Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Þurfa launþegar á fjár-
hagsaðstoð að halda?
FYRIR skömmu var upplýst að
23% styrkþega Félagsmálastofnun-
ar Reykjavíkurborgar væru í laun-
aðri eða stopulli launaðri vinnu.
Ýmsir, þ.m.t. stjórnmálamenn og
fjölmiðlar, hafa í kjölfar þessara
upplýsinga fullyrt að skattgreiðend-
ur niðurgreiði laun fyrir fyrirtæki.
Það er merkilegt að menn leyfi sér
að draga jafn afdráttarlausar álykt-
anir af svo ófullkomnum gögnum.
Það að einhver geti ekki framfleytt
sér af stopulli vinnu teljast varla
stórtíðindi og hefur ekkert með
launastigið í landinu að gera. Sama
gildir um tekjur í fólks í hluta-
starfi. Ályktahir voru dregnar af
þessum upplýsingum frá Félags-
málastofnun eins og þær hefðu falið
í sér að tæpur fjórðungur skjólstæð-
inganna væri í fullu starfí og bæri
minna en 54.000 á mánuði úr být-
um. Ef þær hefðu sýnt það væri
e.t.v. fótur fyrir þessum sterku full-
yrðingum en svo er alls ekki. Upp-
lýsingamar sýndu á hinn bóginn að
11% bótaþega væru í vinnu sem
ekki flokkaðist undir það að vera
stopul. Það verður að gera þá kröfu
að þessi hópur sé flokkaður nánar
niður, t.d. hvort þama sé um að
ræða fólk í fullu eða hlutastarfí eða
hvort það stendur að einhverju leyti
höllum fæti, áður en farið er að
rekja vandræði þess til iaunakerfis-
ins í landinu.
Samkvæmt upplýsingum Kjara-
rannsóknamefndar hefur innan við
1% af landverkafólki mánaðartekjur
á bilinu 50-55 þúsund fyrir fullt
starf. Sá hópur er eðliíega að uppi-
stöðu til .nýliðar eða byijendur og
þeir hljóta alltaf að taka laun sam-
kvæmt lágum kauptöxtum. Þegar
þeir öðlast meiri reynslu hækka laun
þeirra og því felst vandinn ekki í
því að það séu ávallt sömu einstakl-
ingamir sem fylla þennan hóp. Þar
sem Tryggingastofnun og Félags-
málastofnun hafa ákvarðað hærri
lágmarksframfærslueyri fyrir skjól-
stæðinga sína en nemur lægstu
kauptöxtumr og bætur opinberra
aðila hækka jafnan til samræmis
við almenna launaþróun verður seint
hægt að færa lægstu kauptaxta upp
fyrir þessar framfærsluviðmiðanir.
Lágmarksbyijunarlaun 16 ára
unglings fyrir fulla dag-
vinnu eru tæp 47 þús-
und eftir síðustu samn-
inga en 51 þúsund að
jafnaði að teknu tilliti
til orlofs- og desember-
uppbótar og sérstakra
eingreiðslna. Viðkom-
andi þarf ekki að vinna
nema eina klst. í yfir-
vinnu í viku að jafnaði
til þess að ná fram-
færsluviðmiðun Félags-
málastofnunar. Eftir
u.þ.b. þijú ár á vinnu-
markaði eða að afloknu
einu 40 stunda nám-
skeiði í viðkomandi
starfsgrein hafa laun
viðkomandi náð framfærsluviðmið-
uninni og því lendir einungis lítið
brot nýliða á vinnumarkaði undir
henni. Ályktunin um að opinberir
aðilar niðurgreiði laun fyrirtækja
er því alröng og tilhæfulaus.
I flestum löndum V-Evrópu eru
lægstu laun hærri en hér. í þessum
löndum er jafnframt verulegt at-
vinnuleysi meðal ungmenna með
litla menntun og ófagiærðra yfir-
leitt. Margoft hefur verið bent á
það, m.a. af hálfu OECD, að lægri
lágmarkslaun (eða nánar til tekið
byijunarlaun) sé ein leið til að draga
úr atvinnuleysi þessara hópa og
gefa þeim þar með tækifæri til að
stíga skref inn á vinnumarkaðinn
og öðlast starfsreynslu. Þegar bjáta
tók á í efnahagsmálum í lok síðasta
áratugar og atvinnuleysi fór vax-
andi var farin sú leið hér á landi
að lækka raungengi, þ.e.a.s. hlut-
fallslegan launakostnað miðað við
önnur lönd, til að sporna gegn at-
vinnuleysi og stuðla að atvinnusköp-
un. Þessi leið hefur borið ótvíræðan
árangur.
Þær ályktanir sem þeir draga sem
tjáð sig hafa um þessa flokkun skjól-
stæðinga Félagsmálastofnunar
mair.ast eflaust af því að þeim finnst
laun á íslandi vera lág og kannski
sérstaklega lægstu laun. Spurning-
unni um það hvort lægstu taxtar
séu lágir verður ekki svarað með
samanburði við tilbúnar fram-
færsluviðmiðanir heldur verður að
miða við launin eins og þau
Hannes G.
Signrðssson
eru
Hverju skílar
nýsköpun?
ÞEGAR rætt er um
efnahagsvandann og
atvinnuleysið er töfra-
lausnin nýsköpun. En
í hveiju felst sú lausn?
Lykilatriðið virðist
vera tímabundnar að-
gerðir ríkisins til að
ívilna ákveðnum at-
vinnugreinum með
skattafríðindum og
öðrum fyrirgreiðslum.
Það þarf svo sem eng-
an að undra að al-
mennt sé talið að ný
fyrirtæki eigi_ erfitt
uppdráttar á íslandi;
reynslan sýnir að
gjaldþrot og greiðslustöðvanir eru
líklegri örlög en hagnáður. Skýr-
Skattalækkun er, að
mati Elsu B. Valsdótt-
ur, besta leiðin til
nýsköpunar.
Elsa B.
Valsdóttir
ingin er vafalaust
margþætt og flókin en
stóran hluta hennar
má fínna í skattbyrði
þeirri sem íslensk
fyrixtæki bera. Það er
mín skoðun að í allri
nýsköpunarumræð-
unni sé verið að byija
á öfugum enda. Á
sama tíma og nauð-
synlegt er að lækka
almennt skatta á öll
fyrirtæki í landinu og
skapa þeim þannig
umhverfí til að vaxa
og dafna verður að
gæta réttlætis með því
að fyrirtækin búi við sömu aðstæð-
ur. Einungis þannig fjölgar störf-
um og dregur úr atvinnuleysi og
ný fyrirtæki fá svigrúm til að
koma undir sig fótunum. Sé raun-
verulegur vilji til að efla nýsköpun
á íslandi er skattalækkun besta
leiðin.
Höfundur er háskólanemi og situr
ístjóm Heirndnllur.
greidd í landinu á
hveijum tíma. Lægstu
taxtar eru u.þ.b. 55%
af meðallaunum land-
verkafólks og það hlut-
fall er svipað því sem
algengt er meðal ann-
arra þjóða V-Evrópu
og því verður trauðla
sagt að lægstu laun
séu sérstaklega lág. Á
hinn bóginn er launa-
stigið á íslandi tiltölu-
lega lágt miðað við
aðrar V-Evrópuþjóðir
sem markast af sam-
setningu atvinnulífs-
ins, tæknistigi og
heildarframleiðni. En
það hefur ekkert með framfærslu-
viðmiðanir opinberra aðila að gera.
Stjómendur Reykjavíkurborgar
hafa ákveðið að tryggja borgarbú-
Innan við 1% af hand-
verkafólki, segir Hann-
es G. Sigxirðsson, hefur
50-55 þúsund króna
mánaðartekjur fyrir
fullt starf.
um 54 þúsund króna lágmarksfram-
færslu og hafa að eigin sögn með
því „opinberað fátæktarmörkin".
Þessi viðmiðun miðast við einstakl-
ing en þegar kemur að barnaijöl-
skyldum verður vemlegur munur á
launa- og ráðstöfunaitekjum því
skattkerfið færir fjármuni frá þeim
sem hærri tekjur hafa til lægra laun-
aðra barnafjölskyldna. Þannig hefur
einstætt foreldri með tvö börn og
um 50 þúsund króna mánaðarlaun,
tæplega 117 þúsund kr. í ráðstöfun-
artekjur. Launin eru innan við helm-
ingur ráðstöfunarfjár viðkomandi
en afgangurinn kemur að mestu í
formi barnabóta og barnabótaauka
í gegnum skattkerfið.
Megingalli þessa kerfis er að þeim
launþegum sem taka við háum bóta-
fjárhæðum gagnast sorglega lítið
að fá hærri laun. Ef laun hjóna sem
hafa samanlagt um kr. 120.000 á
mánuði hækka um 10.000 kr. þá
hækka ráðstöfunartekjur þeirra ein-
ungis.um 3.000 kr. Ef laun þeirra
hækka um 100.000 kr. þá hækka
ráðstöfunartekjur þeirra um 37.000.
Mismunurinn er hverfur í tekjuskatt
og lækkaðar bætur.
Millifærslurnar í íslenska skatt-
kerfinu hafa ekkert með niður-
greiðslu launa að gera því markmið
þeirra er að létta framfærslubyrði
barnafjölskyldna með lægri tekjur.
Það skattfé sem notað er í milli-
færslur er að mestu tekið af öðrum
launþegum í formi beinna og
óbeinna skatta. Opinberir aðilar eru
því ekki að niðurgreiða launin í land-
inu heldur eru þeir að hræra í launa-
pottinum og færa launatekjur frá
einum hópi ti! annars.
Höfundur er aðstoðar
framkvæmdastjóri VSÍ.
Sameining fjárfest-
ingarlánasj óða
ÞANN
voru 25
stofnun
9.
ár
mars sl.
liðin frá
Iðnþróunar-
sjóðs og um leið varð
hann að fullu eign ís-
lendinga. Þá var lokið
við að endurgreiða
þann hluta stofnljár
sjóðsins sem önnur
Norðurlönd lögðu fram
við stofnun hans sam-
kvæmt samningi ríkis-
stjórna Norðurland-
anna frá desember
1969.
Málefni lánasjóða
iðnaðarins hafa und-
anfarin ár verið öðru
hvoru til umíjöllunar
og þá jafnan í tengslum við hug-
myndir um að breyta lánasjóðum í
hlutafélög og bjóða til sölu á al-
mennum markaði. Er það að vonum
enda verður að líta svo á að íslensk-
ur fjármagnsmarkaður sé kominn
á það þróunarstig að tímabært sé
að ríkið hætti beinni þátttöku í
rekstri banka og annarra lánastofn-
ana. Þessir lánasjóðir og bankar
voru stofnaðir og byggðir upp til
að þjóna tilteknum atvinnugreinum
á tímum lánsfjárskorts og skömmt-
unar en nú er sá tími liðinn sem
betur fer.
Iðnþróunarsjóður
settur í biðstöðu
Vorið 1993 virtist fengin niður-
staða um framtíð fjárfestingarlána-
sjóða iðnaðarins og birtist hún í
frumvarpinu um íslenska fjárfest-
ingarbankann hf. En það leið og
beið og ekkert gerðist nærri tvö ár
þótt vitað væri að taka þyrfti
ákvörðun um framtíð Iðnþróunar-
sjóðs þegar hann yrði að fullu eign
íslendinga í mars 1995. Það var
loks 17. febrúar sl. að fyrrverandi
ríkisstjórn ákvað að framlengja
starfsemi Iðnþróunarsjóðs tíma-
bundið frá 9. mars 1995 til 1. júlí
1996. Jafnframt var með lögum nr.
20/1995 ákveðið að breyta hlut-
verki sjóðsins þannig að hann sinni
nýsköpunarverkefnum í auknum
mæli. Til slíkra verkefna má hann
veija allt að 10% af eigin fé sjóðs-
ins í árslok 1994 á umræddu tíma-
bili eða sem svarar rúmum 240
milljónum króna. Hér er um bráða-
birgðaráðstöfun að ræða því að fyr-
ir 1. júlí 1996 skulu lögin um Iðn-
þróunarsjóð endurskoðuð að nýju.
Stefnumótun fyrri
ríkisstjórnar
I athugasemdum við
frumvarpið kemur
fram að hin tíma-
bundna framlenging á
starfsemi Iðnþróun-
arsjóðs er einungis
fyrsta skref í nýskipan
fjárfestingarsjóða at-
vinnuveganna. Stefnan
sem mótuð var á síð-
ustu dögum fyrri ríkis-
stjórnar var þessi:
„Fiskveiðasjóði annars
Sveinn vegar og Iðnlánasjóði
Hannesson og Iðnþróunarsjóði
hins vegar verði breytt
í tvö hlutafélög er taki til starfa
1. júlí 1996. Samtímis stofnun
hlutafélaganna verði stofnuð nefnd
fulltrúa ríkisins og þeirra atvinnu-
vega er standa að sjóðunum er
hafi það hlutverk að undirbúa sam-
runa sjóðanna tveggja eða gera til-
lögur um framtíðarskipan fjárfest-
ingarlánasjóða atvinnuveganna.
Stefnt verði að því að sú framtíðar-
skipan verði komin á í ársbyrjun
1998.“
Samtök iðnaðarins hafa lýst
stuðningi við þá stefnumótun sem
þama kemur fram og nú síðast á
Iðnþingi sem ályktaði um þessi
mál: „Samtök iðnaðarins styðja ein-
dregið áform stjórnvalda um að
breyta Iðnþróunarsjóði, Iðnlána-
sjóði og Fiskveiðasjóði íslands í
hlutafélög á næsta ári og sameina
þau síðar í einn öflugan ijárfesting-
arbanka. Einnig styðja Samtök iðn-
aðarins þau áform að verja hluta
af arði þessarar starfsemi til að fjár-
magna sameiginlegan nýsköpunar-
sjóð atvinnulífsins. Þar með er
mætt brýnni þörf á sérstakri fjár-
mögnun nýsköpunar- og þróunar-
verkefna. Samtök iðnaðarins fagna
ennfremur stefnu nýrrar ríkis-
stjórnar um að breyta ríkisvið-
skiptabönkunum í hlutafélög. Sam-
tökin hvetja jafnframt til þess að
skrefið verði stigið til fulls og hluta-
bréfin boðin til sölu á almennum
markaði.“
Hver er stefna nýrrar
ríkisstjórnar?
Ný ríkisstjórn hefur í stefnuyfir-
lýsingu sinni einungis tekið af skar-
ið varðandi næsta skref á leiðinni
til viðameiri endurskipulagningar
Samtök iðnaðarins
fagna stefnu nýrrar
ríkisstjórnar, segir
Sveinn Hannesson, að
breyta ríkisviðskipta-
bönkunum í hlutafélög.
ríkisbanka og fjárfestingarlána-
sjóða, nefnilega að breyta þeim í
hlutafélög en það eitt dugar
skammt. í verkefnaskrá stjórnar-
innar, sem ákveðið hefur verið að
gera fyrir einstök ráðuneyti og á
að leggja fyrir Alþingi á haustþingi
1995, verður að taka af öll tvímæli
um stefnu hennar í þessum málum.
Setja verður upp og kynna rækilega
tímasetta áætlun um þessar breyt-
ingar frá upphafi til enda.
í öllum aðalatriðum er sátt um
þá stefnu sem fyrri ríkisstjórn setti
fram örfáum dögum fyrir kosning-
ar. Sú stefna er einnig í aðalatriðum
í samræmi við frumvarpið um ís-
lenska fjárfestingarbankann hf.
sem kynnt var vorið 1993 en geng-
ur þó enn lengra hvað varðar áform
um að sameina lánasjóði iðnaðar
og sjávarútvegs. Þessi stefnumörk-
un hefði þurft að liggja fyrir í upp-
hafi kjörtímabils en ekki á síðustu
dögum fyrir kosningar. Það gengur
einfaldlega ekki að ætla sér að taka
ákvarðanir um framtíð lánasjóða
atvinnuveganna með örfárra daga
fyrirvara, eins og gert var síðastlið-
ið vor þegar alger óvissa ríkti um
framtíð Iðnþróunarsjóðs nánast
fram á síðustu stund. Auk þess er
hættulegt að taka skyndiákvarðanir
um breytingar á eignarhaldi og
rekstrarformi lánastofnana. Óviss-
an veldur óróa meðal lánveitenda
og annarra viðskiptaaðila. Þá þarf
ekki að hafa mörg orð um það
hversu skaðlegt það er þessum
lánastofnunum sjálfum og óþolandi
fyrir starfsmenn þeirra að búa við
áralanga óvissu.
Nú er rétti tíminn til að taka
þessi mál til umfjöllunar og ákvörð-
unar svo að leggja megi nauðsyn-
legar lagabreytingar fyrir Alþingi
strax er það kemur saman í haust.
Það er ekki eftir neinu að bíða.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.