Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins við ráðhúsið í Messina í gær. Þeir eru nú fímmtán talsins, en ráðherrarnir á „fjölskyldumyndunum" gætu orðið allt að 30 á næstu öld. Messinafundur ráðherraráðs ESB Kapp lagt á stækk- un sambandsins Messina, Sikiley. Reuter. UTANRIKISRAÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins komu saman í Messina á Sikiley i gær og minnt- ust þess að 40 ár eru liðin frá Messinafundi hinna sex stofnríkja Efnahagsbandalagsins, þar sem drög voru löjgð að innri markaði Evrópuríkja. I yfirlýsingu fundarins sögðu ráðherramir að á næstu árum yrði kapp lagt á stækkun Evrópu- sambandsins. „Um leið og Evrópusambandið verður opið og sýnir samstöðu með öðrum heimshlutum, verður það að búa sig undir að bregðast við lög- mætum væntingum Evrópuríkj- anna, sem hyggja á aðild að sam- bandinu," segir í yfirlýsingunni. Þar er jafnframt ítrekaður ásetningur ráðherranna að takast á við verk- efni framtíðarinnar af sömu festu og forverar þeirra gerðu fyrir 40 áram. Hugieiðingarhópur settur á fót Á fundinum hyggjast ráðherr- amir stofnsetja með formlegum hætti hugleiðingarhópinn svokall- aða, sem er skipaður fulltrúum þeirra og á að skila tillögum fyrir rílqaráðstefnu ESB á næsta ári. Á ráðstefnunni á að endurskoða stofn- sáttmála sambandsins, ekki sfzt í því skyni að gera ákvarðanatöku skilvirkari í ljósi væntanlegrar §ölg- unar aðildarríkja. Carlos Westendorp, Evrópuráð- herra Spánar, er formaður hópsins. Hann hyggst halda að minnsta kosti þrettán fundi og á hver þeirra að fjalla um sérstakan málaflokk. • Fyrsti fundurinn hefst í dag í Taormina á Ítalíu. Þar verða við- fangsefni ríkjaráðstefnunnar rædd í breiðu samhengi. • Annar fundurinn, sem haldinn verður 13. og 14. júní í Lúxem- borg, mun fjalla um stofnanamál- efni. Þar kemur meðal annars til umræðu hvemig haga beri valda- jafnvæginu milli stofnana ESB og hvaða breytingar beri að gera á hverri stofnun. Væntanlega verður fjallað um það hvort fjölga beri þeim málum, sem tekin er ákvörðun um með skilyrtum meirihluta í stað samhljóða samþykkis í ráðherraráði sambandsins. Jafnframt er senni- legt að rætt verði hvort fækka beri framkvæmdastjómarmönnum til að gera framkvæmdastjómina skil- virkari. Jafnvel þótt löndin, sem nú eiga tvo fulltrúa í stjóminni, þ.e. Bretland, Þýzkaland, Frakkland, Spánn og Ítalía, sættu sig við að hafa aðeins einn, gætu fram- kvæmdastjómarmennimir orðið upp undir þijátíu á næstu öld ef hvert ríki á að eiga þar fulltrúa. Smærri ríkin hafa þó enn ekki ljáð máls á „aðstoðar“framkvæmda- stjómarmönnum til að leysa málið. • Þriðji fundur hugleiðingarhóps- ins verður haldinn í Toledo á Spáni í byijun júlí, er Spánn tekur við forsæti í ráðherraráðinu. Umræðu- efnið verður ESB og borgaramir. Rætt verður um réttindi ESB-borg- ara og hvemig gera megi sáttmála sambandsins einfaldari og skiljan- legri. Þá verður rætt um dómsmála- og lögreglusamstarf ESB-ríkjanna, sem komið var á með Maastricht- sáttmálanum. Dómsmálin hafa ver- ið utan hins yflrþjóðlega ákvarðana- tökuvalds Evrópubandalagsins og hefur það ekki þótt gefa sérstaklega góða raun. Því er búizt við tillögum um að þau falli með sama hætti undir stofnanir sambandsins og önnur mál. • Fjórði fundurinn verður haldinn í Strassborg 10. og 11. júlí. Þar verður rætt um sameiginlega utan- ríkis- og öryggismálastefnu ESB- ríkjanna og um möguleika á sam- eiginlegri vamarmálastefnu. Meðal annars verður væntanlega rætt hvort gera eigi Vestur-Evrópusam- bandið með formlegum hætti að hluta Evrópusambandsins. Skýrsla í desember Fleiri fundir verða haldnir fram á haustið. Búizt er við að lokið verði við skýrslu hópsins seint í nóvem- ber eða snemma í desember og hún lögð fyrir leiðtogafund ESB í Madrid í árslok. Danir upplýstir og samvizkusamir • FLESTIR borgarar Danmerk- ur hafa heyrt af ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári og hafa ein- hveija hugmynd um hvað á að ræða þar, samkvæmt skoðana- könnun á vegum ESB. Um 42% Dana vissu um hvað málið sner- ist. Á Spáni höfðu hins vegar að- eins 12% áttað sig á því að endur- skoðun á sáttmálum ESB stæði til. • DANIR hafa sömuleiðis verið samvizkusamastir ESB-borgara við lögleiðingu tilskipana sam- bandsins um innri markaðinn. Þannig hafa Danir lögleitt 214 af 219 tilskipunum. Finnar standa sig verst, hafa ekki lögleitt nema 180. Þó má virða Finnlandi til vorkunnar að það er nýgengið í sambandið. Það sama á ekki við um Grikkland, sem hefur lögleitt 183 tilskipanir. Að meðaltali hafa aðildarríkin leitt 92,6% tilskipana ESB í landslög, og telur fram- kvæmdasljórnin það aldeilis óvið- unandi. ERLEIMT Sigurjón Guðmundsson bakari í Elverum í Noregi „Ognvekjandi að horfa yfir flóðasvæðin“ „FLÓÐIN raska öllu lífí hér um slóðir og það er ógnvekjandi sjón að sjá stór landssvæði undir vatni. Verst hafa bændur og landbúnað- arhéruð orðið úti,“ sagði Siguijón Guðmundsson, bakari í Elverum í Noregi, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Neyðarástand hefur skapast vegna gífurlegra flóða í Mjösu og Glommu á Heiðmörku. Sjötugur maður drukknaði í gær er vatnsflaumur hrifsaði bifreið hans með sér skammt frá Lille- hammer. Mörg hundmð manns hafa orðið að yfírgefa heimili sín. Búist er við að vatnavextimir nái hámarki um og upp úr helgi. „Yfírborð Glommu hefur hækk- að um eina fjóra metra og flætt hefur inn í hús næst ánni og við miðbæinn, bæði íbúðarhús og fyr- irtæki. Þjóðvegurinn frá Ósló til Þrándheims liggur hér um og hefur lokast. Til stóð að sprengja nýja 150 metra langa brú sem tengir bæjarhlutana hér í Elver- um. Yfirborðið var að nálgast brú- argólfíð í morgun og virkar brúin eins og stífla. Hjálpar þar til hvers kyns brak sem flotið hefur niður ána og stöðvast á brúnni. Með því að sprengja brúna var talið að draga mætti úr líkum á því að miðbær Elverum færi á flot, en síðdegis var horfíð frá því. Þegar áin tók að vaxa var 200 tonnum af gijóti ekið út á hana til að styrkja hana. Flóðin valda fyrst og fremst óþægindum hér í Elverum og ein- ungis er nú hægt að komast milli bæjarhlutanna á lítilli og gamalli Stuttur embættis- frami YNGSTI biskup kaþólsku kirkj- unnar í Sviss, Hansjörg Vogel, hefur sagt af sér embætti vegna þess, að vinkona hans er ófrisk af hans völdum. í bréfí, sem hann lét fylgja afsögninni, segir hann, að svo mikið álag hafi fylgt starf- inu í Basel-biskupsdæmi, að hann hafí leitað huggunar í félagsskap konu, sem hann hafi þekkt lengi. Vogel, sem er 44 ára gamall, hafði gegnt embættinu í 15 mán- uði. Páfí hefur fallist á afsögn- ina. Myndin er af Vogel við vígsluathöfnina á síðasta ári. Reuter Vörur fluttar úr geymslum i miðbæ Elverum til að draga úr tjóni af völdum flóða í Glommu. brú. Miklar biðraðir myndast beggja vegna hennar því aðeins er leyfður akstur í aðra áttina í einu,“ sagði Siguijón. Flýja heimili í Rena og Flisa Að sögn Siguijóns hafa bæj- arbúar ekki þurft að yfirgefa heimili sín en aðra sögu væri að segja um bæina Rena og Flisa sem væm þar skammt frá. Þar hefði fjöldi fólks orðið að flýja heimili sín. í Rena væri ætlunin að sprengja brú sem virkaði eins og stífla og ljóst þætti að vamargarð- ar við Flisa myndu ekki halda og bærinn því fara að mestu undir vatn. Á fimmtudag var vatnsborðið í ánni Glommu fjómm metmm hærra í Elverum en eðlilegt er. Hefur áin ekki verið svo vatnsmik- il frá því mælingar hófust árið 1870. Rennslið mældist 3.500 ten- ingsmetrar á sekúndu en fyrra met var 3.000 metrar á sekúndu frá árinu 1934. Vatnsflaumurinn eirir engu. Hann hefur hrifsað með sér mann- virki og ýmislegt lauslegt við sveitabæi og sumarbústaði. Því er spáð að vatnsborðið í Mjösa hækki um allt að átta metra og er óttast um Víkingaskipið í Ham- ar, hið fræga íþróttahús sem var nokkurs konar tákn vetrarólymp- íuleikanna í Lillehammer. Varnar- garðar hafa verið hlaðnir um- hverfis húsið en bresti þeir er við- búið að vatn flæði inn í húsið og meters djúpt vatn verði á gólfum hússins," sagði Siguijón. Flóðin ógna Lilleström Nokkrar íslenskar fjölskyldur búa í Elvemm og hefur þær ekki sakað, að sögn Siguijóns. Að hans sögn var vorið fremur kalt í Nor- egi Leysingar hófust þremur vik- um seinna en venjulega. Hlýnaði mjög skyndilega og mikil úrkoma í þessari viku stuðlaði að flóðun- um. „Það ríkir hálfgert neyðar- ástand hér víða en búist er við hinu versta í Lilleström. Bærinn stendur á þeim slóðum þar sem Glomma og Mjösa mætast og þeg- ar flóðin segja til sín þar er búist við að bærinn fari að mestu undir vatn,“ sagði Siguijón. Austurríska þingið tekur af skarið eftir 50 ár Vín. Reuter. NOKKUR kaflaskipti urðu í sögu austurríska þingsins í gær þegar það samþykkti að greiða bætur til um 30.000 manna, sem ofsóttir vom I tíð nasista. Verður stofnaður sjóður í þessu skyni með rúmlega þriggja milljarða kr. framlagi. Enginn sérstakur sigur Bætumar verða meðal annars greiddar til gyðinga, kommúnista og samkynhneigðra, sem ýmist vom fangelsaðir eða urðu að flýja land vegna ofsókna nasista. Stóð allur þingheimur að samþykktinni nema græningjar, sem voru andvígir fmmvarpinu. Sögðu þeir, að eftir fímmtíu ára bið væri íjárframlagið hreinustu smáaurar. Höfðu þeir lagt til, að það yrði haft þrisvar sinnum meira. Bæturnar munu aðallega renna Bæturtil fóraar- lamba nasista til fólks, sem ýmist flýði Austurríki á stríðsámnum eða fluttist þaðan að því loknu, en þeir, sem snem aftur eftir 1945, hafa þegar fengið nokkrar bætur. Paul Grosz, leiðtogi gyðinga í Austurríki, kvaðst ekki geta litið á samþykktina sem neinn sérstakan sigur enda væri óljóst hve bæturnar yrðu miklar. Um 300.000 gyðingar bjuggu í Vín einni í stríðsbyijun en aðeins nokkur hundmð þeirra lifðu styijöldina af. Töldu sig fyrsta fórnar- lamb nasista Skýringin á því að það dróst í hálfa öld að samþykkja bætur til fómarlamba nasismans er meðal annars sú, að Austurríkismenn héldu því fram, að þeir hefðu sjálf- ir verið fyrsta fórnarlamb útþenslu- stefnu Hitlers. Það breyttist í tíma- mótaferð Franz Vranitzkys kansl- ara til ísraels 1993 en þá sagði hann, að Austurríkismenn hefðu ekki aðeins verið undir oki nasism- ans, heldur einnig „viljugir þjónar hans“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.