Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 33 Það er svo ótal margs að minn- ast sem lýsir því svo vel hversu góður maður afi var. Hann var ávallt sannur vinur vina sinna, trú- rækinn og hlýr, og alltaf var hann til staðar ef maður þurfi á honum að halda. Hann var baráttumaður mikill sem trúði mikið á Guð sinn og stóð hann ávallt óbugaður sama hvað á dundi. Við hlið hennar ömmu stóð hann ætíð styrkur, kær og trúr. Já, afi, hann var ástkær eiginmaður sem fram á hinsta dag hugsaði vel um konuna sína og bið ég nú góðan Guð að varðveita og leiða elsku ömmu Jónu sem nú hefur misst lífs- förunaut sinn í 52 ár. Hjá henni er missirinn mestur og þarf hún nú á öllum Guðs styrk að halda. Elsku afi Gestur sefur nú vært og rótt. Elsku afí Gestur verður ávallt með okkur í huganum og í minning- unni. Guð blessi minninguna um góðan mann. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma 511 bömin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Guð blessi minninguna um afa minn. Steinunn Eir. Það var sólríkur miðvikudagur, 17. maí síðastliðinn, að ég ásamt Jóni Gesti bróður mínum var á leið- inni upp á Sólvang. Það voru ekki nein gleðitíðindi sem biðu okkar þar. Hann Gestur, afi okkar, sem alltaf hafði tekið á móti okkur opn- um örmum og með bros á vör var látinn. Það er stundum erfitt að skilja það að eitt sinn verða allir menn að deyja. Hann Gestur afi minn var kirkjugarðsvörður Hafnarfjarðar í hátt á þriðja tug ára. Hann gróf yfir tólfliundruð grafir með hand- afli. Hann Gestur afi minn var einn af upphafsmönnum KFUM og KFUK hér í Hafnarfírði og tók hann meðal annars stóran þátt í því að byggja sumarbúðimar í Kaldárseli og varð hann að bera timbrið, eða hjóla með það, á öxl- inni þessa sextán kílómetra leið yfir urð og grjót. Það er erfítt að setja sig í þau spor sem hann afi minn var í á þeim tíma. Hann Gest- ur afi minn var einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði og er það nú eitt af blómlegri félögum landsins 1 dag. Það að ætla að fara að telja allt það upp sem hann afi minn gerði þá væri það ótæmandi bók. Það var ætíð heitt kaffi á könnunni hjá honum afa Gesti og kenndi hann mér að drekka kaffi, þá aðeins fimm ára gömlum, ég hef átt ógleymanleg ár á Vitastígnum þar sem hann bjó nánast til síðasta dags og er ég mjög þakklátur fyr- ir. Afi Gestur, þakka þér fyrir allt. Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs Jesú minn son Guðs syndugum manni sonar arf skenktir þinn, son Guðs einn eingetinn. Syni Guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. (Hallgrímur Pétursson.) Já, maður kveður afa Gest með söknuði, maður kveður afa Gest með stolti. Guð blessi fagra minn- ingu Gests Magnúsar Gamalíelsson- ar. Hermann Armannsson. Já, nú hefur vinur minn, Gestur Gamalíeisson, kvatt heiminn. Við töluðum stundum í léttum tón um það hvað þessi einbirni væru oft „vanskilleg". Ekki kom það þó fram hjá okkur hvorum við annan í okkar löngu samskiptum, en ég vann hjá honum héma í kirkjugarði okkar Hafnfirðinga í nítján sumur og ekki minnist ég þess að í allan þann tíma færi okk- ur styggðaryrði á milli. Kirkjugarð- urinn er góður þeim framliðnu, þurr og þokkalegur, en erfiður þeim eftirlifandi, því að vont er að taka þar grafir í gráan samansiginn deigulinn, en samsagt, kistumar endast lengi, einmitt í svona jarð- vegi. Ég hef því oft „snúið mér í gröf- inni“. Gestur var lærður húsasmiður. M.a. var hann yfirsmiður við nýjan og breyttan tum Kálfatjamarkirkju árið 1935 og var það vandasamt verk. Kirkjugarðsvörður varð hann 1955 og allt til 1982. Einstöku sinnum söðla ég Pegas- us, m.a. bangaði ég saman ljóði á sextugsafmæli Gests. Eins og sjálf- sagt hefur komið fram í yifirlits- greininni fyrst var Gestur fæddur að Forsæti í Flóa, en svo líflítill þótti hann við fæðingu, að læknir var sóttur, sem þá hefur verið held- ur óvenjulegt. Svo þurfti auðvitað kirkjunnar þjón til að skíra. Nú era áratugir liðnir síðan hætt var að birta erfi- ljóð, nema þessi sígildu eftir góð- skáldin. Gestur var mikill söngmaður og orti ég afmælisljóð um hann undir lagi sem hann söng oft, en það er um Fúsa Finns, minnisstæða per- sónu þama af Suðurlandsundirlend- inu. Hér era tvö erindi úr ljóðinu: Nú sextíu ár eru síðan að sækja varð lækni og prest, í Forsæti litu þeir Mðan en fremur þó veikburða Gest. En veraldar viðtökur þoldi með vinsæld og örugga trú, og hlúir að önduðu holdi með handtökum rösklegum nú. Þetta var handskrifað og ég reyndi að sýna að velja mætti um stórt eða lítið g í síðasta orði fyrstu vísu. Það mætti sem sagt vera lítið ef hugsunin í því væri svipuð og í kyæðinu Hótel Jörð. Eftirlifandi kona Gests er Jóna Guðmundsdóttir. Þau eiga afkom- endur, en ólýsanlegur harmur var að þeim kveðinn, þegar þessi, í flest- um tilvikum ólæknandi sjúkdómur, krabbameinið, lagði dóttur þeirra að velli. Þessi hjón blönduðu geði við marga. En nú fer þeim að fækka kvöldkaffisopunum í kunningja- hópnum. Helzt finnst mér að við ættum að sameinast í bæn Jónu til styrkingar. Og svo biðjum við Guð Gesti að fylgja. Magnús Jónsson. Kveðja frá stjórn kirkjugarðs Hafnarfjarðar Árið 1955 tók Gestur við starfi kirkjugarðsvarðar í kirkjugarði Hafnarfjarðar eftir lát Jóns Þor- leifssonar, en Jón hafði gengt því starfi frá upphafí, eða frá árinu 1921 er garðurinn var tekinn í notkun. Fyrir þann tíma vora lík Hafnfírðinga greftrað í Garða- kirkjugarði. Gestur lét sér afar annt um garðinn og hlúði að honum á alla lund. Áður en Gestur lét af störfum tók hann virkan þátt í undirbúningi að byggingu garðhúss og kapellu kirkjugarðsins og við vígslu árið 1982 afhenti hann kap- ellunni að gjöf vandaða Biblíu, sem er höfð á altari hennar. Áður hafði Gestur starfað mikið fyrir Hafnar- fjarðarkirkju, átti m.a. sæti í sókn- arnefnd kirkjunnar 1944-1962 og aftur 1974- 1979, þar af var hann formaður sóknamefndar um 12 ára skeið. Á þessu sést að Gestur helg- aði krafta sína kirkjulegu starfi auk þess sem hann starfaði mikið fyrir KFUM og sat í stjórn þess félags- skapar um langt árabil. Gestur Gamalíelsson var léttur í lund og á góðri stund hrókur alls fagnaðar. Hann átti því nvjög auð- velt með samskipti við annað fólk og kom það sér vel í starfí sem kirkj ugarðsvörður. Utför Gests var gerð frá kapellu kirkjugarðsins og sendum við frú Jónu og fjölskyldunni allri einlægar samúðarkveðjur. F.h. kirkjugarðsstjórnar, Eggert ísaksson. MINIMINGAR PETUR EIÐSSON + Pétur Eiðsson fæddist á Snotrunesi, Borg- arfirði eystra, 18. september 1952. Hann lést á Egils- stöðum 29. maí sl. Foreldrar Péturs eru Margrét Hall- dórsdóttir og Eiður Pétursson. Systkini hans eru Gróa, Halldór, Hulda, Njáll og Eygló. Pétur kvæntist Oddnýju Vestmann og eignuðust þau soninn Guðmund Vestmann. Þau slitu samvistir. Pétur verður jarðsunginn frá Bakkagerðiskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Falla harma tár um heita kinn þau hrynja um vanga en hljóðlátt húmið þau felur eitt eftir annað en enginn enginn þau telur. Stíga andvörp þung og ekkasár þau hrópa um mildi en heimsins harka þau felur eitt eftir annað og enginn enginn þau telur. (Sverrir Haraldsson) Af hveiju? spyr maður þegar frétt berst af andláti vinar. Hversu stutt er ekki milli gleði og sorgar. Við Pétur gengum saman í barna- skóla og síðan í unglingadeild sem svo var kölluð. Það var einkar skemmtilegur vetur. Síðan skildu leiðir. Við hittumst þó við og við þegar leið mín lá austur. Ahugi Péturs á leiklist var mikill. Á ég því láni að fagna að eiga góðar minningar af samstarfí við hann á því sviði eftir að fullorðinsárin tóku við og ég settist hér að aftur. Síð- an flutti hann á Egilsstaði með fjölskyldu sína en þrátt fyrir þá vegalengd lá hann ekki á liði sínu þegar illa gekk að fá í hlutverk hér í neðra og við félagamir leituð- um til hans. Fyrir nokkram árum þegar leikrit Jökuls Jakobs- sonar „Hart í bak“ var sett hér á svið sótti hann æfingar í mis- jafnri færð og slæmu veðri þessa sjötíu og tvo kílómetra sem skildu okkur að. Eins var á útmánuðum þessa árs þegar ráðist var í framflutning á borgfirsku verki í til- efni hundrað ára versl- unar á staðnum. „Ég verð með ef vantar í hlutverk" sagði Pétur við mig. Það sem verið er að gera núna verður ekki gert næstu hundrað árin. Einn af bestu leikstjóram landsins kom- inn til okkar jafn ákveðinn og Pét- ur að þetta skyldi takast og það tókst. Pétur fékk að túlka utan- garðsmanninn Halldór Hómer og gleymast mér seint tilþrif hans á sviðinu. Pétur var ljúfur drengur og einkar gott að vinna með hon- um. Hann veitti mér orku. Nota- legt var að setjast við hlið hans þegar stóra stundin nálgaðist og ég var að fara á taugum af stressi. Alltaf var hann eins og klettur. Rólegur og yfirvegaður, orð vora óþörf. Við horfðum fram á skemmtilegt sumar þegar við ætl- uðum að taka upp sýningar á Álfa- borgar-leikritinu okkar. Hann þá kominn aftur heim í sveitina sína sem ég veit að hann saknaði allt- af, og búinn að kaupa sér lítið notalegt hús. Við félagar þínir í Vöku eigum eftir að sakna þín sárt elsku Pétur við áttum eftir að gera svo margt saman. Elsku Magga, Odda, Gummi, Ríkey og þið öll sem tengd og skyld eruð þessum góða dreng, þetta er mik- ill missir en við eigum góðar minn- ingar. Ég sit og hlusta á regnið vindurinn gnauðar hann smýgur gegnum rifur á veggnum að mér setur hroll. v , Það húmar liðin tíð leitar á hug minn ég sit og hlusta á tal horfinna vina með söknuði. GISLIRAGNAR SIGURÐSSON + Gísli Ragnar Sigurðsson fæddist í Vest- mannaeyjum 16. september 1916. Hann lést á Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 17. maí sl. Út- för Gísla var gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 27. maí. ÁFRAM rennur tímans hjól og vinimir kveðja. Þetta er gang- ur Jífsins. Ágætur vinur, Gísli Ragnar Sig- urðsson, kvaddi 17. maí sl. á mild- um sumardegi. Gisli R. eins og við kölluðum hann, hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða upp á síðkastið, svo kallið kom ekki svo mjög á óvart. Gísli R. var einn af 5 börnum Vilborgar og Sigurðar, er lengst bjuggu á Herjólfsgötu 12. Kreppuárin eftir 1930 og fram að styijaldaráranum vora erfið al- þýðufólki. Húsakostur var vel nýtt- ur og í dag er okkur hulin ráðgáta, hvað fólkið bjó þröngt og varð að gera sér að góðu. Nýtni og sparsemi í fyrir- rúmi, nokkuð sem við því miður teljum ekki til dyggða lengur, eða minnsta kosti telst til undantekninga. Gísli R. var eðlis- greindur en naut lítillar skólagöngu, hafði hann alltaf áhuga á alþýðufróðleik og var með Fnðþjófí G. John- sen á Ásbyrgi að gefa út Eyjaritið Heimaklett á sínum tíma. Eins og aðrir eyja- peyjar tók Gísli R. fljótlega til hendinni við fiskvinnu og sjósókn, en hugur hans stefndi til að bjarga sér ögn betur og hann hóf ungur þátttöku í útgerð, fyrst með Einari Sigurðssyni og síðar einn um langt árabil. Er Gísli R. hætti útgerðinni gerðist hann framkvæmdastjóri Utvegsbændafélagsins, enda öllum hnútum kunnugur. Á þeim árum kynntist ég Gísla R. og varð úr gjöful vinátta, ekki síst eftir að ég fór að verða heima- gangur á hans fallega heimili á Faxastíg 41 og kynntist hans Ég kveiki á kerti loginn blaktir nú heyrist ekkert nema beljandi regnsins og þytur stormsins. - -c Með tómleika í sál minni birtist mér nútíðin köld og fráhrindandi ég dvaldi við drauma daglangt. Ásta Steingerður Geirsdóttir. Elsku frændi, Vinur, þú sefur einn við opinn glugga, æskunnar brunn í svefnsins gylltu festi sígur þú í og safnar fullum höndum. 4 Hugur minn man þinn háa pálmaskugga, hafi ég komið líkur þreyttum gesti utan frá lífsins eyðihvítu söndum. (Jóhann Siguijónsson.) Til Gumma. Verndi þig englar, elskan min, þá augun fógru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrimur Thorsteinsson) Far þú í friði, Mður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Magga, Odda, Gummi, Ríkey og systkinin, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín, Herdís. Okkur langar að minnast með nokkram orðum samstarfsfélaga okkar, Péturs Eiðssonar, en hann lést fyrir aldur fram sl. mánudag. Með Pétri er farinn einstaklega ljúf-’**’ ur og góður drengur. Hann starfaði hjá Egilsstaðabæ sem forstöðumað- ur sundlaugarinnar. Allt hans starf einkenndist af samviskusemi og snyrtimennsku. Sem yfírmaður ávann hann sér vinsældir jafnt hjá samstarfsfólki sem gestum sund- laugarinnar. í dag, er við kveðjum Pétur, er efst í huga okkar þakk- læti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast og starfa með hon- um. Ættingjum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Við vitum að söknuður ykkar er mikill,. en við biðjum guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Bæjarstjórn og starfsfólk Egilsstaðabæjar. trygga lífsföranauti, Sigríði Har- aldsdóttur, er hann gekk að eiga 1942. Þau nutu samvistanna í meira en hálfa öld. Sigríður er jafnan kennd við föður sinn, Harald beyki á Ingólfshvoli, hún er mikilvirk listakona, sem hefur prýtt heimilið mörgum snildarverkum með hann- yrðum sínum. Þá var kjólasaumur hennar löngum viðurkenndur og bar af flestu, sem hér var völ á um áratuga skeið. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en yngsti bróðir Gísla R.*» Benedikt, var lengi til húsa hjá þeim eftir foreldramissi í æsku. Þá tóku þau hálfbróður Sigríð- ar, Jón Kristin, fárra vikna og ólu upp sem sitt bam með miklum sóma. Meðan heilsan leyfði þráðu hjón- in að njóta lífsins á sólarströndum, og ferðuðust oft. — Nú er það lið- in tíð. — Ég óska Gísla R. góðrar heim- komu á sólarströndum eilífðarinn- ar og bið Sigríði og fjölskyldu allri blessunar Guðs. Jóhann Friðfinnsson. Hreinsum upp og gerum við eldri legsteina. Höfum einnig legsteina og krossa til sölu. Fjölbreytt úrvaL Góðfuslega bafið samband i sbna 566-6888. Steinaverksmiðjan Korpó.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 124. tölublað (03.06.1995)
https://timarit.is/issue/127455

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

124. tölublað (03.06.1995)

Aðgerðir: