Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIINIAR
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 2
Enn af mjólkurmálum
í MORGUNBLAÐINU þann 25.
maí síðastliðinn birtist viðtal við
Þóri Pál Guðjónsson, kaupfélags-
stjóra Kaupfélags Borgfirðinga,
um úreldingu Mjólkurbúsins í
Borgarnesi. I viðtalinu koma fram
fullyrðingar sem undirritaður telur
ekki réttar og vill því gera athuga-
semdir við.
I upphafi viðtalsins segir Þórir
Páll: „Eg átti í fyrsta skipti fund
með Páli Kr. Pálssyni
4. maí síðastliðinn og
þá lýsti hann í fyrsta
skipti yfir áhuga á að
Sól hf. kæmi inn í
mjólkurvinnsluna og
viðbitsframleiðslu
MSB. Páll hefur hins
vegar haldið þvi fram
í fjölmiðlum að undan-
förnu að við höfum átt
fund um þessi mál
síðastliðið haust en
það er beinlínis rangt
hjá Páli.“
Þann 11. ágúst
1994 hafði undirritað-
ur samband við Þóri
Pál og óskaði eftir við-
ræðum við hann og/eða aðra full-
trúa Kaupfélags Borgfirðinga varð-
andi hugsanlegt samstarf Kaupfé-
lagsins og Sólar hf. um framleiðslu
á mjólkurafurðum og söfum. Eru
nokkrir starfsmenn fyrirtækisins
til vitnis um viðræður okkar Þóris
Páls um þetta mál á síðastliðnu
hausti. Á það má einnig benda að
undirritaður átti viðræður við fram-
kvæmdastjóra annars kaupfélags
um svipað leyti, varðandi hugsan-
legt samstarf við framleiðslu mjólk-
urafurða. Þá má einnig nefna í
þessu sambandi að mjólkurmálið
hefur verið til umfjöllunar á öllum
stjórnarfundum hjá Sól hf. frá og
með 22. nóvember 1994 og er vik-
ið að málinu í öllum fundargerðum
frá og með þeim tíma.
Þá segir Þórir Páll síðar í viðtal-
inu: „Eftir að ráðherra hafði stað-
fest samninginn um úreldinguna
þann 5. maí síðastliðinn var samn-
ingurinn endanlega ræddur í stjóm
KB og kannað hvort að tilefni
væri til þess að taka samninginn
upp, þrátt fyrir að ráðherra væri
búinn að staðfesta hann og skoða
þann valkost m.a. að fara í sam-
starf við Sól hf. en þá sáu menn
engan flöt á því máli og ekkert til-
efni til þess, enda • hafði ekkert
raunhæft tilboð borist frá Sól hf.“
í þessu sambandi er rétt að
minna á orð Gunnars Guðmunds-
sonar, stjórnarmanns í Kaupfélagi
Borgfirðinga, í Morgunblaðinu
þann 10. maí síðastliðinn en þar
segir Gunnar m.a.: „Það má líka
hafa í huga að ráðherra skrifaði
undir úreldinguna með ákveðnu
skilyrði um tryggingu sem var ekki
í samkomulagi Kaupfélagsins við
Mjólkursamsöluna," sagði Gunnar
og útilokaði ekki að þetta gæti
verið undankomuleið til þess að
rifta samkomulaginu. „Eg get ekk-
,ert um þetta mál sagt annað en
að það er stjórnarfundur hjá Kaup-
félaginu næsta föstudag." Á þeim
fundi var málið rætt ítarlega, sam-
kvæmt heimildum undirritaðs, en
á endanum ákváðu menn að fara
ekki fram með riftun á samningn-
um. Það er því ekki rétt hjá Þóri
Páli að segja að menn hafi ekki séð
neinn flöt á því máli og ekkert til-
efni til þess.
Hvað varðar raunhæfni hug-
mynda okkar er rétt að engin form-
leg rekstraráætlun eða efnahags-
reikningur fyrir nýtt fyrirtæki lá
frammi í upphafi viðræðna okkar.
Það verður reyndar heldur ekki séð
að slík gögn liggi fyrir í dag, varð-
andi þann rekstur sem hugmyndir
eru um að fara af stað með í hús-
næðinu eftir úreldingu, enda eru
skoðanir skiptar um umfang og
ábatasemi þess rekstrar. Það sem
fyrir lá, af okkar hálfu, voru hins
vegar mjög skýrar hugmyndir um
þá framleiðslu sem fram myndi
fara í hinu nýja félagi og hvernig
eignaskiptum yrði háttað milli Sól-
ar hf. og aðila í héraði.
Þá víkur Þórir Páll síðar í viðtal-
inu að nauðsyn hagræðingar í
mjólkuriðnaði. Hann bendir þar á
nauðsyn þess að taka einhver
mjólkurbú úr rekstri vegna þess
að framleiðslugetan sé svo mikil
og segir m.a.: „Mjólk-
urbúið hér hefur alltaf
verið efst á blaði vegna
þess að það er talið svo
hagkvæmt að úrelda
það.“
Það er enginn
ágreiningur um nauð-
syn þess að hagræða
í mjólkuriðnaði. Það
sem ágreiningurinn
stendur um er hvaða
leið eigi að fara. Ann-
ars vegar er leið ríkis-
hagræðingar þar sem
ríkið tekur að sér að
stýra því, með beinum
og óbeinum hætti,
hvaða mjólkurbú verða
lögð niður og hver haldi áfram
starfsemi. Þetta er sú leið sem
menn hyggjast fara með úreldingu
Mjólkurbúsins í Borgarnesi.
Við viljum skila breyt-
ingum, segir Páll Kr.
Pálsson, til hagsbóta
fyrir neytendur, bændur
og kaupmenn.
Hins vegar er um leið markaðs-
hagræðingar að ræða, þar sem þau
bú myndu lifa sem hagrætt gætu
nægjanlega í rekstri sínum til að
mæta þörfum og kröfum mark-
aðarins. Okkar hugmynd var að
gera Mjólkurbúið í Borgarnesi að
slíku fyrirtæki. Fyrirtæki sem væri
eitt það öflugasta í drykkjarvöru-
framleiðslu á landinu og hefði
umsvifamikinn rekstur bæði í fram-
leiðslu mjólkur og safa.
Núverandi kerfi í mjólkutjðnaði
er byggt upp á grundvelli einkasölu-
réttar og ríkisafskipta og hugmynd-
ir um hagræðingu byggja þar af
leiðandi á hugmyndafræði ríkishag-
ræðingar. Ástæðan fyrir því að okk-
ur var ekki hleypt inn í Mjólkurbúið
í Borgarnesi er, að okkar mati, fyrst
og fremst sú að hagsmunaaðilar í
landbúnaði og stjórnvöld telja á
þessari stundu ekki rétt að raska
þessu kerfí. Þá er ljóst að mjög slæm
fjárhagsstaða kaupfélagsins réð
miklu um afstöðu bænda og stjórn-
ar kaupfélagsins í málinu.
Þá má einnig benda á að í út-
reikningum á hagræðingu af úreld-
ingu Mjólkurbúsins í Borgarnesi
er ýmislegt að finna sem orkað
getur tvímælis. Áætlaður sparnað-
ur við rekstur er um 65 milljónir
króna á ári, sparnaður í launum
er áætlaður um 50 milljónir króna
en áætlað er að dreifingarkostnað-
ur á ári hækki um 3 milljónir króna
við úreldinguna. Samkvæmt þessu
er áætlaður heildarsparnaður við
úreldingu búsins um 110 milljónir
króna. Að mati undirritaðs er ýmis-
Iegt í þessum útreikningum mjög
vafasamt og er það skoðun undir-
ritaðs að sparnaður í rekstri verði
aldrei meiri en 30 milljónir króna,
sparnaður í launum aldrei meiri en
30 milljónir króna en kostnaður við
dreifingu muni hækka um allavega
5 milljónir króna. Heildarsparnaður
verði því aldrei meiri en 55 milljón-
ir króna á ári.
Vissulega er það rétt að 55 millj-
ónir er töluverður sparnaður á ári
en á hinn bóginn má einnig benda
á að árlegir vextir af úreldingarfé
upp á 250 milljónir króna eru lik-
ast til í kringum 20 milljónir króna
og má þannig færa rök fyrir því
að eiginlegur sparnaður af þessari
aðgerð verði ekki meiri en 35
milljónir króna á ári. Það er ekki
hátt hlutfall af heildarkostnaði
mjólkuriðnaðarins og hrekkur
skammt til að mæta „kröfu um
lækkun á vöruverði" eins og Þórir
Páll kemst að orði í rökstuðningi
sínum fyrir hagræðingu í mjólkur-
iðnaði. Þá á reyndar enn eftir að
meta þjóðhagslegan kostnað af því
að störfum mun fækka töluvert í
Borgarnesi vegna úreldingarinnar
og umtalsverður kostnaður er því
samfara að skapa ný störf.
Ýmsir hafa bent á að hugmynd-
ir okkar hafi komið seint fram. Það
skal viðurkennt að nokkuð er til í
því, þ.e.a.s. hvað varðar umfjöllun
um þær í fjölmiðlum og eru ýmsar
ástæður fyrir því sem of langt mál
væri að rekja hér. Það er hinsvegar
staðreynd að við höfum unnið í
þessu máli frá því haustið 1994.
Hinsvegar hefur þeirri spurningu
ekki enn verið svarað hvers vegna
ekki mátti skoða okkar valkost og
bera hann saman við úreldingar-
leiðina. Þar dugar skammt að af-
saka sig með tímaskorti því málið
hefur verið til meðferðar í nokkur
misseri og kemur ekki til fram-
kvæmda fyrr en eftir næstu ára-
mót. Við hvað voru menn svona
hræddir? Voru menn e.t.v. hræddir
um að niðurstaðan yrði sú að okk-
ar leið væri hagstæðari fyrir neyt-
endur, bændur og fólkið í Borgar-
nesi?
Eigendur og stjómendur Sólar
hf. telja af mörgum ástæðum, að
leið markaðshagræðingar í
mjólkuriðnaði sé sú leið sem fara
beri því hún muni skila meiri hag-
ræðingu en úreldingarleiðin með
því að opna fyrir samkeppni í grein-
inni. í tengslum við samkeppnis-
þáttinn má nefna eftirfarandi at-
riði:
• Helstu samkeppnisaðilar Sólar
hf. eru Mjólkursamsalan í Reykja-
vík, Osta og smjörsalan og Mjólkur-
samlag KEA á Akureyri. Þessi fyr-
irtæki framleiða öll vörur sem eru
í beinni samkeppni við vörur Sólar
hf., en hafa auk þess með höndum
framleiðslu á mjólkurafurðum sem
eru í óbeinni samkeppni við vörur
Sólar hf. Við teljum okkur, bænd-
um og markaðnum hag af því að
við komumst inn í framleiðslu
mjólkurafurða. Með því að geta
boðið vörur sem þau ein bjóða í
dag mun að okkar mati heildareft-
irspurn eftir mjólkurafurðum auk-
ast.
• Uppbygging mjólkuriðnaðarins
hefur að nokkru leyti farið fram í
gegnum fjármögnun sem grund-
vallast á beinum ríkisframlögum
og/eða einkasölurétti sem þau hafa
Trésmíðavélar
Vegna mikillar sölu á
nýjum vélum höfum við
fengið inn notaðar vélar:
Plötusög SCM Sl 320
3200 mm sleöi
Plötusög Kamro
2600 mm sleöi
Plötusög Kamro
3000 mm sleöi
Plötusög SCM Sl 15
1 700 mm sleöi
Sög & fræs Casadei
900 mm sleöi
Afröttari
350X2500 mm Casadei
Pykktarhefill
500 mm SCM S50
Kantlímingarvél
IDM Mignonette
Límvals
FIN 1300 2 rúll
Spónasög
Moldov 24 pokar
Hvaleyrarbraut 18-24
220 Hafnarfirði
Sími. 565 5055
notið áratugum saman. Þannig
hafa þessi fyrirtæki byggt upp
sterka stöðu eignarlega, þróunar-
lega og markaðslega, sem þau nýta
nú í sívaxandi mæli við framleiðslu
á afurðum sem ekki grundvallast
á mjólk og eru í beinni samkeppni
við vörur Sólar hf. Hér má t.d.
nefna framleiðslu eignaraðila
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og
Mjólkursamlags KEA á söfum og
framleiðslu, sölu og dreifingu Osta
og smjörsölunnar í viðbiti sem er
í beinni samkeppni við viðbit sem
Sól hf. framleiðir.
• Það væri þægilegt fyrir okkur
að geta farið til iðnaðarráðherra
og óskað eftir að hann stöðvaði
framleiðslu mjólkuriðnaðarins á
söfum vegna þess að engin þörf
væri fyrir þessa framleiðslu, þar
sem þegar væri næg afkastageta
á markaðinum, hjá okkur og öðrum
einkafyrirtækjum sem stunda slíka
framleiðslu. Við erum hins vegar á
þeirri skoðun að slíkt sé óeðlilegt
í nútíma samkeppnisþjóðfélagi því
slík boð og bönn muni aldrei skila
okkur, bændum eða neytendum
þeim árangri sem við stefnum að.
Það er því eðlilegt að okkar mati
að afnema öll slík boð og bönn.
• Þá má einnig benda á, eins og
fram hefur komið í umræðum um
þetta mál, að Mjólkursamsalan
Reykjavík nýtur þeirra einstöki
forréttinda að vera skattfijáls. Héi
er um samkeppnismismunun að
ræða sem vonlaust er að búa við
og með ólíkindum að þetta fyrir-
komulag skuli enn vera við lýði.
• Við teljum augljóst að hagsmun-
ir okkar, kaupmanna, neytenda og
bænda fari saman til lengri tíma
litið. Það er von okkar að viðleitni
okkar til að komast inn á mjólkur-
vörumarkaðinn muni skila sér í
breytingum, sem til lengri tíma lit-
ið munu bæta hag neytenda,
bænda, kaupmanna og okkar
sjálfra.
í ályktun aðalfundar Vinnuveit-
endasambands íslands 1995, um
ábyrgð, samkeppni og siðferði í
viðskiptum segir m.a.: „Heilbrigð
og skapandi samkeppni er virkasti
hvati framfara. Hún knýr keppi-
nauta til að leita nýrra leiða og
þróa nýjar aðferðir. í samkeppni
spretta upp nýjar og hagkvæmari
hugmyndir sem gera fyrirtækjum
kleift að mæta síbreytilegum þörf-
um mannlegra athafna og bæta
þannig stöðugt lífskjör fólks. Það
er því sjálfstætt markmið að sem
allra stærstur hluti efnahagsstarf-
seminnar lúti samkeppni."
Eigendur og stjórnendur Sólar
hf. eru þessu fyllilega sammála og
munu leggja sig alla fram við að
láta þessi viðhorf ná fram að ganga
á því sviði sem þeir starfa á.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sólarhf.
RAFVIRKJUN
Fjölbrautaskólinn Breiðholti
FJÖLBRAUTASKÓUNN
BREIÐHOLTI
Grunndeild rafiöna (1 ár)
Rafvirkjun í verknámsskóla (3 ár)
Rafvirkjun fyrir nema á samningi
FB þegar þú velur verknám
TRESMIÐI
Fjölbrautaskólinn Breiðholti
Grunndeild undirstöðuatriði í trésmíði
Húsasmíði grunn- og framhaldsdeildir
Húsasmíði fyrir nema á samningi
fjOlorautaskúunn
BREIOHOLTI
FB þegar þú velur verknám
Sumarið er komið í
Valhúsgögn!
Vinsælu, sænsku garðhúsgögnin frá KWA
eru komin aftur. Gegnvarin fura - gæði í gegn.
15 ára reynsla á íslandi. Mikið úrval áklæða*
Valhúsgögll ÁRMÚLA 8, SÍMI 812275. E' “
Páll Kr. Pálsson.