Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ____________________VIÐSKIPTI_______ ŒM storkar Microsoft með tilboðinu íLotus New York. Reuter. EF IBM kemst yfír hugbúnaðarfyr- irtækið Lotus Development Corp. gæti það orðið handhægt verkfæri til þess að bijóta keppinautinn Mic- rosoft á bak aftur, að mati sérfræð- inga. IBM vonast til að geta gert hug- búnaðinn Lotus Notes að samstæð- um búnaði, sem muni að lokum ná til hvers konar tölva, hvort sem í hlut eiga stórtölvur, borðtölvur eða fartölvur. „Tilgangurinn er að gera Notes að stjómtæki, sem er alls staðar nálægt, sagði sérfræðingur í New York. Með stuðningi IBM telja sérfræð- ingar að Lotus geti gert Notes-bún- aðinn allsráðandi og látið hann tengja saman ólík tölvuumhverfi, tölvunet einkanotenda, Internetið og beintengdar tölvuþjónustur. „Notes getur gert fyrir IBM það sem Windows hefur gert fyrir Mic- rosoft," sagði sérfræðingurinn í New York. „Gert IBM kleift að endurheimta fyrri stöðu í einkat- ölvuiðnaðinum. Um leið verður búnaðurinn vopn er IBM getur notað til þess að beij- ast gegn yfirdrottnun Microsoft, sem á ekkert sem stenzt samjöfnuð við Lotus Notes. Á þessu sviði hefur Microsoft unnið að gerð Exchange, en verkið hefur sífellt dregizt á langinn. „Þess vegna fær IBM öflugt vopn gegn Microsoft,“ sagði sérfræðingur í Kalifomíu. Þó sagði hann að vopn- ið væri dýrkeypt og mundi ekki auka tekjur IBM 1996 nema um 1%. Glatað tækifæri IBM-fyrirtækið missti af tæki- færi til þess að verða stórveldi á hugbúnaðarsviðinu snemma á síð- asta áratug, þegar það fékk Micro- soft til að smíða stýrikerfið MS- DOS í IBM-einmenningstölvur. Það varð upphafíð að velgengni Microsoft-fyrirtækisins og gerði það að stórveldi, því að Microsoft seldi stýribúnað í allar IBM-ein- menningstölvur og ótal afsprengi, sem seinna komu fram. IBM ætlar ekki að endurtaka þau mistök og reynir því að kaupa bún- að, sem kann einnig seljast vel. LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 15 - kjarní málsins! i •I Áfengi má auglýsa í brezku sjónvarpi London. Reuter. RAUNVERULEGU banni við aug- lýsingum á áfengi í sjónvarpi í Bret- landi hefur verið aflátt og sjón- varpsáhorfendur mega vænta þess að sjá viskí, vodka og gin auglýst á skjánum í haust. Sjónvarpsbannið var upphaflega „heiðursmannasamkomulag" um- svifamikilla áfengisfyrirtækja á fyrstu dögum sjónvarps í Bretlandi á ámnum eftir 1950, en síðan varð bannið liður í siðareglum óháðra sj ónvarpsfýrirtækj a. Ákvörðun brezka sjónvarpsráðs- ins um afnám bannsins bindur enda á nokkurt misræmi, því að þrátt fyrir það hefur mátt auglýsa bjór, léttvín og jafnvel líkjöra í sjónvarpi en ekki viskí gin, vodka og koníak. --------» ♦ ♦--- Aukinn hagnaður Deutsche Telekom Bonn. Reuter. DEUTSCHE Telekom AG, fjarskipt- arisinn í Þýzkalandi, hefur skýrt frá mikilli tekjuaukningu á síðasta ári og kveðst nálægt því marki að setja skilmála í samningaviðræðum um kauphallarskráningu í New York á næsta ári. Rekstrarhagnaður nam 7.1 millj- arði marka fyrir millifærslur til rík- isins samanborið við 3.2 milljarða 1993. Velta jókst í 64 milljarða marka úr 59 milljörðum. Gert er ráð fyrir að sala aukist í um 69 millj- arða marka 1995 og hagnaður auk- ist einnig. Látin var í ljós bjartsýni á að framkvæmdanefnd ESB mundi sam- þykkja bandalag Deutsche Telekom og France Telecom að gengið yrði frá samningum við bandaríska Sprint-fyrirtækið yrði gengið frá samningi fljótlega.. » ------ KLMgreið- irafturarð Amsterdam. Reuter. KLM-flugfélagið hefur sagt að það muni greiða arð af hlutabréfum á ný, þar sem hagnaður hafi rúmlega fjórfaldazt. Nettóhagnaður á tólf mánuðum til marzloka 1995 jókst í jafnvirði 297 milljóna dollara úr 82 millijónum 1993/94. Velta jókst í 5.8 milljarða dollara úr 5.5 milljörðum. KLM sagði að greiddur yrði 1,50 gyllina arður, hinn fyrsti til hluhafa síðan 1991/92. SÝNING DAG ATVINNUBÍLAR BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR ÁRMÚLA 13 SÍMI568 1200 BEINN SÍMI553 1236 B&L sýnir í dag mesta úrval sem boðið er upp ó í VSK - bílum. Verö frá kr. 518.867.- án Vsk Opiðfrákl 10:00-17:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.