Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 17 NEYTEIMDUR Nýir pappírsgámar í Reykjavík og nágrenni TUTTUGU sorpgámum fyr- ir dagblöð og pappír verður dreift víðs vegar um borgina í byijun júlí. Hér er um að ræða tilraunaverkefni á veg- um Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar til a.m.k. eins árs. Valdir verða fjöl- famir staðir sem falla að daglegu lífí fólks eins og x verslunarkjamar, bensín- stöðvar og sambýli aldraðra. Ingi Arason, yfírmaður Hreinsunardeildar Reykja- víkurborgar, segir að til- raunin sé ætluð til þess að auðvelda fólki að flokka sorp. Áætlað er að pappír sé u.þ.b. 20% heimilissorps og að 2.400 tonn af pappír séu urðuð með venjulegu heimilissorpi á ári. Hægt sé að nýta þennan umframpappír, urð- unaraðferðin sé dýr og óþarft sé að sóa dýrmætu urðunarsvæði und- ir pappír sem hægt er að endurnýta. Efra og neðra Breiðholt verða sérstök tilraunasvæði. Þar verða u.þ.b. 20-25 litlir gámar settir á' ýmis götuhom. Þeim verður dreift þétt og ákveðinn íbúafjöldi er áætl- aður á hvern gám. Fylgst verður sérstaklega með hvort að íbúar notfæri sér gámana. Innihald þeirra verður vikt- að og borið saman í hlut- falli við heimilissorp. Sorpa verður samstíga öðrum sveitarfélögum á stór-Reyiqavíkursvæðinu í tilrauninni. Þar verður dreift nokkrum papp- írsgámum og er fjöldi þeirra ákveðinn með tilliti til íbúa- fjölda. Ingi Arason segir þessa tilraun fyrsta skrefið í þá átt að auðvelda sorpflokkun á heimilum og framhaldið fari eftir viðtökum fólks. Hann segir einnig að áhugi sé á því að færa sorpflokkun nær heimilunum, t.d. að setja til hliðar við ofan- greinda gáma ílát fyrir plast og málmhluti, en það sé ekki á dag- skrá á næstunni. Fyrst er að sjá útkomu þessa verkefnis áður en næsta skref er ákveðið. Húðsnyrtivörur og bæklingur frá Body Shop HÚÐ verður feit vegna ofvirkni fítukirtla húðarinnar. Of mikið seytiefni fítukirtla veldur því að kirtlamir stfflast. Við það myndast bólur og fílapenslar. Þetta kemur fram í bæklingi sem Body shop gaf nýlega út í tengslum við markaðssetningu á húðvörum, sem eru sérstaklega hannaðar fyrir unglinga með venjulega, feita eða bólótta húð. Þar segir að í venjulegri húð sé magn seytiefnis fítukirtla nægjan- legt til að halda ysta lagi húðarinn- ar mjúku. Þurr húð verði aftur á móti til vegna of lítils seytiefnis frá fitukirtlum. „Flestir eru með bland’- aða húðgerð," segir. í bæklingnum, „en með feita húð á enni, nefí og höku, sem orsakast af ofvirkni fitukirtla húðarinnar. Dökk húð er ekki endilega feitari en ljós húð, en dökk húð virðist feitari vegna þess að fíta sést betur á dökkri húð en ljósri." I bæklingnum kemur fram að eðlileg endurnýjun húðar taki 3-4 vikur. Lögð er áhersla á að hreinsa húðina vel og nota rétt efni til þess. Mælt er með notkun andlitsvatns og er það reyndar sagt nauðsyn- legt. „Það hreinsar húð enn betur og fjarlægir síðustu leifar óhrein- inda, förðunarefna og hreinsikrems. Andlitsvatn getur einnig sefað og mýkt húðina." Fjallað er um svo- kölluð skrúbbkrem, sem sögð eru losa húðina við dauðar húðfrumur og þar með örva endumýjun húðar- innar. Tetrésolía frumbyggjanna í hinum nýju vörum frá Body Shop er olía, unnin úr tijátegund sem kölluð er Tea Tree, eða tetré. í fréttatilkynningu frá versluninni segir að frumbyggjar Ástralíu hafí búið til te úr laufblöðum trésins og þannig sé nafnið til komið. Er olían sögð bakteríueyðandi. „Hún drepur sveppi, er djúphreinsandi og sefandi og er því kjorin fyrir bólugrafna og erfiða húð,“ segir í tilkynning- unni. í húðvörulínunni er fljótandi andlitssápa, jurtasápa, andlitsvatn, fljótandi hörundssápa, ilmkjarnaol- ía og bólustaukur. Viðskiptavinir athugið! Þjónustusíminn hefur fengið ný númer: 515 4444 Grœnt númer: 800 4444 ÍSLANDSBANKI HANDÍÐANÁM FJÖLBRAUTASXðUNN BREHHHHJI Fjölbrautaskólinn Breiðholti Handíöabraut 1 ár (Fatahönnun, fatasaumur, módelteikning, sniðteikning, vefjarefnafræði, hekl og prjón) V FB þegar þú velur verknám BRAUMA~ VERÖLB VEIÐIMANKSIHS o,—rl' 0.00 1 7:°° uA>-i OO , o-oo ■ ' Verslun okkar er nú full af veiðivörum frá Abu Garcia, House of Hardy og Redington. Nýjustu straumar frá þessum heimsþekktu framleiðendum gera Veiðimanninn að sannkallaðri draumaveröld veiðimannsins. HAFNARSTRÆTI S • SÍMAR: 551 676D Sc 551 48DO Viðtöfeim, Æðisfeost ..í Kolaportinu um helgina Seljendur í Kolapoi um hejeina og bjc á rriöraum vö Einu þegar þú verslar. Þar sérðu tilboðin sem boðin eru um helaina. Æðis (mk —J!ir. iur V= VidtAkum LÖNG KOLAPORTSHELGI UM NÆSTU HELGI Kolaportið verður einnig opið næsta fimmtudag og lostudag kl. 12-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.