Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRDÍS G UÐJÓNSDÓTTIR -I- ÞÓRDÍS Guð- ' jónsdóttir fædd- ist á Kirkjubæ i Vestmannaeyjum 26.11. 1908. Hún lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 2. maí sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Eyjólfsson, útvegsbóndi, f. 9.3. 1872, d. 14.7. 1935, og Halla Guð- mundsdóttir, hús- freyja, f. 4.9. 1876, d. 7.9. 1939. Þórdís var ein af 14 systk- inum en þar af komust 9 til fullorðinsára. Hinn 7.6. 1930 giftist Þórdís Sigurði Bjarna- syni skipstjóra og útgerðar- manni frá Hlaðbæ í Vestmanna- eyjum, f. 14.11. 1905. Þau hjón- in eignuðust 5 börn: Jóhann, f. 30.6. 1930, Bjarna Hilmi, f. 3.9. 1932, Höllu, f. 18.7. 1936, Sig- urð, f. 12.8. 1945, og Gunnar Þór, f. 7.7.1948. Útför Þórdísar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, og hefst athöfnin kl. 14. NÚ HEFUR Dísa amma lagt sín augu aftur í hinsta sinn og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Þegar ég var lítil skvetta var ég svo lánsöm að fá að dvelja hjá ömmu og afa á sumrin og tóku þau stóran þátt I uppeldi mínu. Hafa þau bæði skilið eftir dýrmæta gullmola í hjarta mínu sem gleymast ekki og er ég þeim þakklát fyrir þeirra innlegg í þroskaferil minn. Fyrstu minningar mínar um Dísu ömmu eru úr eldhúsinu í Svanhóli þar sem hún sýndi takmarkalausa þolinmæði við að koma í mig hafra- grautnum og þurfti hún að segja mér söguna um Kiðhús 2-3 sinnum áður en grauturinn kláraðist, og ég var í leiðinni mötuð á þeim borðsið- um sem ungar dömur áttu að temja sér. Þegar ég hugsa til baka þá held ég að ömmu hafi oft fundist von- laust að breyta litlu skvettunni í dömu, og held ég að hún hafi endan- lega gefíst upp við það þegar hún sendi mig til Laufeyjar í Háagarði til að fá lánuð egg, alla bakaleiðina valhoppaði ég eins og ég ætti lífið að leysa og sveiflaði pokanum í kringum mig og að sjálfsögðu voru öll eggin brotin þegar ég rétti ömmu þau. Amma sagði ekki neitt en leit á mig með uppgjafar augnaráði. Annars eru bemskuminningar mínar úr Svanhóli sveipaðar rós- rauðri slæðu og á ég ekkert nema yndisleg- ar minningar í faðmi afa og ömmu sem voru full af elsku og visku. Það var líka stórkost- legt fýrir borgarbamið að fá að kynnast nátt- úmnni og njóta hennar í öllum sínum mynd- um, hvort heldur sem var í frumskógarleik í njólabreiðum, könnun- arleiðangram í fjalls- hlíðum eða bara í bæ- jarleik. Amma var glæsileg kona sem ég leit upp til og vildi líkj- ast þegar ég yrði stór. Hún var ein af þessum konum sem gerði allt án þess að tekið væri eftir því, alltaf var allt á sínum stað og nýbakað kaffíbrauð á borðum. Henni féll aldr- ei verk úr hendi og liggja eftir hana ófá listaverkin, sem verða varðveitt og minna okkur á ömmu um ókom- in ár. Því miður geta hvorki faðir minn, Hilmir, sem er við veiðar við Kanada né bróðir minn, Sigurður Gísli, sem er búsettur í Bandarílq'unum fýlgt ömmu í dag en ég veit að þeir era með okkur í huga sínum. Að lokum vil ég, elsku amma, láta hér fylgja með vísuna sem þú söngst svo oft fyrir okkur og fékk mig alltaf til að tárast, því mér fannst svo sorglegt til þess að hugsa að ömmur færu til himna. Ó, amma, 6, amma, æ, ansaðu mér, því ég er að gráta og leita að þér. Fórst’út úr bænum eða fórst’út á hlað eða fórst þú til jesú í sæluna þar. Hafdís. Það er komið að kveðjustund, margs er að minnast og margt er að þakka. í dag fer fram frá Landa- kirkju útför tengdamóður minnar Þórdísar Guðjónsdóttur frá Svan- hóli í Vestmannaeyjum. Sorgin kvaddi oft dyra á æsku- heimili Dísu, fjórir bræður hennar drukknuðu, allt menn í blóma lífs síns. Dísa giftist Sigurði Bjarnasyni frá Hlaðbæ á sjómannadaginn árið 1930, miklum öðlingi og mann- kostamanni sem lést snögglega 1970 og var það Dísu og fjölskyld- unni allri mikið áfall. Saman áttu þau fímm böm fjóra syni, og eina dóttur. Dísa og Siggi bjuggu allan sinn búskap í Vestmannaeyjum. Heimili þeirra var annálað myndar- heimili, þar sem allir vora velkomn- ir og þar var veitt af rausn. Þegar jarðeldar bratust út á Heimaey 23. + Hjartkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR MAGNÚS SÓLMUNDARSON, Dynskógum 5, Hveragerði, sem lést þann 3. júní, verður jarðsung- inn frá Hveragerðiskirkju í dag, laugar- daginn 10. júní, kl. 13.30. Auður Guðbrandsdóttir, Sólmundur Sigurðsson, Margrét Ásgeirsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Magnús Ögmundsson, Guðbrandur Sigurðsson, Sigríður Helga Sveinsdóttir, Bryndfs Sigurðardóttir, Kent Lauridsen, Steinunn Margrét Sigurðardóttir, Andrés Úlfarsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar HÓLMFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Laxfossi. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jakob Jónsson. janúar 1973 missti Dísa eins og margir Vestmannaeyingar húsið sitt Svanhól undir hraun. Þá settist hún að í Reykjavík og bjó þar í nábýli við dóttur sína Höllu, þar til fyrir tæpum fjóram árum að hún fluttist hingað að Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra, og síðan á sjúkrahúsið. Meðan hún bjó í Reykjavík kom hún á hveiju sumri og dvaldi hjá okkur nokkrar vikur í senn. Dísa var með afbrigðum gjafmild og mátti ekkert aumt sjá og ófáar vora sendingar til fólks sem átti í erfiðleikum og því var hún ekki að flíka. Dísu var margt til lista lagt, það var sama hvort það var saumaskap- ur, bakstur, matargerð eða hann- yrðir allt fór henni jafnvel úr hendi en fyrst og síðast var Dísa góð móðir, tengdamóðir og amma og fór mín fjölskylda ekki varhluta af því. Ég vil nú á kveðjustund þakka kærri tengdamóður minni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu í gegnum árin. Hún var hvíldinni fegin og dó sátt við guð og menn. Dísa mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Margrét Sigurðardóttir. Gengin er til mæðra sinna og feðra, Þórdís Guðjónsdóttir frá Svanhóli í Vestmannaeyjum. Þórdís var fulltrúi atvinnuhátta sem horfnir era í blá- móðu tímans, horfnir eins og Svan- hóll, húsið þeirra glæsihjóna Þórdís- ar og Sigurðar heitins Bjamasonar, útgerðarmanns frá Hlaðbæ. Svan- hóll hvílir nú undir 60 metra hraun- stafla sem hlóðst upp eftir ógnar- nóttina 23. janúar 1973. Æskuheimili þeirra Svanhóls- systkina var mikið og annasamt. Annasamt með afbrigðum því jafn- framt venjulegu heimilishaldi var Sigurður með skipshöfn sína heima á Svanhóli á vetrartíðum. Þurfti heimilið því mikils með og var þar þáttur Þórdísar mestur. Hún var GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR + Guðrún Eiríks- dóttir fæddist í Borgarkoti, Skeið- um, hinn 11. apríl 1941. Hún lést í Landspítalanum hinn 4. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Eiríksson bóndi og Ingibjörg Krist- insdóttir. Guðrún átti þrjú eldri systkini, Kristínu, Vilhjálm og Leif og einn uppeldisbróð- ur, Orra Erlends- son. Hinn 28. desember 1963 giftist Guðrún fyrri eiginmanni sínum, Siguijóni Sigurgeirs- syni, bónda í Hlíð í A-Eyjafjalla- hreppi, f. 9. júní 1914, d. 17. júlí 1984, og eignuðust þau þijú börn saman, Eirík, f. 1964, bónda í Hlíð, unnusta hans er Guðrún Guðmundsdóttir; Sig- urlín, f. 1966, eiginmaður ÁSTKÆR móðir mín er látin. Það er alltaf sárt að missa svo náinn ættingja og jafnframt vin, því við mamma áttum margar góðar stund- ir saman. Ég minnist mömmu sem kær- leiksríkrar og umhyggjusamrar mömmu sem vildi allt fyrir mann gera, sama hvað það kostaði. Mamma sagði alltaf: Þetta fer allt vel. Og þá fór allt vel að lokum. Því maður lifir alltaf í voninni og hún er sterk. Núna er hún mamma farin og kemur aldrei aftur og mun sá sökn- uður fara seint og enginn mun koma í hennar stað. Hún gaf okkur systkinunum gott uppeldi eins og hún ein var fær um með aðstoð pabba heitins. Hún var ekki vön að kvarta og segja hvað væri að. Frekar lét hún þar við sitja því hún vildi ekki að aðrir væra að hafa áhyggjur af sér. Mamma var að eðlisfari jákvæð og glöð kona, gerði að gamni sínu þegar maður átti síst von á því. T.d. síðustu daga sína þá brosti hún og gerði að gamni sínu við alla þrátt fyrir veikindin, því hún var hraust og veikindum hafði hún lítið kynnst. Ég hugsa til mömmu með mikl- um söknuði en um leið með gleði að hún er núna hjá Jesú og sé ekki lasin lengur en hvílist í friði hjá frelsara sínum á himnum. Megi okkar himneski faðir styrkja okkur öll í þeim söknuði sem á sér. stað er við minnumst Guðrúnar. Sigurlín. Nú er komið að hinstu kveðju- stund tengdamóður minnar, Guð- rúnar Eiríksdóttur eða Gunnu eins hennar er Einar V. Jónsson sjúkraliði og barn þeirra er Jósúa; Sigurgeir, f. 1973, bifvélavirki, unnusta hans er Eva Helgadóttir. Guðrún fluttist til Reykjavíkur árið 1986. Guðrún eign- aðist Hugrúnu K. Helgadóttur áður en hún kynntist fyrri eiginmanni sínum. Eiginmaður Hugrúnar er Guð- jón M. Ólafsson og synir þeirra eru Davíð og Atli. Hinn 30. september 1989 giftist Guðrún eftirlifandi eiginmanni sínum, Steingrími Guðna Pét- urssyni, deildarverkstjóra hjá Pósti og síma. Útför Guðrúnar fer fram frá Eyvindarhólakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. og hún var ávallt kölluð. Ég kynnt- ist henni fyrir tæpum þremur árum er ég fórað vera með yngstu dóttur hennar, Sigurlín Þórlaugu, og innan þess árs voram við Sigurlín gengin í hjónaband. Við Sigurlín vorum þeirrar blessunar aðnjótandi að eignast lítinn dreng í september 1994 sem heitir Jósúa. Þessi litli drengur kom sem ljósgeisli inn í líf Guðrúnar, ekki síst í veikindum hennar. Gunna átti tvö önnur barnabörn, þá Davíð og Atla, en ekkert af barnabömunum var mikilvægara en annað. Alltaf var gott að koma til Gunnu og Guðna, eftirlifandi eig- inmanns hennar. Ástin og kærleik- uripn var og er þar alltaf í fyrir- rúmi. Alltaf tók Gunna við manni opnum örmum og með kossi hversu veik sem hún var, en veikindin bar hún með reisn og aldrei heyrði ég hana kvarta. Elsku Gunna, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefíð mér og all- ar þær stundir sem ég og Jósúa áttum með þér. Við þökkum Drottni að í dag ert þú með honum í Para- dís. Guðni, Hugrún, Eiríkur, Sigurlín og Sigurgeir, Drottinn blessi ykkur og varðveiti og gefí ykkur sinn styrk í dag og um alla tíð. Einar Valgeir og Jósúa. Hún amma okkar, Guðrún Ei- ríksdóttir, er dáin. Löngum og erfíð- um veikindum hennar er lokið, en alla tíð var hún amma jafn hress og jákvæð. Síðustu árin bjó amma ásamt Guðna afa í Hraunbæ 68 og þangað var alltaf gott að koma. Þar var hannyrðakona með því sem best þekkist og sást það glöggt á fallega prýddu heimili þeirra hjóna. Sú gíf- urlega vinna sem konur í hennar stöðu lögðu á sig þætti ekki boðleg nokkurri manneskju í dag. Allur þvottur var handþveginn á þvotta- brettum og matargerð öll unnin með framstæðri tækni. Hvert heimili var sjálfstæð framleiðslueining svo sem mest gat orðið. Þetta gífurlega álag stóðst Þórdís með stakri prýði og um líf Þórdísar mætti segja að ef mannkyn lifði sem hún gerði, þyrfti hvorki her né lögreglu, fangelsi né dómstóla. Örlögin höguðu því svo að við hjónin tengdumst Svanhólsfólkinu góðu heilli þar sem dóttir okkar, Bjartey, giftist yngsta syninum frá Svanhóli, Gunnari. Ef að líkum lætur fær Þórdís „svítu“ í einni af hinum mörgu vist- arveram himnasmiðsins þar sem Sigurður skipstjóri bíður hennar, broshýr að vanda. Við biðjum öllum ættboga Þórdís- ar Guðs blessunar. Jóhanna Friðriksdóttir, Sigurður Sigurðsson. tekið á móti okkur með útbreiddan faðminn og alla tíð var gott að liggja í örmunum hennar ömmu. Nú er hún amma komin til Guðs og hennar veikindum er lokið. Þeg- ar við'lítum til baka er svo ótal margt sem við getum þakkað ömmu, allar gleðistundirnar í Hraunbæ, sumarbústaðnum, hér heima hjá okkur eða í veiðitúram og ferðalögum, alltaf var hún með bros á vör. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú kveðjum við ömmu í hinsta sinn. Tómarúm hefur myndast, en við vitum að ömmu líður vel núna á himnum. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar þær ógleymanlegu stundir sem við áttum með þér. Góður Guð styrki afa á þessum erfiðu tímum. Atli Freyr og Davíð Eiríkur Guðjónssynir. Látin er langt fyrir aldur fram Guðrún Eiríksdótir frá Hlíð undir Eyjafjöllum eftir nokkurra ára bar- áttu við erfiðan og óvæginn sjúk- dóm. Við kynntumst Gunnu, eins og við kölluðum hana, fyrir átta áram. Þá var hún að bregða búi, nýorðin ekkja eftir fyrri mann sinn, Sigur- jón, og í þann mund að flytja f bæinn. Það var okkar lán að fá að kynnast Gunnu. Hún var afskaplega heilsteypt kona, skapgóð með af- brigðum, traust og hlý. Hún var lágvaxin og grönn, en gædd ótrú- legri orku og aldrei var slegið af. Fjölskyldu Gunnu kynntumst við líka, sérstaklega dætram hennar, Hugrúnu og Sigurlín, en bömin vora henni mjög kær og hugleikin. Þegar Gunna kynntist seinni manni sínum, Guðna, hófst nýr kafli í lífi hennar. Þau vora samhent og áttu sameiginleg áhugamál, einkum ferðalög og útivist. Við fylgdumst með veikindum Gunnu, uppskurðum og lyfjagjöfum. Æðralaus mætti hún örlögum sín- um, þó að hún væri þess fullviss að hveiju stefndi og sýndi óbilandi kjark og dugnað til hins síðasta. Elsku Gunna, við og fjölskyldur okkar þökkum þér af einlægni fyrir alla hjálpsemina og trygga vináttu. Blessuð sé minning þín. Við vottum fjölskyldu Gunnu okk- ar innilegustu samúð. Hólmfríður, Margrét, Sigrún og Sjöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.