Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell ÁTAKIÐ hófst formlega í gær með því að börn úr ungmennafé- laginu Fjölni hreinsuðu fjörur í Grafarvogi. Fjörur landsins hreinsaðar Breytingar náms- framboðs í Tækni skólanum í nánd Áf orm Fáks um veð- málastarfsemi Dómsmála- ráðuneyti endurnýj- aði leyfið DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ end- umýjaði í gær leyfi hestamannafé- lagsins Fáks til að reka veðmála- starfsemi í sambandi við kappreiðar á vegum félagsins, en Fákur hyggst endurvekja þann hluta starfsemi sinnar innan skamms. Ráðuneytið sendi félaginu í fyrra- dag tilkynningu þess efnis, að fyrri heimild þess til slíkrar starfsemi hefði runnið úr. gildi fyrir áratug og því væri óheimilt að hefja veð- mál án tilskilinna leyfa. Veðmálastarfsemin fer fram þannig að veðjað er um hvaða hest- ur verður hlutskarpastur í hveijum flokki, svo og í úrslitahlaupum. Samkvæmt eldri reglum áttu veð- fjárupphæðir að vera kr. 500, 1.000 og 2.000 en nýja reglugerðin setur eingöngu eitt hámark veðfjárupp- hæðar, eða 5.000 krónur. Eldri reglurnar gerðu einnig ráð fyrir að veðfjárupphæðum hvers hlaups væri ráðstafað þannig að 80% af veðupphæð skiptist hlutfalls- lega á þá upphæð sem veðjað hefur verið um, á þann hest sem vinnur, en 20% skyldi varið til reksturs kappreiða, viðhalds og umbóta á skeiðvelli félagsins svo eitthvað sé nefnt. í nýju reglugerðinni er hlut- fall Fáks hins vegar aukið upp í 40% Gamalgróin starfsemi UNGMENNAFÉLAG íslands gengst um þessar mundir fyrir átakinu Umhverfið í okkar hönd- um. Þúsundir ungmenna og áhugafólks um umhverfisvernd munu hefjast handa við að hreinsa fjörur, ár og vatnsbakka um land allt. Hreinsunin er skipulögð af ungmennafélögunum á hveijum stað. Markmið verkefnisins er að efla vitund almennings um um- hverfismál og virkja einstak- linga, félagasamtök og hags- munasamtök til að bæta um- gengni um hafið, strendur, ár og vötn landsins. Ætlunin er að skrá niður hverskonar og hversu mikið rusl finnst á einstökum svæðum og reyna þannig að komast að rót- um vandans. Átta fræðsluþing Anna Margrét Jóhannesdóttir er verkefnisstjóri og hefur hún á undanförnum mánuðum haldið átta fræðsluþing víðsvegar um landið. Undirbúningsnefndir hafa verið myndaðar í hverju kjördæmi í tengslum við átakið sem hefst á alþjóðlegum um- hverfisdegi Sameinuðu þjóð- anna, ð.júní. UMFI vinnur verkefnið í sam- starfi við umhverfisráðuneytið, Bændasamtökin og Samband ís- lenskra sveitarfélaga og hlýtur jafnframt stuðning hagsmunaað- ila í sjávarútvegi. TÆKNISKÓLI íslands brautskráði 48 nemendur síðastliðinn laugardag. Níu tæknifræðingar útskrifuðust úr byggingadeild með BS-próf og fimm byggingariðnfræðingar. Úr rekstrardeild útskrifuðust níu iðnað- artæknifræðingar með BS-próf og sjö iðnrekstrarfræðingar. Fimmtán nemendur luku raungreinadeildar- prófí sem er fjögurra anna nám og veitir rétt til náms á háskólastigi. Einn lauk prófí í rafiðnfræði og tveir nemendur luku fyrsta ári af þremur í rafmagnstæknifræði, sem þeir síð- ar Ijúka í Danmörku. Útskriftarathöfnin fór fram á sal skólans að Höfðabakka níu. í ræðu sinni tæpti Guðbrandur Steinþórsson rektor á þeim breytingum sem fyrir- hugaðar eru á námsframboði, við skólann. Næstkomandi haust verður í fyrsta sinn boðið upp á nám í vél- og orkutæknifræði til BS-prófs en einnig er það nýmæli að nemendur í BS-námi í byggingatæknifræði geta nú valið umhverfissvið þar sem áhersla er lögð á neysluvatn, frá- veituvatn, umhverfísfræði og um- hverfísmat. Tvær viðurkenningar Danski sendiherrann Klaus Otto Kappel flutti ávarp og óskaði braut- skráðum nemendum allra heilla. Ennfremur veitti formaður Tækni- fræðingafélags Islands viðurkenn- ingar fyrir tvö lokaverkefni. Annars vegar hlaut Leó Sigurðsson bygg- ingatæknifræðingur viðurkenningu fyrir verkefni sitt um framkvæmd jarðgangna undir Hvalfjörð og hins vegar hlutu þeir Egili Egilsson, Hörður Einarsson og Sigurður Magnússon nýútskrifaðir iðnaðar- tæknifræðingar viðurkenningu fyrir lokaverkefni sitt um vélvæðingu íg- ulkeravinnslu. Lokaverkefni í iðnaðartæknifræði eru þijú: endurvinnsla og förgun rafgeyma, höfundar: Ágúst Ágústs- son, Halldór V. Magnússon, Hjörleif- ur Gunnarsson og ívar Atlason; vöruþróun á tilbúnum sósum fyrir neytendamarkað og veitingahús, höfundar: Ingibjörg Ölafsdóttir, Sig- urður T. Kjartansson og Þröstur Sigurðsson; vélvæðing ígulkera- vinnslu, höfundar: Egill Egilsson, Hörður Einarsson og Sigurður Magnússon. I byggingatæknifræði eru loka- verkefnin níu, það er járnbraut milli Reykjavíkur og Keflavíkur, höfund- ur er Guðni Þór Gunnarsson. Hönn- un göngubrúar við Munaðarnes eftir Jóhann K. Hjálmarsson, hönnun leikskóla á Setbergi í Hafnarfirði eftir Trausta Hafsteinsson. Fram- kvæmd jarðgangna undir Hvalfjörð eftir Leó Sigurðsson, ryðbinding og viðhald malarvega eftir Magnús Hjartarson. Yfírborðsmerkingar á vegum eftir Torfa Gunnarsson og hönnun kúluhúss eftir Þór Sigur- þórsson. Loks má nefna holræsa- og vatnslagnakerfí fyrir Egilsstaða- kaupstað eftir Magnús Guðjónsson og kostnaðargreiningu og verð- mætamat einbýlishúss eftir Aron Bjarnason. Jón Thors, skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu, segir að í tilkynn- ingu ráðuneytisins um að óheimilt væri að reka veðmálastarfsemi án endurnýjunar leyfís, hafí ekki falist nein afstaða til þeirrar starfsemi sem um ræðir. Lagaheimild sé fyrir veðmálum en hins vegar hafí Fákur frá upphafí leyfísveitingar fengið tímabundna heimild, yfírleitt til fímm ára í senn. „Þetta er gamalgróin starfsemi sem hefur verið við lýði undanfarin sjötíu ár með hléum, en hins vegar þurfa leyfí að vera í lagi þama eins og á öðrum sviðurn," segir Jón og minnir á að sambærileg leyfí hafí einnig verið gefin út endmm og sinnum í tengslum við landsmót hestamanna. Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst þriðjudag- inn 6. júní. Kennt verður frá kl. 19-23 og eru kennsludagar 6., 8. og 9. júní. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður það haldið í Ármúla 34, 3. hæð (Múlabæ). Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna og mörgu öðru. 11ÍÍI.ÍÍ9 19711 l-ÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvamdastjóri UUL I lUU UUL lU/U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, lOGGHiUR íasteignasali NÝÚTSKRIFAÐIR nemendur Tækniskóla íslands vorið 1995. n TZ ”1 : | ■ E tækniskóli íslands Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: í gamla, góða vesturbænum lítil 3ja herb. íb. á efri hæö í steinh. Allt sér. Mikið útsýni. Mjög lítil útborgun. Laus strax. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Hagkvæm skipti í Vesturborginni skammt frá KR-heimilinu 4ra herb. sólrík íb. tæpir 100 fm. Vel með farin. Sólsvalir. Góð lán fylgja. Skipti mögul. á lítilli íb. helst í nágr. Fyrir smið eða laghentan skammt frá Landspítalanum sólrík 4ra herb. íb. á neðri hæð í þríb- húsi tæpir 100 fm. Þarfn. nokkurrar endurn. Lítil og góð lái.. Lítil út- borgun. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Óvenju hagstæð skipti Góð 2ja herb. íb. óskast í skiptum fyrir úrvalsíb. 4ra herb. í Seljahv. m. sérþvhúsi og bifreiðageymslu. Nánar á skrifst. Heimar - Vogar - Sund Góð 3ja herb. íb. óskast í skiptum fyrir góða 5 herb. sérhæð í hverf- inu. Nánar á skrifstofu. Hlunnindi - laxveiði - skotveiði Fjársterkir kaupendur (gamlir og góðir viðskiptamenn) óska eftir hlunn- indajörð. Margt kemur til greina. Vinsaml. leitið nánari uppl. Góður sumarbúst. - helst í Grímsnesi óskast til kaups. Æskileg stærð 40-60 fm. Gott verð og góðar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Opiðdag kl. 10-14. í gamla bænum - nágrenni óskast 120-300 fm húsnæði. Taustur kaupandi. UUE«VE611B S. 552 1150-552 1378 ALMEPJNA FASTEIGNASALAN Andlát OSKAR HERMANNSSON OSKAR Hermannsson leikari, rithöfundur og þýðandi lést 20. maí á Landssúkrahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Oskar var fæddur 24. ágúst 1920 í Vest- manna, næstyngstur fimm barna Nikolinu og Karls Hermansen. Hann fluttist með for- eldrurn sínum til Þver- eyrar þegar hann var tólf ára. Útför hans fór fram frá Vestur- kirkjunni 24. maí. Oskar lærði prent- verk á Þvereyri. Hann starfaði sem prentari í Þórshöfn, en hélt til Reykjavíkur 1946 og vann í prent- smiðjunni Leiftri og í Eddu til 1948. Hann var vin- margur á Islandi. Auk þess að vera kunnur leikari og upp- lesari í útvarpi orti Oskar og samdi og fékkst við ritstjórn. Hann var afkastamik- ill þýðandi úr Norður- landamálum og þýddi mörg verk eftir ís- lenska samtímahöf- unda. Síðasta verkið sem hann þýddi var Hafíð eftir ðlaf Hauk Símonarson, en það var leikið hjá Sjón- leikahúsinu í Þórshöfn í fyrra. Með Önnu konu sinni sem hann kvæntist 1948 eignaðist hann börnin Ödu og Hermann. Verkfall hjá SAS Um 100 stranda- glópar UM 100 farþegar sem ætluðu utan í gær með SAS-flugfélag- inu urðu að sætta sig við að fresta för sinni til dagsins í dag, sökum skæruverkfalls flugmanna SAS. Bryndís Torfadóttir, fram- kvæmdastjóri SAS á íslandi, segir að hjá fyrirtækinu á Norð- urlöndum séu um 1.000 brottf- arir og verkfallið hafi haft áhrif á um þriðjung þeirra. Um 20 þúsund farþegar hafi orðið fyr- ir barðinu á aðgerðum flug- manna og þurft að sæta margs konar tilfærslum. I dag fara tvær vélar á vegum SAS frá íslandi og er engin röskun fyrir- sjáanleg á ferðum þeirra, að sögn Bryndísar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.