þeirra. Vera má að þeim finn- ist að ekki sé nógu kraftmikið pólitískt starf unnið þar og hugs- anlegt að það sé rétt. Hins vegar lít ég þannig á að nýta eigi kven- félögin eins og æfingabúðir. Þar eigum við að styrkja okkur og mér fínnst athyglisvert að á fund- um í blönduðu félögunum er hending ef ein kona tekur til máls og kraftaverk ef þær eru tvær. Það er ekki það að við séum skoðanalausar en konumar em enn of margar sem segjast ekki Birna Friðriksdóttir ► BIRNA Guðrún Friðriks- dóttir fæddist 5. maí 1938 á Húsavík. Foreldrar hennar voru Gertrud Estrid Elise Friðriksson kennari og Frið- rik Aðalsteinn Friðriksson prófastur. Birna hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og starfað sem fulltrúi á fræðsludeild kirkj- unnar á Biskupsstofu síðan 1989. Birna er gift Þorvaldi Veigari Guðmundssyni yfir- lækni Ríkisspítalanna og eiga þau þrjár dætur. Hending ef ein kona tekur til máis og kraftaverk ef þær eru tvær geta farið upp í ræðupúlt.“ - En er ekki kominn tími til að hætta starfi kvenfélaganna og starfa í staðinn af fullum krafti í blönduðu félögunum? „Nei, en tilgangurinn á auðvit- að að vera sá að þær fari út og láti til sín taka og þeim fjölgar jafnt og þétt okkar vel menntuðu og duglegu konum sem vilja láta til sín taka. En prófkjörsreglur flokksins em þar sterkur hemill á. Nú kom fram á landsþinginu skýr krafa um jafnræðisreglu. Við bíðum með óþreyju, biðin er þegar orðin of löng.“ - Eru aðrar áherslur í um- ræðu um málaflokka á fundum kvenfélaganna en á þeim blönd- uðu? „Það má segja að kvenfélögin beri vissan keim af kvenréttinda- baráttunni en við viljum fara ýmsar aðrar leiðir en karlmenn. Konur hafa ekki nógu mikil áhrif á stefnumótum flokksins og ég held að þær séu ekki ennþá búnar að tileinka sér þau vinnubrögð sem nauðsynleg em. Mótun stefnunnar fer að mestu leyti fram í málefnanefnd- um flokksins og ef við viljum hafa áhrif eigum við að vinna í þeim. Þar eigum við að láta til okkar taka og þegar kemur til landsfundar eigum við ekki bara að sitja úti í sal. Við eigum að fara í pontu og lýsa okkar skoð- unum.“ - Eru konur þá ekki nógu fagmannlegar í vinnubrögðum? „Nei, ekki hvað það varðar að koma sjálfum sér og skoðunum sínum á framfæri innan flokks- ins. Þetta þurfum við að læra og ég hef engar áhyggjur af því að okkur takist það ekki. Ég efast ekki um að eftir tíu ár verði stað- an orðin gjörbreytt frá því sem hún er i dag þar sem við erum aðeins með fjórar konur á þingi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.