Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 41 _____BRÉF TIL BLAÐSIMS_ Flokkur er nefndur Þrándur í Götu Frá Bergþórí Bjarnasyni: MÉR varð nokkuð um á dögunum þegar ég rak augun í grein eftir borgarfulltrúa D-listans, Gunnar J. Birgisson, þar sem hann gagnrýnir harkalega nýsamþykktar breyting- ar á Vinnuskóla Reykjavíkurborg- ar. Mér sem kjó- sanda Reykjavík- urlistans er alls ekki sama um að hann „eyðileggi Vinnuskólann". Þess vegna skellti ég mér á áheyr- endapallana í borg- arstjórn og hlust- aði á umræður um Vinnuskólann 18. maí sl. Mér varð fljótt ljóst að ég hafði fallið í þá gryfju að taka mark á borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins eins og fólk gerir stund- um, en það skyldi maður aldrei gera. Slík og þvílík er steypan sem upp úr þeim vellur. Ég sat í Stúdentaráði háskólans 1990-1992 þegar Vaka, stutt- buxnadeild Sjálfstæðisflokksins í háskólanum, tapaði meirihluta sín- um. Málflutningur borgarfulltrúa D-listans minnir um margt á Vöku á þessum tíma. Þeir eru alltaf á móti öllum breytingum, hvort sem þær eru af hinu góða eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir eru alltaf að flytja tillögur um frestun, frávísun eða með einhveijum öðrum þver- girðingshætti að leggja stein í götu meirihlutans svo hægar gangi að breyta til hins betra fýrir. borg- arbúa. Væntanlega með þá von í bijósti að geta í næstu kosningum bent á að meirihlutinn hafi ekki getað komið hugmyndum sínum á framfæri. En aftur að Vinnuskólan- um. Viðskiptafræði Ingu Jónu Borgarfulltrúar D-listans hafa mótmælt því að vinnutími 14-15 ára unglinga verði skorinn niður í sumar en ætlunin er að veita frekar þeim sem eru eldri en 16 ára vinnu. Reykjavíkurlistinn hefur markað þá stefnu að á tímum atvinnuleysis sé eðlilegra að veita takmarkaða fjár- muni til þess að útvega fullorðnu fólki á vinnualdri, sem þarf að sjá fýrir sér, vinnu í stað þess að ungl- ingar hafa þar forgang. Auðvitað væri æskilegt að hægt væri að veita öllum eins mikla vinnu og þeir vilja en 12 milljarða skuldahali borgar- innar sem Davíð Oddsson, Markús Örn Antonsson og Árni Sigfússon skildu eftir sig kemur í veg fyrir að það sé hægt. Og ef marka má málflutning Ingu Jónu Þórðardótt- ur, viðskiptafræðings og fulltrúa D-listans, ætti borgin helst að tæma atvinnuleysisskrárnar og ráða alla í vinnu! Það þætti líklega skrýtin viðskiptafræði í flestum fýrirtækj- um og auðvitað hefur Inga Jóna engar tillögur á lofti um hvernig eigi að fjármagna þessar ráðningar. Hún vill væntanlega taka lán eins D-listinn gerði í sinni meirihlutatíð. Hvort er mikilvægara að veita börnum eða fullorðnum vinnu? í stuttu máli eru breytingarnar á Vinnuskólanum þessar: Eins og áður sagði verða fleiri á aldrinum 16-25 ára ráðnir í sumarvinnu en færri á aldrinum 14-15 ára. Flest- ir sem á annað borð hafa áhuga hljóta að skilja rökin fyrir því að það sé mikilvægara að veita full- orðnu fólki vinnu en krökkum. At- vinnuleysi í hópi 16-25 ára er um 13 prósent og í aldurshópi 23 ára er atvinnuleysi 18 prósent, sem hlýtur að teljast mjög alvarlegt. Þetta er eklci í fyrsta skiptið sem vinna er skorin niður hjá krökkum. Árið 1968 í miklu atvinnuleysi skáru sjálfstæðismenn í borgar- stjórn vinnu og laun hjá Vinnuskól- anum niður um helming en þetta vilja fulltrúar D-listans ekki muna í dag. í sumar verður lögð áhersla á að ráða leiðbeinendur með uppeld- ismenntun eins og kostur er. Krakk- arnir fá fræðslu um ýmislegt sem tengist borginni og hafa möguleika á því að skipta vinnutímanum svo þau komust í sumarfn með fjöl- skyldu sinni án þess að missa úr vinnu og hefur þessi nýbreytni þeg- ar mælst vel fýrir hjá foreldrum. Að auki samþykkti borgarráð á fundi 23. maí sl. 89 milljóna króna aukafjárveitingu vegna sumar- starfa skólafólks. Þannig munu hundruð ungmenna bætast í þann stóra hóp sem fær vinnu hjá borg- inni í sumar. Nýjungar í atvinnumálum ungs fólks Steinunn V. Óskarsdóttir, for- maður íþrótta- og tómstundaráðs, kynnti í þessum umræðum mjög athyglisverðar hugmyndir sem eru í undirbúningi hjá borginni og er ætlað að veita ungu fólki vinnu. Hugmyndin er sú að í haust fari af stað svokölluð veturliðaverkefni. í þessum verkefnum verður ungt fólk ráðið í vinnu, þeir sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi fá að- stoð við það í samvinnu við Náms- flokka Reykjavíkur, þannig að þeir vinni hálfan daginn og stundi nám hálfan daginn. Myndaðir verða stuðningshópar fyrir þá sem eiga í einhveijum félagslegum vandræð- um. Einnig verði sett á stofn eins konar fyrirtæki sem höndli með notuð húsgögn, búsáhöld og fleira eða taki að sér tilfallandi verkefni. Markmiðið er að fyrirtækið standi undir sér en um leið efli það hæfni fólksins og sjálfstraust til að takast á við vinnumarkaðinn. Já, Gunnar Birgisson, Reykjavík- urlistinn er svo sannarlega „skrýtið fyrirbæri“, þar hefur þú rétt fyrir þér. Reykjavíkurlistinn hefur í far- teskinu ýmsar nýjungar og áhuga- verðar hugmyndir sem eru smám saman að líta dagsins ljós. Þær byggjast á því að fara vel með pen- inga borgarbúa ólíkt því sem D-list- inn hefur gert í borgarstjórn. BERGÞÓR BJARNASON, blaðamaður. Bergþór Bjarnason Um fjölstörfunga og fleira Hugmyndir um hagræðingu á vinnumarkaðinum Frá Guðmundi Helga Þórðarsyni: JÓN H. Karlsson skrifaði grein í Morgunblaðið þ. 18. mars sl. þar sem hann leggur til að dregið verði úr atvinnuleysi með því að flýta starfslokum opinberra starfs- manna. Með því móti hyggst hann rýma fyrir yngri mönnum. Hann kallar þetta at- vinnusköpun. í raun er hann að tala um hagræð- ingu á vinnumark- aði. Það er ekki verið að tala um fjölgun á stöðum heldur styttingu starfsævinnar. Það á að stjaka fjórum árgöngum að meira eða minna leyti út af vinnumarkaðinum, þ.e. 67-70 ára fólki. Með þessu móti væri verið að ráða bót á atvinnuleysinu með því að stytta vinnutímann. Sú vinnu- tímastytting er þá framkvæmd með því að klippa nokkur ár aftan af starfsævinni. Hugmyndin er allra athygli verð svo langt sem hún nær. Nútíma atvinnuleysi er að verulegu leyti til komið vegna þess að það er ekki þörf fyrir að allt fólk á starfsaldri vinni á launa- markaðinum frá morgni tii kvölds árið um kring alla sína ævi. Tækni- væðing og þar með aukin fram- leiðni sér fyrir því, að vinnutími styttist og kemur sú stytting ýmist fram sem atvinnuleysi, stytting starfsævinnar, stytting vinnuvik- unnar eða með annarri vinnutíma- styttingu. Stytting vinnutímans er því rökrétt svar við atvinnuleysi, en þar mætti huga að fleiri aðferð- um, s.s. styttingu vinnuvikunnar, sem full þörf er á, þar sem vinnu- tími er að lengjast hjá þeim sem hafa vinnu, jafnframt því sem at- vinnuleysi eykst. ifyrst farið er að tala um hag- ræðingu á vinnumarkaðinum, mætti kannske huga að fleiri þátt- um þess máls. Ástandið á hinum opinbera vinnumarkaði er með þeim hætti, að þar mætti að skað- lausu hagræða ýmsu, grisja til að rýma fyrir atvinnulausum _eða spara umtalsverðar upphæðir. í því sambandi detta mér fyrst í hug hinir svokölluðu fjölstörfungar, sem mikið er um í opinbera kerf- inu, einkum í efri þrepum launa- stigans. Þar á ég við menn, sem eru á launaskrá hjá mörgum stofn- unum samtímis. Það fer þá þannig fram, að við- komandi er í einu föstu starfi, ýmist fullu starfi eða hlutastarfi, en er síðan settur til að gegna fjölgum aukastörfum, sem þá eru metin til svo og svo margra pró- senta af fullu starfi og launuð sam- kvæmt því. Dæmi munu vera um, að einn maður sé á launaskrá hjá 10 stofnunum eða fleirum og laun- in jafngildi 2-3 fullum störfum. Það liggur í augum uppi, að þessir menn geta ekki sinnt öllum þessum störfum svo að í lagi sé. Þau hljóta að vera ýmist óunnin, illa unnin eða þeim er sinnt af öðrum. Það er fræðilega óhugsandi, að einn maður geti unnið 200% starf hvað þá meira. Ef grisjað væri í þessum frum- skógi mætti örugglega spara um- talsverðar upphæðir, gera opinbera þjónustu skilvirkari og draga úr atvinnuleysi með því að láta nokk- urn hluta af aukastörfum fjölstörf- unganna ganga til þeirra atvinnu- lausu, sem þá hefðu betri tíma til að sinna þeim. Það má benda á fleiri atriði varð- andi hagræðingu í opinbera launa- kerfinu, s.s. ofurlaun nokkurra toppa í kerfinu, biðlaun hátekju- manna, þegar þeir hoppa milli tveggja hálaunaðra starfa og fleira. Allt þarf þetta svo að tengj- ast launamálum almennt. Stytting vinnutímans er t.d. óhugsandi nema almenn laun hækki, og við styttingu starfsævinnar þarf að huga að eftirlaunum þeirra, sem ekki eiga þess kost að fá „sérverk- efni“ að dunda sér við í ellinni. GUÐMUNDUR HELGI ÞÓRÐARSON, fyrrverandi heilsugæslulæknir. Fáðu Moggann il þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. fllisirigfmMiilíilí - kjarni málsins! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaðsins og fá blaðið sent á eftirfarandi sölustað á tímabilinu frá________________til_________________ □ Esso-skálinn, Hvalfirbi □ Laufib, Hallormsstað □ Ferstikia, Hvalfirði □ Söluskálar, Egilsstöbum □ Sölustabir í Borgarnesi □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Baula, Stafliolfst., Borgarf. □ Vikurskáli, Vík í Mýrdal □ Munaöarnes, Borgarfirbi □ Hlíöarlaug, Úthlíö, Biskupst. □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarf. □ Laugarás, Biskupstungum □ Hvítárskáli v/Hvítárbrú □ Bjarnabúö, Brautarhóli □ Sumarhótelið Bifröst □ Verslun/tjaldmiðstöö, Laugarv. □ Hrebavatnsskáli □ Verslunin Grund, Flúðum □ Brú í Hrútafirbi O Gósen, Brautarholti □ Staðarskáli, Hrútafirði O Árborg, Gnúpverjahreppi. □ Illugastaðir O Syðri-Brú, Grímsnesi □ Hrísey □ Þrastarlundur □ Grímsey Q Ölfusborgir □ GreniVík Q Shellskálinn, Stokkseyri □ Reykjahlíb, Mývatn □ Annab NAFN__________________________________________' KENNITALA____________________________________________ HEIMILI______________________________________________ PÓSTNÚMER______________________SÍMI__________________ Utanáskriftin er: Morgunblaöib, áskriftardeild, Kringlunni 1,103 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.