Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Aukin sam-
keppni í
gjaldeyris-
viðskiptum
ALÞJÓÐLEGT fyrirtæki,
Change Group International
hefur opnað útibú í Reykjavík.
Fyrirtækið nefnist The Change
Group Iceland EHL og er til
húsa í Upplýsingamiðstöð
ferðamála, Bankastræti 2. Að
sögn forráðamanna fyrirtækis-
ins er Change Group Intemati-
onal 3ja ára gamalt og eru
helstu bankastofnanir Bret-
lands meðal eigenda þess. Fyr-
irtækið starfrækir nú þegar
útibú í Bretlandi, Danmörku,
Finnlandi og Austurríki. Ætl-
unin mun vera sú að fyrirtækið
verði samkeppnishæft á inn-
iendum gjaideyrismarkaði og
er boðið upp á alla þjónustu
er tengist gjaldeyrisviðskipt-
um. Afgreiðsla fyrirtækisins
verður opin frá 8.30 á morgn-
ana til klukkan 18 alla virka
daga, á laugardögum verður
opið frá 8.30-14 og á sunnu-
dögum frá 10-14. Stefnt er að
því að opna annað útibú í Leifs-
stöð og jafnframt að opnunar-
tími verði lengdur í framtíð-
inni. María Guðmundsdóttir
hefur verið ráðin framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins hér á landi.
Vöxtur hjá
Islenska líf-
eyrissjóðnum
ÁVÖXTUN inneigna sjóðsfé-
laga í íslenska lífeyrissjóðnum
var 6,3%, að teknu tilliti til
rekstrarkostnaðar, á síðasta
ári. Samkvæmt því sem kemur
fram í fréttatilkynningu frá
Landsbréfum var þetta hæsta
raunávöxtun á frjálsa lífeyris-
markaðnum og er þetta flórða
árið í röð sem sá árangur næst.
Jafnframt íjölgaði sjóðsfélög-
um talsvert eða um 51% og
voru þeir 518 í árslok.
Heildareignir sjóðsins námu
207 milljónum króna í árslok
1994, höfðu aukist um 83% á
milli ára. Að sögn Sigurðar
Atla Jónssonar hjá Landsbréf-
um er meirihluti sjóðsfélaga
einyrkjar sem ekki greiða til
neinna sameignarsjóða. Aðrir
sjóðsfélagar eru úr hinum ýmsu
þjóðfélagshópum, en í flestum
tilfellum mun vera um að ræða
fólk sem hefur ráð á að bæta
við önnur iífeyrisréttindi.
Turner ráð-
g*erir við-
skiptarás
Atlanta. Reuter.
STJÓRN Tumer Broadcasting
System (TBS) hefur til athug-
unar hugmynd um að frétta-
sjónvarpsstöðin CNN hleypi af
stokkunum nýrri kaplarás fyrir
viðskiptafréttir. Þar með''ýrði
CNN beinn keppinautur ábata-
samrar CNBC-kaplarásar Gen-
eral Electric Co.
Stefnt er að því að viðskipta-
rásin he§i göngu sína í janúar
og sjónvarpi frá 7 til 19 alla
virka daga á kaplarás þeirri
sem CNN notar fyrir alþjóða-
fréttir.
CNN Intemational, sem tók
til starfa innanlands í janúar
og hefur sjónvarpað allan sól-
arhringinn, yrði að sjónvarpa
aðeins á kvöldin og um helgar
í Bandaríkjunum. CNN Inter-
national nær til 5,5 milljóna
heimila, en CNBC til 52 millj-
óna heimila.
Hlutabréfaviðskiptin tæpur milljarður fyrstu fimm mánuðina
Aukningm
nemur 72%
Þingvísitala hlutabréfa,
jan.-júní 1994 og 1995 Jan 1993 = 1000
JFMAMJ JFMAMJ
Verðmæti viðskipta, jan.-júní 1994 og 1995 M kr
400
HEILDARHLUTABRÉFAVIÐ-
SKIPTI á Verðbréfaþingi íslands
og Opna tilboðsmarkaðnum vom
samtals 925 milljónir króna fyrstu
fimm mánuði ársins. Aukning frá
sama tímabili í fyrra er 72%, eins
og kemur fram í riti Kaupþings,
Greining á hlutabréfamarkaðnum.
Samanburður á rekstri og efna-
hag sjávarútvegsfyrirtækja sem era
skráð á VÞÍ sýnir að árið 1994 var
hagstætt hjá flestum félögunum.
Aðeins eitt af sjö félögum, Skag-
strendingur hf., var rekið með tapi,
en þau félög sem sýndu hagnað
vora með arðsemi eigin fjár á bilinu
8-24%. í Greiningu á markaðnum
segir að það hljóti að teljast viðun-
andi árangur í ljósi kvótaskerðinga.
Ennfremur segir að þau sjávarút-
vegsfyrirtæki sem hafa birt áætlan-
ir fyrir árið 1995 geri ráð fyrir svip-
aðri afkomu. Hins vegar sé ljóst
að lélegri afkoma af loðnuvertíð og
yfirstandandi sjómannaverkfall geti
haft töluverð áhrif til hins verra á
afkomu þessara félaga.
Þingvísitala hlutabréfa hefur
hækkað um 25% síðastliðna tólf
mánuði. í riti Kaupþings er spurt
hvort það þýði að hlutabréfaverð
sé almennt orðið of hátt. í alþjóðleg-
um samanburði 19 hlutabréfavísi-
talna komi hins vegar í ljós að V/H
hlutfallið fyrir íslenskan hlutabréfa-
markað sé tæplega 11 á meðan V/H
hlutfall á bandarískum hlutabréfa-
markaði er á bilinu 15-16 og á
þýskum hlutabréfmarkaði 27.
Með V/H hlutfalli hlutafélags er
átt við hlutfall milli markaðsverðs
hlutabréfa í viðkomandi félagi og
hagnaðar þess. V/H hlutfallið fyrir
íslenska hlutabréfamarkaðinn er
reiknað miðað við öll skráð félög á
VÞÍ að hlutabréfasjóðunum og
KEA undanskildum.
Flugleiðabréf í 2,02
Töluverð viðskipti hafa verið með
hlutabréf í Flugleiðum undanfarið,
eða samtals fyrir rúmar 14 milljón-
ir króna að markaðsverði frá síð-
ustu mánaðarmótum. í gær áttu
sér stað viðskipti upp á um 6,9
milljónir að markaðsverði. Þar af
vora viðskipti upp á um 5,9 milljón-
ir á genginu 2,02 og eina milljón á
genginu 2,0.
2,02 er hæsta viðskiptagengi
með Flugleiðabréf það sem af er
þessu ári, en gengið fór lægst í
1,46 12. janúar sl. Hækkunin nem-
ur 38%.
Sex mánaða
uppgjör
skylda
STJÓRN Verðbréfaþings íslands hef-
ur afturkallað heimild til nokkurra
skráðra hlutafélaga um að skila inn
milliuppgjöram sem ná til anriars
tímabils en fyrri helmings reiknings-
ársins. Félögin verða því eftirleiðis
að skila inn sex mánaða uppgjörum.
Þau félög sem heimildin hefur náð
til eru íslandsbanki, Sæplast, Þormóð-
ur rammi, Jarðboranir og KEA. Þetta
er í samræmi við tilskipanir sem gilda
á EES en þar er ekkert svigrúm veitt
til slíkrar undanþágu. Félögunum er
hins vegar heimilt að senda frá sér
tíðari uppgjör.
Valur Valsson bankastjóri í nýju skrifstofunni á Kirkjusandi.
Hrávara
Minni birgðum af korni spáð
Paris. Rcut-
ÍNNFLYTJENDUR virðast reyna
að koma sér upp birgðum af hveiti
ef til verðsprengingar skyldi koma
síðar í ár ef birgðir minnka vegna
veðurs.
Hveitiverð hækkaði nokkuð í vik-
unni, enda eru uppskerahorfur
slæmar í Bandaríkjunum og
Kanada vegna rigninga. Evrópu-
sambandið óttast litlar birgðir og
hækkað verð til neytenda og hefur
gefíð til kynna að útflutningur á
hveiti verði stöðvaður til bráða-
birgða þar til í ljós komi hvernig
uppskeran verði.
Franreiknað verð í Chicago
hækkaði um 1,5% á fimmtudag.
V erðsprenging
talin hugsanleg
Stofnunin Worldwatch í Washing-
ton tók undir fyrri viðvaranir FAO
og alþjóða hveitiráðsins IWC um
minnkandi kombirgðir í heiminum.
Egyptar hafa áhuga á hvejti frá
Bandaríkjunum og Evrópu. íranar
hafa samið um kaup á að minnsta
kosti einni milljón tonna af evr-
ópsku hveiti og talið er að 145 doll-
arar fáist fyrir tonnið - sem er 30
dollara hækkun á tonn á tæpum
mánuði. Áhugi er á birgðum í Mar-
okkó og Alsír.
Rússar telja innflutning ekki
nauðsynlegan að sinni þrátt fyrir
þurrka, en birgðir þeirra era af
skornum skammti og kunnugir telja
að þeir komist ekki hjá því að flytja
inn hveiti í ár. Óvíst er hve mikið
hveiti Kínveijar kaupa á næstu
mánuðum.
Lítil breyting varð á verði gulls
í vikunni og verð á hráolíu var
óbreytt þar sem eftirspurn var treg.
Kopar styrktist vegna minnkandi
birgða í London. Verð á kaffi kann
senn að komast í jafnvægi. Það
lækkaði í um 2.750 dollara tonnið
í London, samanborið við 3.000
dollara fyrir hálfum mánuði.
Nýjar höfuð-
stöðvar
íslandsbanka
í gagnið
STARFSMENN í stoðdeildum ís-
landsbanka hf. eru þessa dagana
að koma sér fyrir í nýjum höfuð-
stöðvum bankans á Kirkjusandi.
Fyrstu deildir fluttu inn um pásk-
ana og var sá tími jafnframt not-
aður til að flytja tölvukerfi bank-
ans. Síðan hefur hver deildin af
annarri flutt inn og Valur Valsson
bankasljóri flutti síðan sjálfur í
nýju höfuðstöðvarnar um miðjan
maí. Valur sagði að allir kynnu
mjög vel við sig. „Þetta er gott
hús og staðsetningin er þægileg."
Aðeins fimm mánuðir eru liðnir
frá því samningurinn um eignar-
skiptin var undirritaður. Húsinu
hefur verið breytt mikið á þeim
tíma vegna þarfa bankans og hef-
ur verkið gengið mjög vel. Því er
lokið á þremur af fimm hæðum
hússins og allar áætlanir hafa stað-
ist. Flutningar í húsið standa enn-
þá yfir og lýkur fyrri áfanga
þeirra helgina 23.-25. júní en þá
verða allar stoðdeildir nema lög-
fræðideildin fluttar inn. Seinni
áfangi flutninganna verður í haust
og þá flytja starfsmenn Verðbréfa-
markaðs Islandsbanka hf. og
Glitnis hf.. „Þar með verður
Kirkjusandur orðinn sannkölluð
fjármálamiðstöð," sagði Valur.
Hann gat þess að kostnaði við
flutninga hefði verið haldið í lág-
marki og reynt væri að nýta hús-
gögn og allt sem til var.
Yfir200milljóna
pundaboðí
MGM-bíókeðjuna
London. Reuter/Variety
ÞRÍR bjóðendur hafa hver um sig
boðið rúmlega 200 milljónir punda
í MGM-bíókeðjuna í Bretlandi á
uppboði franska bankans Crédit
Lyonnais.
Carlton Communications Plc -
sem er undir forystu Virgin-fyrir-
tækis Richards Bransons og Rank
Organisation Plc - hefur hækkað
tilboð sitt að minnsta kosti einu
sinni samkvæmt góðum heimild-
um. S.G. Warburg, sem er Créd-
it Lyonnais til ráðuneytis, hefur
sagt að enn sé að því stefnt að
Ijúka sölu bíóanna fyrir júnílok.
Sagt er að engin ákvörðun hafi
verið tekin um söluna, þótt yfír-
völd hafi lýst því yfír að ekki verði
farið fram á rannsókn á því hvort
hugsanleg kaup Carltons á bíó-
keðjunni muni leiða til einokunar.
MGM Cinemas er stærsta bíó-
keðja Bretlands og markaðshlut-
deild hennar er 26% samanborið
við 20% hlutdeild næststærsta
aðilans, Odeons, sem er í eigu
Ranks-fyrirtækisins.
Franski ríkisbankinn Crédit Ly-
onnais komst yfir bíókeðjuna 1992
vegna vanskila ítalska fjármála-
mannsins Giancarlo Parretti, sem
fékk lán til kaupa á MGM-kvik-
myndaverinu í Hollywood. Umsvif
keðjunnar ná til Danmerkur og
Hollands auk Bretlands.