Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikil umskipti á afkomu hlutafélaga á Verðbréfaþingi í fyrra Spáð minni hagnaði á þessu ári SAMANLAGÐUR hagnaður þeirra 19 fyrirtækja sem skráð eru á Verð- bréfaþingi jókst verulega á síðasta ári eða úr um 111 milljónum í röska 2,7 milljarða. Arðsemi eiginfjár fyr- irtækjanna nam 7,73% á árinu. Fram kemur í fréttabréfi Lands- bréfa fyrir lífeyrissjóði að arðsemin geti ekki talist viðunandi til lengri tima er litið. Átta fyrirtæki skiluðu yfir 9% arðsemi eiginfjár á sl. ári og er Síldarvinnslan var með 20% arðsemi. Arðsemi Þormóðs ramma var 18,4%, Haraldar Böðvarssonar 14,7%, Flugleiða 13,5%, Hampiðj- unnar 11,7%, Eimskips 10,8%, Granda 9,5% og Marels 9%. Verkföll skaða fyrirtækin Fréttabréfið bendir á að sjávarút- vegsfyrirtæki hafi sýnt góða af- komu og þá einkum þau sem voru hlutfallslega stór í veiðum og vinnslu á loðnu og/eða rækju. Hins vegar séu vísbendingar um að hagnaður verði eitthvað minni á þessu ári en því síðasta. Þetta er rakið til þess að verðmæti loðnuaf- urða stefni í að verða minni á þessu ári en því síðasta, verkföll geti ekki annað en skaðað fyrirtækin jafn- framt því að fiskifræðingar hafi lagt til smávægilega minnkun fisk- veiðikvóta á næsta fiskveiðiári sem heflist 1. september. Landsbréf hafa reynt að áætla hagnað fyrir- tækjanna í ár. Spáir fyrirtækið því að samanlagður hagnaður allra fyr- irtækjanna verði rösklega 2,3 millj- arðar á árinu. Hlutafélög á Verðbréfaþingi íslands: Hagnaður 1993-94 og áætlaður hagnaður 1995 í milljónum kr. 1993 1994 1995 Eimskip /7 / <§? / 368 557 500 Flugleiðir ^lf/ **>/ -188 624 350 Olíufélagið r' )Ul b 198 240 225 SR-Mjöl 220 136 165 Grandi 108 153 140 Útgerðarfélag Akureyringa 112 155 140 Þormóður rammi 111 126 120 Skeljungur 96 125 115 íslandsbanki -654 185 100 OLlS 91 102 100 Síldarvinnslan 50 119 100 Hampiðjan 41 90 75 Haraldur Böðvarsson -43 103 55 Lyfjaverslun íslands 55 53 55 Kaupfélag Eyfirðinga -247 16 30 Jarðboranir 19 11 15 Marel 18 15 15 -Q 1 Skagstrendingur -258 .-82 10 —1 Sæplast 12 10 10 ;o P SAMTALS: 111 2.738 2.320 1 Hveitiverð ferhækk- andi á heimsmarkaði London. Reuter. VERÐ á hveiti þokast upp á við á heimsmarkaði. Birgðir hafa rýmað og óttazt er að þær verði ekki nógu miklar, ef slæmt veður dregur úr uppskeru. Framreiknað verð í Chicago fer eftir veðurspá hverrar viku og rigningar valda bændum erfiðleik- um í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna. Alþjóðahveitiráðið (IWC) segir að á næstu 12 mánuðum kunni hveitibirgðir að verða minni en þær hafí verið í 18 ár. Hveitibirðir kunni að minnka Sérfræðingar telja þó ekki víst að verð á matvælainnflutningi hækki verulega, þar sem erfitt sé að spá um eftirspum Kínveija og Rússa. FAO benti þó á að hveiti- birgðir kunni að minnka svo mjög að ekki verði hægt að tryggja nauðsynlegt magn, ef uppskeran bregst. Októberverð á frönsku hveiti var reiknað 140 dollarar tonnið, lítið eitt lægra en hæsta verð í fyrra, þegar birgðir fóru að rýrna. Júlíverð í Chicago er tæplega 5 sentum hærra en fyrir viku. Verð á sojabaunum hefur einnig hækk- að í Chicago. Verð á gulli og olíu breyttist lítið. Verð á tini hefur hins vegar ekki verið eins hátt í fjóra mánuði í London og framreiknað verð á því hækkaði í rúmlega 6,400 doll- ara tonnið, sem er um 8% hækkun á einni viku. Minni hækkun varð á verði kop- ars og als og það kann að stafa af bendingum um að draga kunni úr efnahagsbata. Kodak með 8% hlutdeild á filmumarkaði í Japan Fuji borið þungmn sökum Washington. Reuter. EASTMAN Kodak-fyrirtækið kveðst hafa misst af 6 milljarða dollara tekj- um síðan 1975 vegna skjalfestra brota japanskra stjómvalda og fyrir- tækisins Fuji Photo Film á sam- keppnisreglum. George Fisher stjómarformaður sagði á blaðamannafundi að Eastman Kodak hefði safnað heimildum um starfsemi Fuji Photo Film, japanskra fílmudreifenda og japanskra stjóm- valda í 12 mánuði og langt væri síðan jafnrækileg rannsókn hefði verið gerð. Fundurinn var haldinn til að vekja athygli á því að Kodak hefur kært Fuji fyrir óheiðarlega viðskiptahætti. Því er haldið fram að Kodak hafí verið meinað að dreifa afurðum sínum í Japan á skipulegan hátt og stundum hafí þessi brot verið framin með vitund og aðstoð japanskra stjómvalda. Fisher sagði að Kodak hefði aðeins 8% hlutdeild á japönskum Iitfílmu- markaði, þótt ýmsar ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að kynna afurðir Kodaks og nafnið á japönskum mark- aði, meðal annars með 759 milljónum dollara á tíu áram. Á öllum öðram mörkuðum væri markaðshlutdeild Kodaks að minnsta kosti 40% Kæran gæti leitt til refsiaðgerða gegn Fuji-filmufyrirtækinu, en Fisher segir það ekki vaka fyrir Kodak. Kod- ak vilji þvert á móti opna og heiðar- lega samkeppni. Hann vonar að árang- urinn verði viðræður, sem geri mark- aðinn í Japan opnari. Markaðshlutdeild Fuji í Bandaríkj- unum er 10%, en Kodaks 60%. Fuji Markaðshlutdeild á litfilmum í Japan samkv. kæru Kodak Kodak, 6,9% hefur ítrekað fyrir yfírlýsingar að fyrir- tækið bijóti ekki samkeppnireglur. Ríkissjóður tek- ur 3 milljarða lán SEÐLABANKI íslands hefur fyrir hönd ríkissjóðs gengið að tilboði Norræna fjárfestingarbankans (NIB) um lán að jafnvirði 3 milljarða króna. Láninu verður varið til að fjármagna framkvæmdir við Vestfjarðagöng og samgöngumannvirki á höfuðborgar- svæðinu. Áætlaður kostnaður við gerð jarð- ganganna á Vestfjörðum nemur um 3,9 milljörðum en kostnaður við sam- göngumannvirkin á höfuðborgar- svæðinu er um 2,1 milljarður. Sam- tals er því um 6 milljarða króna að ræða og nemur lánveitingin því helm- ingi þessarar fjárhæðar, að sögn Ólafs ísleifssonar, framkvæmda- stjóra alþjóðasviðs Seðlabankans. Jarðgöngum á Vestfjörðum er sem kunnugt er ætlað að bæta samgöng- ur og tengja saman byggðir og mynda með því stærra atvinnusvæði en nú eru. Á höfuðborgarsvæðinu er unnið að því að bæta meginsam; gönguæðar á þremur stöðum. I fyrsta lagi er um að ræða breikkun vegar milli Höfðabakka og Sæbraut- ar með nýrri brú yfir Elliðaár og ný gatnamót milli Vesturlandsvegar og Höfðabakka annars vegar og Sæ- brautar og Miklubrautar hins vegar. Áætlaður kostnaður við þennan verk: þátt er um 1,3 milljarðar króna. í öðra Iagi er um að ræða ný gatna- mót á milli Miklubrautar og Skeiðar- vogar. Áætlaður kostnaður við þenn- an verkþátt er um 400 milljónir. í þriðja lagi er um að ræða breikk- un Reykjanesbrautar og ný gatnamót á milli Reykjanesbrautar og Fífu- hvammsvegar. Áætlaður kostnaður við þennan verkþátt er 400 milljónir. Lánið er tekið með heimild í láns- fjárlögum 1995 og nemur 36 milljón- um ekna eða ECU. Það er til 12 ára en að þeim tínm liðnum greiðist það upp í einu lagi. Ólafur segir að ríkis- sjóður eigi kost á að greiða lánið niður með jöfnum hálfsárslegum af- borgunum á þriggja ára tímabili þannig að heildarlánstími verði 15 ár. Vaxtakjör lánsins gilda fyrir fyrstu fimm ár lánstímans og verða þá endurskoðuð. Vextir eru breyti- legir og miðast við liborvexti í ekum sem á lántökudegi voru 6,4375% að viðbættu vaxtaálagi 0,07%. Að sögn Ólafs er hér um að ræða mjög hag- stæð kjör fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður á kost á því að lánið, að hluta til eða í heild, beri fasta vexti á lánstímanum og getur óskað eftir skiptum úr breytilegum vöxtum yfir í fasta á hveijum vaxtagreiðslu- degi sem eru tveir á ári. Ólafur sagði að miðað við tilboð á alþjóðlegum vaxtaskiptamarkaði 2. júní svöruðu umræddir breytilegir vextir til fastra vaxta 7,58% á ári. Þóknun banka er 0,1% af lánsfjárhæð. VÉLSMÍÐI N Fjölbráutaskólinn Breiðholti Grunndeild málmiöna Vélvirkjun grunn- og framhaldsdeildir Rennismíöi grunn- og framhaldsdeildir FJÖLBRAUTftSKÓUNN BREISH01TI FB þegar þú velur verknám

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 124. tölublað (03.06.1995)
https://timarit.is/issue/127455

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

124. tölublað (03.06.1995)

Aðgerðir: