Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 I NEYTEIMDUR AÐSTANDENDUR frétta- og fræðslublaðsins Matur og matvæli eru Gunnar Kristins- son og Sigurþór Jakobsson. Matur og matvæli í nýju blaði MATUR og matvæli heitir frétta- og fræðslublað sem nýlega kom út í fyrsta sinn. Markmið þess er að fjalla um matvæli á faglegan hátt og frá ýmsum sjónarhomum og stuðla að umræðu um framleiðslu, innflutning, dreifíngu og sölu mat- væla. Stefnt er að því að blaðið höfði til allra þeirra sem starfa við matvælaiðnað og hinn almenni neytandi á einnig að fínna eitthvað við sitt hæfí, að því er segir í frétt. Ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins er Gunnar Kristinsson, matvælafræðingur en um útlit sér Sigurþór Jakobsson. í fyrsta tölu- blaði er kynning á nýrri matvæla- reglugerð. Þá veltir Ema Hauks- dóttir frkvstj. upp spumingum um eftirlitsiðnaðinn á Islandi. Greint er frá nýjum manneldismarkmiðum og vikið að niðurstöðum rannsókna Hollustuvemdar á vamarefnum í innfluttu grænmeti og ávöxtum. Þórarinn Guðlaugsson mat- reiðslumeistari, segir frá sínum hugðarefnum í blaðinu. Gerð er grein fyrir helstu atriðum eftirlit- skerfísins GÁMES (HACCP). Fastir þættir verða Matur og hollusta og Vínhomið. Matur og matvæli kemur út í tæpum 6000 eintökum og fyrsta tölublaði er dreift til ýmissa sem koma nálægt mat og matvöm. Skiptar skoðanir um íblöndunarefni í bensíni verður sparnaður. Slíkt gæti átt við í þessu tilfelli. Ef þetta á að vera orkusparandi að jafnaði þá er erfitt að fullyrða nokkuð án þess að gera nákvæma mælingu. Maður spyr sig þó hvers vegna allir séu ekki almennt farn- ir að nota svona bensín ef það JÓN Sævar Jónsson, verkfræðing- ur, segist spara um 10% í bensín- kostnaði síðan hann fór að nota svokallað hreint eða betra bensín. Þetta kom fram í spjalli við Jón Sævar í síðustu viku. Þórólfur Ámason, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Olíufélaginu hf. Essó, hafði samband og benti á að í töflum úr akstursdagbók Jóns Sævars, sem birtar voru með við- talinu við hann, væri borinn saman akstur að vetri til og hinsvegar að sumri/hausti til og slíkt væri villandi. „Það munar töluverðu hvað bensíneyðsla er meiri að vetri til en að sumri eða 5-10%. Þá er ekki upplýst hvemig vetrardekkj- um ekið var á í fyrra tilfellinu." Þórólfur segir að meðalakstur á þeirri bensíntöflu þegar Essó bens- ín var notað hafi verið 66,2 km á dag en meðalakstur á bensínkorti þegar „hreinna eða betra bensín" var notað verið 111,9 km á dag. „Það ætti að vera óþarfí að nefna að bensíneyðsla í langkeyrslu er mun minni en í innanbæjarakstri. Langkeyrslan sem merkt var á kortinu sparaði um 10% í bens- íneyðslunni." sparar um 10% í bensínkostnað?" ísvari á veturna til bóta Morgunblaðið/Golli Essó bíður eftir nýju íblöndunarefni Að sögn Þórólfs hafa forráða- menn hjá Olíufélaginu hf. Essó skoðað íblöndunarefni í bensín rækilega undanfarið ár. „Gallinn við núverandi íblöndunarefni sem er í raun þriðja kynslóð íblönd- unarefna er, að þau em rakadræg og því þarf að blanda þeim í bens- ínið nálægt sölustað og einnig að útfellingar fastra efna í brunahólfí aukast sannanlega sem þýðir að til lengri tíma getur verið verra fyrir bmna á bensíni að vera með íblöndunarefni. Þannig eykst þörf fyrir hærri oktantölu bensíns. Við emm því að bíða eftir fjórðu kyn- slóð íblöndunarefna sem er í þróun núna hjá bætiefnaframleiðendum erlendis og fylgjumst grannt með þessum málum.“ Jón Sævar Jónsson, verkfræð- ingur og eigandi Volvó-bifreiðar- innar sem um getur, segir að sömu dekkin hafí verið undir bílnum í þijú ár, hann aki um á ónegldum vetrardekkjum allan ársins hring. Þá segist hann sjálfur hafa tekið meðaltal tíu mánuða þegar hann bar saman bensíneyðslu en ekki tekið síður úr bókinni en síðumar vom birtar í Morgunblaðinu sem sýnishom úr bókhaldi Jóns Sæv- ars. Um 10% bensínspamaður fékkst líka þegar akstur að sumri til á gömlu bensíntegundinni var borinn saman við keyrslu á sama árstíma á nýju bensíni. Jón Sævar segir að muni litlu í bensíneyðslu hjá honum hvort hann ekur að vetri eða sumri til. „Síðastliðinn vetur þyngdi ég bíl- inn um rúm hundrað kíló með blýi og þá varð eyðslan aðeins meiri. Þrátt fyrir það er meðaleyðsla síð- ustu tíu mánaða minni en hún var áður. Margir láta bílinn vera í gangi meðan þeir em að skafa rúður á vetuma og hita bilinn. Ég er með bílinn inni og þó ég sé á bflastæði reyni ég að skafa áður en ég gang- set hann og læt hann ekki vera í tómagangi nema á rauðu ljósi.“ Gæti verið að spíssarnir hefðu hreinsast Ævar Friðriksson, ráðgjafí hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda og Bílgreinasambandinu, segist Fimm nýir ávaxtadrykkir frá Vífilfelli hf. Sítrónu sæll og glaður og bananavindur með vanillu NÝJU ávaxtadrykkirnir Fruitopia frá Vífilfelli hf. eru án kolsýru, seldir í 50 cl glerflösk- um með skrúfuðum tappa. Innihaldið er 10-13% hreinn ávaxtasafi og sykur- magnið er 9-10%. Drykkirnir eru frá The Coca-Cola Compaay og fást í fimm gerðum með mismunandi bragði eins og nöfnin benda til: Sítrónu sæll og glaður, Sá vægir sem mand- arínu hefur meiri, Bananavind- ur með vanillu, Á öldum jarðar- beija og Ástaraldin í sátt og sítrónu. Björn Sigurðsson, markaðs- fulltrúi hjá Vífilfelli, segir mikla vinnu hafa verið lagða í að finna íslensk nöfn og frasa fyrir hverja bragðtegund. % fm „, x, bfe, _______ Að sögn Björns hafa miklar breytingar orðið á gosdrykkja- markaðnum erlendis ogfólk er í auknum mæli að snúa sér að heilsusamlegri drykkjum eins o g ávaxtadrykkjum og ís- tei. „Fruitopia er árangur rannsóknar The Coca-Cola companyk drykkjarvörumark- aðnum og þörfum neytandans. Drykkurinn hef- ur náð miklum vinsældum í Bandaríkjun- um og var kosin vara ársins í fyrra. Áður en ákveðið var að markaðs- se^ja drykk- inn hér á landivoru gerðar ítar- ? legar kannan- ir á mark- hópnum og bragðkannanir. Niðurstaðan var sú að varan ætti góða möguleika og að neysla drykkjanna væri mest á þeim tíma sem gosdrykkj- arneysla væri í Iágmarki.“ Algengasta smásöluverð á Fruitopia er 129 kr. í matvöru- verslunum og um 140 kr. í sjoppum og bensínstöðvum. um árin hafa fylgst með nýjungum sem eigi að spara bensín og jafn- vel hafa tekið þátt í mælingum en engan marktækan mun séð fram til þessa. „Ég á erfítt með að trúa því að almennt sé hægt að spara 10% í bensínkostnaði með því að nota þessa bensíntegund en get ekkert fullyrt nema ég taki þátt í ein- hverri sérstakri mælingu." Ævar segir að minnstu óhreinindi, eins og vatn eða sót í spíssum, geti gert að verkum að spíssamir verði ekki alveg þéttir og fari að leka og eyðsla verði meiri en hún ætti að vera. „Hreinsandi efni sem eru í þessu nýja bensíni geta valdið því að búnaðurinn fer í betra lag en hann var í og af þeim sökum Þegar Ævar er inntur eftir bensínsparnaði almennt segir hann að í mörgum nýjum bílum sé oft gult og grænt ljós sem gefi til kynna hvenær óhóflega er stig- ið á bensíngjöfina. „Það má aka eftir þessu ljósi. Á langkeyrslu skiptir t.d. miklu máli hvort keyrt er á 80-90 kílómetra hraða eða farið upp fyrir það. Ef ekið er á yfir 90 kílómetra hraða verður eyðslan miklu meiri“. Ævar segir mjög til bóta að setja ísvara í eldsneyti yfír vetrar- mánuðina vegna þess að vatn og bensín samlagast ekki og vatn vill myndast í tönkum á vetuma vegna hitabreytinga. ísvari samlagast vatninu og eyðir því. „Ef vatnið fer í spíssana skemmast þeir fyrr en ella og geta orðið óþéttir. í blönd- ungsbíl er þetta ekki eins mikið mál og hjá þeim sem era með beina innspýt- ingu. Meiri vatnsmynd- un verður í tanki ef lítið er í honum. Þeir sem kaupa að jafnaði lítið eldsneyti í einu eiga þá frekar á hættu að verða fyrir þessu en þeir sem fylla allt- af.“ Þór Tómasson, efnaverkfræð- ingur hjá Hollustuvemd ríkisins, segir að vafasamt sé að gefa ákveðin svör í þessu sambandi en hugsanlegt sé að íblöndunarefni í bensíni skili árangri. „Ef hreins- andi efni era sett í bensín getur verið að þau leysi óhreinindi og komi í veg fyrir að þau festist í vélarbúnaði. Of mikið af bætiefn- um í bensíni getur þó valdið skaða. Hvort þetta nýja bensín virkar hef ég ekki skoðað sérstaklega og ég á bágt með að trúa að það spari öllum 10%. Um leið og fólk trúir því að það sé að spara þá sparar það. Þetta er kannski ekki bara spuming um efnaverkfræði heldur líka markaðsmál." Ný framleiðslulína hjá Höfn-Þríhyrningi Unnar Bú- manns-kjöt- vörur settar á markað Selfossi. HÖFN-Þríhymingur hf. setti fyrr á þessu ári á markað unnar kjötvör- ur undir merkinu Búmanns', handa hagsýnum. Þessi vörulína hefur fengið mjög góðar móttökur, sem gefur til kynna að þessar vörur hafí vantað á markað því sala á öðrum framleiðsluvörum undir merkinu Hafnar, R2L kjötvinnslu fyrirtækis- ins á Selfossi, hefur ekkert minnkað. í Búmanns-vörunum eru kjötbúðing- ur, hangiálegg, grófhökkuð lifrar- kæfa, kindabjúgu, hrossabjúgu og reykt og saltað folaldakjöt. „Við fundum fyrir því að markað- urinn var farinn að kalla á ódýrari vörur og settum í gang hönnun á góðum og ódýrum kjötvörum sem við höfðum tilfínningu fyrir að mark- aðurinn væri að leita að. Þessar vör- ur fóru á markað upp úr áramótunum og hafa fengið mjög góðar viðtökur og stöðug aukning er í sölu á þeim. Það er eins og þarna hafí komið nýr markaður og þetta hefur því orðið hrein viðbót," sagði Bjöm Ingi Bjömsson hjá Kjötvinnslu Hafnar- Þríhymings hf. á Selfossi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. KAREN Erlingsdóttír, starfs- maður í Kjötvinnslu Hafnar á Selfossi, með fullan bakka af Búmanns-vörum. Spænskt prjónagarn SPÆNSKA pijónagarnið Katia frá Lanas Katia fæst nú í Gambúðinni Tinnu þar sem vortíska í prjóna- fatnaði og nýjustu uppskriftir með garninu eru kynntar. Auk prjónagarns frá Katia eru á boðstólnum blöð og uppskriftir af L c L I !;• I I I L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.