Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 39
FRÉTTIR
Veiðimót fyrir börn og unglinga
STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja-
víkur gengst á sunnudaginn fyrir
veiðimóti fyrir böm og unglinga
við Elliðavatn. í samvinnu við
SVFR em Reykjavíkurborg,
Landssamband stangaveiði-
félaga og Veiðifélag Elliðavatns.
Mótið hefst með skráningu
klukkan 10 um morguninn og
lýkur með verðlaunaafhendingu
klukkan 15.
„Það er nauðsynlegt að gera
meira fyrir börnin, hjálpa þeim
að komast inn í heim stangaveið-
innar og kynna betur í leiðinni
stangaveiðina sem fjölskyldu-
sport. Allir félagar SVFR fá
veiðileyfi í vatnið ókeypis og geta
þannig veitt með börnum sínum,
en þetta er þó auðvitað ekki
bundið við félaga í SVFR,“ segir
Bjarni Júlíusson, stjórnarmaður
hjá SVFR.
„Við reynum að gera þetta
eins vel úr garði og frekast er
kostur. Á vatnsbakkanum verða
leiðsögumenn sem munu beina
keppendum á rétta veiðistaði,
leiðbeina um agn og annað sem
til fellur. í mótslok verða allir
keppendur heiðraðir með viður-
kenningu og þeir sem hafa veitt
stærstu fiska dagsins fá glæsileg
verðlaun. Við hvetjum sem flesta
til að vera með og vonandi að
mótið heppnist svo vel að endur-
taka megi leikinn að ári,“ sagði
Bjarni að lokum.
Fundur um starfsmanna-
stefnu Reykjavíkurborgar
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, boðar mánudaginn
12. júní kl. 15 til fundar í Tjamar-
sal Ráðhússins í Reykjavík um
starfsmannastefnu Reykjavíkur-
borgar. Hugmyndin með þessum
fundi er sú að hefja umræðu um
starfsmannastefnuna á breiðum
grundvelli.
Fundurinn hefst með ávarpi
borgarstjóra og síðan verða haldn-
ir fjórir stuttir fyrirlestrar sem
tengjast efninu.
Fyrirlesarar eru: Margrét Rósa
Sigurðardóttir, bókagerðarmaður,
Bjarni Ingvarsson, sálfræðingur,
starfsmannastjóri ríkisspítalanna,
Þórður S. Óskarsson, Ph.D. sál-
fræðingur, ráðgjafi um stjórnun
og starfsmannamál hjá Sinnu hf.
og Birgir Bjöm Sigurjónsson, hag-
fræðingur, framkvæmdastjóri
BHMR.
Eftir fyrirlestrana verða pall-
borðsumræður sem í taka þátt auk
fyrirlesaranna Jón G. Kristjánsson,
starfsmannastjóri borgarinnar,
Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður
St.Rv., og Hildur Petersen, fram-
kvæmdastjóri Hans Petersen hf.
Fundargestir geta komið með
fyrirspumir til þessara aðila. Borg-
arstarfsmenn era hvattir til að fjöl-
menna auk allra sem áhuga hafa á
málinu.
„Sveitaball“ og göngii
ferðir í Viðey
ÞAÐ ber hæst á helgardagská
Viðeyjar þessu sinni að sunnudags-
kvöld 11. júní hefjast harmoniku-
dansleikur sem Karl Jónatansson
mun standa fyrir. Þeir verða á
sunnudagskvöldum í sumar í grill-
skálanum Viðeyjamausti. Þar
verður leikið á harmoniku, gítar
og trommur. Sveitaböll þessi, eins
og menn hafa kosið að nefna þau,
verða frá kl. 20-23. Veitingar
verða jafnframt seldar í skálanum.
í dag, laugardag, kl. 14.15 verð-
ur hálfs annars tíma gönguferð á
Vestureyna. Farið verður frá kirkj-
unni. Á sunnudag kl. 15.15 verður
aftur staðarskoðun. Hún hefst í
kirkjunni en svo verður gengið um
næsta nágrenni húsanna, fom-
leifagröfturinn skoðaður, útsýnið
af Heljarkinn og fleira. Staðar-
skoðun er öllum auðveld og tekur
um þijá stundarfjórðunga.
Veitingar verða seldar í Við-
eyjarstofu. Bátsferðir era úr
Sundahö-fn frá kl. 13-17 síðdegis
báða dagana en kl. 19, 19.30 og
20 að kveldinu.
Þriðjudaginn 13. júní verður
kvöldganga um Austureyna með
viðkomu í skólahúsinu þar sem
skoðuð verður sýning frá lífínu á
Sundbakkanum í Viðey á fyrri
hluta þessarar aldar. Farið verður
úr Sundahöfn kl. 20.30.
Morgunblaðið/Sverrir
FLUGÁHUGAMENN komnir í Parísarskap. F.v. Þorsteinn E.
Jónsson, fararstjóri, Sæmundur Jóhannsson, Yngvi Eiríksson,
Óskar Tryggvi Svavarsson og Gunnar Þorsteinsson, fararsljóri.
Athuga-
semd
Bifröst opnuð á
40 ára afmæli
HÓTEL Bifröst í Borgarfirði hefur
sumarstarfsemi í dag, 10. júní. I
sumar á hótelið afmæli en það hefur
nú verið starfrækt í 40 ár. Sam-
vinnuferðir-Landsýn leigja sumar-
hótelið af Samvinnuháskólanum eins
og undanfarin sumur.
Á Hótel Bifröst er aðstaða fyrir
smærri ráðstefnur, fundi, ættarmót,
brúðkaup og hvers konar aðrar
uppákomur. Á hótelinu eru 26 her-
bergi svo og svefnpokapláss í skóla-
stofu. í veitingasal er boðið upp á
ýmsa rétti, en hótelið er með fullt
vínveitingaleyfi. í sumar verður kalt
hlaðborð á hveijum sunnudegi í júlí
og byijun ágúst. Boðið er upp á fjöl-
skyldupakka sem inniheldur gistingu
með morgunverði, kvöldverð og
skipulagða gönguferð um svæðið
með nesti.
Í tilefni af afmæli hótelsins er
einnig afmælistilboð á gistingu og
mat. Meðal athyglisverðra staða í
göngufæri má nefna Grábrók, Grá-
brókarfell, Glanna, Gijótháls,
Hreðavatn, Vikrafell og Baulu.
------»-»-«-------
Yfir 600 þátt-
takendur í rað-
göngu FI
I 7. og næstsíðasta áfanga náttúra-
minjagöngu Ferðafélags íslands
verður gengið frá Vatnsskarði hjá
Hrútagjá yfir að Djúpavatni.
Farið er á sunnudegi 11. júní kl.
13 (ath. engin ferð kl. 10.30). Þetta
er falleg leið meðfram Reykjanes-
fjallagarði.
I síðasta áfanganum, þann 25.
júní, verður haldið áfram að Sela-
töngum (þá verða jarðfræðingar
með í för). Allir era velkomnir í
þessa raðgöngu sem farin er í til-
efni náttúruverndarárs Evrópu.
Mikill áhugi hefur verið á göngunni
fram til þessa og eru þátttakendur
komnir yfir 600. Brottför frá BSÍ,
austan megin og Mörkinni 6.
Flugáhuga-
menn á
Parísarflug-
sýninguna
FLUGÁHUGAMENN hérlendis
leggja miðvikudaginn 14. júní
upp í hópferð á alþjóðaflugsýn-
inguna í París. Parísarborg verð-
ur Mekka flugsins í heiminum
þessa tilteknu viku enda er flug-
sýningin sú stærsta í heiminum.
Alls munu 1600 fyrirtæki frá
38 löndum sýna framleiðslu sína
þ.á m. rúmlega 200 flugvélar.
„Parísarflugsýningin verður
tvímælalaust sú besta í 20 ár því
óvenju mikið verður af nýjum
flugvélum til sýnis í ár. Þá er
minni áhersla lögð á herflug en
mörg undanfarin ár en þáttur
almenns flugs vex að sama skapi.
Þetta verður lífleg sýning“, segir
Gunnar Þorsteinsson, annar
tveggja fararstjóra í ferðinni.
Frá París verður haldið til
Lúxemborgar og þar ætlar hóp-
urinn að skoða starfsemi Cargo-
lux-félagsins. Enn eru örfá sæti
laus í ferðinni en frekari upplýs-
ingar er unnt að fá hjá söluskrif-
stofu Flugleiða, Laugavegi 7.
Afmælishlaup
Granda hf.
FISKVINNSLU- og útgerðarfyrir-
tækið Grandi hf. verður 10 ára 11.
nóvember nk. í tilefni þess efnir
Grandi til ýmissa, viðburða í sumar.
Sunnudaginn 11. júní verður Granda-
hlaupið og hefst það við Norðurgarð
kl. 13. Skráning hefst á sama stað
kl. 11 og er þátttaka ókeypis.
Hlaupnar verða tvær vegalengdir
í 10 aldursflokkum karla og kvenna.
Annars vegar verður hlaupið tveggja
kílómetra fjölskylduskokk um gamla
hafnarsvæðið á Grandanum og Ör-
firisey og hins vegar 9,3 km Nes-
hringur, sem markast af sömu leið
og fjölskylduskokkið, en hlauparar
halda síðan áfram um Eyjaslóð,
Hólmaslóð, Fiskislóð, Ánanaust, Eið-
isgranda, Norðurbraut, Lindarbraut,
Suðurströnd og sömu leið til baka
að Norðurgarði.
Aldursflokkar verða sem hér seg-
ir: Fjölskylduskokk: 12 ára og yngri,
13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára,
40-49 ára og 50 ára og eldri. Nes-
hringur: 25 ára og yngri, 26-39
ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri.
Állir þátttakendur fá Grandabol
að gjöf. Þeir sem ljúka hlaupunum
fá verðlaunapening. Sérverðlaun
verða veitt fyrir þijú efstu sætin í
öllum flokkum. Grandi býður þátt-
takendum í grillveislu eftir hlaupið.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Óla
Gunnarssyni, forstöðumanni 03
hjá Pósti og síma:
„Ég hafði ekki hugsað mér að
hætta mér inn í þá gjörningahríð
sem geisað hefur í fjölmiðlum að
undanfömu í tenglum við útkomu
nýrrar símaskrár fyrir árið 1995
en eftir lestur fréttar á bls. 4 í
Morgunblaðinu þann 8. júní sl. get
ég ekki látið kyrrt liggja.
Fyrirsögn fréttarinnar er:
„Rauðglóandi línur á 03. Margar
villur í nýju símaskránni." Þetta
verður vart skilið öðru vísi en svo
að starfsstúlkur í 03 geri lítið ann-
að en að hlusta á og leiðbeina sím-
notendum sem ekki era rétt skráð-
ir í nýju símaskránni. Svona ganga
hlutirnir bara alls ekki fyrir sig.
Uppistaðan í þjónustu 03 við sím-
notendur er nú sem endranær að
gefa upplýsingar um símanúmer
og heimilisföng.
Að framansögðu er ljóst að fyrr-
nefnd fyrirsögn er beinlínis röng
sem er auðvitað alvarlegt mál, sér-
staklega í ljósi þess að vitað er að
fjölmargir lesendur lesa í mörgum
tilfellum einungis fýrirsagnir frétta
og jgreina.
Alag hefur vissulega aukist í
03 að undanfömu, sem að mestu
leyti orsakast af númerabreyting-
unni en að óveralegu leyti vegna
villna í nýju símaskránni. Við þessu
aukna álagi hefur verið bragðist
með fjölgun á tölvum og fleira
starfsfólki og aukinni viðvera
starfsfólks.
Það er leitt til þess að vita að
„blað allra landsmanna“, Morgun-
blaðið, vandi ekki betur til verka
en þarna reyndist raunin á og er
vonandi að þetta sé undantekning-
in sem sannar regluna.
STUTT
Umbúða-
sýning í
Iþrótta-
höllinni
SYNING á ýmsum umbúðum
sem fiskafurðir, framleiddar
undir merkjum Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna og dótt-
urfyrirtækja hennar, verður
opnuð í íþróttahöllinni á Akur-
eyri á morgun, laugardaginn
10. júní, kl. 13. og stendur
hún til kl. 17. Sýningin var
sett upp í tengslum við aðal-
fund SH á dögunum og sóttist
UA eftir að fá hana norður í
tilefni af 50 ára afmæli fyrir-
tækisins.
Sýndar verða umbúðir fyrir
smásölu, mötuneyti, veitinga-
hús og heimsendingarþjón-
ustu auk umbúða utan um
afurðir unnar í verksmiðjum
Coldwater Seafood Corporati-
on Ltd. Einnig verður sýnt
kynningarmyndband um ÚA
og gestum boðið að þiggja
kaffisopa.
Nælusala í
Kringlunni
ÍÞRÓTTASAMBAND fatl-
aðra selur barmnælur í
Kringlunni í dag, laugardag,
í tengslum við þátttöku Is-
lands í Special Olympics, leik-
um þroskaheftra sem haldnir
verða í Connecticut í Banda-
ríkjunum í júlí nk.
Þessir leikar era íþróttaleik-
ar fyrir þroskahefta og er fyr-
irkomulag þess eðlis að allir
geta verið með og eiga jafnan
möguleika á sigri. Alls munu
28 þroskaheftir íslendingar
taka þátt í þessum íþróttavið-
burði.
Til að afla fjár til ferðarinn-
ar hannaði listakonan Elínrós
Eyjólfsdóttir skartgrip, barm-
nælu, með tákni leikanna og
handmálaði á postulín í núm-
eraröð frá 1-900. Verð á
barmnælu er 1995 kr.
Stofnun
kirkjugarða-
sambands
undirbúin
UNDIRBÚNINGSFUNDUR
um stofnun kirkjugarðasam-
bands á íslandi fer fram á
Hótel KEA á Akureyri laugar-
daginn 10. júní og hefst kl.
10.30.
Stjórnendur og starfsmenn
kirkjugarða víðsvegar af land-
inu sitja þennan fund. Guð-
mundur Rafn Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Skipulags-
nefndar kirkjugarða flytur er
indi sem hann nefnir: Skipu
lagsnefnd, sjóðamál og yfirlit
um kirkjugarða. Sigurjón Jón
asson, rekstrarstjóri Kirkju
garða Reykjavíkurprófasts-
dæma, flytur erindi sem hann
nefnir: Saga og þróun lík-
brennslu á íslandi. Þórsteinn
Ragnarsson, forstjóri Kirkju-
garða Reykjavíkurprófasts-
dæma, flytur erindi sem hann
nefnir: Minnkandi tekjur
kirkjugarða frá 1990 og af-
leiðingar þess. Einar Sæ-
mundsen, landslagsarkitekt,
flytur erindi sem hann nefnir:
Rökstuðningur fyrir stofnun
samtaka áhugafólks um mál-
efni kirkjugarða.