Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 47 COLUMBIA TRISIAR SAMm SAMmí ÁLFABAKKA 8, 587 3900 w/BiiiBN sAMwamm SAMmi SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 GERD EFTR SOGU SPENNUSAGNAMEIS1ARANS OONTZ JEFF GOLDBLUM CHRISTHME LAHTI ALICIA SILVERSTONE i '! ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN Kvikmyndir vom hons óstríðo ÉMDfk Konur voru honum innblóstur Angórupeysur voru hons veikleiki a TIM BURTON film Sýnd Sýnd kl. 4.50, 6.55 og 9. ÁLFABAKKA 8, 587 8900 I BRAÐRI HÆTTU DUSTIN RENE HOFFMAN * RUSSQ MORGAN FREEMAN Thx ■ - ■ ■■ ■ ■: ÍW OUTBREAK ★★★ Mbl. ★★★ Dagsljós ★★★ Helgarpósturinn | > Sýnd kl. 4.45, 6.50 og 9. í THX B.i. 12. ENGLARNIR Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. HX „HIDEAWAY" er mögnuð spennumynd gerð eftír sam- nefndri sögu spennusagnameistarans DEAN R. KOONTS. Myndin segir frá Hatch Harrison sem lendir í hræðilegu bíl- slysi. Hann er fluttur látinn á sjúkrahús en læknar ná að lífga hann við eftir 2 tíma með aðstoð hátæknibúnaðar... En það er ekki sami maðurinn sem kemur til baka!!! „HIDEAWAY" háspennumynd sem sameinar góða sögu og frábærar tæknibrellur. Aðalhlutverk: JEFF GOLDBLUNI, CHRISTINE LAHTI og ALICIA SILVERSTONE. Leikstjóri: BRETT LEONARD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. FJÖR I FLORÍDA SARtll JIiSKpA ANTOMf) PAHKER HANDKKAS ALGJOR BOMMER MIAMI RHAPSODY 5ýnd ara Synd kl. 7 og 9 og Synd Synd 400 og LITLU skrímslin í Gremlins stökkbreytast í vatni, en ekki þegar þau detta ofan í súpupott. BÍÓHÖLLJN Sýnd kl. 3 og 5 BÍÓBORGIN kl. 5. SAGAN ENDALAUSA Sýnd kl. 3. Verð kr. 400. Iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii **• blabib - kjarni málsins! Blab allra landsmanna! Sýnd kl. 5, 6.45 og 9. Sýnd í sal 2 kl. 6.45. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Mistök og mótsagnirí kvikmyndum SUMIR kvikmyndarýnar gera það að gamni sínu að leita uppi smávægileg mistök eða mótsagnir í kvikmyndum. Öfugt við það sem margir halda finnast þau ekki einungis í annars flokks kvikmyndum, heldur líka í myndum af vönduðustu gerð á borð við Indiana Jones og Stjörnustríð. Þoturákir og yósastaur í grínmyndinni Gremlins má sjá krúttlega skrímslið Gizmo aka tvisvar á hrað- skreiðum leikfangabíl yfir sama tætingslega hundinn. Hann hefur ef til vill gengið í sama ökuskóla og þeir sem aka tvisvar utan í sömu Volkswagen-bifreið í æsileg- um eltingarleik um San Fransiskó í hasarmyndinni Bullitt. í myndum sem eiga að gerast í gamla daga má stundum sjá tákn okkar tíma. Sem dæmi má nefna Rauða sjóræningjann, en þar má margsinnis sjá þoturákir í sjóndeildarhringnum sem bera við blaktandi segl sjó- ræningjaskipsins. I einni rómuðustu mynd allra tíma, Á hverfanda hveli, sem á að eiga sér stað í Atlanta um miðbik nítjándu aldar, má sjá Scarlett hlaupa framhjá raf- magnsljósastaur. I Indiana Jones, síðustu krossferðinni, hruflar hinn ungi Jones sig á hökunni þegar hann er að læra að beita svipu í fyrsta skipti. Eftirtektarsamir áhorfendur furða sig vafalaust á því að sárið er ýmist hægra eða vinstra megin á hökunni. Því svipar óneitanlega til Ránsins á týndu örkinni þegar Jones er með skammbyssu af eldri gerðinni, þar til hann lendir í vandræðum og hún _er allt í einu orðin sjálfvirk. í þeirri mynd verður mjótt húsasund í Kaíró skyndilega að torgi þegar vörubíll springur í loft upp. LUKE Skywalker i atriði sem á sér stað á plánetu með tvær sólir. Eiga þá ekki að vera tveir skuggar? JOHNNY Weissmuller er ekki fimari en svo í trjánum í hlutverki sínu sem Tarz- an, að hann notast við loftfimleikarólu. Hvað varð af hattinum? I Bond-myndinni Njósnar- inn sem elskaði mig, hverfa ótal leikmunir skýringalaust í framvindu sögunnar. Til dæmis standa tveir vörubílar hlið við hlið en þegar annar springur er hinn allt I einu gufaður upp. Þegar Bond kemur inn á skrifstofu Moneypenny í Dr. No frá árinu 1962 kastar hann hatti sínum á fatastand- inn og hinum megin í skrif- stofunni má sjá bláa kápu hanga á vegg. Þegar Bond kemur út frá M eru fat- astandurinn og kápan á veggnum allt í einu sömu megin í skrifstofunni. Þremur árum síðar, í Þrumufleygn- um, kemur Bond enn inn á skrifstofuna, en getur ekki kastað hattinum því standur- inn er kominn bakvið dyrnar. Þegar hann kemur út frá M er standurinn hins vegar fjór- um metrum frá dyrunum og hatturinn horfinn. Tvær sólir, einn skuggi í Die Hard virðist Bruce Willis ná að skipta um bol samtímis því að halda hóp af hryðjuverkamönnum í skefjum. Aðra stundina er bolurinn hvítur en hina blár. í Thunderball fara Bond og leyniþjónustumaður CIA, Felix Leiter, að gullna hellin- um í þyrlu. Þá vekur það at- hygli að Leiter er ýmist í hvítum stuttbuxum eða blá- um síðum léreftsbuxum. Loks má nefna dæmi um það þegar söguþræðinum er ábótavan1 hvað trúverðug- leika snertir. Dæmi um það eru litlu skrímslin í Gremlins- myndunum, sem stökkbreyt- ast þegar þau komast í vatn. Það gerist hins vegar ekkert þegar þau velta sér upp úr snjó, þótt hann sé auðvitað ekkert annað en vatn. Þá er það kunn staðreynd að Luke Skywalker úr Stjörnustríði er frá plánetu með tvær sól- ir. Af hverju varpar hann þá ekki tveimur skuggum í myndinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.