Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR Morgunblaðið/BT Sala á hrossa- kjöti eykst SALA á hrossakjöti jókst um nærri 28% í apríl í ár miðað við sama mánuð í fyrra. Á ársgrundvelli stóð salan þó í stað. Þetta kemur fram í yfírliti yfír framleiðslu og sölu búvara. Gísli Karlsson, framkvæmda- stjóri framleiðsluráðs landbúnaðar- ins telur helstu ástæðu fyrir auk- inni sölu hrossakjöts lægra verð nú en í fyrra. „Einnig hefur áhrif að nú er hrossum slátrað allt árið og því er jafnt framboð á fersku kjöti. Almennt hefur kjötneysla innan- lands dregist saman á síðustu fímm árum, en hrossakjöt er nú flutt út í auknum mæli.“ Japanir borða það hrátt Að sögn Halldórs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Félags hrossa- bænda, er hrossakjöt eingöngu flutt út til Japans og er hrossum slátrað vikulegatil þessa útflutnings. „Jap- anir kaupa afturhluta, læri með hrygg, svokallaða pistólu. Þeir borða kjötið hrátt, eins og sushi. Verð á öllu kjöti lækkaði í fyrra og hrossakjöt hefur enn ekki hækk- að eins og margar aðrar kjötteg- undir. Við hækkum verð ekki aftur fyrr en í haust, þegar nýtt folalda- kjöt kemur á markað." Nóatún hefur undanfarið auglýst ýmsar áleggstegundir, sem unnar úr hrossakjöti og öðrum blönduðum kjöttegundum. Einnig pylsur, sem m.a. innihalda hrossakjöt og fol- aldakjöt, sem ýmist er ferskt, reykt eða saltað. „Reykta og ferska kjöt- ið er vinsælast,“ segir Júlíus Jóns- son kaupmaður. „Við höfum verið í samvinnu við hrossabændur og kjötvinnslu á Blönduósi til að kynna folaldakjöt betur fyrir neytendum, enda er þetta mjög gott kjöt og ódýrt. Þrjú kíló af söltuðu hrossakjöti kosta nú 399 krónur. Kíló af folaldasnitseli kostar 799 krónur og kíló af fol- aladagúllasi 699 krónur.“ Humar á grillið HUMARVERTIÐIN er hafín og sumum fínnst fátt jafnast á við ferskan, grillaðan humar. Tyrf- ingur Tyrfíngsson matreiðslu- meistari er einn af eigendum Humarhússins en sá veitinga- staður opnaði nýlega þar sem Búmannsklukkan var áður til húsa. Hann féllst góðfúslega á að gefa lesendum tvær uppskriftir að humri á grillið. Hvíflaukshumar Humar hvítlaukssmjör pipar og salt Ef hægt er að nálgast stóran humar er hann tilvalinn i þennan rétt. Kljúfið hann þá eftir endi- löngu og hreinsið úr görnina ann- aðhvort með að skera í hana eða toga hana út. Humarinn er settur á heitt grillið og sárið látið snúa niður. Eftir smá stund er honum snúið, humarinn pipraður og salt- aður og bráðnu hvítlaukssmjöri hellt varlega í sárið. Tyrfingur segir það fara eftir stærð humarsins, hita grillsins og smekk hversu lengi á að grilla hann. „Sjálfum fínnst mér best að humarinn rétt aðeins kyssi grillið, sé hálfhrár þegar hann er borðað- ur.“ Berið fram með brauði og salati og ef vill má hella hvítvíni yfír humarinn rétt áður en hann er borinn fram. Humar á feini Humar perlulaukur kirsuberjatómatar sveppir hvítlauksolía salt og pipar í þennan rétt má nota lítinn eða stóran humar. Slítið af tvo öftustu sporðliði humars og potið humrin- um í gegn með fingri. Hreinsið gamir úr honum. Raðið síðan á teina með perlulauk, sveppum og kirsubeijatómötum. Penslið með hvítlauksolíu og kryddið með pipar og salti. Setjið á vel heitt grill í stutta stund. Berið fram með mildri hvítvínssósu sem er löguð úr hvítvíni, fiski- kryddi, tjóma og hvítlauk eða búið til sósu úr kraftinum af hum- arskeljunum. Tyrfingur bendir lesendum á að nýta skeljarnar af humrinum í soð til að nota í súpu eða sósu. Steikið skeljarnar í smjöri með lauki og setjið síðan vatn og tóm- atþykkni út í pottinn. Sjóðið í 20 mínútur og veiðið síðan skeljarnar uppúr. Sjóðið þá soðið niður um helming og þá er kominn góður kraftur í sósu. Sé búin til sósa með humrinum úr þessum krafti er gott að baka hana upp með smjörbollu, bæta ijóma út í, hvít- víni, koníaksslettu og fiskikrafti eða salti. * Islenskir tómatar lækka í verði ÍSLENSKIR tómatar hafa verið að lækka í verði undanfama daga. Að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna var algengt kílóverð í síðustu viku milli 400 og 500 krónur en núna '4' V, : JIZ, NY SÍMANUMER SEMGOTTER AÐMUNA: S í M I : er kílóverð úr búð um 300 krónur. Agúrkur hafa verið seldar í verslunum á um 200 krónur kílóið í nokkrar vikur og Kol- beinn segir að fari eftir veðri hvernig verðlagið á þeim þróast næstu vikumar. íslenskar pa- prikur era að koma á markaðinn og þær eru enn á hámarksverði. íslenskir bufftómat- ar era nú fáanlegir og algengt kílóverð á þeim um 500 krónur. Þá era íslenskir framleiðendur búnir að senda frá sér eggaldin og kirsubeijatómata. Neysla landans á íslensku grænmeti hefur verið góð þetta vorið og að sögn Kolbeins er verð- ið svipað og í fyrra. Sýning í Eden Bjarni Jónsson, listmálari, sýnir litlar myndir fram til annars í hvítasunnu. 88SÉ F A X : 5113011 SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Trjáplöntur - runnar - túnþökur Á meðan birgðir endast eru eftirtaldar tegundir á sérstöku tilboðsverði: Runnamura kr. 290, blátoppur kr. 290, hansarós kr. 320, alparifs kr. 310, hafþyrnir kr. 310, gljámispill kr. 110 -130, gljávíðir kr. 75-80, alaskavíðir brúnn kr. 65-75, og birkikvistur kr. 290. Sígrænar plöntur ásamt fjölda annarra tegunda á mjög hagstæðu verði. Ennfremur túnþökur heimkeyrðar kr. 95 á fm. Sótt á staðinn kr. 70 á fm. Verið velkomin. Trjáplöntu- og túnþökusalan Núpum, Ölfusi, beygt til hægri við Hveragerði. Opið alla daga frá kl. 11 —21, símar 98-34995, 989-20388 og 98-34388.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 124. tölublað (03.06.1995)
https://timarit.is/issue/127455

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

124. tölublað (03.06.1995)

Aðgerðir: