Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MESSUR Á MORGUN I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegí til föstudags Menningarvinir HAFA íslendingar gleymt hvað menning er? Hérlend- is eru mjög mörg kvik- myndahús þannig að draga mætti þá ályktun að hér væri mikið úrval kvik- mynda en sú er ekki raun- in. Meirihluti þeirra mynda sem hér eru sýndar eru bandarískar hasarmyndir. Vita kvikmyndahúsa- eigendur ekki að til eru margar góðar franskar, ít- alskar, sænskar og dansk- ar kvikmyndir? Kvikmyndamenningin á íslandi er einhliða og óholl. Nú gætu einhveijir sagt að hasarmyndir séu það sem fólkið vill sjá en ég hef ekki trú á því að það gildi um alla íslensku þjóð- ina. Ef svo er er illa komið fyrir íslendingum og vil ég biðja þá hið snarasta að vakna áður en það er orðið of seint. Gefið þjóðinni tækifæri tii að velja það að sjá ekki þessar ofbeldismyndir með sínum slæma boðskap. Ekki er allt dásamlegt sem kemur frá Bandaríkjunum. Frú Vigdís Finnboga- dóttir talaði um menning- arvini þegar hún var stödd í Noregi. Ég hélt að þar væri átt við vinskap nor- rænna þjóða en ekki vin- skap við Bandaríkjamenn. Eli Larsen, Noregi. Tapað/fundið Jakki tapaðist RAUÐUR jakki með merki á baki, köflóttu fóðri og hettu tapaðist nálægt Víði- staðaskóla í Hafnarfirði um síðustu mánaðamót. Fundarlaun. Skilvís fmnandi vinsamlegast hringi í síma 5551771. Gallajakki tapaðist RAUÐUR gallajakki merktur Sunna var tekinn í misgripum í 11 ára af- mæli Péturs Amars sem haldið var í Rafveituheimil- inu þriðjudaginn 31. maí sl. Annar eins jakki nr. 158 var skilinn eftir. Uppl. í síma 5644724 á kvöldin. Kettlingar gefins TVEIR TVEGGJA mán- aða, dökkbröndóttir fress- kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 5884843. Kisa er týnd SVÖRT læða, lítil og nett er búin að vera týnd í tvær vikur. Hún var í pössun á Óðinsgötu, þannig að lík- legt er að hún sé einhvers staðar í því hverfi. Hún gegnir nafninu Tópas. Ef einhver hefur orðið var við kisu vinsamlegast hringið ,í Elvu í síma 5255000. Kettlingar gefins FALLEGIR kettlingar óska eftir góðu heimili. Uppl. í síma 5544497. / Pennavinir SAUTJAN ára finnsk stúlka með ýmiss konar áhugamál: Noora YpyU, Halmeent 14, 69100 Kannus, Finland. FRANSKUR frímerkja- safnari vill stofna til bré- fasambands við fólk sem vill senda sér merki. Segist tilbúinn að skiptast á merkjum við safnara: Philippe Loirat. 14 Allee des Touzelles, 44115 Basse-Goulaine, France. SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Kirsi Mikkola, Ylikannuksent 114, 69100 Kannus, Finland. TUTTUGU og tveggja ára stúlka í Qatar langar að eignast íslenska pennavini. Getur ekki áhugamála: Reemi Ahmed, P.O. Box 8482, Doha, Qatar. SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Maarit Kerola, Kerolant 42 PPA 2, 69100 Kannus, Finland. TUTTUGU og eins árs norsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum, ferðalögum og tungumál- um: Vigdis Hellesnes, Postboks 118, 5701 Voss, Norway. . SEXTÁN ára argentínskur piltur með margvísleg áhugamál, m.a. heilla risa- eðlur hann: Javier Echevarria, Rio de Janeiro 2527, (1640) Martinez, Buenos Aires, Argentina. ÞRJÁTÍU og fimm ára ísraeli með áhuga á nátt- úrulífí, menningu þjóða, ferðalögum, tónlist o.fl.: Yossi Cohen, Box 18449, IL-91183 Jerusalem, Isreal. ÞRJÁTÍU og sex ára gömul einstæð lettnesk kona, sem á fjögurra ára gamla dótt- ur, vill skrifast á við 35-45 ára karlmenn: Larisa Gromova, Nometnju str. 19, flat 17, Daugavpils, Latvia. Með morgunkaffinu að deila súru og sætu, aðallega sætu. TM Rofl. U.8. Pat. Oft —a« rtghts rosorvod (C) 1985 Los Angetos Tímos Syndicala Yíkveiji skrifar... Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3.) ÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í kapellu Hrafnistu kl. 10.30. Athugið breyttan messutíma. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Sjómannadagurinn: Sjómannaguðsþjónusta kl. 11. Bisk- up íslands hr. Olafur Skúlason préd- ikar og minnist látinna sjómanna. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson Dómkirkju- prestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Anglikönsk messa kl. 15. Prestur sr. Steven Mason. At- hugið breyttan tíma að þessu sinni. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Altarisganga. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Barnakór Grensáskirkju syngur, kórstjóri Mar- grét Pálmadóttir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guðmunds- son. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Steven Mason frá ensku biskupakirkjunni prédikar og kynnir Porvoo-samkomulagið er fjallar um samstarf ensku biskupakirkjunnar við lúterskar kirkjudeildir. Ólafur Jó- hannsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Vera Gulasciova. ' Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. KVENNAKIRKJAN: Guðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju sunnudagskvöld kl. 20.30. Gestir utan úr heimi préd- ika. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar kirkjusöng. Kirkjukaffi. Kvennakirkjan. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdótt- ir. Prestarnir. SAFNKIRKJAN ÁRBÆJARSAFNI: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Þór Hauksson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jón- asson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta • kl. 11. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta - helgistund kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Peter Máté. (Ath. breyttan messutíma.) Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Arni Eyjólfsson héraðsprestur. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Sjómannadagur- inn. Guðsþjónusta kl. 11. Örlygur Ólafsson sjómaður flytur stólræðu. Gunnar Jónsson syngur einsöng. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta á sjómannadegi kl. 11. Kór Kópa- vogskirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Nýr hökull verður tekinn í notkun. Sóknarprest- ur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN FiTadelffa: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn sam- koma kl. 20. Charlene Call talar og Levi Call syngur. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kveðjusam- koma kl. 20 fyrir Ann Merethe og Erling Níelsson og börn þeirra. Daní- el Óskarsson stjórnar. FÆR. sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Sjómanna- guðsþjónusta kl. 11. Séra Gylfi Jóns- son prédikar. Kór Víðistaðasóknar syngur. Einsöngur Sigurður Skag- fjörð Steingrímsson. Organisti Ulrik Olafsson. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta á sjómannadag kl. 10.30 á vegum Sjómannadagsráðs. Ath. breyttan messutíma. Sjómenn og sjómannskonur lesa ritningarorð. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu- daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 13. Sr. Bjarni Þór Bjarnason messar. Sjómenn og börn á Vordög- um taka þátt í athöfninni. Kór kirkj- unnar syngur. Organisti er Siguróli Geirsson. Sr. Jóna Kristín Þorvalds- dóttir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta á Sjómannadag 11. júní kl. 11.00. Barn borið til skírnar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir alt- ari og prédikar. Organisti Vilbergi Viggósson. Baldur Rafn Sigurðsson. HVALSNESSÓKN: Samvera vegnai Vordaga kirkjunnar í dag, laugardagi í Grunnskólanum í Sandgerði kl. 11. Guðsþjónusta sunnudagsins kl. 9.30 í kirkjunni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason messar. Sjómenn og barnakór taka þátt í athöfninni. Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Gróa Hreins- dóttir. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Samvera vegna Vordaga kirkjunnar í dag, laugardag, kl. 14. Guðsþjónusta sunnudagsins kl. 13.30. Sr. Magnús Björnsson messar. Sjómenn taka þátt í athöfn- inni. Kór kirkjunnar syngur. Organ- isti er Frank Herlufsen. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Ferenc Utassy. Sr. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐASÓKN: Samvera vegna Vordaga kirkjunnar í (þróttam- iðstöðinni í dag laugardag kl. 11. Vænst er þátttöku foreldra og barna þeirra. Sr. Bragi Friðriksson. KÁLFATJARNARSÓKN: Fjölskyldu- guðsþjónusta í Stóru-Vogaskóla í dag, laugardag, kl. 14. Börn á Vor- dögum kirkjunnar taka þátt í athöfn- inni. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur. Organisti er Frank Herlufsen. Vænst er þátttöku foreldra og barna þeirra. Sr. Bragi Friðriksson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sjómanna- dagurinn: Sameiginleg sjómanna- messa Reyknesinga i Ytri-Njarðvík- urkirkju kl. 11 árd. Prestur: Sr. Bjarni Þór Bjarnason, héraðsprestur. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur. Organ- isti og stjórnandi: Vilberg Viggós- son. Prestarnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta á Sjómannadag 11. júní kl. 9.30. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir alt- ari og prédikar. Organisti Vilberg Viggósson. Baldur Rafn Sigurðsson. SELFOSSKIRKJA: Messa á morgun kl. 10.30. Kveðjumessa fyrir elsta árgang Unglingakórs Selfosskirkju. Prestur Kristján Valur Ingólfsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Hátíðarmessa í tilefni sjómannadagsins kl. 11 f.h. Sjómenn aðstoða. Ath. breyttan messutíma frá fyrra ári. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 13.30. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sjómannamessa kl. 13. Að guðs- þjónustu lokinni fer fram minningar- athöfn við minnisvaröann um hrap- aða og drukknaða. Kl. 16 verður guðsþjónustu dagsins útvarpað í útvarpi Vestmannaeyja (fm 104). AKRANESKIRKJA: Sjómannaguðs- þjónusta kl. 11. Sjómannskonur lesa ritningarlestra. Aldraðir sjómenn heiðraðir. Minnst drukknaðra sjó- manna. Kl. 10.30 leggur sóknar- prestur blómsveig að minnisvarða þeirra sem fórust en fundust ekki. Björn Jónsson. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Skálholti á sunnudag kl. 11. Börn úr Suzukiskólanum taka þátt í mess- unni með kennurum sínum og for- eldrum. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sóknarprestur. TVÆR klausur í nýjasta tölu- blaði Kennarablaðsins vöktu athygli Víkverja. Annars vegar tek- ur blaðið upp frásögn fréttabréfs skólastjóra af því að nýr mennta- málaráðherra, Bjöm Bjamason, hafi kallað forystumenn þeirra á sinn fund til skrafs og ráðagerða. Þar segir: „Þetta frumkvæði ráð- herra að kalla forsvarsmenn hinna ýmsu félagasamtaka skólafólks til fundar er mjög ánægjulegt og vem- lega breytt vinnubrögð frá því á síðasta kjörtímabili en fyrri hluti þess einkenndist af því að hafa sem minnst samstarf við kennarasam- tökin. Guð láti á gott vita.“ Kenn- arablaðið segir svo frá því að ráð- herrann hafi jafnframt átt fmm- kvæði að því að kalla forystumenn Kennarasambandsins og HÍK á sinn fund. xxx * FORYSTUGREIN Eiríks Jóns- sonar, formanns KÍ, segir um þennan fund: „Eftir fund formanns og varaformanns Kennarasam- bandsins með menntamálaráðherra og aðstoðarmanni hans er ekki ástæða til annars en bjartsýni hvað þetta varðar því á fundinum kom fram vilji ráðherra til þess að eiga gott samstarf við þá aðila er tengj- ast skólastarfi í landinu og er það vel.“ xxx AF ÞESSU tvennu að dæma hefur Bimi Bjarnasyni tekizt að vinna traust kennarasamtak- anna, að minnsta kosti nú í upp- hafi ráðherraferils síns. Það hlýtur að skipta miklu máli, vilji hann ná fram stefnumálum sínum og ríkis- stjómarinnar í ráðuneytinu. Sá fjandskapur, sem hefur verið á milli kennarasamtakanna og stjórnvalda um margra ára bil hefur ekki verið menntakerfinu til framdráttar. xxx IFRÉTTUM af GATT-málinu kemur nú fram að ástæða þess að landbúnaðarvörur yrðu miklu dýrari en stjórnvöld hafa haldið fram, samkvæmt tollum í frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sé sú að þar sé miðað við heimsmarkaðsverð en ekki það verð, sem stendur íslenzk- um innflytjendum í raun til boða á vestur-evrópskum markaði. Þetta riijaði upp fyrir Víkveija umræður, sem fóru fram hér á landi fyrir nokkrum misserum, þegar nokkrir hagfræðingar og ýmsir stuðnings- menn Alþýðuflokksins voru að reikna út stórkostlegar hagsbætur fyrir neytendur út frá heimsmark- aðsverði. Þá héldu veijendur land- búnaðarkerfísins því fram að í raun væri ekkert til sem héti heimsmark- aðsverð á landbúnaðarvörum, og ekki væri hægt að miða við það. xxx NÚ HAFA hins vegar orðið skondin endaskipti á umræð- unni, þar sem heimsmarkaðsverðið er orðið bezti bandamaður landbún- aðarkerfisins. Ofurtollarnir í frum- varpi ríkisstjómarinnar eru miðaðir við að þeir leggist ofan á vöru, sem líklega er alls ekki fáanleg á heims- markaðsverðinu svokallaða. Hins vegar er dæmið hvorki svart né hvítt. Ef íslenzkum neytendum stæði landbúnaðarvara til boða á því verði, sem tíðkast til dæmis inn- an Evrópusambandsins, yrði það strax gífurleg kjarabót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.