Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 3 f
HALLDÓR
ÞÓRÐARSON
+ Halldór Þórð-
ur Þórðarson
var fæddur á
Laugalandi Norð-
ur-ísafjarðarsýslu
19. september
1920. Hann lést á
heimili sínu á
Laugalandi 4. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Helga Mar-
ía Jónsdóttir og
Þórður Halldórs-
son, bóndi á
Laugalandi, og var
hann elstur sjö
systkina. Hin eru: Ingibjörg,
Olafur, Jóhann, Kristín, Jón
Fanndal og Guðrún. Hinn 12.
júlí 1958 kvæntist Halldór eft-
irlifandi konu sinni, Ásu Ket-
ilsdóttur frá Ytra-Fjalli í Að-
aldal. Börn þeirra eru fjögur:
Þórður, f. 21. júní 1960, Jó-
hanna, f. 12. júní 1964, gift
Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni,
sonur þeirra er Óttar Orn;
Karl, f. 25. desember 1965, og
Halldór Hjalti, f. 26. nóvember
1975. Halldór bjó á Laugalandi
til dauðadags. Útför hans fer
fram frá Melgraseyrarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.30.
HANN Dóri bróðir minn er dáinn.
Þessi orð eru ennþá svo óraun-
veruleg að ég held helst að mig
hafi bara dreymt illa. Hann var
hérna í gærkveldi í eldhúsinu hjá
mér í Laugarholti og horfði með
mér á eitt af þessum kraftaverkum
sem stundum verða á vorin, þegar
nýfætt lamb sem enginn hugði líf
hristi slorugan koli og jarmaði í
fyrsta sinn. Við spjölluðum dálítið
og glöddumst saman yfir þessu
litla lífi sem heilsaði vorinu með
mjóróma jarmi. Síðan gekk hann
heim þessa stuttu leið sem er á
milli bæjanna okkar enda langt lið-
ið á kvöld laugardags fyrir hvíta-
sunnu. Nokkrum klukkustundum
síðar var hann allur.
Það er kannski gott að kveðja
þennan heim á svona stundum
þegar undur vorsins gerast og
skammdegisbyljirnir eru órafjarri.
En fyrir okkur sem eftir eru er
nú sorgartími. Við hugsum um lið-
ar stundir, blíðar og stríðar og
söknuðurinn er sár þótt minning-
arnar um góðan bróður og vin lifi.
Halldór á Laugalandi var elstur
af börnum foreldra okkar, Helgu
og Þórðar á Laugalandi. Tólf og'
hálfu ári seinna eru börnin orðin
sex svo margt hefur þurft að gera
og hugsa um hjá þessum ungu
hjónum þau árin og litlar hendur
því þurft að hjálpa til strax og
geta leyfði.
Sú sem þetta skrifar fæddist
ekki fyrr en 1940 að
vori. Þá er Dóri að
verða tvítugur. Vegna
þessa mikla aldurs-
munar milli mín og
systkina minna kom
það í þeirra hlut jafnt
og pabba og mömmu
að styðja mig fyrstu
sporin og svo áfram
eins og þurfti. Eg er
þeim öllum þakklát fyr-
ir það.
En börnin flugu úr
hreiðrinu smátt og
smátt eins og gengur
og þegar ég er enn
unglingur erum við Dóri þau einu
sem eftir eru heima og leiðir okkar
lágu síðan oftast saman eða nærri
hvor annarri við hin ýmsu störf
sem gera þurfti.
Dóri var sérstaklega barngóður
og mér var hann mjög góður. Ég
var aðeins sjö ára þegar hann leyfði
mér að fara með í mínar fyrstu
haustleitir. Ég fór á henni Stjörnu,
gæðahryssu, sem var þýð, viljug
og þæg við alla. Ég minnist leita
að kindum seint á haustin, sem
við fórum tvö saman og ég þá orð-
in eldri en sjö ára. Þá var stundum
kvíði í mér á köldum og gráum
haustmorgnum en samt var farið
því hvorugt okkar mátti hugsa til
þess að kindur yrðu úti á fjöllum
eða annars staðar ef það var á
okkar valdi að hindra það og alltaf
treysti ég Dóra sem var svo stór
og sterkur og aldrei varð neitt að
hjá okkur svo öruggur var hann.
Minningarnar streyma fram í
hugann, svo margt sem var bara
sjálfsagður hlutur, verk sem þurfti
að vinna og voru unnin, erfið og
tímafrek vegna þess að framyfír
miðja þessa öld voru næstum eng-
ar vélar til neins, engin slétt tún,
allur heyskapur unnin með orfí og
hrífu, fáir bílar og bara hestagötur
í stað vega nú. Það er augljóst að
þeir sem unnu sín bestu ár við
svona aðstæður og það eftir að
fólki fór að fækka í sveitum þurftu
að leggja mikið á sig til að draga
björg í bú og koma afurðum á
markað. Ég minnist bátsdaganna
þegar ég var barn og unglingur
en það var oftast verk Dóra að
fara á bátinn tvisvar í viku árið
um kring, með reiðingshesta á
sumrin og sleðahesta á veturna,
fímm km leið í næstum hvaða veðri
sem var því það þurfti að koma
mjólkinni í Djúpbátinn sem flutti
hana í brúsum til ísafjarðar, áður
en hún skemmdist. Til baka var
svo tekinn ýmis varningur fyrir
heimilið og svo fóðurbætir fyrir
Búkollu, Ljómalind og hinar kýrnar
svo mjólk kæmi í brúsana fyrir
næsta bátsdag. Þeir voru nokkrir
„Bátskarlarnir" sem mættust við
sjóinn á Melgraseyri og þegar
MINIMINGAR
Djúpbáturinn var kominn eins
nærri landi og hægt var settu þeir
hann „Græn“ fram og réru út að
skipinu. Síðan kom bryggja og það
voru miklar framfarir. Sleðahest-
arnir sem ég man best og Dóri fór
með í þessar ferðir hétu Fákur og
Sleipnir. Stundum var veðrið hart
á heimleiðinni með norðaustanbyl-
inn í fangið.
Það er svo margs að minnast
núna að stutt minningargrein er
strax orðin of löng.
Dóri minn, ég þakka þér fyrir
öll árin sem við áttum saman og
allt sem ég lærði af þér. Það er
mér ómetanlega mikils virði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Megi góður guð styrkja ykkur
öll á Laugalandi og Jóhönnu og
hennar fjölskyldu í Reykjavík.
Guðrún Þórðardóttir,
Laugarholti.
Tengdafaðir minn, Halldór
Þórðarson á Laugalandi, andaðist
á heimili sínu, aðfaranótt hvíta-
sunnudags. 4. júní síðastlinn.
Þegar kallið kom, uppúr mið-
nætti, var hann rétt búinn að lesa
fyrir sjö ára dótturson sinn, Óttar,
það sem hann hafði skrifað í dag-
bókina um að Óttar og Lilla hefðu
rekið hrútana fram í Hraundal þá
um daginn. Rithöndin var skýr og
festuleg að vanda. Hann var ný-
lega kominn inn úr fjárhúsum að
loknum löngum vinnudegi.
Sumarið var loks að koma í
dalinn, þótt öll tún væru enn und-
ir snjó. Sauðburður langt kominn
og synirnir, Þórður, Kalli og Hjalti
allir heima, auk Ásu og Lillu. Ótt-
ar Örn var nýkominn í sveitina til
afa og ömmu.
Við þökkum drottni fyrir að
Halldór skyldi fá að vera heima á
býlinu sínu ástkæra og í faðmi fjöl-
skyldunnar, þegar hann kvaddi
þennan heim.
Ég kynntist Halldóri fyrst
haustið 1976 þegar ég sem bóndi
afhenti sláturfé í Króksfjarðarnesi.
Við áttum lengstan veg í sláturhús-
ið, um 90 kílómetra, hann frá
Laugalandi í Nauteyrarhreppi og
ég frá Kletti í Gufudalssveit. Mér
er minnisstætt hvað Halldór var
jákvæður og hvetjandi til að ungt
fólk haslaði sér völl í búskap og
bjartsýnn fyrir okkar hönd sem þá
bjuggum á Kletti. Þá voru margir
sem töldu að búskapur við erfiðar
aðstæður væri ekki fyrir síðhærðan
pg skeggjaðan hippa úr Háskóla
íslands.
Halldór var í hópi manna sem
ekki létu fordóma ráða afstöðu
sinni. Ég nefni þijá sem sýndu
mér sama viðmót og allir eru
horfnir yfir móðuna miklu. Játvarð
Jökul Júlíusson, Miðjanesi, Sæ-
mund Óskarsson, Eyri og Gísla
Ágústsson, Hofsstöðum.
Áratug síðar kynntist ég Hall-
dóri betur, þá laganemi og verð-
andi tengdasonur hans.
Ég hefi vart fyrirhitt meiri per-
sónu en elskulegan tengdaföður
minn. Þessi maður var svo hlýr,
skilningsríkur og heilsteypt mann-
eskja. Hann var frábær bóndi,
heimspekingur og yndislegur
heimilisfaðir. Hann var góður eig-
inmaður og vinskapur þeirra systk-
ina, Halldórs og Lillu í Laugar-
holti, var einstakur.
Halldór Þórðarson var víðlesinn
og fylgdist vel með þjóðmálum.
Skólaganga hans var stutt. Sótti
farskóla frá 10 til 14 ára aldurs,
sat tvo vetur, þtjá mánuði í senn,
í unglingadeild Reykjanesskóla og
nam við Bændaskólann á Hvann-
eyri 1944 og 1945. Hann skrifaði
á ensku og las enskar bækur, en
þau systkin hann og Lilla höfðu
lært ensku í bréfaskóla.
Halldór átti vini í Skotlandi sem
hann hafði kynnst á íslandi fyrir
mörgum áratugum og hélt bréfa-
sambandi við.
Útlendingar höfðu orð á því hvað
Halldór talaði góða ensku og hann
var eitt sinn spurður við hvaða
enskan háskóla hann hefði lært.
Halldórs er getið í bók ensks
fuglafræðings sem hann hafði að-
stoðað se_m fylgdarmaður við rann-
sóknir í Isafjarðardjúpi.
Halldór kunni góð skil á íslend-
ingasögum. Uppáhalds skáldið var
Halldór Kiljan Laxnes. Honum láu
á tungu heilu kaflarnir úr íslands-
klukkunni, Gerplu og Brekkukots-
annál. Hann var mjög vel að sér
í landafærði íslands og kunni skil
á sveitum landsins sem hann hafði
aldrei farið um.
Halldór hafði gott eyra fyrir
kveðskap og var vandlátur í þeim
efnum. Hann gerði oft hnyttnar og
skemmtilegar vísur og lék sér að
því að læra kvæði til síðasta dags,
en það síðasta var kvæðið; Þorbjörn
Kolka eftir Grím Thomsen.
Halldór Þórðarson hafði ákveðn-
ar skoðanir. Hann tók ævinlega
málstað lítilmagnans og var ákafur
talsmaður fyrir því að halda for-
ræði yfir íslenskum hagsmunum
hjá þjóðinni sjálfri.
Halldór var skapstór en óáleitinn
og friðsamur. Hann var traustur
og trygglyndur og hjálpsamur ná-
granni. Léttur í máli og gamansam-
ur í góðra vina hópi, hófsmaður í
hverju sem var og bar ekki áhyggj-
ur sínar eða tilfinningar á torg.
Halldór tók virkan þátt í þjóð-
málaumræðunni og ritaði greinar
í dagblöð, einkum um málefni er
tengdust landbúnaði á einn eða
annan hátt. Þessi skrif vöktu at-
hygli manna enda var Halldór vel
ritfær og hafði lag á að koma
meiningu sinni til skila á gagnorð-
an og hnitmiðaðan hátt.
Halldór gegndi trúnaðarstörfum
fyrir bændur á Vestfjörðum og var
fulltrúi á Stéttarsambandsþingum
um árabil. Á þessum vettvangi
talaði hann máli smábænda, oft
þannig að eftir var tekið. Kjarninn
í málflutningi hans var að nýta
skyldi auðlegð landsins þannig að
náttúru þess væri ekki misboðið.
Lítil fjölskyldubú væru heppileg-
ust. Stórum búum fylgdi meiri
hætta á að viðkvæmu jafnvægf
náttúrunnar yrði raskað.
Halldór var góður bóndi og var
einstaklega nákvæmur og vísinda-
legur um margt er varðaði
sauðfjárrækt. Hrútar frá Lauga-
landi voru margverðlaunaðir. Hann
sinnti vel um smalamennsku á sínu
víðáttumikla landi og fór sína síð-
ustu smalaferð í október er leið,
ásamt Ásu og Lillu, um 15 kíló-
metra leið.
Halldór var af þeirri kynslóð
íslendinga sem áttu hvað stærstan
hlut í að breyta lifnaðarháttum
þjóðarinnar. Þessi kynslóð vann
hörðum höndum við að yrkja land-
ið, gera tún og byggja yfir menn
og skepnur úr varanlegum bygg-
ingarefnum, allt við bágborinn
tækjakost. Yngri kynslóðir skilja
vart þá erfiðleika sem Halldór og
hans líkar sigruðust á við að halda
lífí í mönnum og skepnum við
óblíða veðráttu, kalár og erfiða
aðdrætti. Þá reyndi á þrautseigju
og þolgæði.
Halldór var heilsuhraustur og
mikill þrekmaður fram undir sex-
tugt er heilsan tók að gefa sig.
Hann sinnti þó öllum störfum til
síðasta dags eftir því sem kraftari.
leyfðu.
Hann hlífði öðrum en aldrei
sjálfum sér. Vitneskjuna um að
umskipti gætu orðið með þeim
hætti sem varð, geymdi hann með
sjálfum sér, vildi ekki íþyngja öðr-
um.
Halldór hélt dagbók, að minnsta
kosti frá árinu 1950 og til seinustu
stundar. Þar lýsti hann daglegum
störfum á Laugalandi, veðurfari,
gestakomum og fleiru eins og
annálaritarar forðum. Þá lýsti -
hann veðri hvers dags, skráði dag-
legan hámarks- og lágmarkshita,
sólaruppkomu og sólarlag, en frá
Laugalandi sér ekki til sólar frá
24. október til 17. febrúar. Þessar
dagbækur geyma ómetanlegan
fróðleik.
Ég lýk þessum minningarorðum
með því að þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman við skeggræður um þjóð-
málin og búskap, hvort heldur sem
var við sauðburð, heyskap eða
smalamennsku.
Þá þakka ég sérstaklega fyrir
hönd sona minna, Óttars og Pálma,
allt sem þú veittir þeim. Þú varst
Pálma mínum sem afí og besti vin-
ur öll sumrin sem hann dvaldi hjá
ykkur og bréfin sem þú skrifaðir
honum til Danmerkur í hveijum
mánuði voru honum ómetanleg
tenging við ísland og íslenska
menningu og hvatning til að standa
sig í dönskum stórborgarheimi.
Pálmi kveður Dóra sinn með sökn-
uði.
Bestu þakkir fyrir allt sem þú
gafst okkur elsku Dóri. Þín er sárt
saknað.
Jón Sigfús Sigurjónsson.
SIGRÍÐUR GUÐLAUG
BENJAMÍNSDÓTTIR
+ Sigríður Guð-
laug Benja-
mínsdóttir fæddist
á Patreksfirði 26.
september 1925.
Hún lést í Reykja-
vík 5. júní síðastlið-
inn. Foreldrar
iiennar voru hjónin
Friðbjörg Sigurð-
ardóttir og Benj-
amín V. Jónsson
skósmiður. Sigríð-
ur missti móður
sína þriggja ára
gömul, og var þá
send í fóstur til
Halldórs Þorsteinssonar og
móður hans í Súðavík. Sigríður
fékk mænuveiki fimm ára
gömul og bar þess
aldrei bætur. Hún
kom til Reykjavíkur
1949 og dvaldi þar
til æviloka. Sambýl-
ismaður hennar var
Árni Markússon sjó-
maður, f. 25.12.
1918, d. 14.4. 1989.
Útför Sigríðar fór
fram frá Fossvogs-
kirkju í gær.
ELSKU Systa hefur
kvatt þennan heim. Ég
veit að nú líður henni
vel. Ég sé hana fyrir mér syngj-
andi káta eins og ég man best
eftir henni, ekki efa ég að tekið
hefur verið á móti henni. Ég kynnt-
ist Systu fyrir 45 árum er hún kom
sem heimilishjálp á heimiii foreldra
minna sem þá var á Grundarstíg
11. Ég var aðeins fimm ára en
man þetta svo vel, við vorum fimm
systkinin er hún kom til okkar.
Hún stóð þarna á eldhúsgólfinu,
álíka feimin og við krakkarnir, og
spurði hvað við hétum. Við vorum
ekkert yfir okkur hrifin, því nú
átti dótaherbergið okkar að vera
vinnukonuherbergi eins og það hét
í þá daga. En það breyttist fljótt
því segja má að Systa hafi sungið
sig inn í hjörtu okkar. Systa var
hjá okkur í sjö ár, þá hafði hún
kynnst verðandi sambýlismanni
sínum Árna Markússyni og bjuggu
þau saman í rúm 20 ár eþa þar
til Árni lést í apríl 1989. Ég veit
að þau fagna nú að hittast aftur.
Þau byijuðu að búa í risíbúð í Þing-
holtsstræti. Það var gaman að
heimsækja þau, allt var svo fágað
og fínt. I þessu húsi var svo bratt-
ur stigi að ófatlaðir höfðu nóg með
að komast upp, en þó Systa hafí
verið fötluð frá barnsaldri lét hún
sig hafa það. Síðan fluttu þau á
Ránargötuna og undu sér þar vel.
Þar gat Systa líka haft kött sem
henni þótti mjög vænt um og lét
stoppa upp kisu þegar hún dó. í
Hátún 12 fluttu þau er íbúðaálman
var opnuð, það var alveg sama
hvar þau bjuggu, alltaf var jafn
gaman að heimsækja þau. Alltaf
fannst mér ég velkomin, hvort sem
ég var ein eða með mann og börn.
Um leið og ég votta systkinum og
mágkonum hennar, mína dýpstu
samúð, þakka ég allar samveru-
stundirnar.
Oss minni sérhver morgunstund
á miskunn drottins þá,
er lætur eftir banablund
oss betri morgun sjá.
(V. Briem)
Guðrún E. Melsted.
Skilafrest-
ur vegna
minningar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða 5 sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi),
er skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir há-
degi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags-
og laugardagsblað þarf greinin
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir
að útför liefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.