Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 37
VILBORG BJARN-
FREÐSDÓTTIR
+ Vilborg Bjarnfreðsdóttir,
verkakona á Selfossi,
fæddist á Efri-Steinsmýri í
Meðallandi 19. júní 1915. Hún
lést í Ljósheimum, sjúkradeild
aldraðra á Selfossi, 30. maí sl.
Útför hennar fór fram frá
Selfosskirkju 7. júní.
„LOFA þú Drottin, sála mín, og
gleym eigi neinum velgjörðum
hans. Hann fyrirgefur allar mis-
gjörðir þínar, læknar öll þín mein,
leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir
þig náð og miskunn.“ Sálm.
103.2-3.
Nú hefur hún frænka mín, bless-
uð hlotið hvíldina. Ekki kom fregn-
ing á óvart, löngu var hún ferðbúin
af heimi. En þó kemur helfregn jafn-
an óvænt og að óvörum hvemig svo
sem ber að, og jafnan deyr einhver
hluti af manni sjálfum þegar vinur
eða samferðamanneskja kveður.
Minningarnar leita á og skýrar
eru þær á baksviði grafarhúms og
rómsterkar í hljóðlátum vitnisburði
sínum. Ég var níu ára þegar mér
var komið til hennar Boggu í sveit
og það urðu fjögur sumur. Vita-
skuld taldi ég mig sendan til að
taka að mér ábyrgð heimilisins og
var hvergi banginn, jafnvel þótt ég
væri svo pasturslítill og stuttur til
hnésins að ég stæði vart upp úr
þýfinu í Flóanum! En ekki gleymi
ég þeirri hlýju og góðvild sem
umvafði mig frá fyrstu stundu.
Bogga, frænka mín var þá nýlega
gift Asmundi Siggeirssyni frá
Baugstöðum, miklum öðlingi, og
þau hófu búskap á Svanavatni við
Stokkseyri. Þar hét áður Mið-
Kökkur og hefur víst enn á ný hlot-
ið það ofur-hversdagsiega nafn.
Svanavatn var snotur bær á litl-
um hól, hlýlegt þangað heim að
líta og fagurt þaðan að sjá. Dælur
miklar lágu þar á báðar hendur og
til suðvesturs blasti við Asgauts-
staðarvatn og Selsvatn. Brimið á
skeijum utan við sjógarðinn og
Ingólfsfjall og tiginn fjallahringur-
' inn hið efra. Mér er minnisstæður
' svanasöngurinn á kvöldin, „endem-
is gargið í álftinni" - eins og við
karlmennirnir á bænum vildum
fremur kalla það, og ilmurinn af
störinni í dælunum.
Ekki var búið stórt, þetta tíu til
tólf kýr og á þriðja tug kinda, tvö
hross ef ég man rétt og hundurinn
Tryggun- Auk hjónanna voru þar
I til heimilis tvö börn, sonur þeirra,
ungur, Kristinn Siggeir, og dóttir
(
Vilborgar, Guðrún Helga Bjarna-
dóttir. Umhverfið bauð upp á ævin-
týraheim til leikja, en það var líka
feikinóg að gera.
Ég álít það mikið lán að hafa
fengið að kynnast þama heimi sem
á þessum árum var að hverfa, fá
nasasjón £if vinnubrögðunum sem
hér höfðu tíðkast frá ómunatíð en
heyra nú sögunni til, að slá með
orfi og Ijá og raka á teigi, binda
bagga upp á klakk, það var gert
fyrsta sumarið sem ég var á Svana-
vatni, þegar heyjað var á engjum,
og stinga út skán og þurrka. Og
ekki voru þau af lakara taginu,
kennaramir.
Bogga var einkar myndarleg
manneskja, forkur dugleg, hrein-
asta hamhleypa til verka og virtist
allt leika í höndum á henni. Hún
var listræn í sér snyrtileg og
smekkvís. Hún kunni frá mörgu
að segja heiman frá bemskudögum
í Meðallandinu og lífinu í Reykja-
vík. Mér varð ljóst að hún hafði
mátt reyna margt misjafnt á leið
sinni, og lífið fór vist tíðum ómjúk-
um höndum um hana. Hún gat
verið erfið sjálfri sér en alltaf var
hún mér góð og hlý.
Mér var falið það tignarembætti
að reka og sækja kýmar. Virðu-
legra embætti hef ég ekki hlotið
um dagana og vandfundnir em
ánægjulegri samferðanautar en
kýr, þessar rólyndu og tigulegu
skepnur. Enda álíta Hindúar kýrn-
ar vera heilög dýr. Ég verð þó að
játa að ekki var ég alltaf þolinmóð-
ur við þær. Mér er hins vegar
minnisstæð natnin og nærfærnin
sem hún Bogga sýndi „blessuðum
kúnum“. Hún spjallaði við þær og
kjassaði og svo kunni hún af þeim
ótal sögur sem vörpuðu ljósi á per-
sónuleika þeirra og upplag, sem
var vissulega með margvíslegu
móti, eins og hjá mannfólkinu.
Ýmsar sögurnar líða mér seint úr
minni. Reyndar var henni Boggu
einkar lagið að gæða frásögn sína
lífi og lit, hún var afar næm á hið
spaugilega og skondna í umhverf-
inu og gat verið mesti prakkari.
Hún hafði líka næmt auga fyrir
blómum og gróðri og vakti athygli
manns á söng fuglanna og látæði
þeirra og brýndi fyrir manni var-
færni og virðingu við málleysingj-
anna, ekki síst hreiður og unga.
Vélaöldin hélt innreið sína. Hag-
ur minn og upphefð vænkaðist þar
með ekki alllítið. Ási festi kaup á
traktor, Hanomag dísel, og það var
MINNIIMGAR
nú meira verkfærið. Allir Farmallar
og Fergussynir í Flóanum fölnuðu
nú í samanburði við hann. Og ég
fékk að keyra. Ekki aðeins heima
á túni, heldur líka úti á vegum.
Fór sendiferðir „niðurúr" það er
að segja inn í þorp og var jafnvel
lánaður út til að aðstoða einyrkja
þar að hirða, svo sem Sigga Páls
og Finnu á Bakka. Svo maður þótt-
ist nú maður með mönnum, sem
vonlegt er. Börnum nú til dags er
ekki sýnt svo mikið traust, enda
heimurinn stærri og flóknari og
hætturnar augljósari.
Stokkseyri er nú bara svipur hjá
sjón. Engir vélbátaskellir heyrast
nú úr sundinu. En þá var líf í tusk-
um, búskapur stundaður í hvéiju
koti, iðandi líf í frystihúsinu, og
bátaþröng við bryggjurnar, já, og
einar fimm verslanir í plássinu. Auk
kaupfélagsins og Pöntunarfélags
verkamanna átti maður erindi til
Jósteins í Hausthúsum að kaupa
hverabrauð og hjá Eyþóri vóru
bestu vínarbrauð og svo var auðvit-
að Ásgeirsbúð mest þeirra og
merkilegust, enda er þar núna ráð-
hús hreppsins til húsa. Svo þurfti
maður að fara á símstöðina að
pósta bréf og í Hellukot til að sækja
bögglana sem komu með rútunni.
Alls staðat var litlum snáða aiúð-
lega tekið, og svo beið kannski
heljarstórt oststykki í mjólkur-
brúsanum á brúsarpallinum, svona
sérstök gjöf frá mjólkurbúinu, þess-
ari Auðhumlu sem jós auði og vel-
sæld yfir byggð og land!
Veröld sem var.
Enn svarrar brimið við sker. Enn
titrar Flóinn í tíbránni á sólbjörtum
degi. Enn lyftir álft sér af Ásgauts-
staðavatni og mýrispýta gellur í
mónum. En engin lítil böm lötra
eftir kúm fram með Selsvatninu,
hann Ási stendur ekki á íjóshellunni
og fær sér í nefið og horfir dreym-
inn út í daginn og tautar: „Ingólfur
með þann ljósa." Og hún Bogga
strýkur ekki framar litlum kúarekt-
or um kinn hlæjandi og segin „Fáðu
þér köku, væni minn,“ um leið og
hún réttir honum sjóðheita flatköku
í verkalaun.
Þeirra verkadagur var að kveldi
kominn. Guð blessi hann og signi
minningarnar og blessi myndir
þeirra og óma. Hann varðveiti þau
öll sem hún Bogga unni, umfram
allt bömin hennar, Hansínu Ósk,
Guðrúnu Helgu og Kristinn Siggeir
og þeirra böm og fjölskyldur, þau
voru stolt hennar og gleði mest. Já,
Guð blessi þau og launi og blessi
það allt sem hún Bogga var og vildi
vera til góðs og gæfu okkur öllum.
Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym
eigi neinum velgjörðum hans.
Karl Sigurbjörnsson.
RICHARD ARON
EGILSSON
+ Richard Aron
Egilsson var
fæddur 8. nóvem-
ber 1990 í Keflavík.
Hann lést á Spáni
25. maí síðastliðinn.
Foreldar hans eru
Berglind Richards-
dóttir og Egill B.
Sigurðsson. Hann
ólst upp hjá móður
sinni og fósturföð-
ur, Jósep Þor-
bjömssyni. Richard
átti tvær yngri syst-
ur, Anítu Hörpu og
Natalíu Rós Jós-
epsdætur.
Útför hans fór fram i Ytri-
Njarðvíkurkirkju 2. júní síðast-
liðinn.
LITILL drengur, ljós og fagur, horf-
inn er af braut. Af hveiju? Hver
er tilgangurinn? Við spyijum okkur
sjálf þessarar spumingar í sífellu,
en fáum engin svör. Það hlýtur að
bíða okkar eitthvert verkeftii fyrir
handan, þegar við hverfum héðan.
Rikki var einstakur drengur,
hann var fullur af lífi og fjöri, dálít-
ill prakkari en alltaf svo blíður.
Hann tók svo skemmtilega á móti
okkur fyrir stuttu síðan, er við vor-
um á leið í heimsókn til fjölskyld-
unnar. Mamma hans og pabbi voru
ekki heima, en stóri frændi var að
passa hann. Rikki kom brosandi til
dyra, hann var eins og lítill fullorð-
inn maður er hann sagði við okkur:
„Mamma og pabbi eru ekki heima,
en þið getið bara komið aftur á
morgun." Þetta var svo blíðlega
sagt að það er ekki hægt að gleyma
því. Einnig er okkur ofarlega í huga
laugardagurinn 22. apríl, stóri dag-
urinn sem allir vom svo glaðir. Jú,
þetta var brúðkaupsdagur foreldar
hans. Rikki var svo fínn, klæddur
upp í kjólföt. Við hugsuðum held
ég flest það sama: Hversu lengi
tekst Rikka að hafa skyrtuna niðri
í buxunum og vera svona fínn. En
þennan dag var hann eins og prins
allan daginn. Hann var svo spennt-
ur, mamma og pabbi voru að gifta
sig.
Já, það er stutt á milli gleði og
sorgar, fjölskyldan er nýbúin að
sameinast við mikla gleðistund, en
nú er komið að sorgarstundinni.
Jósep, Linda, Aníta Harpa og Natal-
ía, Bubbi og Aníta, Rikki, Harpa
og íjölskylda, guð gefi ykkur styrk
til að takast á við þá miklu sorg
sem þið hafíð orðið fyrir. Það er
ávallt ljós framundan,
þó svo að myrkið sé
mikið.
Kær kveðja,
Bergþór og
Kristjana.
Er við lítum um öxl
til ljúfust daga
liðinnar ævi,
þá voru það stundir
í vinahópi
sem veittu okkur mesta gleði.
(Nico)
Þeir deyja ungir sem
guðirnir elska, það á svo sannarlega
við um hann Rikka okkar sem tek-
inn var frá okkur alltaf fljótt. Þó
erfitt sé að sætta sig við það, þá
hlýtur tilgangurinn að vera sá að
haris bíði mikilvægari verkefni ann-
ars staðar.
Rikki byijaði hjá okkur fyrir ári.
í byijun gekk á ýmsu, Rikki var
ekki aveg tilbúinn að sætta sig við
leikskólann. En með góðri samvinnu
við Lindu og Jósep var takmarkinu
náð og Rikki undi sér vel í leikskól-
anum. Rikki féll vel í hópinn og
átti hann marga góða vini, senni-
lega var það vegna þess hve opinn,
kraftmikill og fjörugur hann var.
Nú hefur stórt skarð verið höggv-
ið í barnahópinn en eins og einn
vinur Rikka sagði: „Rikki er dáinn
en við geymum hann í hjartanu
okkar og í höfðinu."
Elsku Linda, Jósep og fjölskylda,
megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar
miklu sorg. Að endingu viljum við
minnast Rikka með sálmi sem oft
er sunginn á Bakka.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann
mig hvflast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt
því þú ert hjá mér.
Sproti þinn og stafur hugga mig
þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum.
Þú smyrð höfuð mitt með olíu
bikar minn er barmafullur.
Já gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Börn og starfsfólk leíkskól-
ans Heiðarsels.
I
(
(
(
(
(
<
i
1
i
SmÓ ouglýsingar
/ KEFAs\
KRISTIÐ SAMFÉLAG
Dalvegi 24, Kópavogi
Samkoma fellur niður í dag
vegna sumarmóts að Langaholti
á Snæfellsnesi.
Sjá hversu fagurt og yndislegt
er, er systkini dvelja saman.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Laugard. 10. júni kl. 9.00
SöguferA á Njáluslóðir
Farið verður á ýmsa áhugaverða
sögustaði. Góð leiðsögn. Verð
2.500 kr., frítt f. börn m. fullorön-
um. Brottför frá BSÍ, austan-
megin og Mörkinni 6.
Ferðafélag islands.
Mt
Fimmtudaginn 15. júní kl. 21
hefst sumarskóli félagsins með
erindi í Ingólfsstræti 22. Honum
verður fram haldiö að Flúðum
kl. 17.30 á föstudag og stendur
til hádegis á mánudag. Aðal fyr-
irlesari verður Joy Mills, en einn-
ig verður haldin smiðja um hag-
nýta iðkun og daglegt llf. Að
loknum sumarskóla heldur Joy
Mills þrjú erindi í húsi félagsins
mánud.-miðvikud. kl. 20.
Upplýsingar og skráning hjá
Halldóru í síma 562-5551.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Almenn samkoma kl. 20.30.
Ræðumaður Charlene Call frá
Bandaríkjunum og Levi Call,
eiginmaður hennar, syngur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur: Brauðsbrotning
kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði
Kristinsson.
Almenn samkoma kl. 20.00.
Ræðumaður Charlene Call.
Athugið breyttan samkomu-
tíma.
Miðvikudagur: Biblíulestur
kl. 20.30.
Föstudagur: Landsmót ungra
hvítasunnumanna hefst í Kirkju-
lækjarkoti Fljótshlíð, kl. 20.30.
Hallveigarstíg 1 • sími 614330
Dagsferð laugard. 10. júní
Kl. 09.00 Yfir Eskjuna, fjalla-
syrpa, 1. áfangi. Farið verður
upp Þverárkotsháls á Hátind,
fyrir Skálatind og þaðan niður í
Kjós. Verð 1.200/1.400.
Dagsferð sunnud. 11. júní
Kl. 10.30 Hvalfjaröareyri. Gengið
sem leiö liggur í fjörunni og
steinar skoðaðir, síðan meðfram
Kiöafellsá að Óshól. Þetta er um
4 klst. gangur sem hentar öllum
i fjölskyldunni.
Verð 1.300/1.500.
Dagsferð sunnud. 11. júní
Kl. 08.00 Básar í Þórsmörk.
Dagsferð sunnud. 18. júní
Kl. 10.30 Leggjabrjótur. Gengið
frá Svartagili, upp Biskupsbrekk-
ur og ofan við Sandvatn. Gljúfrin
á Brynjudalsá skoðuð, endað að
Botni f Botnsdal. Áætlaður
göngutími 6-7 klst. Brottför frá
BSf, bensínsölu, miöar við rútu.
Einnig uppl. ítextavarpi bls. 616.
Helgarferðir 16.-18. júní
1. Mýrdalur - Höfða-
brekkuheiði
Kl. 20.00 Gengiö inn á Höfða-
brekkuheiðar, á Selfjall. Skoðað-
ir hellar, turnar og skvompur.
Þá verður farið í siglingu með
hjólabátnum frá Vík og hugað
að fuglalífinu.
2. Básar í Þórsmörk
Kl. 20.00 Fjölbreyttar göngu-
ferðir. Gist í skála.
Sumarleyfisferðir
14.-18. juní Esjufjöll - Öræfa-
jökull. Gengið frá Breiðamerk-
urlóni ( Esjufjöll þar sem gist
verður í tvær nætur. Gengið á
tveimur dögum yfir Öræfajökul
og komiö niður hjá Sandfelli.
21.-25. júní Sólstöðuferð um
Norðurland. Ekið norður í land,
fyrir Vatnsnes, í Hindisvík, að
Hvítserk og að Borgarvirki. Ekið
fyrir Skaga, gengið á Ketubjörg,
farið í Selvík og út Reykjaströnd,
að Reykjum og í Glerhallavík.
Sigling í Drangey.
Upplýsingar og miöasala á skrif-
stofu Útivistar.
Útivist.
FERÐAFÉLAC
4 ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Sunnud. 11. júníkl. 13.00
Náttúruminjagangan
7. áfangi
Vatnsskarð - Djúpavatn
I þessum næstsíðasta áfanga
náttúruminjagöngunnar verður
gengiö frá Vatnsskarði, hjá
Hrútagjá yfir að Djúpavatni.
Þetta er falleg og skemmtileg
leið meðfram Reykjanesfjall-
garði. Verð 800 kr., frítt f. börn
m. fullorðnum. (Ath. engin ferð
kl. 10.30).
I síðasta áfanganum þann 25.
júní verður haldið áfram að Sela-
töngum (þá verða jarðfræðingar
með í för). Fjölmenniö í þessa
skemmtilegu raðgöngu, sem far-
in er í tilefni náttúruverndarárs
Evrópu, þátttakendur eru komn-
ir yfir 600. Þátttökuseðill gildir
sem happdrættismiöi. Brottför
frá BSÍ, austanmegin, og Mörk-
inni 6.
Heiðmörk, skógræktarferð,
(frítt) á miðvikudagskvöldið
11. júní kl. 20.
Opið hús: Kynning á ferðum
og ferðaútbúnaði á fimmtudags-
kvöldiö 15. júní í Mörkinni 6 (nýja
sal). Stutt kvöldganga um Elliða-
árdal kl. 20. Komið og kynnið
ykkur fjölbreyttar sumarleyfis-
ferðir innanlands.
17. júní ferðir í Þórsmörk
og ó Fimmvörðuháls.
Brottför laugard. kl. 08.00. Helg-
arferðir í Þórsmörk um hverja
helgi.
Miðvikudagsferðir í Þórsmörkina
hefjast 21. júni.
Fjölskylduhelgi í Þórsmörk
verður 30/6-2/7.
Pantið tímanlega. Fjölbreytt
dagskrá fyrir unga sem aldna.
Mjög ódýr ferð.
Ferðafélag (slands.