Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995
URVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
FRÁ fundinum um ferðamál á landsbyggðinni.
Fundir um ferðamál
á landsbyggðinni
Sæplast hf. framleiðir
endurvinnanleg fiskiker
Hellu - Á vegum Ferðamálaráðs
hafa uppá síðkastið verið haldnir
nokkrir fundir vítt og breitt um
landið þar sem Magnús Oddsson
ferðamálastjóri og Dieter Wendler
forstöðumaður skrifstofu Ferða-
málaráðs í Frankfurt hafa setið
fynr svörum heimamanna.
Á fundi þeirra á Laugalandi í
Holta- og Landsveit flutti Magnús
Oddsson erindi þar sem aðaláhersl-
an var lögð á gæðamál í greininni.
Magnús lagði áherslu á það í máli
sínu að gæði væru bæði hlutlæg
og huglæg og að ef huglægu gæð-
in væru ekki í lagi skipti engu
hversu vel útbúin hótelherbergi
væru eða þægilegur ytri umbúnað-
ur; það sem þyrfti að vera í lagi
væri hið óáþreifanlega t.d. bros á
vör og hlýlegt viðmót.
Magnús sagði að við þyrftum að
átta okkur á því að við erum í raun
og veru öll í ferðaþjónustu og að
það væri jafn áríðandi að bensínaf-
greiðslumaðurinn og sundlaugar-
vörðurinn skildu það og starfsmað-
ur í hótelmóttöku eða upplýsinga-
miðstöð.
Vegvísar
í Keflavík,
Njarðvík
og Höfnum
TEKNIR hafa verið í gagnið þrír
vegvísar sem staðsettir eru í
Keflavík, Njarðvík og Höfnum,
nánar tiltekið Fitjum við Aðal-
götu og tjaldstæðinu Stekk. Það
var JC Suðurnes og Ferðamála-
nefnd Keflavíkur, Njarðvíkur og
Hafna sem stóðu að gerð vegvís-
anna og er töluvert í þá lagt því
hvert skilti kostaði um 1 millj.
kr. Vegvísarnir voru afhentir
með hátíðlegum hætti si. laugar-
dag. Það var bæjarstjórinn, Ellert
Eiríksson, sem veitti skiltunum
viðtöku og auk hans eru á mynd-
inni Ágústa Kr. Grétarsdóttir,
forseti JC Suðurness og Viktor
B. Kjartansson, formaður Ferða-
málanefndar Keflavíkur, Njarð-
víkur og Hafna.
Magnús vék að erlendri tölfræði
sem fyrir liggur um fjölgun ferða-
manna í heiminum næstu 15 árin,
en samkvæmt henni mun tala ferða-
manna í heiminum hafa tvöfaldast
árið 2010. Verði sama upp á tening-
unum hér þýðir þessi 100% aukning
2500 ný störf í greininni. Efnahags-
lega mætti jafna henni við átta til
tíu ný álver.
12 þúsund fyrirspurnum
svarað í Frankfurt
Dieter Wendler kynnti fundar-
mönnum starfsemi skrifstofunnar í
Frankfurt. Þar starfa auk hans,
tveir íslenskir starfsmenn. Þar er
staðið fyrir margþættu kynningar-
starfi, s.s. dreifingu efnis til ferða-
heildsala, sýningahaldi víða um
Evrópu, kynnis-ferðum blaðamanna
til íslands, vinnufunda og stuðnings
við fyrirlesara.Á s.l. ári var 12 þús-
und fyrirspumum um ísland svarað
skriflega á skrifstofunni. F’arþegum
hefur fjölgað frá Þýskalandi undan-
farin ár og þá sérstaklega á jaðar-
tímabilum og í fyrra voru þýskir
gestir hér um 40 þúsund.
Hestaferðir
í sumar frá
Brekkulæk
ARINBJÖRN Jóhannsson á
Brekkulæk í Húnavatnssýslu mun
sem fyrr skipuleggja hestaferðir í
sumar. Ferðir eru einkum um Húna-
vatnssýslur, Borgarfjörð og Dala-
sýslu og ein ferð í Skagafjörð á
félagsmót hesta-
mannafélaganna
um verslunar-
mannahelgina.
Á þessu sumri
fara Arinbjöm
og þeir sem með
honum vinna í
hestaferðunum í
100. ferðina á
þeim 17 árum
sem starfsemin hefur verið. Þá eru
ekki taldar með fimm daga og
styttri ferðir. Alls eru í boði 16
lengri ferðir frá 9-14 daga, allar
með trússhestum og rekstri.
SLÆPLAST hf. á Dalvík hefur nú
sett á markað nýtt endurvinnalegt
fiskisker, en það mun í fyrsta sinn
að endurvinnanleg fiskiker koma á
almennan markað framleidd af ís-
lenzku fyrirtæki. Kerið var fyrst
kynnt sem þróunarverfefni á Is-
lenzku sjávarútvegssýningunni í
Reykjavík haustið 1993, en nú er
framleiðsla þess hafín.
Þórir Matthíasson, sölustjóri hjá
Sæplasti, segir þetta sé mikill
áfangi í starfsemi fyrirtækisins.
Helztu kostir nýja kersins séu að
það sé að fullu endurvinnanlegt,
sem er í takt við vaxandi kröfur
um bætta umgegni um næáttúruna.
Kerið sé einnig mun sterkara en
þau ker, sem nú séu á markaðnum
og nýja einangrunin, sem sé plast-
frauð í stað ureþans, dragi ekki í
Dalvík.
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið
gert átak í að efla tækjakost út-
vegssviðs VMA á Dalvík og með
samstilltu átaki stjómvalda og
ýmissa fyrirtækja hefur nú tekist
að fest kaup á nýjum siglinga- og
fiskveiðisamlíki. Áður þurftu nem-
endur að fara tvisvar að vetri til
Reykjavíkur þar sem þeir fengu
þessa kennslu við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík.
Notað til kennslu
og æfinga
Búnaður sem keyptur var er
tæknilega fullkominn, en fram-
leiddur í Englandi. Tækið líkir eft-
ir öllum aðstæðum til sjóðs og býr
Segja verulegt
smygl á hval-
kjöti staðreynd
London. Reuter.
Verulegt smygl á hvalkjöti á séi
stað, einkum á milli Japans, Suður-
Kóreu og Tæwan, samkvæmt upp-
lýsingum brezkra umhverfísvernd-
armanna. Samtök um verndun
hvala og höfrunga byggja fullyrð-
ingar sínar um stórfellt smygl á
erfðafræðilegum sýnishomum úr
hvalkjöti, sem tekin hafa verið í
ýmsum stórborgum í Asíu, þar á
meðal Tókýó og Seul.
„Sýnishomin sanna að kjötið er
af að minnsta kosti af 7 friðuðum
hvalategundum. DNA-prófanir
staðfesta því þessi ólöglegu við-
skipti með hvalkjöt," segja tals-
menn samtakanna.
Hvalveiðar hafa verið bannaðar
frá árinu 1986, með örfáum undan-
tekningum. „Þrátt fyrir það halda
hvalveiðisinnaðar þjóðir áfram að
bijóta reglurnar og smyglarar maka
krókinn, þar sem nú fást allt að
13.000 krónur fyrir kílóið. Þar sem
erfitt er að hafa eftirlit með hval-
veiðum, en nauðsynlegt að nota
DNA-rannsóknir til að auka eftirlit-
ið segja fulltrúar hópsins.
...blabib - kjarni málsins!
Kerið kynnt á
World Fishing í
Kaupmannahöfn
sig vatn þó gat komi á kerið. Til
þessa hafí ureþan verið notað til
einangrunar í öll sambærileg físki-
ker og Sæplast framleiðir, en fyrir
vikið hafí kerin ekki verið endur-
vinnanleg.
Fleir afurðir síðar
„Að öðru leyti lítur kerið út eins
og hefðbundin ker, þannig að hægt
er að nota það með öðrum 660 lítra
kemm. Til að byija með bjóðum
við aðeins 660 lítra ker með þess-
ari nýju einangrun. Við reiknum
til merki sem send eru til þeirra
tækja sem tengd eru við hann.
Búnaðurinn verður notaður við
kennslu og æfíngar varðandi sigl-
ingar, m.a. í siglingafræði, ratsjár-
útsetningu, siglinga- og fiskleitar-
tækjum og siglingareglum, aðsigl-
ingu að höfnum, siglingu á að-
skildum siglingaleiðum og stand-
og baujusiglingum. Þá verður
hægt að nota fiskveiðisamlíkinn
til að líkja eftir veiðum með botn-
og flotvörpu ásamt hringnót.
Sjókört og 6 skip
Sjókort af aðkomunni að Hum-
bersvæðinu, Hull og Grimsby
fylgja sem og einnig aðgreindar
þó með að geta fljótlega boðið fleiri
afurðir frá okkur úr þessu nýja
efni,“ segir Þórir.
Nýju kerin kynnt
hérlendis síðar
Nýja kerið verður kynnt á al-
þjóðlegu sjávarútvegssýningunni í
Bella Center í Kaupmannahöfn,
sem hefst í næstu viku. Þar verður
einnig kynnt nýtt og endurbætt
tveggja „dregara" 660 lítra ker
með hefðbundinni einangrun en
sérstaklega styrktum botni. Þessi
nýju ker verða svo kynnt hér á
landi síðar í sumar.
„Það er okkur kærkomið að geta
kynnt þessi nýju ker á sýningunni
í Danmörku, sem er okkar stærsti
erlendi markaður,“ segir Þórir
Matthíasson.
siglingaleiðir við Deutsche Bucht
og Weser og áfram inn til Bremer-
haven og Cuxhaven. Einnig er sjó-
kort af Kattegat, en síðan eru ís-
lensk sjókort af Norðuriandi og
Eyjafirði og þá mun deildin fá
kort af Dyrhólaey við Snæfellsnes
og svæðið umhverfis Vestmanna-
eyjar.
Hægt er að forrita sex skip að
eigin vali í búnaðinum og þarf
ekki annað en upplýsingar frá
skipstjórum þeirra um lengd,
breidd, dýpt, snúningshring, vélar-
afl, hámarkshraða, trollgerð, höf-
uðlínuhæð, grandara og hlera sem
settar eru í tölvuna og virkar þá
tækið eins og viðkomandi skip.
Qone
efnablandan
kynnt í
Belía Center
Bröste í Danmörku kynnir efnablönduna Q one á
sjávarútvegssýningunni í Bella Center í Kaupmannahöfn í
næstu viku. Jafnframt verður kynnt sjálfvirk vél frá Klaka
hf. í Kópavogi til meðhöndlunar á fiski í efnablöndunni.
Q one efnabltmdtm er náttúruleg þráavöm, sem bxtirjramleiMu sjávarajurk verulega.
Q one b&tir litfestu í shelfiski og beldur eifin vökva betur ífiskinum.
Q one dregur úr jtránun og nikrbroti.
Q one eykur j’eymsluþol á ferskum fiski í allt aðfjóra daga.
Q one eykuryaái fisksins og btetir afkomu framleiðenda.
Safaríkari fisbur við allar
eldunaraðferðir.
Verið velkomin í sýningarbás okkar, C
470 á sávarútvegssýningunni í Bella
Center dagana 7. og 10. júní
Nýr siglinga- og fiskveiðisamlíkir keyptur til Dalvíkur
Atak í að efla tækjakost
sjávarútvegssviðs VMA