Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGALANDSLIÐIÐ. Efri röð frá vinstri: Bergsteinn Einars- son, Jón Viktor Gunnarsson og Björn Þorfinnsson. Neðri röð: Einar Hjalti Jensson, Haraldur Baldursson og Bragi Þorfinnsson. Frábær byrjun unglingalandsliðsins SKAK Las Palmas, Kanaríeyjum ÓLYMPÍUMÓT SVEITA 15 ÁRA OG YNGRI 8.-15. MAÍ ÍSLENSKA sveitin á Ólympíu- móti 15 ára og yngri í Las Palmas á Kanaríeyjum hefur fengið óska- byijun. I fyrstu umferð var sveit heimamanna burstuð á öllum borð- um 4-0 og síðan tóku íslensku strákamir forystuna með því að sigra Rússa 214—V/2. Það var óvæntur og glæsilegur sigur, því Rússar eiga titil sinn að verja í þessum aldursflokki, sigmðu á fyrsta mótinu á Möltu í fyrra. ís- land er því efst með 614 v, en Argentína og Georgía em næst með 6 v. Rússar og fleiri sveitir hafa 514 v. í keppninni við Rússa lenti Jón Viktor Gunnarsson í erfiðu enda- tafli á fyrsta borði og tapaði sinni skák 0g á þriðja borði gerði Berg- steinn Einarsson jafntefli. En bræðumir Bragi og Björn Þorf- innssynir áttu frábæran dag og unnu glæsilegar sóknarskákir með svörtu mönnunum. Það þarf greini- lega að halda námskeið í skákskól- um Moskvuborgar um það hvemig veijast skuli jafn hvassri tafl- mennsku og þeir bræður beita. Hvítt: Oleg Zudov Svart: Bragi Þorfinnsson Spánski leikurinn I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - b5 6. Bb3 - Bb7 Upphafsleikur hins hvassa Arkhangelsk-afbrigðis. 7. Hel - Bc5 8. c3 - d6 9. d4 - Bb6 10. a4 - 0-0 11. Ra3?! Það duga ekki slík vettlingatök í baráttunni um fmmkvæðið. Rétt er 11. Bg5 - h6 12. axb5 - axb5 13. Hxa8 - Bxa8 14. Bh4 eins og tveir íslenskir stórmeistarar hafa reyndar gert með góðum ár- angri. í skákunum Guðmundur Siguijónsson - Tompa, Harrachov 1967, og-'Jón L. Ámason - Jón Kristinsson, deildakeppni SÍ 1987, lék svartur í báðum tilvikum 14. - De7 og stóð lakar eftir 15. Ra3. Betra er 14. - g5! II. - h6! 12. axb5 - axb5 13. d5 - Re7 14. Be3 - Bxe3 15. Hxe3 - c6 16. dxc6 - Bxc6 17. Bc2 - Rg6 18. Dd2 - Db6! Bragi hefur fengið virka og þægilega stöðu útúr byijuninni. Nú er peðið á d6 baneitrað: 19. Dxd6? - Rg4 20. He2 - Rf4 21. Hd2 - Hfd8 og svartur vinnur 19. Heel - Hfd8 20. De3 - Db7 21. Hadl - Rh5!? Svartur leggur út í djarfa áætl- un. Hann tekur vald af d5 reitnum. 21. Rf4 var stöðulegri leikur. Nú er ekki að sökum að spyija. Oleg Zudov hefur lært sína lexíu í rúss- neska skákskólanum og setur strax stefnuna á að sölsa d5 undir sig. 22. Bb3 - Rhf4 23. g3 - Re6 24. Bd5 - Rc5 25. Bxc6 - Dxc6 26. Rc2 - Dd7 27. Rb4 - Hac8 28. Kg2 - f5! Bragi teflir þessa skák mjög skemmtilega og leikur ávallt hvassasta leiknum. 29. exf5 - Dxf5 30. Hd2 - Hd7 31. Hedl - Re4 32. Hd5?! Reynir að vinna peðið á b5 og vanmetur mótspil svarts. Hvítur átti ekkert betra en að fara til baka með 32. He2. 32. - Hf8! 33. Hxb5? Yfirsést vinningsflétta svarts. Nauðsynlegt var 33. Hel. 33. - Hdf7 34. Hd3 - Dg4 35. h3 35. - Rh4+!! 36. Rxh4 - Hxf2+ 37. Kgl — Dxh3 og hvítur gafst upp, því hann er óveijandi mát. Sigur Bjöms var öllu meiri ein- stefna. Hann blés snemma til sókn- ar á kóngsvæng í ítalska leiknum. Þetta kom Rússanum gersamlega í opna skjöldu, hann fann enga vöm og fljótt stóð ekki steinn yfir steini. Undirbúningur sveitarinnar skilaði sér vel í viðureigninni við Rússa. Byijanaþekking hefur verið veikur hlekkur hjá íslensku ungl- ingunum, þeir hafa iðulega lent í því að vera komnir með óteflandi stöður snemma tafls. Fyrir mótið var hið hvassa Arkhangelsk- afbrigði spánska leiksins undirbúið sérstaklega og það gat Bragi nýtt sér. Þegar hann nær sóknarfærum í miðtafli er hann illviðráðanlegur. Oleg Zudov, andstæðingur Braga er 14 ára gamall og er með 2.105 stig á lista FIDE. Oflugasta sveitin á mótinu er talin vera sú ungverska með yngsta stórmeistara heims í farar- broddi, Peter Leko, sem hefur hvorki meira né minna en 2.570 skákstig. En hann fékk óvæntan skell gegn Svíanum Emanuel Berg í fyrstu umferð. Svíinn stóð sig einmitt vel á Norðurlandamótinu á Laugarvatni í febrúar og skaut þeim Jóni Viktori og Braga aftur fyrir sig. Leiðrétting I skákþætti nýlega var greint frá úrslitum á Skólaskákmóti Reykjavíkur. í umfjöllun um yngri flokk kom fram að sigurvegarinn Davíð Kjartansson hlaut 8*4 vinn- ing af 9 mögulegum, missti aðeins eitt jafntefli. Rangt var farið það með hver náði jafnteflinu. Það var Guðjón Heiðar Valgarðsson, sem varð í þriðja sæti. Sumarbúðir Skákskóla íslands Skákskóli íslands stendur fyrir sumarbúðum í Reykholti í Biskups- tungum dagana 18-23. júní. Aðal- kennari verður Helgi Ólafsson, stórmeistari. Einnig verður íþrót- takennari og fleiri skákkennarar til aðstoðar. Búðimar eru fyrir böm og ungl- inga á aldrinum 8-15 ára og er aðstaða fyrir allt að 30 þátttakend- ur. Námskeiðsgjald er kr. 14.800 og er innifalið í því ferðir, uppi- hald, kennsla og kennslugögn. Nemendur þurfa að hafa með sér svefnpoka. Brottför verður frá húsnæði skólans, Faxafeni 12, Reykjavík, sunnudaginn 18. júní kl. 16. Kom- ið verður til baka á sama stað föstudaginn 23. júní kl. 18. Skráning stendur yfír til 2. júní á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 10-13 í síma 5689141 og bréfsíma 5689116. Margeir Pétursson I DAG SKÁK Umsjön Margeir Pétursson HVÍTUR leikur ogvinnur Staðan kom upp á Norðurlandamótinu og svæðamótinu hér í Reykjavík í mars. Simen Agdestein (2.600) hafði hvítt og átti leik en Hann- es Hlífar Stefánsson (2.530) var með svart. 33. Bf6! - gxf6 (Skárra var 33. - Rf8 34. Dxh6+ - Kg8 35. Bxg7 - Dxg7 36. Hxa6 - Bxa6 37. Dxa6 - b4 38. Dc4+ - Kh7 með vinningsstöðu á hvítt) 34. De8+ - Kg7 35. Hxd7+ og svartur gafst upp því hann tapar drottningunni. Agdestein var aldrei nálægt því að veija Norður- landameistaratitil- inn og endaði með aðeins 50% vinn- inga. Hann hefur löngu verið frægur sem íslendinga- bani, en nú brugðust þau mið gersamlega og þetta var eini vinningurinn úr þremur skákum gegn landanum. Til saman- burðar má geta þess að á IBM mótinu 1987 hlaut hann þijá og hálfan vinn- ing úr fjórum skákum við íslendinga. LEIÐRÉTT Hjúkrunarpróf ekki BS-próf í frétt á bls. 4 í Morgun- blaðinu í gær um ljós- mæðranám við Háskóla Is- lands var sagt að þyrfti BS—próf í hjúkrunarfræði til þess að mega stunda það við skólann. Þetta er ekki rétt, inntökuskilyrðin eru hjúkrunarpróf og hjúkrun- arleyfi frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Gengi rúblunnar I grein á bls. 20 í Morgun- blaðinu í gær var rangt farið með gengi rúblunnar. Rétt er að rúmar 5.000 rúblur eru í einum Banda- ríkjadollar þannig að 100.000 rúblna seðill sam- svarar um 1.300 íslenskum krónum. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Rangt nafn Ekki var farið rétt með nafn Árna M. Mathiesen alþingismanns í frétt um umræður á Alþingi um frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fískveiða í blaðinu í gær og hann ranglega nefndur Einar. Er beðist velvirðingar á þessu. Brautskráning í ML í frétt Morgunblaðsins sl. fimmtudag af brautskrán- ingu stúdenta í Mennta- skólanum að Laugarvatni er ég borinn fyrir heldur klaufarlegri tilvitnin í Klettaflallaskáldið, eða nánar til tekið í kvæðið Eftirköst. Af fréttinni mætti halda að ég hafi ekki aðeins vitnað ónákvæmt heldur beinlínis rangt í al- þekktar ljóðlínur úr kvæð- inni. Því langar mig að biðja Morgunblaðið að birta orðrétt eftirfarandi máls- grein úr niðurlagi kveðju- orða minna til nýstúdenta: „Það skal vera kveðjuósk mín til ykkar að þið megið, hvert á sínu. sviði, reyna að standast það stranga mat sem Stephan Gv Step- hansson lagði á hinn menntaðasta mann: þ.e. að vera sá „flest og best sem var og vann/það vönduðum manni sæmdi“. Kristinn Kristmunsson VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Kann einhver vísuna? BERGÞÓRA leitaði til Velvakanda með vísu- parta sem hún kunni ekki meira af. Það sem hún kann úr vísunum er eftirfarandi: Hann boli er úti og bítur þig, hann baulaði áðan og hræddi mig... Biður hún þá sem kannast við þessar vísur að hafa samband við sig í síma 5519673. mm-nm&m Peysa tapaðist KVENPEYSA með leð- ur- og rúskinnsmerkjum framan á tapaðist af reiðhjóli á leiðinni frá Kringlunni, gangstéttar- megin, upp Miklubraut og inn Stakkahlíð sl. miðvikudag. Hafi ein- hver fundið peysuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 562978S. Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR með áletruninni „Þín Linda Björk“ tapaðist í byijun maí. Finnandi vinsamlega hringi í síma 5673559. Orkusteinn tapaðist MARGLITUR óreglu- lega lagaður steinn, vaf- inn í spíral, tapaðist í Kringlunni sl. fimmtu- dag. Steinninn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Sá sem hefur fundið hann er vinsamlega beðinn að láta vita í síma 5575790 eða í öryggisgæslu Kringlunnar. HOGNIHREKKVISI « EG HEF HEVfer M> sé i linjÖG AULALEGUM HfeeíCKJAVÖtCU-BÚNIKJGI. '• Víkveiji skrifar... VÍKVERJI tekur undir það með Neytendasamtökunum að honum fínnst blekkingum hafa verið beitt í GATT-málinu. Vík- veiji hafði litið svo á að aðild ís- lands að Alþjóðaviðskiptastofnun- inni þýddi meðal annars að eitt- hvað breyttist varðandi verðlags- mál landbúnaðarafurða. Nú kemur í ljós að jafnvel af þeim litla inn- flutningi, sem á að leyfa til lands- ins á „lægri tollum" eru aðeins tvær vörur samkeppnisfærar við íslenzkar í verði; kjúklingakjöt og kalkúnakjöt, sem hafa hvort sem er verið á okurverði hér heima. Ekki má flytja inn nema 3% innan- landsneyzlu þessara vara, sem er svo lítið að það skiptir varla neinu höfuðmáli fyrir kjör almennings. Hvar er samkeppnin, sem átti að leiða til hagræðingar í íslenzkum landbúnaði? xxx HITT er svo annað mál að meira vöruúrval telst auðvitað líka til huglægra lífsgæða. Satt að segja væri Víkverji tilbúinn að borga nokkuð hátt verð fyrir t.d. ekta Gorgonzolaost, franska gæðaosta eða danska skinku og beikon ef það fengist á annað borð í búðunum. Kannski verður GATT- samningurinn til ^ess að settar verði upp „sælkerabúðir" með dýr- ar, útlendar landbúnaðarvörur. Til lengri tíma litið myndi það senni- lega ýta undir að almenningur gerði kröfu til að fá vörumar á sama verði og aðrir Evrópubúar. xxx SEM betur fer flokkast ekki öll erlend matvæli undir „land- búnaðarvörur“ og bera ofurtolla eftir því. Eitt af því sem Víkverji dagsins hefur saknað hvað mest eru þær yndislegu vörur, sem hægt er að fá í frönskum bakaríum. Is- lenskir bakarar virðast vera fastir í danskri vínarbrauðahefð og hafa þeir sýnt lítinn áhuga á því að bjóða viðskiptavinum upp á brauðvörur, sem eiga rætur sínar að rekja til annarra menningarsvæða, s.s. Frakklands og Italíu. Víkveiji fagnaði því mjög þegar hann sá að opnuð hafði verið verslun, „La Baguette“ í Skeifunni, sem sér- hæfir sig í innflutningi á frönskum brauðum og kökum. Hvað er hægt að hugsa sér betra en croissant með morgunkaffinu á sunnudögum og hvernig á maður að geta notið góðra osta (jafnvel þó að þeir séu íslenskir) án þess að hafa ekta baguette-brauð við hendina. Hin svokölluðu snittubrauð, sem ís- lensk bakarí bjóða upp á, eru vissu- lega eins í laginu og „bagettur" en það er fátt annað sem þessi brauð eiga sameiginlegt. Franskir matvælaframleiðendur hafa verið leiðandi í því á undanfömum áram að framleiða frosin gæðamatvæli og frosnu brauðin, sem Víkveiji lauk við að baka í ofninum heima, brögðuðust eins og þau væru ný- komin úr bakaríi í Frakklandi. x x x • • OLL símanúmer landsins taka breytingum í dag og verður Víkveiji ásamt fjölmörgum öðram að henda nafnspjaldabirgðum sín- um í ruslafötuna. Öllu verri eru hins vegar auglýsingarnar sem nú hljóma úr hveiju útvarps- og sjón- varpstæki daginn út og daginn inn. Það getur vissulega verið ágæt hugmynd að byggja eina auglýs- ingu upp á því að símanúmerið sé sungið. En verða allir aðrir að fylgja í kjölfarið? Hafa menn ekki fleiri hugmyndir? Þetta er líka far- ið að hafa þær afleiðingar að fólk er orðið svo ruglað í ríminu að það hefur ekki lengur hugmynd um hvaða stef að á að raula þegar það ætlar að hringja í eitthvert tiltekið þjónustufyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.