Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 19 ÚRVERINU Sj ómannadagsblað Austurlands komið út SJÓMANNADAGSBLAÐ Austur- lands er nú komið út í fyrsta sinn. Blaðið er afrakstur samvinnu sjó- mannadagsráða og verkalýsðfélaga í Neskaupstað, á Eskifirði, Fá- skrúðsfírði og Homafirði. Til þessa hafa Norðfirðingar gefið út mynd- arlegt sjómannadagsblað, en hafa nú sameinazt um útgáfu með þess- um sjávarútvegsbæjum á Austflörð- um. Blaðið er tæpar 100 síður að stærð, prýtt fjölda ljósmynda og er Kristján J. Kristjánsson ritstjóri þess. Meðal efnis í blaðinu má nefna ávarp sjávarútvegsráðherra Þor- steins Pálssonar, frásögn af hrakn- ingu færeyskra sjómanna hér við land, frásögn Gísla Kristjánssonar af starfi og leik austfirzkra sjó- manna á Hornafirði 1919, frásögn af Austfirðingum á vertíð í Vest- mannaeyjum, smásögu eftir Guðjón Sveinsson, þátt eftir Árna Halldórs- son, grein um stofnun útgerðarsam- vinnufélagsins Kolbeins unga á Vopnafirði, umfjöllun um veiðar og göngur norsk-íslenzku síldarinnar, skýrslu um strand björgunarskips- ins Goðans í Vöðlavík, frásögn Jón- asar Jónssonar af „síldarævintýr- inu“ og aðferðir Hafrannsókna- stofnunar til að meta stofnstærð. Auk þessu eru ýmsir stuttir þættir í blaðinu auk ljóða og vísna. Öldurót á Akureyri ÖLDURÓT, sjómannadagsblað Ak- ureyrar, er komið út. Blaðið er fjöl- breytt að efni. Óli G. Jóhannsson togarasjómaður með meiru er rit- stjóri blaðsins sem gefið er út af Sjómannadagsráði Akureyrar. í Ölduróti eru viðtöl við Friðþjóf Gunnlaugsson fyrrverandi skip- stjóra, Valdimar Kjartansson út- gerðarmann á Hauganesi, Pál Mar- teinsson fyrrverandi bátsmann, Sig- urð Jóhannsson fyrrverandi skip- stjóra, Árna Ingólfsson skipstjóra Sólbaks, Grétar Ólafsson trillusjó- mann, Ósk Hallsdóttur og Garðar Sigurpálsson í Hrísey og Þórunni Þórðardóttur á Dalvík. Þá eru þar birt ljóð sjómanna, teikningar rit- stjórans, raðir ljósmynda og ýmsar frásagnir til skemmtunar og fróð- leiks. Neskaupstaður Ljósmyndir á sjómannadag UÓSMYNDASÝNINGIN „Til sjós og lands“ verður í Slysavarnafé- lagshúsinu í Neskaupstað um sjó- mannadagshelgina. Mikill gesta- gangur er í húsinu í kringum sjó- mannadaginn enda er björgunar- sveitin þar með kaffisölu til fjáröfl- unar fyrir starfsemi sína. Á sýningunni eru 30 myndir sem unnu til verðlauna í ljósmyndasam- keppni fréttaritara Morgunblaðsins og hafa þær verið til sýnis á Höfn í Hornafirði undanfarna daga. Ág- úst Blöndal, fréttaritari Morgun- blaðsins í Neskaupstað, fékk aðal- verðlaun keppninnar fyrir myndina „Frækilegt björgunarafrek“ en hún var tekin þegar þyrlusveit björgun- ardeildar varnarliðsins kom í hús í Egilsbúð eftir erfiðan björgunar- leiðangur í Vöðlavík. Víking-800 kynntur BÁTAGERÐIN Samtak hf hefur gert breytingar á framleiðslu sinni, Viking-800, sem er krókaleyfísbát- ur. Breytingin er í því fólgin að botnlag bátsins er breytilegt eftir því hvaða vél er sett í hann. Bátur- inn verður til sýnis í Hafnaríjarðar- höfn á morgun, sjómannadaginn. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Fékk 420 punda lúðu á handfæri Selfossi. Morgunblaðið. Gunnar Þórmundsson á Dofra ÁR 43 frá Selfossi fékk 420 punda lúðu, rúmlega 200 kíló á handfæri þar sem hann var á veiðum suður af Selvogs- banka 6. júní. Gunnar var tvo tíma að ná lúðunni um borð í bátinn. Gunnar og eigandi Dofra, Ragnar Jónsson, skiptast á að róa á bátnum og Ragnar sagði þá hafa verið í ágætis fiskiríi á handfærunum. Á myndinni er Gunnar með stór- lúðuna þegar hún var hífð upp úr bátnum. I bókinni Islenzkir fiskar eft- ir Gunnar Jónsson, segir á þessa leið um stærð lúðunnar: Við ís- land er kunnugt um lúðu, sem var 265 sentímetrar að lengd, 45 sentímera þykk og vó 266. Hún veiddist við norðanvert landið sumarið 1935. Sumar- nellikka kr. 99 blléíiíicMCíll Skógarplöntur 15-25 Stk. i'bakka Birki, lerki, sitkagreni, blágreni, ölur og stafafura. hakkinn Hansa- rós kr. 349 stk. Moltukassi 340 lítrar Fyrir garða- og heimilisúrgang kr. 4.9OO Blab allra landsmanna! - kjarni niál.vim!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.