Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 29 Nýtt hlutverk Aburðar- verksmiðju ríkisins - fram- leiðsla vetnisperoxíðs UM SÍÐUSTU áramót var inn- flutningur á áburði til íslands gef- inn frjáls. í tengslum við það hafa orðið talsverðar umræður um framtíð Áburðarverksmiðju ríkis- ins í Gufunesi sem hingað til hefur framleitt allan áburð fyrir íslensk- an landbúnað. Svo gæti jafnvel farið að hún yrði ekki samkeppnis- hæf við erlenda áburðarframleið- endur og yrði þess vegna lögð nið- ur. Ef svo færi að áburðarfram- leiðsla legðist niður í Gufunesi, væri hugs- anlegt að verksmiðj- unni yrði breytt þann- ig að hún gæti haldið áfram arðbærum rekstri. Hér verða kynntir tveir kostir. Annar kosturinn er að vetnisverksmiðj- unni yrði breytt þann- ig að settir yrðu í hana nýir rafgreinar og hún héldi áfram að fram- leiða vetni til áburðar- framleiðslu, en fram- leiddi jafnframt verð- mæta aukaafurð, vetnisperoxíð. Hinn kosturinn er að vetnis- verksmiðjan yrði rekin áfram óbreytt og framleiddi vetni sem þá yrði notað til að framleiða vetni- speroxíð, en aðrir hlutar verk- smiðjunnar og þá áburðárfram- leiðslan yrði lögð niður. Vetnisperoxíð er verðmæt sölu- vara sem nú er að ryðja sér til rúms í stórum stíl, í stað klórs. Að mínu mati er hér um að ræða möguleika sem ég tel mjög athygl- isverða því þeir gætu haft afger- andi áhrif á framtíð Áburðarverk- smiðjunnar. Hér er líka um mjög umhverfisvænan iðnað að ræða og það vegur þungt, þar sem mikil- vægt er fyrir íslendinga að hafa umhverfisþáttinn ávallt í öndvegi. Núverandi framleiðsluferli Áburðarverksmiðjunnar byggist á eftirfarandi þáttum: Vetnisfram- leiðslu (H2), köfnunarefnisfram- leiðslu (N2), ammoníakframleiðslu (NH3), saltpéturssýruframleiðslu (HNO3), ammoníum nítrat fram- leiðslu (NH4N03) og húðun ammoníum nítratsins með kísilkúr (kjami). Vetni er framleitt úr vatni með rafgreiningu þar sem notuð er Norsk Hydro tækni. Köfnunarefni er unnið úr lofti með Linde tækni. Andrúmsloft er kælt þar til það verður fljótandi og köfnunarefnið skilið frá súrefninu með eimingu. Ammoníak er framleitt með Haber- Bosch tækni. Vetni og köfnunarefni er látið hvarfast í ofni við hátt hita- stig og háan þrýsting í návist hvata (Fe-, Al-, Na- og K- oxíð). Ammon- íakið er síðan notað við framleiðslu á saltpéturssýru og ammoníum nítr- at. Saltpéturssýran er framleidd með Ostwald tækni. Við framleiðslu saltpéturssýru þarf að nota helming af því ammoníaki sem verksmiðjan framleiðir. Seinni helmingurinn af ammoníakinu, sem ekki fer í að búa til saltpéturssýru, er leiddur niður í saltpéturssýrulausnina en þá fellur út ammoníum nítrat. Loks er ammoníum nítratið húðað með kís- ilgúr, blandað með áburðarsöltum og heitir þá kjarni. Fimm þúsund tonna vetnisperoxíð verksmiðja í Suður-Afríku Það fyrirtæki sem nú stendur { mikilli uppbyggingu vetnisperox- íðs verksmiðja er þýska stórfyrir- tækið Uhde sem er hluti af Höshst samsteypunni. Uhde hefur hannað og byggt meira en 1.200 efnaverk- smiðjur út um allan heim. Þar af hafa verið byggðar tvær vetnis- peroxíð verksmiðjur, önnur stað- sett í Suður-Afríku og hin í Suður- Kóreu. Verksmiðjan í Suður-Afr- íku, sem tók til starfa árið 1990, framleiðir 5.000 tonn á ári. Verk- smiðjan í Suður-Kóreu framleiðir 10.000 tonn á ári og tók til starfa árið 1993. Auk þessara tveggja verksmiðja er nú verið að byggja þijár nýjar verksmiðjur, sem allar eiga að vera teknar til starfa árið 1996. Ein er staðsett á Indlandi og á að framleiða 11.000 tonn á ári, önnur er staðsett í Indónesíu og á að framleiða 15.000 tonn á ári og að lokum verður ein byggð í Tyrklandi og mun hún framleiða 20.000 tonn á ári. Samtals munu því verksmiðjur, byggðar af Uhde, framleiða 61.000 tonn af vetnisperoxíði á ári eftir 1996. Hvað Áburðarverksmiðjuna varðar er um tvo möguleika að ræða við framleiðslu vetnisperox- íðs. Annar möguleikinn er að framleiða vetnisperoxíð ásamt áburði. Hinn möguleikinn er að leggja niður áburðarframleiðslu og framleiða eingöngu vetni- speroxíð. Vetnisperoxíð er verðmæmt söluvara, segir Anna Þóra Bragadóttir, sem er að ryðja sér til rúms í stað klórs. Ef verksmiðjan héldi áfram framleiðslu á áburði, en hæfi jafn- framt framleiðslu á vetnisperoxíði, þyrfti að skipta um rafgreiningar- ker í Áburðarverksmiðjunni og fá í staðinn ker sem ef til vill þyrfti að sérsmíða, þar sem óvíst er hvort þau eru fáanleg á almennum markaði. Það álitlega við þessa aðferð væri hins vegar það, að verksmiðjan framleiddi áfram vetni til framleiðslu áburðar. Sá áburður kynni að verða samkeppn- isfær við innfluttan áburð vegna þess að verksmiðjan framleiddi jafnframt aukaafurð, sem væri verðmæt söluvara. Það virðist því fyllsta ástæða til að athuga þenn- an möguleika vel. Hinn möguleikinn væri sá að Áburðarverksmiðjan legði niður framleiðslu á áburði en hæfi ein- göngu framleiðslu á vetnisperox- íði. Þá yrði notuð Uhde-tækni. Er hér um að ræða þá tækni sem notuð er í verksmiðjum sem býggðar eru af þýska stórfyrir- tækinu Uhde. Vetnið yrði fram- leitt áfram eins og nú er gert í Áburðarverksmiðjunni. En því til viðbótar þyrfti að reisa vetnis- peroxíðsverksmiðju. Kostir þessar- ar aðferðar virðast einkum þeir, að þá mætti nota vetnisverksmiðj- una óbreytta og tengja hana við vetnisperoxíðverksmiðju eins og þær sem byggðar eru í dag og sýnd er á eftirfarandi mynd. Óko- stirnir eru hins vegar þeir að Anna Þóra Bragadóttir áburðarframleiðsla félli niður. Sé litið til markaðsmálanna er vetnisperoxíð, sem umhverfisvænt bleikingarefni, m.a. I pappírsiðn- aði, verðmæt söluvara sem nú er að ryðja sér til rúms í stórum stíl, í stað klórs sem er mjög eitruð lofttegund. Framleiðsla vetni- speroxíðs fer ört vaxandi í heimin- um og er talið að þörfin fyrir það muni vaxa um 10% á ári eða meira næstu árin. Ástæðan er meðal annars sú, að víða er farið að setja lög sem banna jafn óumhverfís- vænt efni og klór. Hér er því tæki- færi fyrir íslenskt fyrirtæki að hefja framleiðslu á umhverfís- vænni útflutningsvöru' sem er samkeppnishæf á erlendri grund. Að mínu áliti eru þær hugmyndir, sem hér eru ræddar, verðar fyllstu athygli og rétt að þær séu skoðað- ar nánar. Aðrar þjóðir sem byggja vetnis- peroxíð verksmiðjur þurfa, auk kostnaðar við byggingu og rekstur vetnisperoxíðs verksmiðjunnar sjálfrar, einnig að gera ráð fyrir kostnaði við öflun vetnis. Hér er hins vegar gert ráð fyrir þeim möguleika að vetnisframleiðslan geti farið fram í verksmiðju sem þegar er búið að afskrifa að fullu og ef til vill verði lögð niður. Þá er sá möguleiki einnig fyrir hendi að unnt verði, í næstu framtíð, að fá ódýra raforku vegna þess að íslendigar hafa þegar byggt fleiri vatnsaflsvirkjanir en þeir nú hafa not fyrir. Þá má einnig benda á þann möguleika að í stað þess að vetnisverksmiðjan í Gufunesi framleiddi vetni allan sólarhring- inn, en það myndi nægja til að framleiða 34.000 tonn á ári af vetnisperoxíði, að hún framleiddi aðeins vetni á nóttunni þegar hugsanlegt væri að fá ódýrt næt- urrafmagn. Þannig yrði hægt að framleiða 14.000 tonn af vetni- speroxíði á ári. í þessu sambandi má benda á að vetnisverksmiðjan í Gufunesi framleiddi um árabil vetni svo til eingöngu að nætur- lægi. Loks má benda á hugsanlega hagkvæmni þess að nota ódýra jarðgufu til að auka styrk vetni- speroxíðs lausnarinnar með eim- ingu. Fengin reynsla hér á landi, af jarðgufuvirkjunum, bendir til þess að jarðgufa kosti aðeins um Vs af því sem kostar að framleiða gufu með olíu. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur. ^ HSM Pressen GmbH • Öruggir vandaðir pappirstætarar • Margar stærðir - þýsk tækni • Vönduö vara - gott verð J. fiSTVfllDSSON HF. SKIPH0LTI33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580 AUSTURLENSK TEPPI OG Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur til 36 mán. SKRAUTMUNIR Afturhvarf til fortíðar? MEGINEFNI þess frumvarps til laga um breytingar á lögunum um stjóm fiskveiða, sem nú liggur fyrir Al- þingi, varðar smábáta, aðallega svokaliaða krókabáta. Áformað er að gefa eigendum þeirra val um það hvort þeir velji viðbótar bann- daga frá og með næsta fiskveiðiári eða aflahá- mark. Það truflar menn þó gagnvart þessum valkostúm að í frum- varpinu er jafnframt gert ráð fyrir því að upp verði teknir svokallaðir róðradagar, þannig að í stað daga sem mönnum er bannað að róa velji menn sjálfír sína róðara- daga. Ýmislegt er enn óljóst um þessar hugmyndir en ljóst að þær njóta mikils stuðnings, bæði innan þings og utan. Þá eru í frumvarpinu tillögur til að mæta erfíðleikum minni aflamarksbáta. Aukin forsjárhyggja Til að hemja stækkun krókabáta- flotans eru settar fram hugmyndir um strangar reglur varðandi end- umýjun slíkra báta. í sóknarkerfi er stjórn á flotastærð virka stýriað- ferðin svo það þarf ekki að koma neinum á óvart að fínna þær tillögur í frumvarpinu. Það sem kemur á óvart er, að jafnframt em settar fram tillögur sem þrengja möguleika aflamarksskipa til endumýjunar og stækkunar. I aflamarkskerfi er það aflamarkið sem er stýritækið og ætti útgerðarmönnum að vera það í sjálfsvald sett með hvaða skipa- stærð þeir sækja þann afla sem þeim er úthlutað. Tillöguflutningurinn ber með sér að menn virðast enn vera með annan fótinn í gamla sóknar- markskerfinu, eða ekki ákveðnir í því að aflamarkskerfið muni verða áfram við lýði. í öllu falli er sérkenni- legt að nota tímann nú til sýna þessa forsjárhyggju með undirstrikun á því að útgerðarmönnum sé ekki trey- standi til átta sig á því hvernig þeim sé hagfelldast að sækja þann afla sem þeira aflamark heimilar þeim. Efnt uppí „sjóðasukk“? En það sem undirrituð stakk þó helst fótum við, við lestur frum- varpsins var ákvæði til bráðabirgða II. Þar er lagt til að á þessu kjörtíma- bili skuli Byggðastofnun árlega hafa til ráðstöfunar þorskaflahámark sem nemur 500 lestum. Að kjörtímabilinu loknu virðist, skv. frumvarpinu, aft- ur óhætt að treysta sjávarútvegs- ráðuneytinu fyrir úthlutun þessara tonna, og það á sama grundvelli, þ.e. til að ráðstafa til krókabáta sem gerðir eru út frá byggðarlögum sem algjörlega eru háð veiðum slíkra báta og standa höllum fæti. Hvað er hér að gerast. Af hverju er ráðuneytinu ekki trey- standi til þess að út- hluta þessum tonnum á þessu kjörtímabili líka? Er hér verið að efna uppí einn jólasveina- sjóðinn enn? Er það virkilega ætlun manna að fara að færa úthlut- un veiðiheimilda í hend- ur pólitískt kjörinnar stjómar Byggðastofn- unar, þar sem meiri- hluti hefur jafnan verið skipaður starfandi al- þingismönnum. Skv. fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða er það markmið laganna að stuðla að vemdun og hagkvæmri nýtingu auðlindarinnar og „tryggja með því trausta atvinnu °g byggð í landinu.“ Það er jafnan í gangi togstreita varðandi það að hve miklu leyti við reynum að gæta einstakra byggða og atvinnusjón- Hvað er að gerast spyr Svanfríður Jónas- dóttir. Af hveiju er ráðuneytinu ekki treystandi til þess að úthluta þessum tonnum á kjörtímabilinu? armiða. Ákvæði em í lögunum sem gera ráð fyrir því að áföllum sé mætt og fullkomlega eðlilegt að lög- gjafinn reyni að ganga þannig frá málum að unnt sé að bregðast við ef upp koma þær aðstæður að rétt- lættu frávik frá meginreglu. En þá á það áfram að vera á verksviði sjáv- arútvegsráðuneytisins að úthluta slíkum veiðiheimildum. Út á hvaða braut emm við annars komin? Hver fær næst að úthluta veiðiheimildum? Verða það félagsmálastofnanir sem fá að úthluta bágstöddum sneið af kökunni eða verða búnir til nýir hjálpræðissjóðir? Sátt um stefnuna Menn tala gjarnan um að skapa þurfí sátt um sjávarútvegsstefnuna. Ýmsar ábendingar um hvernig nálg- ast má þá sátt hafa verið settar fram. Þessi aðferð, að setja úthlutun þessara veiðiheimilda í hendur Byggðastofnunar, er vísasti veg- urinn til þess að skapa tortryggni og enn frekari deilur um og gagn- rýni á fiskveiðistjórnunina. Er það það sem verið er að byðja um? Höfundur er alþingismaður. Svanfríður Jónasdóttir SJÚKRALIÐANÁM ^ Fjölbrautaskólinn Breiðholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.