Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR OREINAR Flokkun og meðferð úrgangs UMHVERFISMAL í víðtækum skilningi eru málaflokkur sem sífellt er meiri gaumur gefinn. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að ísland verði um næstu aldamót eitt hreinasta land hins vestræna heims og ímynd hreinleika og sjálbærrar þróunar tengist allri atvinnu- starfsemi í landinu. Rétt meðhöndlun, flokkun og endumýting úrgangs er eitt af því sem huga þarf að í auknum mæli hér á landi ef slíku markmiði skal náð. í mars 1995 skiiaði starfshópur um framkvæmdaáætlun í umhverfísmál- um á sviði úrgangsmyndunar, sorp- hirðu og meðferðar á spilliefnum skýrslu til umhverfisráðherra um ástand, markmið og leiðir. Sam- kvæmt upplýsingum sem koma fram í þessari skýrslu er áætlað að árlegt úrgangsmagn á íslandi sé um 230 þúsund tonn sem skiptist þannig f grófum dráttum: Guðrún S. Hilmisdóttir ins og skoða hvar úr- gangur fellur ti! og hvers eðlis hann er og síðan leita leiða til að draga úr myndun hans. Það er betra fyrir umhverfi okkar að að endumýta úrgang frek- ar en að farga honum með brennslu eða urð- un. Af þeim 230 þúsund tonnum af úrgangi sem tellur til hér á landi á hveiju ári er 178 þús- und tonnum fargað með urðun eða brennslu án orkunýtingar, en 40 þúsund tonn eru endur- Tegund úrgangs Magn tonn/ári Vægi % Heimilisúrg. 80.000 35 Framleiðsluúrg. 133.500 58 Spilliefni 5.000 2 Annar úrg. 11.500 5 Samtals 230.000 100 230 þúsund tonn af úrgangi á hveiju ári er mikið magn, eða um 880 kg/íbúa á ári. Ef huga á að sjálf- bærri þróun varðandi úrgangsefni hlýtur fyrst að þurfa að leita leiða til að minnka magnið. Til dæmis gætu einstaklingar skoðað sínar neysluvenjur út frá þeirri hugsun að minnka magn heimilisúrgangs. Hjá fyrirtækjum er t.d. hægt að fara í gegnum framleiðsluferli fyrirtækis- nýtt. Aðra meðhöndlun hljóta síðan 11.500 tonn. Fram kemur í fyrr- nefndri skýrslu starfshóps um úr- gangsefni að e.t.v. verði gerðar þær kröfur til aðildarríkja ESB og EFTA innan tíðar að þau endurnoti eða endumýti meira en 2/3 hluta af þeim úrgangi sem til fellur. Miðað við óbreytt magn úrgangsefna hér á landi þá þýðir svona krafa að endur- nýta þarf um 150 þúsund tonn af úrgangi á ári. Endumýting getur verið að nota hlut eins og gert var áður en honum var hent eða að setja viðkomandi hlut í vinnslu eða endumýtingu. Það sem yfírleitt er sameig- inlegt með mismunandi énd- umýtingaraðferðum er að halda þarf þeim úrgangi sem á að endumýta vel aðskild- um frá öðrum. Best er að flokka úrgang þar sem hann fellur til, þ.e. á heimilum eða hjá fyrirtækj- um því erfíðara er að flokka eftir að búið er að blanda öllu saman. Víða eru komnir gámastaðir þar sem hægt er að skila mismunandi tegund- um af úrgangsefnum. Til þess að flokkunin beri árangur verða þeir aðilar sem flokka úrganginn að sjá einhvem tilgang með flokkuninni þ.e. þekkja hvað gera á við tiltekið UMHVERFIÐ I OKKAR HONOUM Úrgangi, sem ekki er hægt að endurnýta, segir Guðrún S. Hilm- isdóttir, verður að koma í leyfílega förgun. efni. Hér á landi hefur úrgangur verið endumýttur svo sem endumýt- ing á brotamálmum, á fiskúrgangi, á drykkjavöruumbúðum, á pappír, jarðgerð á lífrænum úrgangi og jarð- gerð á garðaúrgangi. Verður hér fjallað um nokkrar af þeim aðferðum sem verið er að gera tilraunir með. Pappír hefur verið endumýttur hjá fyrirtækinu Úrvinnslunni hf. á Akur- eyri, sem framleiðir t.d. brettakubba úr pappír og plasti. Pappísúrgangur sem fellur til hjá Morgunblaðinu bæði á skrifstofum og í prentsmiðju hefur verið endumýttur hjá fyrirtæk- inu. Að undanfömu hafa verið gerð- ar tilraunir hér á landi á nýtingu pappírs til landgræðslu til dæmis á Suðumesjum sumarið 1994. Pappír er einnig hægt að flytja út til endur- nýtingar hjá fyrirtækjum erlendis. Timburúrgang er gott er að endur- nýta, annað hvort er hægt að nýta timbrið beint með einhveijum hætti eða t.d. nota það sem orkugjafa. A Egilsstöðum er gámur fyrir timbur og er heimilt að hirða úr honum eft- ir þörfum. Þessi ráðstöfun hefur gert það að verkum að litlu sem engu timbri er fargað með urðun. Mikið timbur fellur til á höfuð- borgarsvæðinu eða um 60 kg á mann ISLENSKT MAI Umsjónarmaður Gísli Jónsson 799. þáttur Víkingur Guðmundsson er skemmtilegur og orðkænn höfund- ur, og enn kvað hann: „Ég þakka hlýleg viðbrögð gagn- vart síðasta bréfi og umfjöllun því viðkomandi. Ég held mig svolítið við sama heygarðshomið. „Sæktu á djúpið“, var sagt við unga menn þegar þeir voru hvattir til dáða. Gamalt orðtak. Djúpið var ekki bara djúpur sjór. Það var hafsvæði langt úti. Yfirborð sjávar, sveipað dulúð. Þrungið óvissu. Áhættu. Ogn. Þang- að þorðu ekki aðrir en hetjur hafs- ins, sbr. Þorbjöm kólka. Grímur Thomsen segir: „Á áttæringi einn hann reri, ávalt sat á dýpstu mið- um.“ Dýpstu mið voru djúpt úti. „Spölur er út að Sporðagrunni, Spá- konufell til hálfs þar vatnar.“ Þar gat verið gott til fanga þótt ekki fengist bejn úr sjó nær landi. En sókn þangað gat verið áhættusöm. Engin veðurspá var á þeim tímum og urðu menn að spá hver fyrir sig. Þá gilti að vera veðurglöggur. „Vissu þeir að veðurglöggur var hann eins og gamall skarfur." Hafdjúpin eru allt annar heimur. Fyrir þau þarf ekki að spá um veður. Nú er algengt að menn slái um sig með gömlum orðtökum. Fólk heyrir þau og notar þau svo án þess að þekkja merkingu þeirra eða verknaðinn sem orðtökin eru dregin af. Margt af þessu málfari er dreg- ið af því sem til skamms tíma var kallað feimnismál, helti og athafnir tengdar kynfærum. Þessi orð voru það mikið feimnismál að þau voru ekki sett í orðabækur nema að litlu leyti. í Orðabók Menningarsjóðs 1979 er t.d. ekki að finna orðið burðarliður, sem nú er nær eingöngu notað um allt sem er verið að koma i framkvæmd og gengur frekar hægt. Jafnvel frumvörp sem eru á leið í gegn um Alþingi eru sögð í burðarliðnum. Jóhanna Sigurðar- dóttir var talin alllengi vera með Húsbréfafrumvarpið í burðarliðnum. Sauðfjárbændur sitja nú um þetta leyti yfir ám sínum og gæta þess að þær hengi ekki lömbin í burðar- liðnum. Burðarliður merkir fæðing- arvegur spendýra og manna. Fæð- ing er talin heilög athöfn. Hún var áhættusöm, sársaukafull og erfið, en henni fylgir mikill unaður, og hún er kveikja móðurástarinnar. Ef til vill er það hvatinn til þess að menn eru famir að nota svo mikið orð og orðtök sem snerta sköpunar- verkið, að þeir eru að storka forsjón- inni og segja að nú ráði maðurinn vel við þessa hluti og þetta sé ekk- ert merkilegt lengur. Ég held samt að þetta snerti enn lengi tilfmningar fólks og það sé ekkert unnið við að gera þessa hluti of hversdagslega. Að líta dagsins ljós er að fæðast lifandi. „Þá hefði bókin aldrei litið dagsins ljós ..." var sagt í Útvarpinu fyrir nokkrum dögum. Líklega hefur lengi verið gengið með hana. Þung- unin verið erfíð, og biðin löng eftir fæðingunni. Ég á erfitt með að sætta mig við að viðtengingarháttur sé að hverfa úr íslensku máli. Blæbrigði málsins verða fátæklegri og ensku áhrifín skína alstaðar í gegn. Islensk tunga hefur staðið undir menningu íslend- inga og viðurkenningu þeirra sem þjóðar og ég vil heldur vera íslend- ingur en hluti af hinum ensku- mælandi heimi. Hvemig væri að herða svolítið á reglum um íslensku- kunnáttu þeirra sem semja og flytja efni í fjölmiðlum? Kærar kveðjur." ★ Hlymrekur handan kvað: Fjandinn er farinn á hausinn, fjárvana og úrræðalaus inn til guðshúsa gekk með gúmítékk, en Gabríel sparkaði í dausinn. ★ Nú sjáum vér hve fastan fót ailt það hefur gæfan gefur. Gráts eru hér og gleði mót. Umsjónarmaður leyfði sér að auð- kenna eignarfallið gráts í þeirri vísu sem hér var tilfærð úr Sumar- kveðju sr. Jóns Þorlákssonar, þess er oft hefur verið kenndur við Bæg- isá. Þetta er af ásettu ráði. Frétta- menn heyrast blanda saman beyg- ingu orðanna grátur og hlátur. Sagt var fyrir skemmstu á Rás II að stutt væri milli „gráturs og hlát- urs“. En orðin beygjast ekki á sama veg. Hlátur fer eins og akur og aldur, en á annan bóg beygist grát- ur eins og hundur og hestur. Þá hafa skilríkir menn tjáð mér að hér í blaðinu væri frá því sagt, er áætlunarflug miHi íslands og Lúxemborgar „hóf göngu sína“. Er þetta ekki svolítið kyndugt orðalag? Fer áætlunarflug gangandi? ★ Sigfríður sunnan sendir: Austur á Ögmundamesi er útigangsjálkurinn Blesi, og ég er að vona (já, vist er það svona) að með velþóknun Moggann hann lesi. ★ Próftíðin hefst með pönnuköku- ritgerðinni, segir á Akureyrarsíðu þessa blaðs sl. laugardag. Þetta er til fyrirmyndar. Margur taðjarpur- inn hefði sagt „prófvertíðin". Hins vegar er spurt: Getur martröð ræst? á ári samkvæmt upplýsingum frá Sorpu bs. Vörubretti eru sett aftur á markað en annað timbur sem berst til Sorpu bs. er malað í flísar sem notaðar eru sem kolefnisgjafí í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundartanga og einnig við tilraunir á jarðgerð úrgangs. Garðaúrgang sem til fellur við umhirðu garða og opinna svæða er auðvelt að jarðgera. Víða er að fínna kassa við heimahús t.d. með þremur hólfum þar sem garðaúrgangur rotn- ar og verður að mold. Sumarið 1994 hófst tilraun hjá Sorpu bs. með jarð- gerð á garðaúrgangi, og var nú í maí hægt að nálgast afurð þessarar jarðgerðar sem hlaut nafnið Molta á gámastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Lífrænan úrgang sem til fellur við heimilshald er einnig hægt að jarðgera. Sú jarðgerð getur farið fram í kössum við heimahús undir umsjón heimaaðila eða í stærri ein- ingum. Nú eru gerðar tilraunir á jarðgerð á lífænum úrgangi við heimahús á Hólmavík og á Seltjam- arnesi . Einnig má nefna verkefni á vegum Norrænu ráðherrarnefndar- innar sem stýrt er af Iðntæknistofn- un Islands og m.a. Kjalarneshreppur tekur þátt í. Frá því í september 1994 hefur verið gerð tilraun með söfnun og endurnýtingu á lífrænum úrgangi frá 100 heimilum í Hafnar- firði. Annast Gámaþjónustan hf. þessa tilraun. Hér hefur verið fjallað um nokkrar endumýtingaraðferðir en eins og fram kom áður þá eru fleiri tegundir endumýttar en hér er talið upp. Þeim úrgangi sem ekki er hægt að endur- nýta verður að koma í leyfílega förg- un, það er á urðunarstað eða með brennslu í sorpbrennslustöð. Ungmennafélag íslands er nú í samstarfí við ýmsa aðila um að hefja umfangsmikið umhverfisverkefni sem varðar bætta umgengni við haf- ið, strendur, ár og vötn landsins. Aðaikjörorð þessa verkefnis er: Göngum vel um landið okkar og auðlindir þess, höldum hafinu, ströndum, ám og vötnum hreinum. Undir forystu Ungmennafélaga um land allt er fýrirhugað að hreinsa fjörur, vatns- og árbakka landsins og skrá hvaða rusl finnst á hveiju svæði, og síðan koma því á förgunar- stað. Siglingamálastofnun ríkisins er faglegur ráðgjafí varðandi skráningu á þeim úrgangi sem finnst. Verður fróðlegt að sjá að loknu þessu átaki hvað það er sem menn tína upp af fjörum, vatns- og árbökkum lands- ins. Til þess að koma í veg fyrir að rusl lendi á þessum stöðum þarf að reyna að finna hvaðan það kemur og leita leiða til að koma í veg fyrir það. Það er mín von að vel takist til með þetta umhverfisverkefni Ung- mennafélags íslands og að sem flest- ir sjái sér fært að taka þátt í því. Höfundur er verkfræðingur. Átak á umhverfisdegi HUGSAÐU hnatt- rænt og ræktaðu eigin garð. Þannig mætti snara setningu sem hef- ur orðið að einkunnar- orðum umhverfísvernd- arsinna víða um heim og á sérstaklega vel við nú á mánudaginn, þeg- ar haldið er upp á um- hverfisdag Sameinuðu þjóðanna 5. júní. Ung- mennafélag íslands hef- ur valið þennan dag til að hefja Umhverfísátak UMFÍ ’95 sem er hreinsunarátak við strendur, ár og vötn landsins. Guðmundur Bjarnason. Mengun virðir ekki landamæri Það er ekki tilviljun að umhverfís- mál hafa orðið æ meira áberandi á alþjóðlegum vettvangi á síðustu árum. Mengun lofts og lagar virðir ekki landamæri. Fiskistofnar synda á milli úthafsins og 'lögsögu ein- stakra ríkja. Þynning ósonlagsins — sem er mest yfír pólsvæðunum bæði á norður- og suðurhveli — er áhyggjuefni jafnt á íslandi og í Suð- ur-Afríku þar sem hátíðahöld SÞ á umhverfisdaginn fara fram þetta árið. Vegna þessa er alþjóðlegt sam- starf mikilvægt fyrir okkur íslend- inga, hvort sem um er að ræða aug- ljós hagsmunamál okkar sem rædd verða á væntanlegum ráðstefnum SÞ um mengun hafsins og nýtingu fiskistofna í úthöfunum eða hnatt- ræn vandamál eins og ósonþynningu og veðurfarsbreytingar af manna- völdum. Tökum okkur tak Starf stjórnmálamanna og opin- berra stofnana má sín þó lítils ef ekki kemur til áhugi og þátttaka almennings. Daglega tökum við hvert og eitt ákvarðanir T umhverfis- málum: Hvemig við ferðumst, hvem- ig við högum daglegum innkaupum og hvemig við meðhöndlum þann úrgang sem daglega fellur til á heim- ili okkar. Virk þátttaka almennings í að draga úr sóun, auka endur- vinnslu og hreinsa og bæta umhverf- ið er virði ófárra alþjóðaráðstefna. Það er því vel við hæfí að velja alþjóðlega umhverfisdaginn til að hrinda af stað hreinsunarátaki UMFÍ. Með því er ekki bara hægt að sameina holla útivist og fegrun umhverfísins, heldur er ætlunin að skrá magn og uppruna mslsins, sem ætti að auka skilning okkar á því hvaðan það kemur og hvernig við.getum hugsanlega dregið úr því með því að stemma á að ósi. Virðum náttúruna og njótum hennar Fyrir rúmum áratug átti ég þess kost að heimsækja Þýskaland í hópi íslenskra þing- manna og var okkur þá meðal annars sýndur skógur sem . hafði orðið fýrir skemmdum af völdum súrs regns. Ég hafði áður heyrt um þetta talað, Við viljum ísland þekkt fyrir hreinleika, segir Guðmundur Bjarna- son, sem hér fjallar um hreinsunarátak UMFI en ekki látið mér detta í hug hversu alvarlegt vandamálið væri. Þetta vakti mig til umhugsunar um hve mikilvægt það er að vera vel á verði og bregðast við í tæka tíð. Við Islendingar höfum ekki orðið fyrir barðinu á súru regni og mikilli iðnaðarmengun og því ef til vill ver- ið seinni til við að gefa umhverfismál- um gaum en sumar aðrar þjóðir. Þetta hefur breyst mikið á síðari árum. Útivistaráhugi hefur aukist og ferðaþjónusta er einn helsti vaxt- arbroddurinn í atvinnulífi okkar. Við gerum okkur því betur grein fyrir þeirri auðlind sem við eigum í okkar fögru náttúru, en verðum jafnframt að hyggja betur að því en áður hvem- ig við getum öll notið náttúrunnar án þess að spilla henni. Við viljum að land okkar verði þekkt fyrir hrein- leika og ómengað umhverfí. Því er ástæða til að fagna hreinsunarátaki UMFÍ í sumar og hvetja sem flesta til að taka þátt í því og rækta þar með eigin garð. Höfundur er umhverfisráðlierra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.