Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Þversagnir í kjarabaráttunni Samið „á sömu nótum“ SAMA sagan endurtekur sig sí- fellt að afloknum samningum við fjölmennustu og launalægstu hóp- ana á vinnumarkaðinum, þá fara þeir hærra launuðu af stað með kaupkröfur, einkum ef aðstaða er til að valda verulegum truflunum og skaða. Vinnukaupendur lýsa því yfir að ekki verði samið um meira við þessa aðila, en við það er ekki staðið og bætt við duldum greiðslum og/eða fríðindum. Síðan er því lýst yfir að launahækkanir séu „á sömu nót- um”, - í prósentum. Þannig er unnið að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu!! Hvernig stendur á því að svona leikbrögð ganga ár eftir ár, jafnvel áratug eftir áratug, erum við svona hræsnisfull eða erum við bara svona sljó? - Þjóðarsátt næst aldr- ei um þetta. Taxtarnir sem gleymdust Vinnulaun á Islandi eru lægri en í löndunum umhverfis okkur, þrátt fyrir met í verkföllum og verðlag er hér hærra. Sú aðferð að halda kaupi óeðlilega lágu hefur leitt til þess að lægstu taxtarnir, sem áður voru nánast eingöngu notaðir til þess að halda niðri vísi- tölu, ákvæðistöxtum og greiðslum í velferðarkerfinu voru nánast gleymdir, en eru nú orðnir að al- mennum kauptöxtum. Þessu veldur dvínandi eftirspurn eftir vinnuafli, sem vinnumarkaðurinn hefur lagað sig að, föst, yfirvinna fer minnk- andi, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Menn vakna upp við vondan draum. Vinnuvikan lengd og stytt Meðan nóg var að gera sætti fólk sig betur við daglaunin ef þeim stóð til boða næg yfirvinna, sem hefur verið tiltölulega há miðað við dagvinnu. Áhersla var minni á tímataxta þar sem ákvæði var í boði, en aðrir prjónuðu hærri taxta ofan á grunninn, t.d. vegna starfs- aldurs, meiri þekkingar, óhreininda o.fl. Verkafólk átti óhægara um vik að ijölga töxtum. Mikil vinna, lág daglaun og tak- mörkuð framsýni munu hafa valdið því að samið var um fasta tveggja tíma yfirvinnu snemma á fimmta áratugnum, líklega 1942. Sú yfir- vinnuregla hefur gilt til skamms tíma, þrátt fyrir baráttu fyrir styttri vinnuviku, sem er ekki sannfær- andi meðan föst yfirvinna er unnin. Það er eitthvað að þegar daglaun duga ekki til framfæris fjölskyldu, vinna þurfi verulega yfírvinnu, en svona hefur þetta verið í nærri hálfa öld og seinni árin jafnvel þótt báðir foreldrar vinni úti. - Við lögum ekki vandann nema að leita orsakanna. Fríðindi falin Opinberir starfs- menn hafa lengi haldið því fram að laun þeirra séu lægri en þeirra sem vinna fyrir einka- aðila og hafa metið lít- ið þau fríðindi sem þeir búa við, t.d. starfsöryggi, lífeyris- sjóð o.fl. Kennarar meta það ekki til fríðinda að þeir eiga frí stóran hluta sumars og bankaménn hafa ekki hátt um þrettánda mánuðinn. Skattfríðindi sjómanna eru sjald- an talin með launum, strætisvagna- Kominn er tími til þess, segir Arni Brynjólfs- son, að forystumenn á stjómpöllum vinnu- markaðarins breyti um vinnuaðferðir. stjórar byltu borgarstjórn til að halda fríðindum, opinberir starfs- menn semja hver við annan og lagasmiðir eru á opinberu launa- skránni. - Þetta þættu fríðindi á öðrum bæjum. Ný fræði hagnýtt Áður en hagspekingar komu fram á sjónarsviðið við gerð kjara- samninga gátu aðilar logið hver að öðrum í skjóli skorts á hagfræði- legum stærðum og útreikningum á afleiðingum óraunhæfra samninga. Loddarabrögð komu í stað búvís- inda, hagtölur voru af skornum skammti og upplýsingastreymið hverfandi. Nú er nóg af vel hagfróðum og góðum reiknibúnaði, ágiskanir eru að mestu aflagðar, en nýr vandi er kominn í stað þess gamla. Hag- fræðingar beggja aðila vinnumark- aðarins keppast við að sýna fram á gagnstæðar niðurstöður úr sömu reikningsdæmum, forsendum er hagrætt eftir þörfum, - fólkið verð- ur ráðvillt. „Hinn heilagi réttur“ Heiðarlegt fólk segir oft ósatt um laun sín og annarra, það segir aðeins hluta sannleik- ans, en áreiðanlegar upplýsingar þurfa að liggja fyrir á hverjum tíma um sundurliðuð heildarlaun helstu starfsstétta, ásamt fríðindum reiknuðum til verðs. Hver sem er á að geta sótt þetta í gagnabanká Þjóðhags- stofnunar, Háskólans eða Hagstofu, þetta eiga ekki að vera leyndarmál. - Kjara- rannsóknarnefnd hentar ekki. Sama á að gilda um kröfur og tilboð í kjarasamningum, hlutlausir útreikningar frá sama aðila geta umsvifalaust legið fyrir, sem og allar hreyfíngar frá samn- ingafundum. Þar hefur úreltur tafaleikur viðgengist allt of lengi, vinnubrögðin eru úrelt, lítið breytt í nærri hálfa öld, en með nægu upplýsingaflæði gætu deilur styst og verkföllum fækkað, almennir vinnuseljendur og kaupendur yrðu betur upplýstir um ágreiningsefni. Sama á við um fjölmiðla, þeir ættu hægara um vik. Mikilvægast er þó að fólk geri sér grein fyrir því að verkföll eru ekki neinn heilagur réttur eða endi- lega hluti mannréttinda, það geta verið meiri mannréttindi fólgin í því að þurfa ekki að fara í verk- fall. Það eru of margir sem vilja baða sig í umfjöllun fjölmiðla í vinnudeilum, sem getur verið dýr- keypt fyrir þjóðarbúið. Ný og betri vinnubrögð Ósannindin um launin eru ekki aðeins á annan veginn, heildar- kaup þeirra launalægstu er oft gefið upp eins og um daglaún sé að ræða og borið þannig saman við föst laun annarra. Sagt frá því í fjölmiðlum þegar sjómenn gera góðan túr, en síður frá þeim lak- ari, þetta gefur ranga hugmynd um laun þeirra. Á sama hátt og við krefjumst þess að deilur séu leystar með friðsömum hætti á alþjóðavett- vangi eigum við að leysa vinnu- deilur án verkfalla, a.m.k. af- leggja verkfallsvörslu ásamt til- heyrandi valdbeitingum og lög- brotum. Kominn er tími til þess að for- ystumenn á stjórnpöllum vinnu- markaðarins breyti um vinnuað- ferðir, sem eru greinilega rangar, - um það vitna m.a. lægstu launin. Höfundur er framkvæmdastjóri. Árni Brynjólfsson Orðsending til orðunefndar i. í orðunefnd eru: Friðjón Skarp- héðinsson, Sigmundur Guðbjarn- arson, Jónas Kristjánsson, Guð- rún P. Helgadóttir og Baldvin Tryggvason. II. Athygli mín hefur verið vakin á því, að Ólafur læknastúdent frá Vogi í Skeijafirði er ekki eini orðuþeginn, sem hlotið hefur fangelsisdóm, heldur var þing- maður einn sæmdur Fálkaorð- unni 1964, en hann hafði verið dæmur fyrir landráð í Hæsta- rétti 17. mars 1941. Óvönduð vinnubrögð hafa því tíðkast fyrr hjá orðunefndum. III. Einnig hefur komið í ljós, að orður þær, sem skilað er við andlát orðuþega, eru endurhæfð- ar og úthlutað aftur. Þannig mega orðuþegar búast við því, að Fálkaorða þeirra hafi e.t.v. prýtt brjóst sakamanns áður. Á þessu vil ég sérstaklega vekja athygli væntanlegra orðuþega. IV. Ég neyðist því til þess að benda orðunefnd á að krefjast sakavottorðs af þeim, sem út- hluta á Fálkaorðu. V. Það bar nokkuð upp á sama dag, að Ólafur frá Vogi lét mynda sig með orðukassann við hús sitt og 30 sjúklingar voru vistaðir á göngum í einu sjúkra- húsi borgarinnar. Ríkisstjórnin heimtar sparnað á öllum sviðum, einkum hjá heilbrigðisþjón- ustunni. Væri ekki ráð að spara einnig það fé, sem varið er til Fálkaorð- unnar, þannig að þetta marg- nota glingur hyrfi af sjónarsvið- inu. VI. Að lokum skora ég á orðu- nefnd að birta tölu þeirra, sem hafna Fálkaorðunni á ári hveiju. Leifur Sveinsson, lögfræðingur: KVENFÉLAGIÐ Hringurinn færði vökudeild Barnaspítala Hringsinc öndunarvél að gjöf þann 23. maí sl. Andvirði gjafarinn- ar var 2,7 milljónir króna. Nýburalækningar Fortíð - nútíð - framtíð MEÐFERÐ nýfæddra barna, jafnt veikra sem heilbrigðra, var áður fyrr í höndum ljósmæðra og yfirsetukvenna. Eftir að fæðingar- deild Landspítalans tók til starfa árið 1930 önnuðust fæðingarlæknar jafnframt meðferð þessara barna. Nýburalækningar eru nú sérstök grein innan barnalækninga þó saga þessarar sérgreinar sé aðeins rúm- lega 30 ára gömul. Barnalæknir var fyrst ráðinn að fæðingardeild Landspítalans og Fæðingarheimili Reykjavíkur árið 1961 og frá þeim tíma hefur með- ferð veikra nýbura verið alfarið í höndum barnalækna hér á höfuð- borgarsvæðinu. Hefur þar verið fýlgt þeirri þróun sem átt hefur sér stað í hinum vestræna heimi á sama árabili. Nýburalækningar hafa tekið örum fram- förum síðustu þrjá ára- tugina. Gunnar Bier- ing segir byggingu nýs barnaspítala á Land- spítalalóð forsendu þess að þessi sérgrein nái að þróast með eðlilegu móti hér á landi. Meðferð veikra nýbura á fæðing- ardeildinni og Fæðingarheimilinu var hins vegar ýmsum takmörkun- um háð bæði hvað snertir húsnæði, tækjabúnað og mannafla. Verulegur skriður í framfaraátt kom ekki fyrr en vökudeild Barnaspítala Hringsins tók til starfa árið 1976. Síðan hafa orðið hraðar og mark- vissar framfarir í nýburameðferð hér á landi og hafa þær fylgt í einu og öllu þeirri þróun sem átt hefur sér stað í nágrannalöndum okkar bæði til austurs og vesturs. Vöku- deildin (gjörgæsludeild nýbura) er staðsett á kvennadeild Landspítal- ans í nánum tengslum við fæðingar- stofur og skurðstofur þeirrar stofn- unar og er sú staðsetning svo sem best verður á kosið. Deildin var upphaflega hönnuð fyrir 14 börn í mjög þröngu húsnæði sem hefur þó verið stækkað nokkuð í áranna rás. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þörf er fyrir 24 rúm hér á landi fyrir veika nýbura. Aðstaða til meðferðar á veikum nýburum er til staðar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Vöku- deildin verður eftir sem áður eina sérhannaða gjörgæsludeildin fyrir nýbura á íslandi um ókomin ár. Það er því mikilvægt að vel sé að henni búið. Góðar nýburalækningar krefj- ast mikils og flókins tækjabúnaðar sem verður stöðugt umfangsmeiri með hveiju árinu sem líður. Vöku- deildin hefur átt því láni að fagna að vera vel tækjum búin. Hefur hún í þeim efnum notið ríkulegs stuðn- ings Kvenfélagsins Hringsins hér í borg og verður sú aðstoð aldrei full- þökkuð. Hringskonur hafa reyndar verið svo stórtækar í tækjagjöfum sinum að 70 af hundraði alls tækja- búnaðar á deildinni er frá þeim kom- inn. Síðasta gjöf Hringskvenna er afar fullkomin öndunarvél að and- virði 2,7 milljónir króna og var hún afhent vökudeildinni nú í maímán- uði svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Margir aðilar aðrir hafa einn- ig lagt deildinni lið á undanförnum árum og eiga miklar þakkir skildar fyrir það. En í hveiju er gjörgæsla og önn- ur meðferð veikra nýbura fólgin og hverskonar sjúklinga er verið að fást við? Þar má fyrsta telja fyrir- bura. Fjölmörg og flókin vandamál fylgja meðferð þessara barna sem krefjast mikillar þekkingar og reynslu af öllum þeim aðilum sem að meðferðinni koma. Fjölburar, þ.e. tvíburar, þríburar o.s.frv. fæð- ast oft fyrir tímann og innlögnum vegna fjölburafæðinga hefur fjölgað verulega á vökudeild í kjölfar glasa- fijóvgana. Af öðrum sjúklingum á vökudeild má nefna börn með mis- munandi sýkingar svo sem lungna- bólgur, þvagsýkingar, blóðsýkingar og heilahimnubólgur. Þá liggja á deildinni böm með líkamslýti og meðfædda sjúkdóma, börn sem þurfa á skurðaðgerðum að halda, blóðskiptum o.s.frv. Á vökudeildinni eru þannig stundaðar mjög fjöl- breyttar lækningar þó sjúklingamir séu ekki háir í lofti. Sú meðferð sem lýst er hér að ofan hefur skilað góðum árangri, einkum síðustu tvo áratugina. Það getur verið erfitt að meta slíkan árangur í beinhörðum tölum en nærtækast er að líta á burðarmáls- dauðann, þ.e. nýburadauðann. Árið 1968 létust 24 nýfædd börn af hveijum 1.000 fæddum börnum á íslandi. Árið 1975 voru dánartölum- ar 16 börn af 1.000 fæddum en síð- ustu árin hafa látist að meðaltali 4-5 böm af hveijum 1.000 fæddum og eru þær tölur með þeim lægstu, sem um getur. Það er jafnframt mikilvægt að geta þess að framfar- ir og framþróun í meðgöngu- og fæðingarhjálp eiga veigamikinn þátt í þeim árangri, sem náðst hefur hér á landi. Rhesusvarnir sem hófust árið 1970 eru annað dæmi um góð- an árangur af bættri meðferð í þágu þungaðra kvenna og bama þeirra. Þessi meðferð kemur í veg fyrir mikil vandamál sem geta skapast þegar um er að ræða blóðflokkamis- ræmi milli móður og barns: Fyrir daga rhesusvarna var algengt að gera þyrfti blóðskipti hjá a.m.k. 30 börnum á ári hér á landi. í dag telst til tíðinda ef þau börn eru fleiri en 1-2 á ári. Vökudeild Barnaspítala Hrings- ins býr við mjög þröngan kost í dag og háir það starfsemi deildarinnar verulega. Hinsvegar er gert ráð fyr- ir rúmgóðri deild fyrir 22 börn í nýjum barnaspítala, sem verður reistur á Landspítalalóð í náinni framtíð og er það nú þegar orðið tilhlökkunarefni. Höfundur er yfirlæknir við vökudeild Barnaspitala Hringsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.