Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D
129. TBL. 83. ÁRG.
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Aukin bjartsýni
eftir Kaíró-fund
Kaíró, Damaskus. Reuter.
YITZHAK Rabin, forsætisráð-
herra ísrael, og Hosni Mubarak,
forseti Egyptalands, áttu fund í
Kaíró í gær. Var þetta fyrsti fund-
ur þeirra í fjóra mánuði. Warren
Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði á blaða-
mannafundi að honum loknum að
enn eitt skref hefði verið stigið til
að treysta friðarþróunina í Mið-
austurlöndum.
ísraelar og Egyptar hafa deilt
hart það sem af er árinu vegna
kjamorkuvopnaáætlunar ísraela
og tafa á palestínskri sjálfstjóm.
Á undanfömum tveimur vikum
hefur viðræðum hins vegar miðað
Mótmæla
framferði
Japana
SUÐUR-kóresk kona grátbiður
óeirðalögreglu um að hindra
ekki sig og um 500 félaga sína
í því að brenna brúður við jap-
anska sendiráðið í Seoul. Fólkið
krafðist þess að Japanir bæðust
innilegrar afsökunar á fram-
ferði sínu í Kóreu eftir að þeir
lögðu landið undir sig. í gær
samþykkti neðri deild japanska
þingsins ályktun þar sem látin
var í tjós „djúp iðrun“ vegna
innrásar Japana í mörg Asíulönd
og ógnarstjórnar í kjölfarið.
Hins vegar var engrar afsökun-
ar beðist og varð það tilefni
mótmæla í mörgum Asíuríkjum
og víðar í gær. Alyktunin fer
fyrir efri deild þingsins í næstu
viku.
Mubarak útilokar
ekki heimsókn
til ísraels
mjög vel og þrýsti Bandaríkja-
stjóm á Rabin að halda til Kaíró
til fundar við Mubarak.
Mubarak sagði að fundinum
loknum að viðræðurnar hefðu ver-
ið mjög jákvæðar og andrúmsloft
gott. Utilokaði hann ekki að hann
færi í opinbera heimsókn til Isra-
els.
Rabin sagði að markmið fundar-
ins hefði verið að útrýma misskiln-
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins
(ESB) útnefndu í gærkvöldi Carl
Bildt, leiðtoga sænskra hægri-
manna, sáttasemjara í Bosníudeil-
unni. Búist er við að hann fái víðtæk-
ara umboð en fyrirennarinn Owen
lávarður sem skoraði í gær á Banda-
ríkjamenn að stuðla að lausn deilu-
mála í fyrrverandi lýðveldum Júgó-
slavíu með því að sýna meiri samn-
ingalipurð.
Bildt mun fá umboð til að semja
bæði fyrir ESB og fimmveldahópinn,
sem Bandaríkin og Rússland eiga
aðild að. Bundnar eru vonir við að
nýr kraftur færist í tilraunir til að
leisa Bosníudeiluna eftir pólitískum
leiðum með tilkomu hans sem sátta-
semjara.
Owen lávarður sagði í gær í Par-
ís, að sýndu Vesturveldin þolinmæði
væru sáttaleiðir enn færar. Lýsti
ingi í samskiptum ríkjanna eða því
sem virtist vera byggt á misskiln-
ingi.
Bandarískur embættismaður
sagði Bandaríkjastjóm ánægða
með hversu vel fundurinn hefði
tekist. Nú gæti Mubarak beitt sér
af fullum krafti við að hvetja Sýr-
lendinga og Palestínumenn til að
þoka viðræðum sínum við ísraela
áfram.
Hið opinbera málgagn sýr-
lensku stjórnarinnar sagði í gær
að ísraelar ættu að nýta það tæki-
færi sem Mið-Austurlandaheim-
sókn Christophers væri til að ná
samkomulagi við Sýrlendinga.
hann stuðningi við stofnun hraðliða-
svéita í Bosníu en Boutros Boutros-
Ghali, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) lagði í gær til
við öryggisráðið að það samþykkti
tilboð Breta, Frakka og Hollendinga
um að senda allt að 15.000 manna
hraðlið til Bosníu.
„Það var ekki látið reyna nógu
mikið á samninga á síðustu misser-
um. Vonandi breytist það nú,“ sagði
Owen, sem er fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Breta. „Það þýðir að
Bandaríkjamenn verða að sýna
samningavilja, sættast á málamiðlun
og slaka á kröfum sínum,“ sagði
hann. Bandarísk stjórnvöld hafa að
sögn Owens lávarðar reynst ófáan-
leg til að aflétta refsiaðgerðum á
Serbíu, sem í staðinn myndi viður-
kenna Bosníu, að vísu með skilyrðum
og fyrirvörum.
Sókn gegn
glæpastarfsemi
SÉRSVEITIR rússneska innan-
ríkisráðuneytisins handtóku á
einu bretti alla götusala sem
starfa á Velozavodskí-götumark-
aðinum í Moskvu. Var það liður
í hertum aðgerðum lögreglunnar
til þess að uppræta skipulega
glæpastarfsemi.
Bætur
að sliga
Breta
London. Daily Telegraph.
VELFERÐARKERFIÐ er að
vaxa Bretum yfir höfuð og er
það sameiginlegt álit félags-
málanefndar þingsins, að
verði ekkert að gert verði
kostnaðurinn við það fljótlega
óviðráðanlegur.
10 milljónir á
hvers kyns bótum
Fram kemur í skýrslu
nefndarinnar, að helmingur
Breta sem komnir eru af
bamsaldri búi á heimili þar
sem einhver heimilismanna
njóti umtalsverðra bóta.
Er það samdóma álit nefnd-
armanna, að velferðarkerfið
hafi spillt lyndiseinkunn
manna og heiðarleik. Bætur
væru komnar langt út fyrir
það sem ætlunin var svo og
fjöldi bótaþega. Um 10 millj-
ónir manna þægju umtals-
verðar bætur og kostnaður við
velferðarkerfið væri 85 millj-
arðar sterlingspunda á ári, eða
tæpur þriðjungur allra ríkisút-
gjalda.
Hugarfarsbreyting
Þingnefndin er einhuga um
að stokka þurfi velferðarkerf-
ið upp og skera niður. Við-
horfsbreyting þurfi að eiga sér
stað, hverfa verði frá hugsun-
arhætti þurfalingsins og fá-
tæktarþráhyggju.
Talsmenn þingflokkanna
voru sammála um, að velferð-
armálin og sjálfvirk hækkun
útgjalda í velferðarkerfinu,
yrðu helsta viðfangsefni þeirr-
ar ríkisstjórnar sem við tæki
eftir næstu kosningar, óháð
því hvaða flokkur héldi þá um
stjómartauma.
Danir
hafna
auknum
kvóta
Þórshöfn. Morgfunblaðið.
DANSKA stjórnin hefur neitað að
taka til greina ákvörðun færeysku
stjórnarinnar og Iögþingsins um
aukinn þorsk- og ýsukvóta fyrir
tvílembinga, togara sem toga tveir
eitt troll saman.
í bréfi sem Poul Nymp Rasmus-
sen forsætisráðherra sendi Ed-
mund Joensen lögmanni í gær,
segir að ákvörðunin sé á skjön við
samninga dönsku og færeysku
stjórnanna tvö síðustu árin. Varaði
Nymp Rasmussen við ákvörðun-
inni og sagði hana geta dregið dilk
á eftir sér varðandi samskipti Dana
og Færeyinga.
40 skip höfðu stöðvast
Ástæðan fyrir kvótaukningunni
var sú, að aukaafli tvílembinganna
af þorski og ýsu var upp urinn og
um 40 skip höfðu legið við bryggju
í þijár vikur af þeim sökum. Þótti
færeyskum yfirvöldum það óviðun-
andi og var kvótinn því aukinn og
skipin sigldu aftur til veiða.
Kanada
Skógareld-
ar og flóð
Vancouver. Reuter.
SKÓGARELDAR og hækkandi
yfirborð í ám höfðu í gær valdið
miklu tjóni í vesturfylkjum
Kanada.
í suðurhluta Alberta og British
Columbia ollu miklar leysingar og
úrhelli flóðum sem sögð em hin
mestu í heila öld. Yfirborð South
Saskatchewan-árinnar hækkaði
um 20 sm á klukkustund í gær
og urðu um 5.000 íbúar bæjarins
Medicine Hat að yfirgefa heimili
sín vegna hættu á flóði.
Nyrst í áðurnefndum fylkjum,
auk Saskatchewan og Manitoba,
er hins vegar við að etja skógar-
elda sem geisað hafa á stómm
svæðum. Urðu um 400 íbúar smá-
bæjar að yfirgefa hann því horfur
voru á að eldurinn myndi berast
til bæjarins.
Bildtfær víðtækt
umboð í Bosníu
París, New York, Washington. Reuter.