Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1995 21 Hvalveiði- fundi lokið Alþjóðahvalveiðiráðið hvatti í gær til þess að endir yrði bundinn á hvalveiðar á við Suðurheimsskautið, en fulltrú- ar Japana sögðust ekki myndu hlíta því. Ársfundi ráðsins í Dyflinni lauk í gær en þar samþykktu fundarmenn með 23 atkvæðum gegn 7 ályktun þess efnis að ekki eigi drepa hvali í vísindaskyni. Hugðust selja hundruð skriðdreka JAPANSKI dómsdagssöfnuð- urinn sem grunaður er um að hafa staðið að gasárásinni í neðanjarðarlestum Tókýó- borgar hafði uppi áætlanir um að selja Kíveijum hundruði rússneskra T-72 skriðdreka, til þess að eiga hægara um vik með að afla sér vopna frá hermálayfirvöldum í Moskvu. Japanska blaðið Yomiuri Shimbun hafði eftir lögreglu í Japan að fundist hefði minnis- blað sem „varnarmálaráð- herra“ söfnuðarins ritaði, þar sem greint var í smáatriðum frá áætlun um að söfnuðurinn hefði milligöngu um söluna. Merki um ör- bylgjuofna BANDARÍSKIR stjörnufræð- ingar sem hafa í fjóra mánuði skimað út í geiminn með stjörnusjónauka í Ástralíu hafa ekki fundið neinar út- varpsbylgjur sem benda til lífs á öðrum hnöttum, en fengið mjög glöggar sendingar frá örbylgjuofnumjarðarbúa. „Við vitum nákvæmlega hvenær maturinn er til,“ var haft eftir einum stjörnufræðinganna. Kútsjma ákveðinn LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, kveðst ákveðinn í að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þingið og hann sjálfur njóti trausts lands- manna, þrátt fyrir að þingið hafi neitað að samþykkja til- skipun hans um atkvæða- greiðsluna. Forsetinn segir að atkvæðagreiðsluna þurfi til þess að binda endi á pólitískt þrátefli og koma á nauðsyn- legum efnahagsumbótum. Flestir þingfulltrúa, einkum íhaldsmenn, segja að atkvæða- greiðslan myndi vekja ólgu í landinu fremur en leysa ágreining í stjórnmálum. Mega auglýsa brennd vín AFLÉTT hefur verið í Bret- landi banni við að auglýsa brennda drykki í sjónvarpi. Því má búast við að framleiðendur viskís, vodka og gins fari að nýta sér sjónvarpið við mark- aðssetningu þegar líður á sum- arið. Sjónvarpsbannið komst á á sjötta áratugnum sem „heið- ursmannasamkomulag" milli stærstu vínframleiðendanna, en varð síðan að reglu hjá einkasjónvarpsstöðvum. Aug- lýsingar á léttvínum og þjór hafa hins vegar verið heimilar. Bj örgunarmenn í Neftegorsk á Sakhalíneyju æ vonminni um að fleiri bjargist JARÐSKJALFTINN I NEFTEGORSK: KENNING UM OTRAUSTAR BYGGINGAR FLESTIR voru a þeirra 2.000 sem talið er að hafi látið lífið í Neftegorsk o öllum líkindum fórnarlömb ótraustra eininqahusa SAKHALÍN EYJA Flest fjölbýlishúsin eru byggö á sandi og voru reist á sjöunda áratugnum er yffirvöld töldu aö Sakhalín-eyja væri ekki á jaröskjálftasvæði Interfax-fréttastofan segir saksóknara á Sakhalíneyju hafa hafið undirbúning málsóknar þar sem stuðst verður við lagagrein sem kveður á um refsingar vegna brota á byggingareglugerðum Veggjabygging: Gólfflöturúr einingu hvilir á steyptum súlum og stálbitum sem eru tengdir með veikri suðu, sem þola illa átag í jarðskjálftum. Illa Irágengnar veggjaeiningar áttu einnig þátt i því hvernig lór. einingahusa Örugg veggjabygging: Styrktir einingaveggir úr steygu, góll og undirstöður eru tryggiiegar tengdar og geta byggingunni styrk og stöðugleika Heimild: Ove Arup & Partners, Lonóon Tveir finnast álífi Neftegorsk. Reuter. BJÖRGUNARMENN í Neftegorsk fundu í gær tvo menn á lífi í rústum fjölbýlishúsa sem hrundu til grunna í borginni í jarðskjálfta um síðustu helgi. Lítil von er nú talin til þess að finna fleiri á lífí. Að sögn emb- ættismanna ráðuneytis almanna- varna Rússlands hafa 866 lík fund- ist, en 405 manns á lífi. Aðeins hefur tekist að bera kennsl á tæpan helming líkanna. Annar þeirra sem fannst á lífi í gær er níu ára drengur sem var rifbeinsbrotinn, hinn 33 ára karl sem var fótbrotinn. Aðeins einn hópur björgunarmanna vann í gær að því að leita í rústunum. Mikla nálykt leggur af þeim og eru björg- unarmenn með grímur til að veij- ast henni. Ráðherra almannavarna, Sergei Shoigu, sagði að vatnsskort- ur væri eitt erfíðasta vandamálið sem glímt væri við í borginni. Saksóknari á Sakhalíneyju hefur þegar hafíð undirbúning málsóknar þar sem stuðst verður við laga- grein sem kveður á um refsingar vegna brota á byggingareglugerð- um. Tekist á um stefnuna í Bosníu-deilunni Áhyggjiir af „haukunum“ í Washington París. The Daily Telegjaph. I FJOLMORGUM höfuðborgum Evrópu hafa menn nú af því áhyggjur að svo virðist sem öfl í Bandaríkjunum sem eru einna áköfust í stuðningi sínum við Bosn- íu-múslima séu að ná yfirhöndinni í stjórnkerfinu í Washington. Sagt er að hinir stríðsglöðu, „haukarnir" svonefndu, ráði öllu innan banda- rísku leyniþjónustunnar og skeyti í engu um að málflutningur þeirra og aðgerðir auki hættuna á að út bijótist mun alvarlegri átök í fyrr- um_ Júgóslavíu en hingað til. Ónefndir stjórnarerindrekar í Evrópu segja að ákaft sé tekist á um stefnuna í Bosníu-deilunni í höfuðborg Bandaríkjanna. Þeir halda því og fram að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hiki ekki við að brengla upplýsingar þær sem stofnunin kemur á framfæri við stjórnmálamenn til að tryggja stuðning við málstað Bosníu- múslima. Þetta hafi getið af sér tortryggni bæði í Washington og ekki síður í Lundúnum og París. Sú tortryggni hafi aftur leitt til fumkenndra við- bragða við gíslatöku Bosníu-Serba, sem hafa um 350 gæsluliða Sam- einuðu þjóðanna á valdi sínu. Ófullnægjandi yfirlýsing Yfirlýsing Bill Clintons Banda- ríkjaforseta þess éfnis að hann sé reiðubúinn til að leggja til herlið til „tímabundinna verkefna" í Bos- níu hefur ekki dugað til að sefa ótta ráðamanna í Evrópu. Þeim var ekki gert kunnugt að stefnubreytingar í þessa veru væri að vænta af hálfu Clintons. Þá ef- ast margir um að Clinton reynist fær um að standa við stóru orðin og vísa til andstöðu á Bandaríkja- þingi þar sem fjendur forsetans eru í meirihluta í báðum deildum. Samskipti Evrópu og Bandaríkj- anna þykja hafa einkennst af nokk- urri spennu í forsetatíð Clintons. Évrópusambandið hefur ítrekað lagst gegn þeirri yfirlýstu stefnu forsetans að aflétta beri banni á sölu vopna til múslima í Bosníu. Tortryggni vegna stuðnings við múslima Beinn og lítt dulinn stuðningur bandaríska utanríkisráðuneytisins og forsetaembættisins við málstað múslima hefur ekki orðið til þess að draga úr þeirri tortryggni sem skapast hefur. Evrópskir ráðamenn halda því sumir hveijir fram að þetta fram- ferði bandarískra stjórnvalda geri að verkum að útilokað sé að leysa Bosníu-deiluna við samningaborð- ið. Það auki aftur hættu á því að Bretar, Frakkar og aðrar þær þjóð- ir sem iagt hafa fram herlið til þátttöku í friðargæslusveitunum dragist inn í átök við Serba í Bosn- íu. Major áhyggjufullur John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur margoft lýst yfír því að ekki komi til greina að bresk- ar landhersveitir verði sendar til bardaga í Bosníu. Heimildarmenn herma að Major hafi nú þungar áhyggjur af því að honum takist ekki að halda þessari stefnu til streitu og skapi það spennu í samskiptum Breta og Bandaríkjamanna. Reuter Amast við „útlendingum“ HALDIÐ var upp á það í Kenýa í fyrradag, að þá voru 32 ár liðin síðan landið losnaði undan yfír- ráðum Breta. Þessar dansmeyjar af Turkanaættbálknum sýndu listir sínar að lokinni ræðu Dani- els Araps Mois forseta en hann sagði um útlendinga eða kannski öllu heldur hvita menn, að þeim væri fijálst að stunda viðskipti í landinu en skyldu halda sig frá stjórnmálunum. Var þessu aðal- lega beint til hins kunna mann- fræðings og náttúruverndar- manns Richards Leakeys, sem er Kenýabúi í þriðja lið, en hann styður einn stjórnarandstöðu- flokkinn. Dagsverkfall hjá SAS FLUGMENN hjá SAS-flugfélaginu fóru í gær í eins dags verkfall vegna deilna um launahækkun til þeirra. Að sögn Bryndísar Torfadóttur, framkvæmdastjóra SAS á íslandi, varð verkfallið til þess að flug héðan til Kaupmannahafnar og aftur heim féll niður. Urðu flestir farþegar á leið heim að fresta heimför um einn dag en hluti þeirra sem ætluðu út komust með vél Flugleiða. Verkfallið í gær hafði áhrif á um 300 flug af 1.000 en að sögn Bryn- dísar var flogið á milli Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Hafði verk- fallið áhrif á ferðir um 20.000 far- þega. Flugmenn höfðu boðað til verk- fallsins ef ekki næðist samkomulag um launahækkun. Boðað hefur ver- ið til fleiri verkfalla, 9., 12. og 13. júní, semjist ekki um hækkun. r VIÐSKIPTANÁM Fjölbrautaskólinn Breiðholti Verslunarpróf Skrifstofubraut — Verslunarbraut Ritarabraut Stúdentspróf 4 brautir FB þegarþú velur verknám J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.