Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 31 ; i i i s 3 i 9 i I I I i I j I Í 1 < i 4 I <J 4 <1 d -f + Jón Sigurðsson fæddist i Reykjavík 9. októ- ber 1973. Hann lést í Vík í Mýrdal 27. maí sl. Foreldrar hans voru Sigurður Ævar Harðarson og Helga Elsa Her- mannsdóttir. Systkini hans eru: 1) Björn, f. 6.6. 1969. Dóttir hans er Natalía, f. 29.1. 1993. 2) Ragnheið- ur, f. 16.11. 1974. Unnusti ^hennar er Hlynur Örn Sigurðsson. Jón verður jarðsunginn frá Víkurkirkju í Mýrdal í dag og hefst athöfnin kl. 16.00. HANN frændi minn, Jónsi eins og hann var kallaður, er nú dáinn. Það eru ýmsar tilfinningar sem koma upp hjá okkur sem þekktum hann en sterkust er sorgin. Við eigum erfitt með að trúa því að hann Jónsi sé ekki á meðal okkar lengur og um leið og við reynum að skilja af hveiju, þá rifjast upp allar minn- ingarnar um hann. Fyrstu minning- amar mínar um hann eru frá því við vorum litlir krakkar að leik í Vík. Ég man að mér fannst alltaf svo gaman og gott að koma til fjöl- skyldu Jóns og hvað þau öll tóku vel á móti manni. Jón átti eldri bróður, Bjöm, og yngri systir, Ragnheiði, og vomm við oft að bralla eitthvað öll saman. Jón var kraftmikill og oft hugmyndaríkur krakki og gaf manni mikið. Hann gat verið ákafur að sýna borgar- baminu, frænku sinni, dýralífið og náttúrana í Vík, allt frá Hjallarofí suður að sjó. Þó Jónsi hafí oft ver- ið fjörugur þá fannst honum gaman ef lesnar vora bækur, sérstaklega ef „Lákasögur" voru lesnar. Síðar meir komu listrænir hæfileikar Jóns fram og man ég eftir því hvað hann gat gert fallegar og skemmti- legar myndir. Eftir því sem við urðum eldri þeim mun meir fjar- lægðumst við, rétt eins og gengur og gerist. Ég hafði þó alltaf gaman af því að fylgjast með honum og sjá hann vaxa úr grasi. Sjá hvernig litli prakkarinn, hann Jónsi, varð að sérstaklega myndarlegum manni. Síðast þegar ég hitti hann á ættarmóti spurði ég hann hvern- ig stæði á því að hann yrði ávallt myndarlegri í hvert skipti sem við hittumst. Hann brosti bara hæ- verskur og roðnaði lítið eitt. Mér er það sérstaklega minnisstætt hvað hann var alltaf góður og nota- legur við langömmu okkar og hvað hún „langa“ mat það mikils. Það tekur mig sárt að hafa ekki kynnst honum betur sem fullorðnum en þakka þó mikið fyrir þær stundir sem ég átti með honum sem barni og era þær mér dýrmætar. Elsku Helga, Ævar, Bjössi, Ragnheiður, Bagga og aðrir að- standendur, mér þykir það sárt að geta ekki verið nær ykkur á þess- ari erfiðu stundu en ég hugsa mik- ið til ykkar og vona að þið finnið bæði innri styrk og styrk meðal hvers annars. Þó Jónsi sé ekki leng- ur hjá ykkur þá mun minning hans ætíð lifa með okkur. Jóna Rut Guðmundsdóttir, Atlanta, USA. Þú kvaddir brosandi, vinur í Víðihvammi, þegar vorblærinn glaður hló, söðlaðir kátur fák þinn, og frelsið fagnandi í hug þér bjó. Horfinn ertu yfir hafið mikla, nú er heitasta óskin til þín að Guð þig beri í birtu og hlýju beina leið heim til sín. (Brynja Bjamadóttir.) „Nei, ekki Jónsi!“ var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fékk frétt- imar um að minn kæri vinur og félagi væri dáinn. Alltaf, rétt áður en ég fer að sofa á kvöld- in, hugsa ég með mér að þetta sé ekki satt og ég vakni á morgun við það að Jónsi standi á tröppunum og sé að bjóða mér á rúntinn. Það var svo gott að tala við Jónsa enda var margt spjallað og spekúlerað þegar við voram á rúntinum. Við rökræddum um lífíð og tilverana eða við töluðum um hvað okkur langaði að gera í framtíð- inni. Hans aðaláhugamál vorajepp- ar og svo var hann algjör galdra- maður í höndunum. Hann var alltaf að sýna mér nýjustu myndimar sínar sem hann hafði teiknað eða eitthvað sem hann var að smíða þá stundina. „Sólborg, leyfðu mér nú að teikna þig,“ sagði hann ein- hvem tímann en það varð ein- hverra hluta vegna ekkert úr því. Það leynist víða í Víkinni eitthvað eftir hann. Hann smíðaði og málaði víking sem bendir á skilti fyrir framan Víkurpijón hf. Og það era að minnsta kosti tvær lopapeysur sem Víkurpijón framleiðir sem hann teiknaði munstrið á. Hann var sem sagt listamaður af lífi og sál og það var það sem hann lang- aði að leggja fyrir sig. Svo var hann svo mikill jeppakall. Oftast nær þegar maður kom í heimsókn var mér sagt að leita að honum niðri í bflskúr og það stóð heima. Maður opnaði dymar og þá stóðu tvær lappir út undan bílnum. Þá settist ég niður og spurði kurteis- lega hvort ég gæti eitthvað hjálp- að. Þetta var hálfgerður brandari okkar á milli því að einhvem tím- ann leyfði hann mér að hjálpa sér. Nú, ég hafði auðvitað klúðrað því svo að hann hafði enga trú á mér í bflaviðgerðum. En hann fór oft með mig í torfærar annaðhvort niður í fjöra eða upp á fjall í snjó. Stundum fékk ég að keyra en það endaði oftast á því að hann þurfti að losa bílinn úr snjó- eða sand- skafli. Þess á milli gátum við legið heilu og hálfu nætumar og glápt á video. Og nú spyr maður sjálfan sig, með hverjum á ég að fara á rúntinn núna eða horfa á video? Elsku Ævar, Helga, Bjössi, Ragnheiður og Bagga, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Við eigum þó allar minningarnar um góðan dreng til að ylja okkur við. Sólborg. Hver minning dýimæt peria að liðnum lífsins degi hin ljúfú og hljóðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verid var gjöf, sem gieymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þú ert farinn en minningin um góðan dreng lifir í hjarta okkar. Kæri vinur, takk fyrir allt og Guð veri með þér. Unnur Björk Garðarsdóttir. Mig langar að minnast í örfáum orðum Jónsa, bekkjarféiaga míns og vinar. Jón var hluti af vinahópn- um í Vík, einn af þeim sem auðg- uðu unglingsárin. Hans heimili var okkar heimili, þangað vora vinir hans ávallt velkomnir. Þær vora líka ófáar stundirnar sem við áttum vinimir heima hjá Jónsa og Ragn- heiði. Það var glatt á hjalla við eld- húsborðið, ýmislegt spjallað og brallað og allir nutu góðs af nýj- asta bakkelsinu hennar Helgu Elsu. Eftir 9. bekk fór samverustundun- um við Jónsa fækkandi. Við vinim- ir fóram að takast á við mismun- andi hluti á mismunandi stöðum eins og gengur og gerist. En þótt við hittumst ekki jafn oft þá voru endurfundirnir bara því að ánægju- legri. Vináttuböndin sem tengja æskuvinina era sterk og Jónsi minn var einn sem ég tengdist slíkum böndum. Ég hitti Jónsa á förnum vegi núna fyrir stuttu. Við tókum að sjálfsögðu tal saman og þar var hann kominn, sami góði félaginn. Rólegur og yfirvegaður og tilbúinn að slá á létta strehgi og hlæja að kjánalátunum í mér eins og hann var vanur. Við töluðum um að hóa saman gömlu vinunum og fagna endurfundunum vel og rækilega. Þegar ég kvaddi þig þann daginn grunaði mig ekki að þú hefðir sent mér þitt síðasta bros. Þú ert nú horfinn frá okkur, vin- ur. Orð fá engu um það breytt. Við söknum þín og hefðum svo gjaman viljað eiga þig lengur en eram þakklát fyrir fallegu minning- arnar sem þú skilur eftir hjá okk- ur. Ég kveð þig nú í von um að þú hafír höndlað hamingjuna hin- um megin, Jónsi minn, og verðir alltaf sami góði drengurinn. Man ég æskuárin, yndisbros og tárin, gleði og sviða sárin, sól og daga langa. vinarhönd á vanga. (Stefán frá Hvítadal.) Elsku Helga, Ævar, Bagga, Ragnheiður og Bjössi. Guð blessi ykkur og græði sárin. Sigrún Tómasdóttir. „Allt er í heiminum hverfult" orti Jónas forðum. Þessi orð komu upp í hugann við fráfall vinar okk- ar, Jóns Sigurðssonar í Vík, sem nú hefur skyndilega verið kallaður burt úr þessum heimi aðeins 21 árs gamall. Fréttin um lát hans kom eins og ísköld vatnsgusa fyrir þá sem hann þekktu en þeir era marg- ir, vinir, kunningjar og hinn stóri frændgarður. Við lát hans hafa að engu orðið þær vonir sem bundnar voru við framtíð hans. Mannshugurinn og sálarlífíð eru flókin fyrirbæri. Þrátt fyrir glaðlegt viðmót virðist hann hafa háð erfiða innri baráttu og ekki tekist að leysa þau vandamál sem honum hefur fundist að sér steðja þrátt fyrir stuðning foreldra, systkina og ömmu. Hann ólst upp á stóra heimili þar sem vora Björn langafí hans, Snjófríður langamma, Sigurbjörg amma, foreldramir Helga Elsa og Sigurður Ævar og systkinin Bjöm og Ragnheiður. Allir sem til þekktu vissu hve náið samband var á milli þeirra allra, glaðværðin ríkti, snyrtimennska og gestrisni alkunn. Þegar hann óx úr grasi komu fljótt í ljós hæfileikar hans sem teiknara og handlaginn var hann með afbrigðum eins og hann átti kyn til í báðar ættir. Hann hóf nám í trésmíði en náði ekki að ljúka því áður en hann lést. Þannig var hann rétt að hefja lífsstarfíð svo að hon- um gafst ekki að fullu tækifæri til að sýna hvað í honum bjó. Við höfum þekkt hann frá því hann var bam og fylgst með þroska hans eftir því sem árin liðu. Hann var ættð glaðvær og tók okkur fagn- andi þegar við komum austur en við eram næstu nágrannar foreldra hans og ættmenna í Sandpiýði. Missir foreldra og annarra ást- vina er mikill þegar ungur og efni- legur piltur hverfur svo skyndilega úr heimi hér. Það sem er þó til huggunar eru minningar sem tengjast þessum góða dreng. Fá- tækleg kveðjuorð mega síns lítils. Samt sem áður virðist mér nokkra huggun megi sækja í hið fagra og ljúfsára tregaljóð Tómasar Guð- mundssonar um Jón Thoroddsen sem lést ungur. Ljóðið hefst í JON SIG URÐSSON myrkri sorgar og trega en smám saman færist yfir birta og fegurð. Þriðja erindi ljóðsins er svo: En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Blessuð sé minning Jóns Sigurð- sonar. Við færum foreldrum hans, systkinum og ömmu innilegar sam- úðarkveðjur. Ólafur Jónsson og fjölskylda. Þó að flestum okkar fínnist dauðinn sjálfsagður hlutur þá er það alltaf jafn sorglegt þegar ungt fólk deyr í blóma lífsins. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að minnast Jónsa vinar míns og bróður æskuvinkonu minnar sem dó svo langt fyrir ald- ur fram. Jónsi var alveg frábær félagi og hann var einn af þeim sem alltaf var gaman að hitta. Hann var frek- ar alvöragefinn en samt alveg ein- staklega fyndinn og orðheppinn og hann gat alltaf fengið mann til að hlægja. Jónsi var að læra trésmíði og það átti vel við hann því hann var mjög laginn í höndunum og allt sem hann gerði var svo vandað og vel gert, það sanna nú best teikning- amar hans og hlutimir sem hann smíðaði. Góðvildina vantaði ekki í Jónsa. Hann var mjög hjálpsamur og vildi allt fyrir mann gera. Ég minnist þess sérstaklega að í fyrra sumar bað ég hann um að pússa fyrir mig gamla borðplötu en hann tók sig til og mætti heim til mín stuttu seinna með nýtt borð sem hann hafði smíðað. Elsku Jónsi, ég vildi að þú hefð- ir viljað leyfa okkur að kynnast þér betur en hjartað á sín rök sem skynsemin skilur ekki. Róðurinn var þungur en eftir sitjum við hin og söknum þín og minnumst allra góðu stundanna með þér .Stórt skarð hefur verið höggvið í litla vinahópinn okkar í Vík sem verður aldrei fyllt. Elsku Bagga, Ævar, Helga Elsa, Bjössi, Ragnheiður mín og Hlynur. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð á þessum sorgarstundum, missir ykkar er mikill. En munið að öll él birtir upp um síðir. Framtíð Ferð þín er hafin. Fjarlægist heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringir nýir sindra þér fyrir augum. En alnýjum degi fær þú aldrei kynnst. í lind reynslunnar fellur ljós hverrar stundar og birtist þar slungið blikandi speglun alls þess er áður var. (Hannes Pétursson.) Sigurborg Kristinsdóttir. Það var erfitt að trúa þeirri fregn að hann Jónsi „uppi í bæ“ væri dáinn. Okkur sem eftir stöndum þykir það ósanngjarnt að svo ungur maður í blóma lífsins, sé kallaður burt úr þessum jarðneska heimi svona fljótt. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja hann frænda okkar og vin. Jónsi átti svo margt eftir ógert af því sem hann dreymdi um. Hann átti eftir að þroska með sér og jafn- framt vinna úr listrænum hæfileik- um sínum sem hann hafði svo mik- ið af. Sama var hvort hann tók ‘sér í hönd blýant tit að teikna, smíða- eða viðgerðaráhöld til að vinna með eða áhöld til útskurðar, ætfð var útkoman fallegt handbragð og listaverk. Hann var einn vetur í Myndlistaskóla Reykjavíkur og síð- an á listabraut við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti. Það er of oft ein- kenni skóla að vilja móta einstakl- inginn, þegar það á alls ekki við, í stað þess að þroska það besta með honum og kannski varð því skólavistin í listinni ekki lengi. Of- arlega var þó í huga hans að læra enn frekar eitthvað sem tengdist myndlist á einn hátt eða annan. Minningin um glaðlegan og góð- an dreng, eins og hann var ætíð þegar við hittum hann, mun lifa með okkur. Það er huggun harmi gegn, að hann er kominn til langömmu og langafa. Við sem eldri erum minnumst þess er hann sat tímunum saman hjá henni löngu sinni, eins og hann kallaði hana, og spjallaði. Hún mun öragglega taka hann aftur í fangið og taka upp talið þar sem frá var horfið. Rafn og Reynir Ingi þakka þér, Jónsi, allar ánægjulegu samveru- stundirnar og vinarþel í þeirra garð. -* Kata og Geiri og aðstandendur þeirra þakka þér samfylgdina og biðja þér Guðs blessunar. Á burtu með söngvunum sál min líður um sundin blá ... í líðandi niðið vorblárra vatna vaggaðu, húmnótt, sorg minni og þrá - Lát hægan dijúpa af dularhönd þinni draumveig á syrgjandans brá. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Ævar, Helga, amma Bagga, Bjössi, Natalía, Ragnheiður og Hlynur, Guð styrki ykkur öll á erfiðri stundu. Arni, Lína, Rafn, Reynir Ingi og Róbert. - - Nú er minn kærasti vinur fallinn í valinn. Eftir sitja margar góðar minningar úr Víkinni sem við Jónas áttum saman. Þegar ég fluttist til Reykjavíkur urðu rætumar eftir fyrir austan. Við hvert færi sem gafst fór ég til Víkur og var það ekki síst til þess að hitta Jónsa vin minn. Þegar þangað var komið fór maður strax uppí bæ til Jónsa og voram við saman nánast öllum . stundum þangað til ég fór aftur tif Reykjavíkur. Það er mér minnisstætt eitt vor- ið er ég kom heim frá Bandaríkjun- um. Þá hafði ég ekki sofið í heilan sólarhring og það var morgunn þegar við komum til Reykjavíkur. Ég hlakkaði svo mikið til að hitta Jónsa að ég var kominn til Víkur seinna um daginn og fóram við félagamir síðan að tína egg og vorum að því fram eftir nóttu. Hann naut þess að vera í fallegri náttúranni í Víkinni. Jónsi sem var ákaflega ljúfur, myndarlegur og glaðvær drengur og hafði mikið yndi af dýram. Honum fannst þægilegt að sitja með kettina sína sem hann kallaði Kisu og Kött og stijúka þeim. Síð- ustu mánuðum ævinnar eyddi hann síðan með kærkomnum hvolpi sem heitir Neró. Þegar ég sá Neró eftir lát Jónsa fannst mér sem hluti af honum væri ennþá meðal okkar. Jónsi var ákaflega laginn í hönd- unum. Hann teiknaði einstaklega vel og þegar hann var með Huldu í Myndlistarskóla Reykjavíkur teiknaði hann allt að því tvöfalt á við aðra því að hann var ekki lengi að afgreiða hlutina þegar hann var byijaður á þeim. Einnig era til fjöl- margir hlutir sem hann smíðaði og eru hrein listasmíð. í bflskúmum uppí bæ var hann líka á heima^ velli. Þar var Jónsi ailtaf með eitt- hvað verkefni í gangi. Áhugamálin hans voru nokkur en þó var listin, smíði, bílar og veiði alltaf ofarlega. Jónsi hafði alltaf tíma fyrir vini sína og var ávallt tilbúinn að hlusta ef manni lá eitthvað á hjarta. Þó að við höfum ekki hist eins oft á síðastliðnum áram eins og ég hefði viljað var Jónsi mér alltaf mjög kær. Við Hulda munum sárlega sakna vinar okkar og megi góður guð styrkja og vernda Ævar, Helgu, Bjössa, Ragnheiði og Böggu í gegnum þennan erfíða tíma. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) . Rúnar og Hulda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.