Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnar Hallsson BENEDIKT Kristjánsson, formaður Golfklúbbs Bolungarvík- ur, afhendir Ómari Dagbjartssyni, umsjónarmanni golfvallar- ins, lyklana að nýja golfskálanum. Bolungarvík Nýr golfskáli tekinn í notkun Bolungarvík - Golfklúbbur Bol- ungarvíkur tók í notkun nýjan golfskála við golfvöll félagsins nú um síðustu helgi. Hafist var handa um byggingu skálans á síðasti ári hann einangraður og lagt í hann rafmagn, en nú í vor var síðan hafist handa við að klæða hann að innan. Húsið sem er um 35 fm að stærð er hið vist- legasta og vandað í alla staði. Frumkvæðið að byggingu skálans átti fá- mennur hópur golfáhugamanna undir forystu Ómars Dag- bjartssonar, _ en hann fór til Ólafs Kristjánssonar bæjarstjóra með eina rúðu sem klúbbnum hafði áskotnast og bað um styrk frá bænum til að byggja utanum hana golfskála, það var svo sérstaklega Sparisjóður Bol- ungarvíkur og bæjarsjóður sem aðstoðuðu klúbbfélaga við að láta þennan draum rætast, en þar að auki lögðu fjölmargir hönd á plóginn með vinnuframlagi. Kostnaður við skálann er um 2 milljónir og er það töluvert undir þeirri kostnaðaráætlun sem stuðst var við og er þá ekki tek- ið tillit til þeirrar vinnu sem klúbbsfélagar lögðu fram. Mikill og vaxandi áhugi hefur verið á golfíþróttinni hér að undanförnu og með tilkomu þessa hús gjör- breytist aðstaðan við golfvöllinn. Golfklúbbur Bolungarvíkur var stofnaður 19. apríl 1983 og var fyrsti formaður hans Jón Bjöm Sigtryggsson tannlæknir. í upphafi voru lagðar þrjár braut- ir á úthlutuðu svæði í minni Syðridals, en fljótlega var þeim fjölgað í sex. I dag er vísir að níu holu golfvelli en á síðasta ári fékk golfklúbb- urinn Hannes Þorsteinsson golfvallarhönnuð til að gera úttekt á svæðinu og gera tillögur að golfvelli á þessu svæði. Þessu verki er lokið og hefur verið sam- þykkt að vinna að uppbyggingu golfvallarins eft- ir einni af tillögum Hannesar. Golfklúbbur Bolungarvíkur mun standa fyrir öflugu starfi í sumar, efnt verður til golfdags þar sem almenningi er kynnt íþróttin, þá verða fengnir golf- kennarar og staðið fyrir nám- skeiðum og fleira. Starfsmaður golfvallarins í sumar verður Ómar Dagbjarts- son en hann er jafnframt formað- ur húsnefndar Golfklúbbsins. Formaður Golfklúbbs Bolung- arvíkur er Benedikt Kristjánsson. GOLFSKÁLINN í Bolungarvík. Kraftmikil tískusýning DÚNDRANDI tónlist, dans og mikið stuð einkenndi hár- og förðunarsýningu sem nokkrir nemendur efstu bekkjanna í Grunnskólanum í Hveragerði efndu til nú nýverið. Það var greinilegt á öllu að unga fólk- ið fylgist vel með i heimi tisk- unnar, og nýjungar í fötum og förðun allsráðandi. Það var Sólveig Sigurjónsdóttir, hárgreiðslumeistari í Hvera- gerði, sem var krökkunum stoð og stytta í öllum undir- búningi fyrir sýninguna. yr) Morgunblaðið/Aldís NÝVERIÐ fóru hestamenn á Sel- fossi í sinn árlega reiðtúr niður að Stokkseyri til þess að baða hesta sína í lónunum þar og var fjölmennt. Sá siður að baða hest- ana i sjónum hefur verið við lýði í fjöldamörg ár og var í upphafi Hestabað á Stokkseyri Morgunblaðið/Gísli Gíslason ætlaður til að hreinsa lús og aðra óáran af hestunum, en nú er þetta meira til gamans gert. Meðlimir úr Slysavarnadeildinni Dröfn á Stokkseyri voru á staðn- um á gúmmíbát og sáu um að allt færi slysalaust fram. Jónas Erlendsson SIGURVEGARAR í lijólaralli Víkurskóla fagna sigurlaunum sínum. Hjólarall í Víkurskóla Fagradal - í lok hvers skólaárs í Víkurskóla er haldin hjólaskoðun og hið árlega hjólarall. Hjólaskoðun er fólgin í því að lögregluþjónn stað- arins, Reynir Ragnarsson, skoðar hjólin hjá skólabörnunum og þau börn sem eiga hjól í góðu lagi fá bláan límmiða til að líma á hjólin. Að lokinni hjólaskoðun er farið í ýmiskonar þrautir og eftir það er keppt í því hver er fljótastur í hjóla- ralli. Keppendum er skipt í þijá flokka eftir bekkjum. Sigurvegarar í hveijum flokki fá farandbikara. Eftir hina hefðbundnu keppni fóru svo nokkrir nemendur í óformlega stökkkeppni á sínum og þeir sem stukku lengst flugu nokkra metra. Egilsstaðir Ágreiningur um brú- arstæði Eyvindarár Egilsstöðum - Borgarafundur var nýlega haldinn á Egilsstöðum þar sem lagðir voru fram ársreikning- ar bæjarfélagsins ásamt fjár- hagsáætlunum fyrir næstu þijú árin. Fundurinn var fjölmennur og var greinilegur áhugi um dag- skrárliðinn „Brúarstæði Eyvindar- ár“ en uppi eru hugmyndir um að flytja brúna frá núverandi stað. Arðsemisathugun gerð Einar Þorvarðarson umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar ríkis- ins hafði framsögu um málið og kynnti niðurstöður arðsemisat- hugunar sem gerð hefur verið um val á milli núverandi brúarstæðis og nýs stæðis við Melshom. Niður- stöður athugunarinnar sýna að leiðin fyrir Melshorn kostar 15 millj. meira, arðsemi væri áætluð 10%, meiri dreifing umferðar og skýrari leiðir. Um 30 atvinnurekendur lögðu fram tilmæli til bæjarstjórnar að ný brú verði byggð á sama stað og núverandi er. Lýstu sömu aðil- ar yfir áhyggjum sínum að leiðin fyrir Melshom beini umferð ferða- manna, til og frá Seyðisfirði, frá Egilsstöðum og þeirri þjónustu sem þar er veitt. Bæjarstjórn sagði að tekin verði endanleg ákvörðun í þessu máli á næsta bæjarstjórnarfundi, nk. þriðjudag. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BORGARAFUNDURINN var ity'ög vel sóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.