Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 2 7
Hafliði
Hallgrímsson
ian
átti að opna sýninguna.“ Anna Dís
segir að hún hafi iðulega sótt sýn-
ingar og annað sem boðið hafí ver-
ið upp á hjá íslendingum vegna
þess að þar hefði hún hitt aðra ís-
lendinga en að Bretar hafí hins
vegar ekki verið mjög áberandi á
þeim.
íslenska menningarmið-
stöð í London
Joe Allard segir að sér hafí þótt
það undarlegt og raunar afar leitt
að íslendingar skyldu hafa
gagnrýnt störf Jakobs jafn hart og
raun bar vitni; „íslendingar ættu
miklu frekar að styðja við bakið á
honum því hann hefur unnið gott
starf, a.m.k. frá okkar bæjardyrum
séð. Hann hefur t.d. aðstoðað okkur
sem höfum verið að vinna að
kynningu á íslenskri menningu á
Bretlandi mjög mikið og gert okkur
auðveldara fyrir að afla okkur
sambanda á Islandi."
Hafliði Hallgrímsson tónskáld,
sem búið hefur á Bretlandi síðan
1964, er sömu skoðunar og Allard
og telur að opna eigi nýja íslenska
listamiðstöð í London í kjölfarið
af starfi Jakobs: „Ég hef einungis
átt góð og fagmannleg viðskipti
við Jakob Magnússon, menningar-
fulltrúa íslenska sendiráðsins í
London. Þau hafa einkennst af
óvenju jákvæðri afstöðu til hug-
mynda sem lagðar hafa verið
fram, bjartsýni á alla framvindu
mála, embættislegu hlutleysi og,
hvað mig varðar, leitt nær undan-
tekningarlaust til farsælla list-
rænna viðburða. Fyrir þá íslend-
inga sem búa á Bretlandseyjum
og gert hafa tilraun til að bjóða
upp á íslenska list, oftast upp á
eigin kostnað, var það sérstakt
gleðiefni þegar embætti menning-
arfulltrúa við íslenska sendiráðið
var stofnað.
Nú á víst að leggja þetta emb-
ætti niður. Hér í Edinborg býður
danska menningarmið-
stöðin til reglulegra
sýninga og tónleika
danskra listamanna,
einnig er boðið upp á
fyrirlestra um danska
list. Þangað fer ég oft
og nýt góðrar listar.
Fyrir þá sem temja sér hóflega
bjartsýni og víðsýni gagnvart
framtíðinni þá ætti eðlileg þróun
að vera sú þrátt fyrir allt að út
af starfi Jakobs Magnússonar
ættu íslensk stjórnvöld að stefna
að því að koma á fót íslenskri
menningarmiðstöð í London þar
sem göfug nútímasjónarmið
myndu ríkja og íslensk list fengi
að njóta sín um ókomin ár. Það
færi vel á því að byrja smátt og
gefa slíkri stofnun tíma til að
finna réttan farveg og sinn hæfi-
lega vaxtarhraða svo hún geti
skotið djúpum rótum.“
um að
síðan
3 hóf
irf
Christian Roth forstjóri ÍSAL segir þróun kjaradeilunnar illskiljanlega
c
hristian Roth, forstjóri ÍSAL,
segir að þróun kjaradeilunn-
ar í álverinu nú hafi komið
honum mikið á óvart. Frá
því viðræður við verkalýðsfélögin um
nýja kjarasamninga hófust í byijun
febrúar hafí stjóm ÍSAL verið þess
mjög fýsandi að ná samningum og
verið tilbúin til þess að koma verulega
til móts við kröfur verkalýðsfélag-
anna. Starfsfólkið hafí staðið sig vel
síðustu ár og samskipti og andrúms-
loft hafi batnað mikið á vinnustaðnum
undanfarin misseri. Þannig hafí verið
mjög ánægjulegt að halda upp á 25
ára afmæli verksmiðjunnar á síðasta
ári og þá hafí fyrirtækið greitt hveij-
um starfsmanni 25 þúsund krónur án
þess að hafa til þess nokkra skuldbind-
ingu. Miðað við þann góða anda sem
ríkt hefur sé þessi þróun kjaradeilunn-
ar honum illskiljanleg.
Hann segir að auðvitað þurfí ÍSAL
að taka tillit til þess sem sé að gerast
í launamálum annars staðar á vinnu-
markaðnum hér. Það sem þar gerist
noti þeir sem almennt viðmið um
hvert beri að stefna, en þeir hafí
heldur aldrei á erfíðleikaárunum far-
ið þess á leit við starfsmenn að þeir
lækki laun sín vegna erfíðrar stöðu
fyrirtækisins, þó laun í ÍSAL séu
almennt hærri en hjá öðrum fyr-
irtækjum. Þessu viðmiði við almenna
markaðinn vilji þeir halda hvort sem
vel eða illa ári. Þrátt fyrir þetta hafí
ÍSAL boðið meira en samist hafí um
á almennum markaði og þeir hafí
gefið starfsmönnum kost á því að
velja milli hækkunar launa í prósent-
um 'eða með eingreiðslu. Á þessum
grundvelli hafí þeir samið við einn
viðsemjanda, verkstjóra í verksmiðj-
unni, og sami samningur hafi verið
boðinn öðrum viðsemjendum.
Kröfurnar fjarri öllu lagi
„Kröfur verkalýðsfélaganna eru
svo háar og fjarri öllu lagi að hvorki
ISAL né Vinnuveitendasamband ís-
lands gátu samþykkt þær ef halda á
einhveiju samræmi við það sem sam-
ið var um á almenna markaðnum.
Kröfur verkalýðsfélaganna eru all-
verulega hærri en almennt hefur
verið samið um,“ segir Roth.
Hann segir að eftir að þeir hafi
gert sér grein fyrir hversu mikla
áherslu verkalýðsfélögin legðu á að
fá meiri hækkanir en almennt hefði
verið samið um hefðu þeir farið að
leita leiða til þess að réttlæta launa-
hækkanir af þessari stærðargráðu.
Þá hafi komið upp sú hugmynd að
tengja samningaviðræðumar stækk-
un álversins og nýjum kjarasamningi
sem hvort eð er þurfí að gera eigi
stækkunin að verða að veruleika.
Með slíkum samningi gæti ÍSAL rétt-
lætt að semja um meiri launahækk-
anir við starfsmenn en almennt ger-
ist. Þessi væri staðan í deilunni nú.
Verkalýðsfélögin gætu ekki sætt sig
við þær breytingar sem þeir vildu
gera á kjarasamningum vegna
stækkunarinnar og haldi fast í kröfu
um miklu meiri launahækkanir en
aðrir. Þess vegna sé verkfallið boðað.
Ef hann skilji málið rétt þá sé því
ekki beint gegn mögulegri stækkun
álversins heldur snúist það um að
fylgja eftir þessum kröfum um launa-
hækkanir.
Verkfallsboðunin hafi þó greini-
lega áhrif á stöðu áliðnað-
arins á íslandi í heild. Það
sé stórt skref fyrir fyrir-
tæki eins og Alusuisse að
breyta um fjárfestingar-
stefnu og fara að fjárfesta
í áli á nýjan leik. 230 ______
milljónir svissneskra
franka séu miklir peningar. Ef fjár-
festir eins og Alusuisse sé tilbúinn
til að festa þessa peninga á íslandi
sýni það mikið traust sem þeir beri
til verksmiðjunnar í Straumsvík.
Þetta traust hafi vaxið mjög mikið á
síðustu fimm árum, þrátt fýrir lang-
varandi sögu vinnudeilna á staðnum.
„Þeir verða að vera vissir um að
þeir séu að fjárfesta á réttum stað
og þessi fjárfestingarkostur þarf að
keppa við fj árfestingarkosti í öðrum
deildum Alusuisse, eins og í efna-
vinnslu og umbúðaframleiðslu, en
þessir hlutar fýrirtækisins hafa einn-
ig mjög álitlega fjárfestingarkosti
fram að færa. Þeir verða að vera
Höfum boðið
meira en al-
mennt hefur
samist um
Vinnudeilur eru ekki óalgengar í álverínu í
Straumsvík, en nú gæti verkfall orðið afdrifa-
ríkara en áður þar sem það gæti komið í veg
fyrír stækkun álversins. Hjálmar Jónsson
ræddi við Chrístian Roth, forstjóra ÍSAL, og
Rannveigu Rist, steypuskálastjóra fyrirtækis-
ins, um viðhorfín í málinu.
Virkilegur
samnings-
vilji fyrir
hendi
vissir um að peningarnir
séu tryggir á íslandi,"
segir Roth.
Hann segir að viðræð-
urnar um stækkun ál-
versins við íslensk stjórn-
völd hafi farið mjög vel
af stað. Þess vegna sé
það mjög ruglingslegt
fyrir Alusuisse að standa
frammi fyrir verkfalls-
hótunum við þessar að-
stæður og verða þess
varir að að minnsta kosti
hluti fólksins í landinu
hafi ekki áhuga á að
þessar stækkunarhug-
myndir verði að veru-
leika. „Ef verkalýðsfé-
lögin hafa ekki áhuga á
því að stækkunin nái
fram að ganga get ég
haft nokkurn skilning á
því. Það er lýðræðisleg
niðurstaða sem styðst
við hefðbundinn hugs-
unarhátt. Þessir 460
starfsmenn sem vinna
fyrir ÍSAL hafa örugga
atvinnu. Álmarkaðurinn
er betur staddur en verið
hefur, við höfum ekki
uppi neinar fyrirætlanir
um að minnka fram-
leiðsluna, okkur gengur
vel að semja um sölu
framleiðslunnar og okk-
ur er treyst. Því er áhætta þeirra
mikil og enn meiri ef þeir grípa til
aðgerða sem torvelda líkur á stækkun
fyrirtækisins,“ segir Roth.
Hann segir að hann hafí líka vissan
skilning á því, ef íslendingar í heild
þurfi meiri umþóttunartíma varðandi
það hvort þeir raunverulega vilji er-
lendar fjárfestingar og
leggja í þess stað enn
frekari áherslu á fisk og
fiskiðnað, og á þeim hefð-
bundna hugsunargangi
sem lægi þar til grundvall-
____ ar. En þá væri eðlilegra
að viðurkenna það opin-
skátt, en standa ekki annars vegar í
samningaviðræðum um raforkuverð,
skatta og fleira vegna stækkunar og
hins vegar undirbúa verkfall. „Það er
augljóst að þessar viðraaður um
stækkun hafa haft áhrif á boðun verk-
fallsins. Verkalýðsfélögin hugsa að
sjálfsögðu sem svo: „Ef þeir vilja
stækka álverið, geta þeir ekki búið
við verkfall og verða að láta undan
öllu sem við förum fram á“.“
Skortur á skilningi
Hann segist telja að það skorti
talsvert á almennan skilning á ís-
landi gagnvart álverinu og eðli þeirr-
ar starfsemi sem þar fari fram. Fyrir-
Christian Roth
Rannveig Rist
tækið sé algerlega háð
heimsmarkaðasverði á
áli. Framleiðslan sé 100
þúsund tonn og einungis
1 tonn sé selt á íslandi.
Það sé enginn markaður
hér. Hráefnið sé allt flutt
inn og afurðin seld er-
lendis. Þannig sé hráefni
breytt í verðmæta afurð
með góðri aðstoð ís-
lensks starfsfólks og ís-
lenskrar orku. Mikil
verðmæti verði eftir í
landinu og íslendingar
þurfi að gera það upp
við sig hvort þeir vilji
halda þessari starfsemi
áfram. Að hans mati
væri það ekki heimsend-
ir ef stækkun álversins
færi út um þúfur, en það
myndi vissulega valda
vonbrigðum. 1 öðrum
löndum, eins og til dæm-
is í Þýskalandi, myndi
fólk verða himinlifandi
ef það sæi fram á 90
ný störf til frambúðar
og 400-500 störf við
byggingu verksmiðjunn-
ar.
„Við verðum sjá til
hveijar lyktir deilunnar
verða. Vonandi þurfum
við ekki að loka verk-
smiðjunni, en ef við
þurfum þess þá erum við undir það
búnir. Ef til þess kemur mun ég
hafa sömu afstöðu og síðast. Ég mun
gera upp hug minn í samráði við
Vinnuveitendasambandið. Við mun-
um gera allt sem í okkar valdi stend-
ur til þess að koma í veg fýrir að
verkaiýðsfélögin loki verksmiðjunni.
Við munum halda okkar
striki. Það eru ákveðin
takmörk og ef út fyrir þau
er farið erum við undir
það búnir að taka afleið-
ingunum. Við getum ekk-
ert annað gert. Það yrði
erfítt í byijun, en við
Stöndum á
krossgötum
aft mörgu
leyti
samningum vegna stækkunar álvers-
ins og að menn einbeiti sér að samn-
ingum um launaliðinn. Fólk eigi rétt
á launahækkunum nú og hann skilji
ekki hvers vegna verkalýðsfélögin
gangi ekki til samninga, þó að liðnir
séu fjórir mánuðir frá því viðræðum-
ar hófust.
Rannveig Rist, steypuskálastjóri
ÍSAL, bendir á að þó reynt sé að
aðskilja þetta tvennt eins og nokkur
kostur sé hljóti það að hafa áhrif á
afstöðu manna hjá Alusuisse varð-
andi það hvort þeir fjárfesti hér eða
ekki í stækkun álversins, að standa
frammi fyrir verkfallshótun. Það sé
óumflýjanlegt og skaðinn vegna
þessa aukist dag frá degi.
Tveggja vikna aðlögun
Þau segja að ef til verkfallsins
komi 10. júní sé samkvæmt samning-
um tvær vikur til þess að undirbúa
álverið undir lokun. Skaðinn og
kostnaðurinn sem sé samfara stöðv-
un sé feykilegur. Það sé væntanlega
eitt af því sem valdi því að verkfalls-
hótanir séu algengari gagnvart ÍSAL
en öðrum fyrirtækjum almennt.
Kostnaður samfara stöðvun sé svo
mikill að starfsfólk sé líklega ekki
trúað á að til verkfalls komi. Það sé
ekki um það að ræða að álverið stöð-
vist eina helgi og taki síðan til starfa
aftur. Ef það stöðvist, þó ekki sé
nema í fáeina klukkutíma, muni það
taka marga mánuði að gangsetja það
aftur og kostnaðurinn sé óhemjulega
mikill eða í kringum 10 milljónir
svissneskra franka sem jafngildir
rúmum 500 milljónum íslenskra
króna, fyrir utan framleiðslutap og
álitshnekki á mörkuðum.
Aðspurður hvort verksmiðjan muni
heija starfsemi aftur ef til lokunar
kemur segir Roth að hún muni vissu-
lega hefja starfsemi aftur ef og þeg-
ar kjarasamningar takast. Það muni
hins vegar taka að lágmarki marga
mánuði að hefla starfsemi aftur og
verksmiðjan muni aldrei verða hin
sama aftur.
Viyi til samninga
Þau segja að deilan hafí verið
breytast að undanfömu og sé því
miður að færast niður á lágkúrulegt
stig. Ásakanir um að stjónendur
ÍSAL sinni ekki viðræðum af fullri
alvöru séu algerlega úr lausu lofti
gripnar. Það sé virkilegur samnings-
vilji fyrir hendi hjá stjóm ÍSAL og
ef verkalýðsfélögin séu tilbúin til að
koma til móts við ÍSAL séu þeir þess
albúnir að semja. Ef þau haldi fast
við sitt segist Roth hins vegar ekki
sjá möguleika á samningum.
Rannveig bætir við að deilan snú-
ist einnig um það, enn sem fyrr,
hver eigi að stjórna fyrirtækinu,
stjómendur þess eða verkalýðsfélög-
in. Roth bendir á að kostnaður sam-
fara stöðvun sé mörgum sinnum
meiri heldur að hækka laun um 5%.
Þetta út af fyrir sig snúist því ekki
um peninga heldur um hver stjómi
fyrirtækinu og hvort verkalýðsfélög-
unum eigi að haldast það uppi að
fara sínu fram í skjóli þess mikla
skaða sem stöðvun verksmiðjunnar
hefði óumflýjanlega í för með sér.
Verkefni hans sé hins vegar að
stjóma fyrirtækinu almennilega og
líta til framtíðarhags-
muna þess. „Við stöndum
á krossgötum að mörgu
leyti. Er það rétta að
halda áfram starfsemi á
.íslandi með stærra fyrir-
tæki sem við og við-
skiptamenn okkar geta
myndum komast yfír erfíðleikana,"
sagði Roth.
Verkfallsboðun hlýtur
að hafa áhrif
Aðspurður segir hann að alls eng-
in á'stæða sé til að tengja saman
samninga annars vegar og nýjan kja-
rasamning sem nauðsynlegt sé að
gera ef til álversstækkunar komi hins
vegar. Það hafí eingöngu komið til
þegar leitað hafi verið leiða til að
koma til móts við kröfur verkalýðsfé-
laganna. Hann leggi áherslu á það
nú að þessu tvennu sé haldið að-
skildu, annars vegar samningum um
launahækkun og hins vegar kjara-
treyst á eða þróast fyrirtækið yfir í
það að vera annars flokks verk-
smiðja með frumstæðari framleiðslu-
vöru en nú er,“ segir Roth.
Hann segir að það hafí tekið fimm
ár að sannfæra Alusuisse um að
verksmiðjan á íslandi væri fær um
það sama og verksmiðjur annars
staðar. Mikið starf hafí verið unnið
á síðustu árum og hann hafí kannski
verið of bjartsýnn á þróunina í skýrsl-
um sínum. Þessi deila nú sé vissulega
skref aftur á bak, en vonandi finnist
lausn. Hann sé alls enginn svartsýn-
ismaður og vilji trúa þvi að lausn
finnist varðandi launahækkunina og
einnig varðandi stækkun álversins.