Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 39 ÞEIR sem tóku við viðurkenningarskjölum talið f.v.: Jón Otti Sigurðsson, Birkihæð 2, Hreggviður Hreggviðsson, Borgarnes- kirkja, Tómas Eyþórsson, Hjólbarðaþjónustan og Pólaris umboðið og Jón Oskarsson, Perlan. Aðalfundur Ljóstæknifélags íslands Fjögur lýsingakerfi verðlaunuð AÐALFUNDUR Ljóstæknifélags íslands 1995 var haldinn þann 21. mars sl. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var Hannes Kr. Dav- íðsson, arkitekt gerður að heiðurs- félaga LFÍ, en hann var þá eini eftirlifandi stofnandi félagsins, sem stofnað var 22. október 1954. Hannes lést þann 29. apríl sl. Á aðalfundinum voru kynntar niðurstöður úr því framtaki félags- ins sem nefnt var Góð lýsing. Sam- tals voru 17 lýsingakerfi tilnefnd til mats og var veitt viðurkenning fyrir fjögur þeirra þ.e. Birkihæð 2, íbúðarhús, Garðabæ. Hönnun: Jón Otti Sigurðsson, tæknifræð- ingur, Borgarneskirkja. Hönnun: Garðar Halldórsson, arkitekt og Rafteikning hf., Hjólbarðaþjónust- an hf. og Pólaris umboðið, Akur- eyri. Hönnun Raftákn hf., Jóhann G. Sigurðsson, iðnfræðingur og Veitingahúsið Perlan, Reykjavík. Hönnun: Ingimundur Sveinsson, arkitekt og Rafteikning hf. Á aðalfundinum var eigendum framangreindra mannvirkja veitt viðurkenningarskj al. Aðalfundurinn, sem haldin var á Hótel Sögu, var vel sóttur. Stjóm Ljóstæknifélags íslands starfsárið Formaður LFÍ, Gísli Jónsson, afhendir nýkjörnum heiðurs- félaga, Hannesi Kr. Davíðs- syni, arkitekt, minningargrip til staðfestingar heiðurskjöri. 1995-96 skipa: Gísli Jónsson, pró- fessor, formaður, Orlygur Jónas- son, rafveitustjóri, varaformaður, Ólafur S. Bjömsson, raffræðingur, gjaldkeri, Olafur G. Guðmundsson, augnlæknir, ritari, Ólafur M. Kjartansson, rafmagnsverkfræð- ingur, meðstjómandi, Skúli H. Norðdahl, arkitekt, meðstjórnandi og Stefán S. Skúlason, sölustjóri, meðstjórnandi. Yfirlýsing MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Aðstoðarfélagsmálastjóri beð- inn afsökunar. í blaðinu Eintaki 23. tbl. 2. ár- gangs sem út kom máudaginn 6. júní 1994 er svofelld fyrirsögn í eindálki á forsíðu: Umráðaréttur; Félagsmálastjóri fer með ósann- indi. Á bls. 12 er fyrirsögn með stóru letri: Sálfræðingurinn sagði ekki rétt frá í skýrslu til barna- verndamefndar, móðirin fær því ekki börnin sín aftur. í sama blaði á bls. 12 og 13 er íjallað um ágreining tveggja kvenna við félagsmálayfirvöld í Hafnarfirði og fleiri sveitarfélög og er svofelldur inngangur á bls. 12: Beiðni Hönnu Andreu Guð- mundsdóttur um'að fá umráðarétt yfir sonum sínum var hafnað af félagsmálayfirvöldum í Hafnar- firði. Skýrsla Einars Inga Magnús- sonar aðstoðarfélagsmálastjóra í Hafnarfirði var lögð til grundvallar þeirri ákvörðun en þar fer hann með ósannindi. í blaðinu Eintaki þann 9. júlí 1994, bls. 14 var birt bréf stefn- anda til blaðsins undir fyrirsögn- inni, Lesendur, þar sem athuga- semdir hans við hinar röngu ásak- anir koma fram. I athugasemdum blaðamanns við bréf stefnanda segir: í ljósi þagnarskyldu þeirra sem hafa með forræðissviptingar að gera er einungis hægt að leiða getum að hlutdeild ósanninda þinna við ákvörðun nefndarinnar. Ofangreind ummæli sem eru feitletruð voru höfð eftir nafn- greindum heimildarmönnum. Ekki hefur verið sýnt fram á að þau eigi við rök að styðjast og drögum við stefndu ummælin því til baka, lýsum því yfir að við teljum þau röng og biðjum stefnanda afsök- unar á birtingu þessara ærumeið- andi ummæla í ofangreindum tölu- blöðum Eintaks. Við stefndu vitum ekki annað en að stefndi hafi unnið sér álit og virðingu í starfsgrein sinni. Hann varð fyrir óréttmætri árás á æru sína og starfsheiður af okkar völdum. Þess vegna hörmum við stefndu þau ummæli sem framan getur og birtust í þeim tölublöðum Eintaks sem að framan getur og ítrekum að við biðjum Einar Inga Magnússon afsökunar á þeim. Gunnar Smári Egilsson, fyrrv. ritstjóri Eintaks. Loftur Atli Eiríksson, fyrrv. blaðam. Eintaks. FRÉTTIR________________________________________ Skátamótið t gegnum tíðina um hvítasunnuhelgina í Krýsuvík Stórt almenningssalerni reist Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson ALMENNINGSFJÓLAN undir hlíðum Bæjarfells og umhverfíð á svæði skátanna eiga eftir að verða mörgum hvíldarstaður í framtíðinni. Á ÞESSU ári halda skátar í Hafnar- firði upp á 70 ára afmæli skáta- starfsins í þar í bæ auk þess sem þeir halda einnig upp á 55 ára af- mæli vormótanna sem að jafnaði hafa verið með fjölmennustu skáta- mótum hvers árs. Að þessu sinni nefna þeir vormót- ið í gegnum tíðina og bjóða öllum að koma og kynnast anda gömlu góðu vormótanna í endurbættu formi. Það er margt sem stendur til og sumt er þegar komið í.gang. Eitt af höfuðverkefnum félagsins í sambandi við þetta vormót er að setja upp stórt almenningssalemi undir rótum Bæjarfellsins við Krýsuvík. Áður fyrr voru alltaf not- aðar svonefndar „Fjólur“ með striga eða tjalddúk sem lokaði út- sýni. Þetta er stórt timburhús með salernum fýrir bæði kyn auk þess sem þarna er rými til að sinna unga- börnum og skipta á þeim. Þar sem hér er um milljónafyrirtæki að ræða var ákveðið að hafa húsið opið fyr- ir almenning árið um kring fyrir þá sem ferðast á bílum og einnig þá sem eru á göngu. Er þetta þann- ig fyrsta þjónustubyggingin sem á þennan hátt er reist fyrir almenning af skátafélagi. Lögðu því m.a. Húsasmiðjan í Hafnarfirði, um- hverfismálaráðuneytið, Hafnar- fjarðarbær og margir fleiri fé til framkvæmdanna. Skógrækt hafin Vormótið sjálft stendur til 5, júní í Krýsuvík og meðal gesta sem boðað hafa komu sína er forseti íslands. Þá verður hafin skógrækt á svæðinu og mun þar m.a. Morgun- blaðið leika stórt hlutverk í nýrri aðferð við að hraða vexti plantn- anna. Skógræktin hefst í dag. Þá verður meistarakeppni í matreiðslu með Sigurði L. Hall sem dómara. Aðalvarðeldur mótsins verður svo kl. 21 á hvítasunnukvöld. Dagskrá við höfnina LÍF og fjör verður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn um hvítasunnu- helgina þ.e. laugardag, sunnudag og mánudag, en með nýju sniði. Hug- myndin er að fá sem flesta til að vekja upp gamlan og góðan sið: „Að fara nið’r á höfn“ á kvöldin og um helgar sér til fróðleiks og skemmtun- ar og sína sig og sjá aðra. Reykjavíkurhöfn ætlar að stuðla að þessu á ýmsan hátt í sumar og ýtir því á flot um hvítasunnuhelgina. Göngu og hjólreiðaleiðir liggja að Miðbakka víðsvegar úr borginni bæði með ströndinni og frá útivistarsvæð- um með áhugaverðum stöðum á leið- inni og nú kemur sjóleiðin enn meira inn í myndina. Á Miðbakka eru sælíf- skerin, eimreiðin, leiktækin og ára- báturinn öllum til afnota. Að auki verður hægt að fylgjast með með þegar skipt er um botndýr í keijun- um. Hægt verður að taka þátt í að róa kappróðrabáti stutta vegalengd. Fara í fjölskyldusjóferð með Skúla- skeiðinu, sigla um sundin blá með Árnesinu, skoða hinn mikla breyti- leika skipa og báta af hafnarbökkun- um og fylgjast með þeim koma og fara. Miðbakkatjaldið verður opið frá kl. 13-17, þar verður laust pláss fyrir þá sem vilja kynna eða segja frá ýmsu er snertir sjóinn og störf tengd þeim. í Hafnarhúsinu Tryggvagötumegin er sýningin Is- land og hafið opið alla daga frá kl. 13-17. Að sýningunni standa Þjóð- minjasafnið, Sjóminjasafn íslands og Reykjavíkurhöfn. Á sunnudaginn 4. júní, hvíta- sunnudag, hefjast siglingar sem verða á hveijum sunnudegi í sumar með skemmtiferðaskipinu Árnesi í samvinnu við Reykjavíkurhöfn. Farið verður frá Ægisgarði í gömlu höfn- inni kl. 14 og siglt inn með strönd- inni um Rauðarárvík, fyrir Laugar- nestanga, að Klettum, Vatnagörðum, Kleppsbakka, Holtabakka og Voga- bakka. Til baka um Viðeyjarsund og Engeyjarsund og lagt að Ægisgarði. Ferðirnar taka um klst. og eru á sérstöku kynningarverði 500 kr. og 250 kr. fyrir böm í fylgd fullorðinna. Esso opnar á ný í Hafnarfirði OPNUNARHÁTÍÐ Esso við Reykja- víkurveg Hafnarfirði verður haldin laugardaginn 3. júní kl. 11. Bensín- og þjónustustöð Esso við Reykjavíkurveg 54, Hafnarfirði, opn- ar i dag eftir gagngerar breytingar. Vömval hefur verið aukið til muna og nú fást vömr fyrir bílinn, heimil- ið, ferðalagið og allar . grillvörur. Lúgusala Nestis er á sínum stað og aðstaða við smurstöðina hefur verið bætt. Dæluplanið er nú yfirbyggt með stóm skyggni og góðri lýsingu. Við- skiptavinir þrufa ekki að leita að sinni eldsneytistegund því á hveijum stólpa er boðið upp á allar tegundir eldsneytis. Helstu nýjungar em þær að nú geta viðskiptavinir Esso Reykjavík- urvegi valið á milli Esso þjónustu og sjálfsafgreiðslu. Ef viðskiptavinur velur að dæla sjálfur á bílinn fær hann krónu lægra verð á lítrann. Mókollur verður með glens fyrir börnin, börnin fá ís, blöðrum verður dreift, bílar frá Fomklúbbi íslands verða á staðnum og heitt á könnunni. Sumarvaki á Suðurnesjum FYRSTA helgi skipulegs sumarvaka hefst um hvítasunnuna með bæjarhá- tíðum í Keflavík, Njarðvík og Höfn- um. Um er að ræða þriggja daga dagskrá með alls kyns uppákomum. Sem dæmi má nefna að önnur aflmesta borhola í heimi, í Eldvörpum á Reykjanesi, verður látin blása en einnig verða haldnir tónleikar, mál- verkasýningar, björgunar- og bruna- varnasýning og boðið upp á þyrluflug og götubolta. Ennfremur verður haldin mar- hnútaveiðkeppni og veitingahús verða með sérstök tilboð. Dagskráin hófst með opnun málverkasýningar í gær og var sumarvakinn settur formlega kl. 20.1 dag hefst dagskrá- in klukkan tíu með opnu húsi hjá Hitaveitu Suðurnesja. Á sunnudag verður farið i gönguferð klukkan 9.15 á Keiii og á annan hvítasunnu- dag hefst hátíð á íþróttavellinum í Keflavík kl. 14.00. Sumarstarf Ár- bæjarsafns er hafið ÁRBÆJARSAFN verður nú opið bæði á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu en á hvítasunnudag verð- ur sérstök hátíðarmessa í hinni 150 ára gömlu safnkirkju. Sr. Bryndís Malla Elídóttir messar. Eftir messuna kl. 15 mun Kamm- erkór Langholtskirkju flytja gömul og góð lög við veitingahúsið Dillons- hús. Hin ýmsu verkstæði safnsins verða opin í allt sumar og eldri borg- arar munu sýna vinnubrögð sem eru óðum að hverfa. Krambúð safnsins verður einnig opnuð um helgina með pompi og pragt en hún hefur nú verið endumýjuð og vömúrvalið auk- ið til muna. Meðal annarra nýjunga í sumar má nefna sögugöngur á vegum safnsins á miðvikudagskvöldum. Þá munu ýmsir sérfróðir menn leiða áhugafólk um útivist og fróðleik um Öskjuhlíð, gömlu þvottalaugarnar í Laugardal og fleiri staði. Langur laugar- dag'ur í dag LANGUR laugardagur verður í dag á Laugaveginum. Að venju em flest- ar verslanir með góð tilboð sem munar um. Dagskráin að þessu sinni miðast við sumarið. Leiktæki verða sett á breiðar gangstéttir hjá Kello, Hagkaup, Flugleiðum og Landsbankanum. Blómasölufólk í blómaverslunum mun kynna, sýna og selja fram- leiðslu sína á sem flestum stöðum við Laugaveginn. Nokkrar snyrti- vömverslanir verða með ilmandi leik+tilboð+verðlaun. Kynnt verða ný ilmvötn á sérstöku sumartilboði. Leikurinn er sérmerktur í glugga viðkomandi verslana, viðskiptavinir leggja nafn sitt í pott og síðan er dregið úr og hlýtur vinningshafí að launum áður auglýst ilmvatn. Verslanir eru opnar frá kl. 10-17 eins og venja er á Löngum laugar- degi. Athuga- semd MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd til birtingar: „Vegna villandi frétta um starfsemi Norræna skólaseturs- ins á Hvalfjarðarströnd og róg- skrifa um forstöðumann þess, Sigurlín Sveinbjarnardóttur vill nýkjörin stjórn skólasetursins taka fram að hún ber fullt traust til forstöðumannsins. Stjórnin telur að hið mikla brautryðjendastarf Sigurlínar, kynningar- og mqrkaðsstarf sé nú að skila árangri í vaxandi aðsókn að skólasetrinu og já- kvæðum rekstri. Þá harmar stjórnin afar óm- akleg ummæli um fráfarandi stjórnarformann Ásgeir Hall- dórsson." f.h. stjómar, Guðmundur Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.